Morgunblaðið - 07.12.1994, Page 38

Morgunblaðið - 07.12.1994, Page 38
•38 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR af sýndarmennsku. Þetta var um það leyti sem félagið var stofnað fyrir 75 árum. Baráttan sú var heldur ekki sársaukalaus. __?Guðrún Marteinsdóttir var ein þeirra sem hefur margsannað að farið var inn á rétta braut og taldi að jafnvel þyrfti meira til. Hún hik- aði ekki við að drífa sig i framhalds- nám í Bandaríkjunum og fjölskylda hennar var reiðubúin til að fylgja henni og styðja á allan hátt. Hún fékk sína meistaragráðu og fór fáum árum síðar í doktorsnám í hjúkrunarfræði. Þannig hélt hún , áfram á menntabrautinni um leið ) og hún vann sitt gagnmerka starf t við námsbrautina. Þrátt fyrir veik- indin var hún að ljúka við doktors- '^í^gerð sína fram á síðustu stundu. Eg samhryggist allri fjölskyldu Guðrúnar svo og syrgjandi skóla- systrum, starfsfélögum og nemend- um hennar í námsbraut í hjúkrunar- fræði og lýk kveðju minni með kvæði Njarðar P. Njarðvík. Sorg Þegar sorgin ris í hjarta þínu víkja heift þín og reiði og þú lamast af langri þreytu Ef þú reynir að ráðast gegn henni brýtur hún bugaðan vilja þinn. j. Eina svarið er auðmýkt Ekkert veitir eins mikinn styrk og auðmýktin Þennan bjarta engil fengum við efalaust bara að láni og megum þakka fyrir, þótt við í eigingirni okkar hefðum kosið að samleiðin yrði lengri. María Pétursdóttir. Þegar Rúna vinkona mín hefur “kvatt, er okkur vinum hennar í Fiskakvíslinni sorg í sinni. Þótt við sæjum að lífíð var að fjara út, þá var örðugt að trúa því. Hún talaði svo hispurslaust um veikindi sín og bar sig svo vel að því varð vart trúað að hún væri svo langt leidd sem raun bar vitni. Hún huggaði okkur og styrkti. Samtölin um það sem við og fjölskyldur okkar gerð- um saman og vorum hvor annarri hjálpuðu okkur í gegnum þetta tímabil. Við gripum öll þau hálm- strá sem finna mátti. Ég kynntist Rúnu á Akureyri þegar hún var efnilegi oemandinn hans pabba. Hann bað hana að koma heim og aðstoða dóttur sína *-'5íð heimanámið, það var í Þórunn- arstrætinu. Síðan lágu leiðir okkar aftur saman og þá í Hlíðunum. í kjölfar nokkurra flutninga hófst sambýlið í Drápuhlíðinni. Við urðum eins og stór fjölskylda og stuttu eftir að ég flutti ásamt mínu fólki í Ártúnsholtið komu vinirnir úr ris- inu í Árbæjarhverfið og við vorum aftur orðnir nágrannar. Vinátta okkar óx og dafnaði þrátt fyrir ólík viðfangsefni í dag- lega lífinu. Það styrkti vináttuna að eiginmenn okkar og börn voru þar svo vel samstiga. Þegar horft er á myndimar sem teknar hafa verið um árabil, rifjast jpp ótal atvik þar sem allir lögðu Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIBIR sitt af mörkum til að gera allt sem innihaldsríkast. Sumarbústaðaferð- ir, fjölskylduboð og heimsóknir til Rhode Island er það sem við gátum endalaust talað um. Hver myndin annarri fegurri kemur fram í hug- ann. Rúna með geislandi brosið og ljóma í augum verður ætíð það sem við geymum í þakklátu minni. Árin okkar skilja eftir dýrmætar minningar og vonir um að við sem eftir erum megum áfram vera sú fjölskylda sem við höfum verið. Að missa vin sinn í blóma lífsins, er eitthvað sem við gerum ekki ráð fyrir, og við erum því óviðbúin jafn- vel þótt við sjáum það vera að ger- ast. Að hafa átt Rúnu sem vin er ómetanlegt, minningarnar um hana eru okkur hjartfólgnar og þær verða ekki frá okkur teknar. