Morgunblaðið - 07.12.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 07.12.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 39 brautinni. Það var gott að starfa með henni. Hún var fljót að átta sig á málum og leita mannlegra leiða til lausna. í vetur voru margar áætlanir um framþróun námsbraut- arinnar og eitt af því var að kynna okkur betur fræðistörf hjúkrunar- fræðinga á Norðurlöndum. Þar sem við höfðum báðar haft lítil sambönd við Norðurlönd á sviði hjúkrunar fannst okkur það mikils virði að treysta böndin á þeim vettvangi. I mars á þessu ári fórum við saman til Kaupmannahafnar á sam- norræna ráðstefnu um hjúkrunar- rannsóknir. Ráðstefnan var haldin á vegum Nordic College of Caring Science og hafði Rúna verið beðin um að kynna hluta af doktorsrit- gerð sinni þar. Þetta var í fyrsta skipti eftir að hún fór í aðgerð á fæti sem hún flutti erindi á erlend- um vettvangi. Ferðin hafði því mik- ið gildi fyrir hana. Hún var enn að byggja sig upp eftir aðgerðina og þurfti að taka tillit til minna þreks en áður. Það gætti aðeins kvíða hjá henni sem ég hafði ekki þekkt áð- ur, en erindi hennar tókst mjög vel. Hún var frjálsleg, útskýrði vel jafnóðum, flutti það af lífi og sál eins og henni var lagið. Að erindinu loknu samglöddumst við innilega því hún hafði fengið frábærar und- irtektir. Síðasta dag ráðstefnunnar ætl- uðum við að fá okkur gönguferð á Strikinu og settumst inn á ýmsa góða staði til hvíldar og töluðum saman um lífið, fjölskyldurnar okk- ar, framtíðina og námsbrautina. Eins lýsti hún fyrir mér hvernig Kaupmannahöfn liti út að sumar- lagi og fyrir hugskotsjónum mínum blasti iðandi mannlífið, sólskin og sumarilmur. Hún hafði oft komið til Kaupmannahafnar áður, en ég var þar í fyrsta skipti. Nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að veikindi Rúnu voru vaxandi. Með óbilandi viljastyrk sá hún ætíð einhveijar bjartar hliðar og horfði fram á veginn. Þegar við hittumst í síðasta skipti höfðum við tök á því að ræða um ýmislegt varðandi framtíðina. Við komumst að raun um að við mundum ferma á sama degi og sama tíma. Það var greini- legt að Rúna var búin að velta þessu mikið fyrir sér og allar hennar áætlanir voru skýrari en mínar. í þessari heimsókn var Halli hjá henni og tvö af börnum þeirra. Mér er það minnisstætt hve Halli var ein- stakur við Rúnu sem gaf henni mikið. Með miklum trega í huga kveð ég kæra vinkonu og samstarfskonu. Ég þakka henni allar þær stundir djúprar gleði og sorgar sem við deildum í lífinu. Ég votta Halla, Röggu, Rakel, Svövu, Héðni og Maren, foreldrum og systkinum Rúnu og öðrum ætt- ingjum innilega samúð mína. Sóley S. Bender. Það var mislitur hópur ungs fólks sem hóf nám í hjúkurunarfræði við Háskóla íslands haustið 1973. Þetta var fyrsti árgangur hjúkrunar- fræðinema í háskólanum. Fjórtán ungar konur með ólíkan bakgrunn og reynslu luku fyrsta áfanga og þar með var lagður grunnur að ævarandi vináttu og samstarfi, sem engan hafði órað fyrir á þeim tíma. Umræðan um hjúkrunarmenntun í landinu og óvissan um hvert námið leiddi okkur gerði það að verkum að hópurinn varð öflugur og sam- heldinn. Sú spenna sem fylgdi þess- ari óvissu gerði viðfangsefnið enn áhugaverðara og styrkti okkur í þeirri trú að þarna gætu ungar og framsæknar konur haft áhrif á gang mála. Metnaðurinn varð mik- ill fyrir hönd hjúkrunar og hjúkrun- armenntunar á íslandi. Ein af fram- sæknari konum þessa hóps var Guðrún Marteinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og dósent. Það er okkar lán að hafa átt samleið með Rúnu allt frá þessum tíma. Strax við fyrstu kynni birtist Rúna okkur sem -einstök kona, geislandi af lífskrafti og heillandi