Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
GATT-samningar varla
afgreiddir fyrir áramót
ÍSLAND verður að öllum líkindum ekki meðal
stofnenda Alþjóðaviðskiptastofunarinnar, sem
sett verður formlega á stofn um áramótin í sam-
ræmi við nýja GATT-samninga.
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um
að ríkisstjómin fái heimild til að fullgilda samn-
ing um Alþjóðaviðskiptastofnunina. En fram
kom á Alþingi í gær að tillagan er ekki á for-
gangslista ríkisstjómarinnar um mál sem áhersla
er lögð á að ljúka fyrir jólaleyfi.
Þingsályktunartillagan er til meðferðar hjá
utanríkismálanefnd þingsins og Bjöm Bjamason
formaður nefndarinnar segir að þótt æskilegt
sé að staðfesta GATT-samninginn fyrir áramót
sé það ekki nauðsynlegt.
„Ríki hafa tveggja ára frest til að gerast aðil-
ar að samkomulaginu og nokkur ríki hafa bein-
línis lýst því yfir að þau muni ekki afgreiða
þetta mál fyrir áramótin. Við höfum ekki lýst
því yfir heldur hefur það þvert á móti verið vilji
okkar að ljúka þessu fyrir jólin. En við höfum
hins vegar sagt að við þurfum að sjá fyrst hvem-
ig á að laga íslenska löggjöf að GATT-samningn-
um og það hefur ekki komið fram enn,“ sagði
Bjöm.
Umfjöllun ríkisstjórnar ólokið
Nefnd fulltrúa fimm ráðuneyta hefur síðan í
vor farið yfir íslenska innflutningslöggjöf með
hliðsjón af GATT-samningnum, einkum um
framkvæmd á væntanlegum milliríkjaviðskiptum
með landbúnaðarvörar.
Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu og formaður nefndarinnar sagði,
að búið væri að vinna mikla undirbúningsvinnu
og margt heíði skýrst. Hins vegar hefðu ríkis-
stjórnarflokkamir og þeir ráðherrar, sem þyrftu
að koma að málinu, ekki lokið umfjöllun um það
sín á milli. Loks væri endanleg útfærsla á vænt-
anlegum tillögum veralega umfangsmikil og
flókin.
Þau ráðuneyti sem koma að málinu era land-
búnaðaráðuneyti, ljármálaráðuneyti, utanríkis-
ráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og forsætisráðu-
neyti. Samkvæmt nýja GATT-samningnum verð-
ur innflutningshöftum á landbúnaðarvöram
breytt í tollígildi. Stjórnarflokkarnir og einstök
ráðuneyti hafa ekki verið sammála um hvernig
beita eigi þessum tollígildum og hvar forræði
þessara mála eigi að vera í stjórnkerfinu.
Morgunblaðið/Hallgrímur Erlendsson
HALLI kom að skipinu þegar fjaraði undán því í Þorlákshöfn. Engar skemmdir urðu þó á því og komst það út þegar flæddi að aftur.
Þorlákshöfn
Vikurskipið sat
fast í höfninni
Rafmagnstruflanir
víða á Vestfjörðum
Þorlákshðfn. Morgunblaðið.
VIKURSKIPIÐ Zafrino frá Möltu
sem va^ð að forða úr höfninni í Þor-
lákshöfn á laugardagsmorgun vegna
veðurs sat fast í botni í sex klukku-
stundir í gær.
Þessi ferð Zafrino gekk ekki alveg
þrautalaust. Landfestar skipsins
vora famar að slitna eftir gífurlegt
hvassviðri aðfaranótt laugardags.
Af þeim sökum var farið með skipið
úr hofninni og hélt það sjó úti á leim-
um. Ekki tókst þó að loka öllum lest-
arlúgum,
Sjúkraliðadeilan
Ríkið ítrek-
ar tilboð sitt
SAMNINGANEFND ríkisins ítrekaði
í gær tiiboð sitt um gerðardóm og
kjarasamning við Sjúkraliðafélagið
til áramóta.