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Raggi og böm okkar, Halla, Ragnheiði, Hlyn, Héðni, Maren, Svövu, Rakel og Sigga, foreldmm Rúnu, Ragnheiði og Marteini, systkinum hennar og fjölskyldum þeirra. Olga Björg Jónsdóttir. Kær vinkona, Guðrún Marteins- dóttir, er látin. Baráttu við ógurleg- an sjúkdóm er lokið. Við stöndum agndofa hjá og fáum ekki skilið hvers vegna. Hvers vegna kær vin- ur, eiginkona og móðir verður ekki lengur til að hvetja okkur og upp- örva, gleðjast og sýna hrifningu yfir hveiju smáu skrefi á sinn sér- staka hátt. Rúna var raunsæ á þann veg að henni var eiginlegt hið jákvæða sjónarhorn allra mála. Það var gaman að segja henni frá eigin athöfnum eða afrekum barnanna, hvort sem þau voru að stíga fyrstu skrefin eða ljúka skólaprófum, hún gaf svo mikið með lífsgleði sinni og þátttöku í lífi og þroska og at- höfnum annarra. Rúnu kynntist ég fyrst fyrir rétt tuttugu árum er við tókum þátt í uppfærslu á tónverkinu Carmina Burana eftir Carl Orff. Okkar kynni urðu síðan enn nánari þegar Halli æskuvinur minn festi ráð sitt með Rúnu. Þau hófu búskap, giftu sig og eignuðust tvö börn saman, en áður áttu þau þtjár dætur er ólust upp hjá þeim. Ofáar minningar um samverustundir í ferðalögum við hátíðleg tækifæri eða á heimilum okkar sitja eftir. Minningar um málefni og menn, stund og stað. Við deildum sameiginlegum áhuga á tónlist og ekki síst kórtónlist. Rúna hafði verið þátttakandi í kór- starfi og var alin upp á heimili þar sem tónljstaráhugi var í öndvegi. Þegar Halli og Rúna bjuggu í Amer- íku vorum við Ólína alltaf á leiðinni að heimsækja þau og jafnan var haft á orði í símanum að Carmina væri við hliðina á fóninum og ekk- ert að vanbúnaði. í hversdagslegu amstri lífsgæðanna fórum við aldrei þangað og af óskiljanlegum ástæð- um frestuðum við alltaf þessari stund. Rúna var mikilvirkur þátttakandi í því uppbyggingarstarfi sem átt hefur sér stað og framundan er í hjúkrunarfræðum á íslandi. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd þeirrar fræðigreinar og var að ljúka doktorsritgerð þegar veikindin heij- uðu á. Það er gleðiefni þrátt fyrir allt og táknrænt fyrir hennar ein- staka persónuleika að á dánardegi skrifar hún undir síðustu skjöl þess vegna, fárveik en með fulla vitund aðstæðna sinna og að hverju stefndi. í auðmýkt og með virðingu kveðj- um við góða vinkonu, sem sárt er saknað. Söknuðurinn er þó mestur hjá eiginmanni og börnum. Elsku Halli, Héðinn og Maren, við vottum ykkur og systrum ykkar einlæga samúð. Guð geymi minningu Guð- rúnar Marteinsdóttir. Ólína og Guðmundur. Mikill harmur er kveðinn að eig- inmanni, börnum, fjölskyldu og vin- um Guðrúnar Marteinsdóttur hjúkr- unarfræðings. En hjúkrun, hjúkr- unarfræðingar og heilbrigðisþjón- ustan á íslandi hafa einnig misst mikið. Guðrún Marteinsdóttir var einn helsti faglegi leiðtogi í hjúkrun hér á landi í dag. Guðrún var fremst í flokki þeirra sem hafa byggt upp faglegan þekk- ingargrunn í hjúkrun hér á landi á síðari árum. Hún sá fljótt að hún gæti haft einna mest áhrif á þróun hjúkrunar með því að kenna hjúkr- unarfræði. Því valdi hún sér starfs- vettvang við kennslu og rannsókn- arstörf í hjúkrun við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. Þannig taldi hún þekkingu sína skila sér best til íslensks samfé- lags. Hún byggði í samvinnu við aðra upp menntun