fasi. Hin létta lund Rúnu hafði hvetjandi áhrif á okkur hinar. Hún MINNINGAR reyndist afburða námsmaður og við höfðum bæði gagn og gaman af að sitja í próflestri og verkefnagerð með Rúnu. Fjörugar og innihalds- ríkar umræður um heilbrigðisvísindi og námsefnið hverju sinni að ógleymdum hlátrasköllum ein- kenndu þessi ár. Þrátt fyrir náms- álag og mikla vinnu var alltaf hægt að slá á létta strengi og má segja að enginn tími hafi verið ónýttur í þeim efnum. Samveran var því mik- il, bæði utan skólans sem innan, kynnin urðu náin og minningarnar streyma nú fram. Þær voru ófáar Óðalsferðirnar, þar sem markmiðið var m.a. að fínna sér lífsförunaut, því allar skyldum við út ganga. Rúna hafði þó náð nokkru forskoti, þar sem hún var búin að eignast Ragnheiði sína og litli förunauturinn fylgdi oft með á ýmsar uppákomur okkar stallsystra. Ekki er ósennilegt að áhrifa hafi gætt, þar sem Ragnheið- ur stundar nú nám í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands og fetar þar með í fótspor móður sinnar. Það var skömmu eftir að námi lauk að Rúna fann „Halla sinn“, Harald Þór Skarphéðinsson, eftirlifandi eiginmann sinn. Þeirra fyrstu kynni voru nokkuð skondin, þar sem Rúna fékk kjörið tækifæri til þess að sanna hæfni sína sem hjúkrunar- fræðingur og þurfti þá maðurinn ekki að hugsa sig um tvisvar — draumadísin var fundin. Rúna og Halli eignuðust saman Héðin og Marenu. Halli átti fyrir þær Rakel og Svövu, sem eignuðust nýja, stóra og umhyggjusama ijölskyldu. Rúna var sú fyrsta okkar, sem hugði á framhaldsnám í hjúkrunar- fræði á erlendri grundu. Þá naut hún eins og ávallt stuðnings for- eldra og það leyndi sér ekki, að þar átti Rúna sterkan bakhjarl og bar hún þeim ætíð gott vitni. Stórhuga bætti hún við sig MS-gráðu í heilsu- gæsluhjúkrun og var að ljúka dokt- orsnámi þegar kallið kom til nýrra starfa á æðri stöðum. Með allt þetta umfang, stóra ljölskyldu og viða- mikil verkefni, náði Rúna ávallt að skila árangri með miklum sóma. Halli og börnin áttu dtjúgan þátt í velgengni Rúnu og framlagi hennar til hjúkrunarfræðinnar. Stuðningur þeirra, áræði og hvatning var með eindæmum. Af heilum hug viljum við þakka þeim. Við sem eftir stönd- um erum ríkari, þar sem framlag Rúnu til hjúkrunarmála á íslandi er nú þegar orðið ómetanlegt og mun áhrifa þess gæta um ókomna framtíð. Þegar við lítum yfir farinn veg og minnumst okkar kæru vin- konu er söknuðurinn sár. Við sjáum fyrir okkur kankvísan glampa augnanna, brosið ljúfa og finnum fyrir hlýja viðmótinu. Elsku Halli, börn, foreldrar, systkini og fjölskyldur, hugur okkar dvelur hjá ykkur nú þegar við kveðj- um Rúnu að sinni. Ljúf minning lifir. Vinkonur og skólasystur í hjúkrunarfræði 1973-1977. Kynni mín og fjölskyldu minnar af Guðrúnu Marteinsdóttur, Rúnu, hófust árið 1978 þegar sameiginleg vinkona okkar, Úlfhildur Grímsdótt- ir, bað mig að taka á móti henni í Boston og greiða götu hennar. Ekki grunaði mig þá hversu náin vinátta okkar átti eftir að verða. Við höfum átt saman yndislegar samveru- stundir. í fyrstu bjó Rúna ein, en seinna kom Halli sem þá var unn- usti hennar og bjuggu þau þá í Brighton. Það var vegna vináttu okkar að ég ákvað að fara einnig í framhaldsnám í hjúkrun og lukum við báðar MS-prófi sama árið. Sér- greinar okkar eru ólíkar, en fagleg- ur áhugi engu að síður sá sami. Við eigum börn á sama aldri, við höfum búið undir sama þaki í lengri tíma og eigum minningar um yndis- legar samverustundir. Ég kom til íslands í síðustu viku, þess vitandi að Rúna ætti aðeins skammt eftir ólifað. Rúna vildi að ég tæki Elísabetu, dóttur mína, sem er aðeins átta ára, með mér. Við vorum saman síðustu tvo dagana sem hún lifði, vináttuböndin