Morgunblaðið - 07.12.1994, Page 46

Morgunblaðið - 07.12.1994, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 ÍDAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓLAKORT eftir Sigrúnu Eldjárn. Jólakort eftir Sigrúnu Eldjárn PRENTSMIÐJAN Litbrá hefur gef- ið út þrjú ný jólakort eftir listakon- una Sigrúnu Eldjám. Þetta eru áttundu jólin sem Lit- brá gefur út jólakort eftir Sigrúnu. Kortin eru prentuð í tveimur litum og með gullfólíu. Einnig gefur Litbrá út jólakort með vetrarljósmyndum eftir Rafn Hafnijörð. Landið okkar er ekki síður fallegt að vetrarlagi og eru kortin þá á vissan hátt landkynning um leið og þau em falleg jóla- kveðja, segir í frétt frá útgáfunni. Kortin fást í flestum bóka- og gjafavöruverslunum. JÓLAKORT Grafarvogskirkju. Jólakort Graf- arvogskirkju SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogs- kirkju hefur látið útbúa jólakort til styrktar starfsemi sinni. Á jólakortinu er mynd af Grafar- vogskirkju og byggðinni við kirkj- una ásamt hinni gullnu brú.. í fréttatilkynningu segir að fyrir nokkmm misserum hafi komið upp sú hugmynd á safnaðarfélagsfundi að leita til sóknarbarna og fyrir- tækja með bón um að gefa granít- stein til að klæða kirkjuna að utan sem innan. Hver gefandi getur gefið einn stein, sem minningarg- jöf, áheit. Teikning verður gerð af kirkjunni þar sem gefandinn veit hvar steinn viðkomandi er staðsett- ur. -------»■■■»"♦------ ■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst í dag, mið- vikudaginn 7. desember. Kennt verður frá kl. 19-23 og em kennsludagarnir 7., 12. og 13. des- ember. Námskeiðið telst verða 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig í síma 688188 frá kl. 8-16. Nám- keiðsgjald er 4.000 kr. og fá skuld- lausir félagar í RKÍ 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nemendur í framhaldsskólum og háskólum sama afslátt gegn framvísun á skólaskírteini. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skólans skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. ■ HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN ætlar miðvikudagskvöldið 7. desember að: Fara nið’r í bæ. Byij- að verður á að ganga frá jólatrénu á nýja Miðbakkanum göngustíg inn með ströndinni og upp gömlu Gas- stöðina að Hlemmi. Þaðan verður gengið um kl. 20.30 niður Lauga- veginn, Bankastrætið, Austur- strætið og litið niður á höfn. Á leið- inni verður eins og áður tíðkast á kvöldin dagana fyrir jólin skoðað í búðarglugga og hugað að jólagjöf- um. Eldri verslunareigendur ætla að heilsa upp á hópinn og rifja upp liðna tíð. I lok göngunnar verður litið á sýninguna: Góð bók í Geysis- húsinu. ■ Á FUNDI stjórnar og trúnað- arráðs Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar var gerð eftirfar- andi áskorun: Stjóm og trúnaðarráð Verslunarmannafélags Hafnar- fjarðar skorar á stjórnir Lifeyris- sjóðs verslunarmanna og Sam- vinnulífeyrissjóðsins að fjölga gjald- dögum lífeyrissjóðslána í 12 á ári. Vegna bágrar fjárhagsstöðu heimil- anna og erfiðrar stöðu vinnumark- aðarins álítur fundurinn að slíkt greiðsluform kæmi sér betur bæði fyrir lánþega og ekki síður sjóðina sjálfa. ÍTALSKI BOLTINM Nr. Leikur: ROdin: Nr. Leikur: Rödin: 1. Juventus - Fiorentina 1 - - 2. Cagliari - Lazio - X - 3. Napoli - Torino - X - 4. Bari - Foggia I - - 5. Cremonese - Inter - - 2 6. Roma - Padova I - - 7. Parma - Brescia 1 - - 8. Cesena - lidinese I - - 9. Verona - Ancona - X - 10. Lucchesc - Chievo - X - 11. Vicenza - Cosenza - X - 12. Acireale - Venezia 1 -- 13. Perugia - Pescara 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 22,2 milljón krónur 13 réttir: F 152.590 kr. 12 réttir: 3.490 kr. 11 réttir: 380 kr. 10 réttir: [ o k, 48. leikvika, 3.