Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 19 FRÉTTIR: EVRÓPA ESA varar austur- rísk olíufélög við EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) sendi í gær viðvörunarbréf til nokkurra austurrískra olíufélaga, sem höfðu skv. ákvæðum EES- samningsins tilkynnt stofnuninni um einkainnkaupasamninga milli félag- anna og eigenda bensínstöðva. Þessir „bensínstöðvasamningar" eru einkainnkaupasamningar til langs tíma, sem þýðir að eigendur bensínstöðva eru skuldbundnir til þess að kaupa öll sín aðföng, þ.m.t. bensín og olíur frá aðeins einu olíu- félagi, segir í frétt frá ESA. Samningar af þessu tagi eru und- anþegnir samkeppnisreglum EES og ESB með svokallaðri „reglugerð um hópundanþágur", svo framarlega sem þeir innihalda ekki alvarlegar samkeppnishindranir. Samningarnir sem voru tilkynntir innihalda hins vegar ákvæði sem ganga mun lengra en undanþáguheimildin, með þeirri afleiðingu að aðgangur annarra ol- íufélaga að austurríska markaðinum er nánast lokaður. Þar af leiðandi eru samningarnir andstæðii sam- keppnisreglum EES samningsins og falla undir bannákvæði 1. mgr. 53. gr. samningsins. Eru samningarnir þá sjálfkrafa ógildir og ekki hægt að fullnægja þeim að landsrétti. Fyrirtækin sem hlut eiga að máli hafa nú fengið tilkynningu um þetta. „Ég vil vekja athygli á að líklegt er að önnur fyrirtæki í Austurríki, sem og í öðrum EFTA-ríkjum hafi gert með sér svipaða samninga og enn ekki tilkynnt þá til okkar,“ er haft eftir Nic Grönvall, framkvæmda- stjóra hjá ESA. Reuter Utanríkisráðherrar funda HEIKKI Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, ræðir við hinn spænska starfsbróður sinn Javier Solana á fundi ráðherraráðsins í gær. Ráðherrarnir ákváðu að gera ekki samning um tollabanda- lag við Tyrki í bili vegna mannréttindabrota þeirra. Helmingur útgjaldatil landbúnaðar • NÆRRI helmingur útgjalda Evr- ópusambandsins á næsta ári, eða 47%, mun fara til landbúnaðarínála, samkvæmt framlögðu fjárlagafrum- varpi. Útgjöldin verða alls tæpir 38 milljarðar ECU, eða 3.174 milljarðar íslenzkra króna. Þar af fer tæpur milljarður ECU, eða um 80 milljarð- ar króna, til landbúnaðar í nýju að- ildarríkjunum þremur. • HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn ESB, segir í samtali við Het Financieele Dagblad í Hollandi að stækkun Evrópusambandsins til austurs sé „pólitískt sprengjusvæði" og fara verði að öllu með gát. Van den Broek tekur við málefnum Aust- ur-Evrópu' í framkvæmdastjórninni eftir áramót. • RÁÐHERRARÁÐ ESB sam- þykkti í gær nýja löggjöf, sem heim- ilar ESB-borgurum að bjóða sig fram til sveitarstjórnar og kjósa í sveitarstjórnarkosningum hvar sem þeir eru búsettir innan sambandsins. Þetta þýðir að hægt væri að kjósa franskan borgarstjóra í Kaupmanna- höfn og Grikkir gætu kosið í bæjar- stjórnarkosningum í Bretiandi. Frakkland, Belgía og Lúxemborg hafa þó fengið undanþágur, sem kveða meðal annars á um að menn verði að hafa verið búsettir í landinu í sex ár til að eiga þennan rétt. • JOHN Bruton, hinn nýi forsætis- ráðherra íra, segist ekki munu skipa nýjan fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB í stað Padraigs Flynn, þótt Flynn sé félagi í Fianna Fail-flokkn- um, sem nú hefur hrökklazt frá völd- um. Bruton segist kjósa „samfellu" í stefnunni gagnvart ESB, bæði í þágu þjóðarhagsmuna og evrópskra hagsmuna. • GRIKKIR komu í gær í veg fyrir að hægt væri að ganga frá samn- ingi ESB við Tyrkland um tolla- bandalag. Mannréttindamál standa einnig í vegi samkomulags. Bann við styrkjum til skipasmíða staðfest Brussel. Heuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur staðfest París- arsamkomulagið, sem gert var á vegum Efnaiiags- og framfarastofn- unarinnar (OECD) um bann við styrkjum til skipasmíða. Samkomu- lagið á að taka gildi í ársbyijun 1996. Talsmenn framkvæmdastjórnar- innar sögðust búast við því að ráð- herraráð ESB, sem kemur saman 19. desember, myndi jafnframt stað- festa samkomulagið. Frakkar fá að halda styrkjum Samningurinn gerir ráð fyrir að Frakkar fái að halda áfram einhveij- um styrkjum til skipasmíða. Evrópuþingið samþykkti í gær að framlengja gildistíma núverandi styrkjakerfis fram til gildistöku OECD-samkomulagsins. Sennilegt er að það sama muni gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu fram að þeim tíma. tream GJÖF TIL HEIMILISIIMS m f HAGKVÆMT KOS KRÓNUR IVIotaöu vatn úr krananum heima og njóttu þess að drekka eigið sódavatn eða gosdrykk. Sodastream er umhverfisvænt því sömu umbúðir eru notaðar aftur og aftur. Gefðu heimilinu nýja Sodastream tækið, gjöf sem gefur arð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.