voru sterk og innileg, stundum einkennd- ust þau af þeirri gleði sem tengir fólk saman. Hún hefur kennt mér og dóttur minni svo margt, ekki síst um dauð- ann. Fjölskylda hennar umvafði okkur kærleika sínum þessa erfiðu daga. Ég átti þess kost að hitta samkennara hennar við námsbraut í hjúkrunarfræði og hjúkrunar- stjórnendur Landspítalans og fékk innsýn í starf hennar hérlendis, en því hafði ég ekki kynnst áður. Við vorum þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Rúnu og fjölskyldu hennar. Með vináttu sinni snart hún líf okkar á alveg sérstakan hátt og það mun aldrei verða hið sama. Hún mun lifa með okkur. Ástarkveðjur. Wendy og Bill Daly og dæturnar Erin, Elizabeth og Emily, Andover, Massachusetts, Bandaríkjunum. t Konan mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, SÓLEY EIRÍKSDÓTTIR, Bræðraborgarstfg 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Axel Björnsson, Brynja Jónsdóttir, Bryndfs Sigurðardóttir, Eiríkur Smith, Smári Eiríksson, Unnur Jónsdóttir, Björn Guðmundsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR EINARSON fyrrverandi apótekari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. desember kl. 13.30. Anna Einarson, Magnús B. Einarson, Dóra Þórhallsdóttir, Unnur Einarson Kawadry, Eric Kawadry, Ingibjörg Ásta Hafstein, Pétur Kr. Hafstein og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐRÚIM JÓNÍNA ÞORFINNSDÓTTIR frá Hnjúkum v/Blönduós, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 1. desember, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. desember kl. 15.00. Jón K. Björnsson, Guðrún V. Gísladóttir, Geir A. Björnsson, Arnheiður S. Guðmundsdóttir, Garðar Björnsson, Elin Björnsdóttir, Helga Svava Björnsdóttir, Vagn Kristjánsson, Ari B. Björnsson, Hildigard Björnsson, Ingólfur G. Björnsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Hjördís H. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdamóður og ömmu, ÖLMU KARENAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Jón A. Snæland, Kristín G. Snæland Jónsdóttir, Friðrik Kristján Jónsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Sigurbjörn Arnar Jónsson, Kristín Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. t Útför okkar elskulegu SVANDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, Auðarstræti 15, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag- inn 8. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Fyrir hönd vina og ættingja, Ásta Gunnarsdóttir, Sesselja Eiríksdóttir. Okkar ástkæri GUÐMUNDUR TÓMAS ÁRNASON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 8. desember, kl. 13.30. Selm? Guðmundsdóttir, Árni Tómas Ragnarsson, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Ragnar Tómas Árnason, Sigríður Freyja Ingimarsdóttir, Kristján Tómas Árnason, Selma Lára Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Salóme Gunnlaugsdóttir, Jónína Vigdís Schram, Sigríður Ólafsdóttir. Við viljum þakka öllum þeim, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð með einum eða öðrum hætti við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURDÍSAR SÆMUNDSDÓTTUR, Sunnuflöt 30, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefsspítala og öllum þeim, sem sýndu henni umhyggju í veikindum hennar. Jóel Sigurðsson, Dóra Jóelsdóttir, Snorri Jóelsson, Jóel Jóelsson, Gerður Jóelsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGVARAFNS ALBERTSSONAR. María Hjálmarsdóttir, Hjálmar Ingvason, Elínborg Þorvaldsdóttir, Sigurveig María Ingvadóttir, Björgvin Ingvason, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Brynjar Rafn Ingvason, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.