hjúkrunarfræð- inga hér á landi, en hróður hennar hefur borist um flest öll lönd. Guðrún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og var sífellt að bæta við eigin þekkingu til að geta miðl- að öðrum. Hún var fyrsti hjúkrunar- fræðingurinn sem hafði útskrifast úr námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands sem lauk meist- aragráðu í þeirri grein. Það var öðrum hvati til að leggja á sömu braut. Síðustu ár hafði hún verið að vinna að doktorsprófi í hjúkrun- arfræði og er hún kvaddi þetta jarð- líf sá hún fyrir lok þess verkefnis. Á sjúkdómstímabilinu notaði hún þekkinguna til að styrkja sjálfa sig og aðra í að takast á við þann missi sem hún stóð frammi fyrir. Missi á heilsu, lífí, fjölskyldu, vinum og tækifærum. Hún átti svo mikið óunnið. Aðeins örfáum stundum fyrir kveðjustund undirritaði hún skjöl fyrir Háskóla íslands sem sýndu framsýni hennar og þörf á að leita nýrrar þekkingar í hjúkrun. Guðrún var einstök. Enginn var viljugri en hún að deila þekkingu sinni með öðrum. Allir fóru ríkari af hennar fundi. Hún var sannkall- aður fræðimaður í hjúkrun. Hún unni faginu og fræðigreininni og vildi allt gera sem gagnast gæti bættri hjúkrun einstaklinga. Megi hjúkrun og allri heilbrigðis- þjónustu á íslandi lánast að bera þekkingarljós Guðrúnar áfram. Þar höfum við, sem áttum þess kost að vera með henni í leik og starfi, sér- stökum skyldum að gegna. Ragnheiður Haraldsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir. Og skín ei ljúfast æfi þeirri yfír, sem ung að morgni lífsins staðar nemur og eilíflega óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifír, sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænku minnar, Rúnu Marteins, eins og hún var jafnan kölluð. Manni finnst alltaf jafn óskiljanlegt, þegar ungt og hæfí- leikaríkt fólk er kallað burt í blóma lífsins, fólk sem manni finnst eiga svo margt ógert. Þó er þetta lífsins saga, sem við fáum engu um ráðið. Það leita helst á hugann bemsku- ár Rúnu á Sauðárkróki. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Hún var ekki gömul eða há í loftinu, þegar fram komu hjá henni þeir eiginleikar að leiða aðra og hjálpa öðrum, sama hver í hlut átti. Á þeim árum átti ég heima hjá foreldrum mínurn á Hofsósi, afa og ömmu Rúnu. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá öllum á Kárastíg 3, þegar einhver af stóra barnahópn- um af Ægisstígnum kom í heim- sókn. Sérstaklega var tilhlökkun mikil hjá frænkunum Huldu og Gunný, þegar von var á Rúnu og Guddu í heimsókn. Þá var glatt á hjaila og ýmislegt leyfílegt, sem annars var bannað. En bernskuárin Iiðu í leik og námi og Rúna hélt áfram að koma í heimsókn til ömmu og afa á Hofsósi og seinni árin aðeins til ömmu. Alltaf var einstak- lega kært með þeim nöfnunum Rúnu Sigurðar og Rúnu Marteins. Ég kveð þessa ljúfu og elskulegu frænku mína með sárum söknuði og þakklæti fyrir ógleymanlegar stundir á liðnum árum. Halla og bömunum og foreldrum Rúnu, systkinum og fjölskyldum þeirra, votta ég mína innilegustu samúð. Ó, kona, þú ert ekki aðeins hand- verk Guðs heldur líka mannsins, hann gæðir þig alltaf fegurð hjarta síns. Sigríður Friðriksdóttir (Dúdda föðursystir). Að kveldi 24. nóvember bárust okkur þær sorgarfregnir að sam- starfskona okkar,. Guðrún Mar- teinsdóttir, væri látin. Guðrún, eða Rúna eins og við alltaf kölluðum hana, hóf kennslu við námsbraut í hjúkrunarfræði 1980. Hún var í fyrsta árgangi hjúkrunarfræðinga sem útskrifaðist frá Háskóla íslands 1977. Eftir það nam hún uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda við sama skóla. Því næst lá leiðin í mastersnám í Boston University í Bandaríkjunum. Lauk hún þaðan MS-prófi í heilsugæsluhjúkrun 1980. Hún hlaut styrk frá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni á náms- árunum erlendis sem var bundinn því skilyrði að sinna kennslu við námsbraut í hjúkrunarfræði í ákveðinn tíma að námi loknu. Rúna varð þvi einn af fyrstu fastráðnu kennurum námsbrautar í hjúkrun- arfræði og starfaði sem lektor til 1983 og síðan dósent. Þegar hún kom til starfa við námsbrautina beið hennar mikið brautryðjendastarf við uppbygg- ingu háskólakennslu í hjúkrunar- fræði. Hún lagði metnað sinn í að skólinn útskrifaði hjúkrunarfræð- inga sem væru færir um að leggja ríkulega af mörkum til eflingar heilbrigðis í landinu. Víðsýni, fjöl- breytt og haldgóð þekking ásamt bjartsýni og bjargfastri trú á hið góða í manneskjunni gerðu það að verkum að henni tókst að leggja mikið af mörkum. Rúna var skap- andi og gefandi í störfum sínum og með léttleika sínum hreif hún nemendur og samkennara með sér í leit að frekari þekkingu. Hún átti einstaklega gott með að umgangast aðra og var nýjum kennurum fyrir- mynd og ráðgjafi. Hún hefur látið falla mörg hvatningarorð til okkar sem störfuðu með henni og einnig til nemenda. Henni var einstaklega lagið að sætta ólík sjónarmið og var gjöful á tíma sinn og óþreyt- andi að ræða og framkvæma um- bætur á hjúkrunarfræðinámi. Kennsla hennar einkenndist af lífí og krafti. Hún hafði einstaka hæfileika til að vera jákvæð og uppbyggjandi. í kennslunni kynnti hún fyrir nemendum margvíslega hugmyndafræði og má þar t.d. nefna hugmyndafræði um fjölskyld- una, hvað varðar heilbrigða fjöl- skyldu, fjölskyldu í kreppu og hvernig hægt er að leggja mat á ýmsa þætti fjölskyldulífs. Heilbrigði fjölskyldunnar var henni afar hug- leikið. Hennar eigið fas og fram- koma einkenndist jafnframt af heil- brigði og gleði. Hún var því sann- kallaður málsvari heilbrigðishvatn- ingar. Fjölmörg trúnaðarstörf hlóðust á Rúnu sem verða ekki öll rakin hér. Hún var formaður stjórnar náms- brautar í hjúkrunarfræði 1984- 1986 auk þess að vera í forsvari fyrir námsbrautina í ýmsum mál- efnum. Hún átti sæti í fjölda nefnda sem fjölluðu um menntunarmál hjúkrunarfræðinga og innlendum ritnefndum, veitti ráðgjöf á fræða- sviði sínu til heilbrigðisstarfsfólks og svo má lengi telja. Áhugi Rúnu á fræðistörfum var mikill. Hún skrifaði ýmsar fræði- greinar um viðfangsefni í heilsu- gæslu. Á síðustu árum var heil- brigði kvenna og heilsuefling henni sérstakt rannsóknarverkefni. Árið 1988 lét Rúna langþráðan draum verða að veruleika og hóf doktors- nám við University of Rhode Island í Bandaríkjunum og var við það að ljúka doktorsritgerð sinni þegar hún féll frá. í rannsókn sinni til doktors- prófs, sem ber heitið „Gildi sjálfs- ákvörðunar í heilbrigðiseflingu", þróaði Rúna og lagði fyrir mæli- tæki til að varpa nýju Ijósi á hvað hvetur fólk til heilbrigðra lifnaðar- hátta, einkum til reglubundinnar líkamsþjálfunar. Niðurstöður þess- arar rannsóknar auka þekkingar- grunn hjúkrunarfræðinga við heil- brigðisfræðslu meðal almennings. í mars sl. kynnti hún hluta þessa verkefnis á samnorrænni ráðstefnu