„Við eru í þessu. tilboði búnir að
taka inn í samningstextann það sem
við höfum samþykkt af sérkröfum,
sem hefur komið út úr viðræðum
undanfama daga. Við ítrekum þá
tillögu sem við lögðum fram 9. des-
ember og viljum með því fá afger-
andi svar við því hvort sjúkraliðar
geta fallist á þetta,“ sagði Þorsteinn
Geirsson, formaður samninganefnd-
ar ríksins.
Tillagan gerir ráð fyrir 3-4%
launahækkun og að kjarasamning-
urinn gildi til næstu áramóta. Jafn-
framt er tekið á ýmsum sérkröfum
sjúkraliða um launaflokkaröðun,
menntamál sjúkraliða og um launa-
mál sjúkraliða sem starfa á.heilbrigð-
isstofnunum á landsbyggðinni.
Ekki tókst að ná tali af forsvars-
manni sjúkraliða í gærkvöldi.
Um miðjan dag á sunnudag var
farið að lægja og skipið því tekið inn
til hafnar til að klára að lesta. Ekki
tókst betur til en svo að siglt var á
bryggjuna en skemmdir urðu þó ekki
teljandi.
Þegar búið var að ferma skipið
um áttaleytið í gærmorgun kom í
ljós bilun og fresta varð brottför. Það
varð til þess að skipið komst ekki út
á flóðinu og tafðist um sex klukku-
stundir. Skipið sat fast í fjörubotnin-
um á meðan.
GERT ER ráð fyrir að arður af
fyrirtækjum borgarinnar verði 1,5
milljarðar árið 1995 samkvæmt til-
lögu R-lista, sem kynnt hefur verið
í borgarráði. Að sögn borgarstjóra
er lagt til að arður af borgarfyrir-
tækjum verði 4,2%, arður af eignar-
hlut Rafmagnsveitu Reykjavíkur í
Landsvirkjun verði 3,2% og arður
af Hitaveitu Reykjavíkur verði
5,5%. Á síðasta ári var arðgreiðsla
veitustofnana 3% og 4% af öðram
fyrirtækjum borgarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði að endanleg af-
staða til hækkananna yrði tekin
þegar fjárhagsáætlun borgarinnar
yrði lögð fram. „Þetta era okkar
TÖLUVERÐAR rafmagnstraflamr
urðu á Vestfjörðum og V^sturlandi
um helgina. Nokkrir bæir á Strönd-
um vora rafmagnslausir í tvo sólar-
hringa. Þorsteinn Sigfússon, um-
dæmÍEstjóri Orkubús Vestfjarða á
Hólmavík, sagði að nýir jarðstrengir
sem lagðir hafa verið á síðustu
tveimur árum hefðu komið í veg
fyrir enn meiri rafmagnstruflanir.
Rafmagnslínur tóku að bila um
hádegisbil sl. laugardag í Reykhóla-
sveit og á Ströndum. Rafmagni var
komið á í Reykhólasveit með bráða-
birgðatengingu, en fullnaðarviðgerð
hugmyndir um arðgreiðslur," sagði
Ingibjörg. „Eftir að hafa farið í
gegnum fyrirtækin teljum við að
þau geti þetta án þess að hækka
gjaldskrár sínar. Þetta era fyrir-
tæki sem era yfirleitt vel stæð.
Skulda lítið og era ekki í mikium
framkvæmdum. Öðra máli gegnir
um borgarsjóð og þar sem við eig-
um þessi fyrirtæki teljum við eðli-
Iegt að þau leggi sitt af mörkum
við þessar aðstæður." í tillögunni
er miðað við hlutfall af endurmet-
inni eign fyrirtækjanna.
Stöndug fyrirtæki
Borgarstjóri sagði að fyrirtæki
eins og Rafmagnsveitan, Vatns-
bíður. í gær var enn rafmagnslaust
í Ámeshreppi og Bjamarfirði, en
viðgerð var að mestu Iokið undir
kvöld. Rafmagnstraflanir urðu á
Hólmavík og bæjum sunnan við á
sunnudag og voru díselvélar keyrðar
meðan verið var að gera við bilanir.
Þorsteinn sagði að vandræðin
hefðu aðallega stafað af því að línur
slitnuðu vegna ísingar. Minna hefði
verið um staurabrot, en þó hefðu
10 staurar brotnað í Reykhólasveit.
