Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 9

Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Forstjóri Hagkaups í viðtali Viljum framleiða eigin mjólkurvörur Engin tregða hjá MB ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir í viðtali við Okkar framtíð, fréttabréf Sambands ungra sjálfstæðismanna, að fyrir- tækið vilji láta framleiða mjólkur- vörur undir sínu merki, og hafi íhugað eignaraðild að framleiðslu- fyrirtækjum til þess að fá þá vöru, sem það vanhagi um. í fréttabréfinu, sem út kom í gær, er fjallað um fyrirhugaða úr- eldingu Mjólkurbús Borgarfjarðar og rætt við Óskar Magnússon í því sambandi. Hagkaup hóf fyrr í haust kaup á mjólk í fernum af mjólkurbú- inu, þar sem slíkar umbúðir feng- ust ekki hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Óskar segir í viðtalinu að mjólk- urfernurnar verði ekki lengur á' boðstólum, verði mjólkurbúið úrelt. Þarna hafi verið vottur að sam- keppni á ferðinni og Hagkaup hafi viljað halda viðskiptum við Mjólk- urbú Borgarfjarðar áfram, til dæm- is með því að það framleiddi mjólk- urvörur undir merki Hagkaups. Nú verði hins vegar ekki af því. Eina ráðið að framleiða sjálfir „Við höfum áhuga á meiri fjöl- breytni í framleiðslu á alls konar mjólkurvörum, og þótt ég hafi eng- an sérstakan í huga í augnablikinu þykir mér líklegt að við höldum áfram að reyna að fá það fram- leitt, sem við teljum að neytendur vilji, sagði Óskar í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að það hefði ekki verið stefna Hagkaups að vera eig- andi framleiðslufyrirtækja og slíkt hefði aðeins gerzt í undantekning- artilfellum. „Ef þeir, sem fyrir eru og stjórna. þessari framleiðslu vilja ekki framleiða það, sem við óskum eftir, verður það hins vegar um- hugsunarefni hvernig hægt er að útvega það einhvern veginn öðru vísi,‘: sagði Óskar. „Það er miklum takmörkunum háð að flytja mjólk- urvörur inn og þá stendur aðeins eitt eftir; að reyna að framleiða þær sjálfir, þótt það sé ekki efst á óska- -listanum." í fréttabréfi SUS er einnig rætt við Indriða Albertsson, útibússtjóra MB, sem segir starfsfólk mjólkur- búsins ekki sátt við úreldinguna. Hann segir jafnframt að búið hefði gjarnan viljað viðskipti við Hag- kaup: „Það var engin tregða hjá okkur. Við seljum þeim það sem við getum afhent þeim, en Mjólk- ursamsalan taldi sig ekki geta tekið þetta inn hjá sér, því að þá gæti hún ekki veitt öllum verzlunum sömu þjónustu.“ Franskir, tvískiptir prjónakjólar. TEI5S v jv Neðst við Dunhaga, sími 622230 Goretex jakkar kr. 14.900. Goretex buxur kr. 8.900. Úlpur st. 46-56 Srá kr. 12.300. Cortína sport Skólavörðustíg 20, ^IIÁ símí 21555. Arangurlaus leit að manni Siglufirði. Morgunblaðið. LEIT að manni, sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt sunnudags hefur enn engan árangur borið. Maðurinn, sem er skipveiji á Hafrafelli ÍS, heitir Theódór Nordquist og sást síðast um borð í Arnarnesi í Siglufjarðarhöfn um kl. 5 aðfaranótt sunnudags. Menn úr björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði hafa leitað bæði á sjó og á landi. Gengnar hafa verið fjörur og einnig hafa kafarar leitað í höfninni. Að sögn Sigurðar Stefánssonar, formanns björgunarsveitarinnar, verður leit haldið áfram á meðan einhver glóra er í því vegna veð- urs, skyggnis og annarra þátta sem máli skipta. FOLKIÐI FIRÐIIMUM MyndirogæviágripeldriHafnfirðinga. Þrjú bindi. Sfgildar bækur. Gamalt verð. Sölustaður: Austurgata 10, Hafnarfirði, s. 50764. TEXTI OG MYNDIR: ARNI GUNNLAUGSSON Urval af dömufatnaði Síðbuxur fjölbreytt úrval, pils, peysur, blússur Qæðavara - tískuvara Gjafakort UÓuntu. tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi Opið daglega kl. 9-18 23. desember 9-22 24. desember 9-12 Fallegu ítölsku prjónavörurnar frá GISPA eru komnar Hverfisgötu 78, Q/fj sími 28980. ^^LABJALLAN 1994 W IIIBI Handmálaður safngripur, Br SH kr. 1.980 Qull - sílfur - skartgripir - hnífapör - postulín - kristall. SILFURBÚÐIN Vt/ Kringlunni 8 -12 - Sfmi 689066 HBBIílF WM L2BiK3IUItWB Ósfíum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóLa og farsœmar á nýju ári. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI687295

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.