Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Seinheppinn
umbótamaður
BOKMENNTIR
Barnabók
LITLI MAÐURINN TEKUR
í TAUMANA
eftir Christine Nöstlinger. Mál og
menning 1994.171 blaðsíða. Jórunn
Sigurðardóttir þýddi.
LITLI maðurinn, Stóra konan,
feita stúlkubarnið Rósa, Haraldur
sterki, Freddi-Frissi og Hinrik
furðuhundur eru
skemmtilegir ferðafé-
lagar. Saga þeirra
kom fyrst út á frum-
málinu árið 1971 og
fæst nú á íslensku í
útgáfu Máls og menn-
ingar. Kápa bókarinn-
ar er litrík með fallegu
letri og hana prýðir
fjöldi sniðugra teikn-
inga eftir Rolf nokk-
urn Rettich. Frásögn-
in er vel þýdd og rit-
og skiptingarvillur eru
fáar. Eitthvað skortir þó á sam-
ræmi við frágang ef farið er út í
örgustu smáatriði því lagaheiti,
sem orðum er vikið að í textanum,
eru einungis skáletruð á fyrstu síð-
unum, hverju sem það kann að
sæta.
Svo vikið sé að sögunni greinir
hún í stuttu máli frá útreið Litla
mannsins, sjóndapurs bókara á
eftirlaunum. Hann er ekki á eitt
sáttur um muninn á veröld barna-
bókabarna sem geta lyft hestum
og raunveruleikabarna sem ekki
fá vasapeninga í heila viku ef þau
gleyma að taka til í herberginu
sínu.
„Litli maðurinn yfirgaf almenn-
ingsgarðinn og gekk eftir götun-
um. Hann dundaði sér við að lesa
skilti sem urðu á vegi hans. Þegar
hann kom heim var hann búinn
að lesa ÖLL HÁREYSTI BÖNNUÐ
tíu sinnum, BARNALEIKIR
BANNAÐIR tvisvar sinnum,
HUNDUM OG BÖRNUM bannað-
ur aðgangur tíu sinnum ... BÖRN-
UM BANNAÐUR AÐGANGUR
sex sinnum, HJÓLREIÐAR
BANNAÐAR fimm sinnum,
BANNAÐ AÐ RENNA SÉR Á
SLEÐUM þrisvar sinnum, LEIKIR
í STIGAGÖNGUM BANNAÐIR
sjö sinnum og LEIKIR Á GRAS-
FLÖTUM HÚ SEIGNARINNAR
BANNAÐIR sjö sinnum.“ (19).
Afræður Litli maðurinn að gerast
umboðsmaður barna; barnabóka-
barnamaður sem lætur drauma
þeirra rætast, tekur út legsteins-
trygginguna, kaupir
sér hund og ferðast
um heimaborgina
endilanga á hjóla-
skautum, með ljósa-
húfu og •þyrluvængi
knúna rafhlöðum til
að sinna þörfum
þeirra.
En Litli maðurinn
verður seinheppninni
að bráð. Ekki líður á
löngu þar til æsiblöðin
gera út á barnabóka-
barnamanninn. Hann
er kærður fyrir barnsrán og áður
en sagan er úti tekur Stóra konan
í taumana og fær hann til að selja
hugmyndina. Litli maðurinn kemur
fyrir sjónir sem óttalega ósjálf-
bjarga og hálfgerður leiksoppur
Stóru konunnar sem á köflum er
heldur nöldurgjörn. Hún skarkar
með pottum og pönnum í eldhúsinu
þegar hún er reið en á stórkostlega
spretti á sveitahótelinu Bláu sólinni
sem málstola fyrirkona frá
Pensylváníu. En þrátt fyrir álykt-
anir sem draga mætti um lífsskoð-
un höfundar af geðslagi Stóru kon-
unnar, raunum Rósu og örlögum
hugmyndarinnar um barnabóka-
barnamanninn er bókin skemmtun
líka og endar á'bjartsýnistóni. Litli
maðurinn hefur ekki gleymt börn-
unum þótt hann,' Stóra konan,
Rósa, Freddi-Frissi og Haraldur
drekki saman besta hindbeijasafa
í heimi á sunnudögum og bindist
ævarandi tryggðarböndum.
Helga Kr. Einarsdóttir
Christine
Nöstlinger
KAFFI MARINO
góöa kaffiö
í rauðu dósunum
frá MEXICQ
Skútuvogi 10a - Sími 5686700
'
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 25
_ SIEMENS
Það er gaman að gefa vandaða gjöf
-þú getur alltaf treyst á Siemens gœði.
■rt'
^Matvinnsluvél
Matvinnsluvél sem fékk hæstu
einkunn í þýska neytendablaðinu
Test. Handa öllum mathákum.
Verð kr. 13.900.-
Brauðrist
Brauðrist með hitahlíf,
uppsmellanlegri smábrauðagrind
og útdraganlegri mylsnuskúffu.
Verð kr. 4.300.-
^Djúpsteikingar-
pottur
Djúpsteikingarpottur fyrir
mest 2,3 1. Fyrir hvers kyns mat.
Franskar á færibandi!
Verð kr. 10.900.-
~HS3
^Handryksuga
Handryksuga í vegghöldu.
Þráolaus og þægileg.
Helsti óvinur smákusksins.
Verð kr. 3.750.-
^Símtæki
Símtæki í miklu úrvali.
Þýsk völundarsmíð.
Ýmsar stærðir og gerðir.
Verð frá kr. 5.600.-
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir ■ Borgarfjörður Rafstofan Hvltárskála • Hellissandun
Blómsturvellir - Grundarfjörður Guðni Hallgrfmsson ■ Stykkishólmun Skipavik Búðardalun Ásubúð isafjörðun
Póllinn Hvammstangi: Skjanni ■ Sauðárkrókur. Rafsjá • Siglufjörður. Torgiö • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík:
öryggi ■ Þórshöfn: Noröurraf ■ Neskaupstaðun Rafalda • Reyðarfjörðun Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir.
Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjan Tréverk
Hvolsvöllun Kaupfélag Rangæinga ■ Selfoss: Árvirkinn Garðun Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn
Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
Blástursofn
Blástursoín - góðvinur í
vetrarkuldum. Tvær hitastillingar,
1000 og 2000 W.
Verð kr. 4.800,-
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 628300
Þýsk gæðavara - fallegir spariskor og þægilegir götuskór
í mismunandi breiddum, mikið úrval!
\ Hj
6.890 kr.
St. 36Vz - 41
8.490 kr.
St. 41 - 44
41861
7.950 ler.
St. 37 - 41
8.990 kr.
St. 36V2-41V2
11688
OPIÐ
þriðjudag - fimmtudag 9-22
föstudag (Þorláksmessu) 9-23
/k
9*540 kr.
SKÓVERSLUN
GlSLA FERDINANDSSONAR
St. 40 - 44
Kaupib skóna
hjá' fagmönn u ni!
w
LÆKJABGÖTU 6A REYKJAVÍK SlMI 91 14711
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS