Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 25
LISTIR
Mannlíf og lækningar
Guðrún P. Lárus
Helgadóttir Pálsson
BOKMENNTIR
íslensk íræði
LÁRUS HÓMÓPATI
Höf.: Guðrún P. Helgadóttir. 224 bls.
Útg.: Skerpla. Prentun: Steindórs-
prent-Gutenberg. Ileykjavík, 1994.
Verð kr. 2.980.
LÁRUS hómopati var afi höf-
undarins, Guðrúnar P. Helgadóttur.
Afi Lárusar hómópata var svo aftur
séra Jón Steingrímsson. Eldklerkur-
inn var ekki aðeins bænheitur kenni-
maður og snjall rithöfundur. Hann
fékkst einnig við lækningar. Til þess
kallaði nauðsyn, og ef til vill líka
áhugi. Afkomendur Jóns Steingríms-
sonar eru þekktir fyrir frásagnargáfu
og orðheppni, hvort heldur er í mæltu
máli eða rituðu. Og þeir, sem gengið
hafa menntaveginn, hafa skipst á
milii læknisfræði og íslenskra frasða.
Meðal hinna fyrrtöldu má nefna Ólaf
Lárusson, lækni í Vestmannaeyjum,
en meðal hinna síðartöldu höfund
þessarar bókar.
Lárus, sonur Páls í Amardrangi,
komst ekki til mennta þó hugurinn
stæði áreiðanlega til þess. Manna
athugulastur var hann og haldinn
þeirri vísindalegu forvitni sem nauð-
synleg er til að menn nái langt á
þeim vettvangi.
Höfundur rifjar upp ritdeilur sem
háðar voru upp úr miðri 19. öld og
öðru hverju síðar milli þeirra sem
voru með og á móti smáskammta-
lækningum eða samveikislækningum
eins og sumir vildu kalla það með
beinni þýðingu úr grísku. Sterkasti
stuðningsmaður hómópatíunnar var
séra Amljótur Ólafsson á Bægisá,
einn kunnasti maður í klerkastétt á
sínum tíma. En hjá honum, eða öllu
heldur hjá konu hans, lærði Lárus
fræði sín. Áður hafði hann numið
dönsku og þýsku beinlínis í því augna-
miði að geta lesið lækningabækur á
þeim málum. Áður en hann hafði lok-
ið náminu á Bægisá fékk hann svo
boð um að gerast læknir í Skaftafells-
sýslu. Boðið þekktist hann og þar
með var ævistarf hans hafið.
Ekki ílentist hann þar eystra. Leið
hans lá vestur á Vatnsleysuströnd
þar sem hann gerðist útvegsbóndi,
kvæntist og kom upp stórri fjöl-
skyldu. Þar að auki hélt hann áfram
að stunda lækningar. Á Vatnsleysu-
strönd lifði hann sín bestu ár. Þar
dafnaði hagur hans að öllu leyti.
Til viðbótar við það sem sagt er
frá búskap og heimilishaldi Lámsar
fær lesandinn ærinn fróðleik um
mannlífið á Vatnsleysuströnd sem var
harla litríkt eins og á öðrum stöðum
þar sem útræði var mikið og fólk var
að koma og fara. Unga menn dreif
að á vertíðum. Gat þá verið sukksamt
með köflum. En stöndugum útvegs-
bændum græddist fé þegar vel ár-
aði. Lárus var ekki talinn í hópi hinna
ríkustu en sá vel fyrir sér og sinum.
Seinna fluttist hann svo til Reykjavík-
ur og reisti þar stórt hús miðað við
sinnar tíðar mælikvarða.
Lárus varð ekki aðeins kunnur
vegna lækninga sinna sem mikið orð
fór af heldur einnig vegna blaða-
skrifa og starfa að fé-
lagsmálum. Nokkuð
þótti hann ölkær fram
eftir ævi en söðlaði þá
um og gekk til fylgis
við bindindishreyfing-
una sem efldist mjög
um þær mundir.