Aðstæður til viðgerða vora mjög
slæmar um helgina vegna veðurs.
veitan og Hitaveitan væra mjög
stöndug. Þau væra ágætlega rekin
en oft mætti gera betur. Ingibjörg
benti á að til þessa hefðu þau ekki
verið í sérstakri þörf fyrir að spara
og sjálfsagt væri að kánna á næsta
ári hvort ekki mætti spara og hag-
ræða í rekstri.
Ingibjörg sagði að horft hefði
verið til ríkisins og þá meðal ann-
ars til Pósts og síma, sem greiðir
7% á ári í arð til ríkissjóðs. „Við
teljum þetta því ekki nema eðlilegt
en síðan verður að taka sjálfstæða
afstöðu til þess eftir ár hvort
greiðslur verði áfram með sama
hætti,“ sagði hún.
Framsóknar-
menn á
Vestfjörðum
Pétur
tekur ekki
2. sæti
PÉTUR Bjamason ætlar ekki
að taka^. sætið á framboðs-
lista Framsóknarflokksins í
Vestfjarðakjördæmi fyrir kosn-
ingamar í vor. Hann útilokar
ekki sérframboð undir merkjum
flokksins.
Pétur Bjamason, sem er
fyrsti varaþingmaður fram-
sóknarmanna á Vestfjörðum,
lenti í 2. sæti í prófkjöri flokks-
ins fyrir skömmu en Gunnlaug-
ur M. Sigmundsson fékk 1.
sætið.
Pétur sagði við Morgunblað-
ið, að sér þætti ekki eðlilegt að
Vestfirðingar leiti til Reykjavík-
ur eftir þingmönnum og með
því að taka 2. sæti á framboðs-
listanum væri hann í raun að
taka undir þau sjónarmið að
slíkt væri réttlætanlegt. Gunn-
laugur er Reykvíkingur en Pét-
ur býr á ísafirði.
Engar hótanir
Talsverð umræða hefur verið
meðal framsóknarmanna á
Vestfjörðum að efna til sér-
framboðs undir merkjum
flokksins með Pétur sem odd-
vita. Pétur sagði aðspurður að
ekkert væri ákveðið í því efni
og hann sagði að í ákvörðun
sinni nú fælust engar hótanir
um sérframboð. „Það hefur ver-
ið mikill áhugi fyrir einhveiju
slíku, en hins vegar verður
maður að meta hvort slíkt er
sagt í hita augnabliksins eða
hvort sá áhugi endist. Það verð-
ur að koma í ljós,“ sagði hann.
Breytingartil-
iaga við fjárlög
15,3 millj-
ónir í heið-
urslaun
listamanna
SAMKVÆMT tillögu níu þing-
manna úr öllum flokkum á Al-
þingi munu heiðurslaun lista-
manna árið 1995 nema 15,3
milljónum króna og skiptast á
i 7 einstaklinga. Hver þeirra
hlýtur 900 þúsund krónur.
A þessu ári var 14 milljónum
króna varið til heiðurslauna 16
listamanna. Komu 875 þúsund
krónur í hlut hvers þeirra. Tveir
listamenn í heiðursflokki létust
á árinu, þau Jakobína Sigurðar-
dóttir og Stefán íslandi. Nú
koma ný inn á listann Ásgerður
Búadóttir, Helgi Skúlason • og
Stefán Hörður Grímsson.
Samkvæmt tillögunni hljóta
eftirfarandi listamenn heiðurs-
laun Alþingis á næsta ári: Atii
Heimir Sveinsson, Árni Krist-
jánsson, Ásgerður Búadóttir,
Guðbjörg Þorbjamardóttir,
Halldór Laxness, Hannes Pét-
ursson, Helgi Skúlason, Indriði
G; borsteinsson, Jón Nordal,
Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Krist-
ján Davíðsson, María Markan,
Matthías Johannessen, Sigfús
Halldórsson, Stefán Hörður
Grímsson og Thor Vilhjálms-
son.
Tillaga R-listans við gerð fjárhagsáætlunar
Arður af borgarfyrirtækj-
um verði 1,5 milljarðar
Gjaldskrár veitustofnana hækki ekki