í Kaupmannahöfn sem haldin var á vegum Nordic College of Caring Science. Fyrir rúmu ári greindist mein í fæti Rúnu. Þurfti hún að gangast undir aðgerð í Svíþjóð þar sem fjar- lægja þurfti hluta af fætinum. Álit- ið var að komist hefði verið fyrir meinið og lagði Rúna sig alla fram um að ná bata sem fyrst. Verkefn- in voru óþijótandi, en einkum var henni mikilvægt að ljúka doktorsrit- gerðinni. Rúna tók við formennsku námsbrautarinnar í júní sl. Höfðum við lagt á ráðin um fjölmargt sem vinna átti að í vetur. Efling rann- sókna í hjúkrun var þar ofarlega á blaði í hennar huga. Það var því mikið áfall þegar í ljós kom nú á haustmánuðum að Rúna ætti við vaxandi veikindi að stríða. Þau veikindi gerðu það að verkum að hún átti ekki aftur- kvæmt til starfa. Það var okkur mikill missir á haustönn að hafa hana ekki í okkar hópi. Tómleiki ríkir og söknuður. Það er erfítt að horfast í augu við að svo ungri konu og góðum félaga sé kippt burtu í blóma lífsins. Hún átti stóra fjölskyldu sem hún unni mjög. Hún þráði að fá að taka þátt í þroska barna sinna, áföllum og sigrum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti sýndi hún mikið æðruleysi í veikindum sínum. Baráttuþrek hennar var ein- stakt fram á síðasta dag. Starfsfélagar námsbrautar í hjúkrunarfræði sjá nú á bak góðum vini og frábærri samstarfskonu. Minningar um hana munu gera líf okkar auðugra og vonandi tekst okkur að nýta eitthvað af því sem Rúna gaf okkur með geislandi lífs- orku sinni, alúð og baráttuvilja. Vinátta hennar mun ætíð lifa í minningunni. Guð blessi minningu Rúnu. Við vottum Haraldi, börnum þeirra, Ragnheiði, Rakel, Svövu, Héðni og Maren, foreldrum, systk- inum og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Starfsfélagar í náms- braut í hjúkrunarfræði. Kær samstarfskona, vinkona og skólasystir, Guðrún Marteinsdóttir, er látin. Nú er ekki lengur hægt að sannfæra sjálfan sig um að meiri tími sé til stefnu. Ekki er leng- ur hægt að ræða saman þótt um- ræðuefnin séu óþijótandi og lífs- löngunin djúpstæð. Lífið verður í rauninni óskiljanlegt þegar kona í blóma lífsins með alla sína framtíð- ardrauma og mikið fram að færa getur ekki fengið að sinna því sem hún þráði. Við Guðrún eða Rúna eins og hún var ætíð kölluð kynntumst fyrst fyrir rúmlega tveimur áratugum. Það er því af mörgum minningum að taka á öllum þessum tíma. Þann- ig höguðu örlögin því til að móður- systir hennar og fjölskylda mín áttu heima í sama húsi. Um haustið 1973 gerðumst við báðar svo djarf- ar að hefja nám við alveg nýja námsbraut í Háskóla íslands, sem var námsbraut í hjúkrunarfræði. Þar sem þetta var fyrsti hópurinn sem fór í gegnum háskólanám á þessu sviði reyndist okkur það mik- ilvægt að böndin innbyrðis í hópn- um væru sterk. Við ræddum mikið um hjúkrunarmál og kannski enn meira um tilvist okkar almennt. Þetta reyndist því töluvert úr- vinnslustig fyrir lífið. Á þessum árum komu persónueinkenni Rúnu skýrt fram. Hún var glaðvær, já- kvæð, hreinskiptin, hispurslaus, uppbyggjandi og átti gott með að umgangast aðra. Þessir góðu eigin- leikar áttu eftir að nýtast henni vel á lífsleiðinni. Eftir að við lukum grunnnámi í hjúkrunarfræði, hvarf hún til náms vestur um haf en ég í gagnstæða átt. Leiðir okkar lágu aftur saman í kennslunni og síðar í vaxandi mæli í stjórnunarstörfum í náms-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.