Það bar til nýlundu á
síðustu árum hans á
Vatnsleysuströnd að
breski togaraflotinn tók
að gera sig heimakom-
inn og er ekki að orð-
lengja að hann byijaði
strax að skafa botnimi
upp að landsteinum.
Lárus benti strax á hver
vá væri fyrir dyrum og fór fram á
að eitthvað væri gert í málinu. En
þar var við ramman reip að draga
andspænis heimsveldinu. Þar með tók
að halla svo undan útgerð á Strönd-
inni að Lárusi þótti ekki lífvænlegt
að búa þar lengur.
Bókin um Lárus hómópata er miklu
meira en ævisaga eins manns og frá-
sögn af starfi hans. Hún lýsir einnig
fálmandi en ákafri leit þjóðarinnar á
seinni hluta 19. aldar í átt til menn-
ingar og auðugra lífs. Sem ungur
maður hafði Lárus reynt að komast
til náms í Frakklandi en fann engan
útveg til þess. Hann valdi því þann
kostinn sem skástur gat talist.
Lengra komst hann ekki. Og alþýða
manna treysti honum, jafnvel þótt
hún ætti annarra kosta völ. Svo virð-
ist líka sem að lokum hafi tekist all-
góð samvinna með Lárusi og lærðu
læknunum, t.d. Schierbeck landlækni
sem í fyrstunni amaðist við lækning-
um hans.
Naumast þarf að taka fram að rit
þetta er afar vandað eins og annað
sem höfundur hefur látið frá sér fara,
hvarvetna vísað beint til heimilda, og
heimildaskrár skýrar og nákvæmar.
Erlendur Jónsson
Eflirminnileg
jóúigjöf |
/T
l nótt (2 dagar)
alla daga vikuimar
5.900
fyrir tvo.
Innifalið: morsunverður af
hlaðborði
í boði eru fimismunandi lyklari
sem gilda til ársloka 1995
1 nótt (2
HVUNNDAGS
■> — — mm
ga vikunnar
kr. 11.000,- fyrirtvo.
2 nsetnr (3 dagar) 4
í niiðri vikii töstnd. til summd.
kr. 17.800,- fyrir tvo. kr. 21.800,- fyrir tvo. kr. 29.800,- fyrlr tvo.
Innifalið í þessum fjórum lyklum: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður
Gestir hafa að sjákfsögðu aðgang að öllum þægindum hótelsins svo sem jarðgufubaði, útisundlaug, heitum
pottum, þrekæfingasal, tennisvelli, níu holu golfvelli o.fl. Einnig stendur til boða ýmis sérþjónusta svo sem snyrti-
og hárgreiðslustofa, nuddstofa, hestaleiga, bílaleiga, stangveiði og margt fleira.
Lyklamir eru til sölu á Hótel Örk í súna 98-34700. .v
Einnig í Borgarkringlunni frá og með /Tjjí
9. desember n.k. O"
Þeir eru sendir hvert á land sem er.
Visa - Euro raðgreiðslur. Sendum í póstkröfii.
HÓTEL ÖEK
HVERAGERBI - SÍMI98-34700 - FAX 98-34775
■ ' k________________________
Rauður velúrkjóll, 50-70. Verð kr. 2.400
Þrílitur velúrgalli, 50-80. Verð kr. 2.990
Jólafötin
semvið
notum
í leikinn
eftir jólin
Hvít Skyrta, 80-120. Verð kr. 1.990
Vesti, 100-160. Verð frá kr. 2.500
Flaueisbuxur, 80-160. Verð frá kr. 2.800
Velúrpeysa, 80-120 Verð frá kr. 2.300
Velúrbuxur, 80-120 Verð kr. 1.990
Velúrkjóll, 80-120. Verð frá kr. 2.900
Polarn&Pyret
Kringlunni, sími 681822