-4. des. 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Notth For. - Arsenal - X - 2. Tottenham - Newcastle 1 - - 3. Mancb. lltd. - Norwich 1 - - 4. Coventry - Liverpool - X - 5. Wimbledon - Blackburn - - 2 6. Southampton - Chelsea. - - 2 7. tpswich - Manch. City - - 2 8. Sheff. Wcd - C. Palace 1 - - 9. Leicester - Aston Villa - X - 10. Sunderland - Reading - - 2 11. WBA-Barnsley I - - 12. Luton - Sheff. lltd - - 2 13. Bristol City - Grimsby - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 115 milljón krónur | 13 réttir; | 2.784.340 kr. 12 réttir: kr. llréttir: 5.210 kr. lOréttir: 1.250 kr. Með morgunkaffinu Þetta er yndislegur fugl, en ég hef á tilfinningunni að hann sé ekki alveg ánægður með eitthvað. HVERNIG geturðu ÞAÐ getur varla tekið ímyndað þér að ég geti nema einn dag að hreinsa lært þegar sjónvarpið á lóðina svo þú getir byrjað heimilinu er bilað? að skipuleggja garðinn. Farsi „TcfmQZ' þú óamþybtir c& hitco hcnd- umar ftjrír /njaLtir- • og þú, öuhoUct, t-O-far GLÖ i/ercu sUU,b. h VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Er hægt að endurnýta tuskur? HRINGT var til Vel- vakanda og spurt hvort einhver tæki að sér að endurnýta tuskur. Fyr- ir nokkrum árum tók bólstrari við tusku- og efnisafgöngum og not- aði þá sem bólstur í húsgögn. Lesandinn sagðist hafa um- hverfisverndarsjón- armið fremur en hagn- að fyrir augum með þessari endurvinnslu. Þú sem keyptir hjónarúmið MAÐUR búsettur í Álfheimum hafði sam- band við Velvakanda því hann seldi manni úr Hafnarfirði hjóna- rúm um mánaðamótin október-nóvember og gleymdi hann þrem litl- um spýtum sem nauð- synlegt er að fylgi rúm- inu. Þannig að þú sem keyptir hjónarúmið ert beðinn að hafa sam- band í síma 691324 eða 683836. Tapað/fundið Handrit að barnabók tapaðist HANDRIT að barna- bók með teikningum og texta tapaðist frá Suðurlandsbraut 10 í mars-apríl sl. við Suðurlandsbraut 10. Handritið var í brúnu ómerktu umslagi. Ef einhver hefur umslagið undir höndum þá vin- samlegast hafið sam- band í síma 684044. Fundarlaun. Gæludýr Kettlingur óskast KETTLINGUR óskast. Upplýsingar í síma 656519. Týndur köttur GRÁBRÖNDÓTT og hvít læða, ómerkt, tap- aðist frá Njálsgötu sl. sunnudag. Hafi ein- hver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 10087. Köttur á flækingi ÞESSI ungi fresskött- ur hefur verið á flæk- ingi í Blesugrófinni sl. tvo mánuði. Upplýs- ingar í síma 37286. Týndur köttur GULBRÖNDÓTTUR ómerktur fressköttur slapp úr pössun frá Mánagötu 4, Reykja- vík, 25. nóvember sl. Hann á heima í Hafn- arfirði. