Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Forstjóri Hagkaups í viðtali Viljum framleiða eigin mjólkurvörur Engin tregða hjá MB ÓSKAR Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir í viðtali við Okkar framtíð, fréttabréf Sambands ungra sjálfstæðismanna, að fyrir- tækið vilji láta framleiða mjólkur- vörur undir sínu merki, og hafi íhugað eignaraðild að framleiðslu- fyrirtækjum til þess að fá þá vöru, sem það vanhagi um. í fréttabréfinu, sem út kom í gær, er fjallað um fyrirhugaða úr- eldingu Mjólkurbús Borgarfjarðar og rætt við Óskar Magnússon í því sambandi. Hagkaup hóf fyrr í haust kaup á mjólk í fernum af mjólkurbú- inu, þar sem slíkar umbúðir feng- ust ekki hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Óskar segir í viðtalinu að mjólk- urfernurnar verði ekki lengur á' boðstólum, verði mjólkurbúið úrelt. Þarna hafi verið vottur að sam- keppni á ferðinni og Hagkaup hafi viljað halda viðskiptum við Mjólk- urbú Borgarfjarðar áfram, til dæm- is með því að það framleiddi mjólk- urvörur undir merki Hagkaups. Nú verði hins vegar ekki af því. Eina ráðið að framleiða sjálfir „Við höfum áhuga á meiri fjöl- breytni í framleiðslu á alls konar mjólkurvörum, og þótt ég hafi eng- an sérstakan í huga í augnablikinu þykir mér líklegt að við höldum áfram að reyna að fá það fram- leitt, sem við teljum að neytendur vilji, sagði Óskar í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að það hefði ekki verið stefna Hagkaups að vera eig- andi framleiðslufyrirtækja og slíkt hefði aðeins gerzt í undantekning- artilfellum. „Ef þeir, sem fyrir eru og stjórna. þessari framleiðslu vilja ekki framleiða það, sem við óskum eftir, verður það hins vegar um- hugsunarefni hvernig hægt er að útvega það einhvern veginn öðru vísi,‘: sagði Óskar. „Það er miklum takmörkunum háð að flytja mjólk- urvörur inn og þá stendur aðeins eitt eftir; að reyna að framleiða þær sjálfir, þótt það sé ekki efst á óska- -listanum." í fréttabréfi SUS er einnig rætt við Indriða Albertsson, útibússtjóra MB, sem segir starfsfólk mjólkur- búsins ekki sátt við úreldinguna. Hann segir jafnframt að búið hefði gjarnan viljað viðskipti við Hag- kaup: „Það var engin tregða hjá okkur. Við seljum þeim það sem við getum afhent þeim, en Mjólk- ursamsalan taldi sig ekki geta tekið þetta inn hjá sér, því að þá gæti hún ekki veitt öllum verzlunum sömu þjónustu.“ Franskir, tvískiptir prjónakjólar. TEI5S v jv Neðst við Dunhaga, sími 622230 Goretex jakkar kr. 14.900. Goretex buxur kr. 8.900. Úlpur st. 46-56 Srá kr. 12.300. Cortína sport Skólavörðustíg 20, ^IIÁ símí 21555. Arangurlaus leit að manni Siglufirði. Morgunblaðið. LEIT að manni, sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt sunnudags hefur enn engan árangur borið. Maðurinn, sem er skipveiji á Hafrafelli ÍS, heitir Theódór Nordquist og sást síðast um borð í Arnarnesi í Siglufjarðarhöfn um kl. 5 aðfaranótt sunnudags. Menn úr björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði hafa leitað bæði á sjó og á landi. Gengnar hafa verið fjörur og einnig hafa kafarar leitað í höfninni. Að sögn Sigurðar Stefánssonar, formanns björgunarsveitarinnar, verður leit haldið áfram á meðan einhver glóra er í því vegna veð- urs, skyggnis og annarra þátta sem máli skipta. FOLKIÐI FIRÐIIMUM MyndirogæviágripeldriHafnfirðinga. Þrjú bindi. Sfgildar bækur. Gamalt verð. Sölustaður: Austurgata 10, Hafnarfirði, s. 50764. TEXTI OG MYNDIR: ARNI GUNNLAUGSSON Urval af dömufatnaði Síðbuxur fjölbreytt úrval, pils, peysur, blússur Qæðavara - tískuvara Gjafakort UÓuntu. tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi Opið daglega kl. 9-18 23. desember 9-22 24. desember 9-12 Fallegu ítölsku prjónavörurnar frá GISPA eru komnar Hverfisgötu 78, Q/fj sími 28980. ^^LABJALLAN 1994 W IIIBI Handmálaður safngripur, Br SH kr. 1.980 Qull - sílfur - skartgripir - hnífapör - postulín - kristall. SILFURBÚÐIN Vt/ Kringlunni 8 -12 - Sfmi 689066 HBBIílF WM L2BiK3IUItWB Ósfíum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóLa og farsœmar á nýju ári. ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI687295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.