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 27214. Fundar- laun. Víkveiji skrifar... REYKJANESBRAUTIN - frá Reykjavík að Flugstöð Leifs Eiríkssonar — hefur sérstöðu í vegakerfinu, að mati Víkveija. Hún tengir höfuðborgina við eina al- þjóðaflugvöllinn í áætlunarflugi milli landa. Hún liggur um þijá af fjölmennari kaupstöðum landsins. Hún er mikilvægur farvegur milli byggðanna á Suðurnesjum og höf- uðborgarsvæðisins. Umferðarþungi á Reykjanesbraut er mjög mikill allan ársins hring, nætur sem daga. Mikil næturumferð er nánast einkenni brautarinnar, sem og tímamörk, sem næturum- ferðin er bundin við, það er upphaf vinnudags eða morgunvaktar og brottfarar- og komutímar í áætlun- arflugi. Um vetur myndast oft mik- il hálka á örskotsstundu. Umferðar- slys má oft rekja til skyndibreytinga á akstursskilyrðum vegna tíðra og snöggra umhleypinga með miklum hitasveiflum. Á þessum um það bil 0,6 prósentum þjóðveganna verða yfir 12% allra umferðarslysa. Meginorsakir umferðarslysa á Reykjanesbraut eru snöggar breyt- ingar akstursskilyrða og framúr- akstur við slæmar aðstæður. Það er löngu tímabært að koma upp tveimur aðskildum einstefnuakrein- um á þessari fjölförnu leið! xxx ALÞJÓÐAHYGGJA er ekki ný af nálinni hjá norrænum jafn- aðarmönnum. Hún hefur fylgt þeim frá morgni 20. aldarinnar. Þannig segir Þorleifur Friðriksson, sagn- fræðingur, í bókinni „Gullnu flug- unni - sögu átaka í Alþýðuflokkn- um“: „Blaðið Dagsbrún, málgagn Alþýðusambandsins, sem Ólafur Friðriksson ritsýrði, boðaði alþjóða- hyggju og lýsti draumnum um Bandaríki Norðurlanda." Hugmyndir um Bandaríki Norð- urlanda, jafnvel Bandaríki Evrópu, eru trúlega ekki eingöngu byggðar á efnahagslegum væntingum, tengdum landamæralausum menn- ingarlegum og viðskiptalegum samskiptum. Þegar horft er til tveggja heimsstyijalda á þessari öld, sem fyrst og fremst voru Evr- ópustyrjaldir, má leiða líkur að því, að hugmyndir um meiri eða minni Evrópusamruna eigi jafn- framt rætur að rekja til friðar- ög öryggissjónarmiða í álfunni. Þær væntingar ganga þó ekki upp, að mati Víkveija, nema þær taki nægjanlegttillittil mismunandi menningar- og þjóðernissjónar- miða, reyndar einnig og ekki síður þjóðhagslegra sjónarmiða — og er þar skemmst að minnst orku- og sjávarauðlinda íslendinga. En þær eru samt sem áður ekki alfarið út í hött. xxx HEILSUBÆIR - hvað er nú það? Jú, frá í nóvember 1993 er í gangi samstarfsverkefni heil- brigðisráðuneytis og landlæknis, sem valið var vinnuheitið „Heilsu- efling hefst hjá þér“! Með öðrum orðum, hefst hjá einstaklingnum sjálfum. Tilgangur átaksins er að auka almennan áhuga á heilbrigð- um lífsháttum. Fjórir bæir, sem þátt taka i þessu átaki, eru nefndir heilsubæir.: Hafnarfjörður, Húsa- vík, Hveragerði og Höfn í Horna- firði. Eitt af verkefnum Heilsuefling- ar, í samstarfi við íþróttahreyfing- una og tóbaksvarnarnefnd, er að gera íþróttahreyfínguna reyklausa. Raunar ætti markmiðið að vera, að mati Víkveija, að gera landið reyklaust. í þessu sambandi má minna á að tóbaksreykurinn er skæður sjúkdómavaldur. Drjúgan hluta krabba-, lungna- og hjarta- sjúkdóma má rekja til tóbaksins, alfarið eða að hluta til. Fáar fyrir- byggjandi aðgerðir, ef nokkur, myndi bæta heilsufar þjóðarinnar meir en reyklaust ísland — eða spara meira í fokdýrum heilbrigðis- geiranum! Heilsan er dýrmætasta eign sér- hvers manns. Það ætti að vera sjálf- gefið að setja varðveizlu hennar efst á forgangslista hjá hveijum einum. Það er að minnsta kosti stór- um hyggilegra en að setja tærnar upp í tóbaksreyk. Var nokkur að tala um áramótaheit?!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.