Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
í stöðugri
geðshræringru
BðKMENNTIR
Ævisaga
OFURHUGINN ÓLI í OLÍS
eftir Bjarka Bjarnason. Skjaldborg,
1994 — 242 síður. 3.880 kr.
EIN MANNGERÐ er nokkuð al-
geng í íslenzku þjóðfélagi. Það eru
venjulega um að ræða karlmenn,
en þó ekki alltaf. Þeir eru yfirleitt
mjög uppteknir, eða telja sig vera
ómissandi á mörgum stöðum; þeir
haldast illa heima hjá sér, eru þar
rétt á matartímum, og þykir gott,
ef það tekst. Þeir líta ekki á fjöi-
skyldu sína sem mikilvægt verk-
efni, vanrækja hana jafnvel, og eru
uppstökkir ef hún truflar það sem
þeir eru að gera annars staðar,
gjaman önugir heima fyrir og láta
ekki hvarfla að sér að eyða jafn
miklum tíma í sína nánustu og allt
annað, sem togar í þá. Þeir hafa
ýmis einkenni streitu, eru skapbráð-
ir og ráða tæplega við allt sem
þeir era að gera, en þegar þeir fá
stund til að íhuga hlutskipti sitt,
þá bera þeir iðulega væmnislegt lof
á fjölskylduna og allt sem henni
tengist eða náttúruna og kyrrðina,
þ.e.a.s. yfirleitt allt sem þeir sækj-
ast ekki eftir í reynd. Það er yfir-
leitt ekki svo, að þeir hafi ætlað sér
að haga lífi sínu með þessum hætti
heldur hefur þetta þróast svona.
Stundum felst eðlilegur metnaður
í þessu hlutskipti, mun oftar þó
sinnuleysi eða hugsun-
arleyfi um breytni sýna.
Óli Kr. Sigurðsson,
Óli í Olís, varð lands-
þekktur í einni svipan,
þegar hann keypti
meirihluta hlutabréfa í
Olís á haustdögum
1986. Það er fremur
hvimleið klisja að kalla
þetta kaup aldarinnar,
en þau vora umtalsvert
afrek. Óli Kr. var við
stjórnvölinn í Olís í tæp
sex ár, þegar hann lézt
af hjartaslagi í laxveiði-
ferð.
í þessari bók er rak-
inn æviferill Óla Kr.
Sigurðssonar frá því hann var ung-
ur sveinn vestur á Melum, þar til
hann var kominn í hóp auðugri
manna í íslenzku fjármálalífi. Hann
átti ekki ættir að rekja til auðugra
foreldra heldur hófst af sjálfum sér
á eigin dugnaði. Hann var mikill
sölumaður, stóð sig vel í innflutn-
ingi, var mjög glöggur á þær upp-
lýsingar sem skipta máli í viðskipt-
um. Þetta kom honum vel og hann
átti Vöramarkaðinn á Eiðistorgi,
áður en hann náði meirihlutanum
í Olís.
Eins og eðliegt er þá snýst bókin
að verulegu leyti um kaupin á Olís
og hvernig málin þróuðust eftir
það. Það er greint vel og rækilega
frá kaupunum sjálfum og eftirmál-
anum, hvemig Landsbankinn tók á
vandamálum Olís og hinum nýja
eiganda tókst að sleppa fram hjá
þeim hindrunum, sem bankinn setti.
Að síðustu er Olís komið á lygnan
sjó, orðið hlutafélag skráð á al-
mennum markaði og Texaco á í því
nokkurn hlut.
Þetta er í sjálfu sér ekkert sér-
staklega merkileg saga nema
kannski vegna þess að olíufélög
virðast hafa einhveija táknræna
stöðu í íslenzku viðskiptalífi. Það
er kaonski vegna þess
að þau hafa tengst
stjómmálum svo náið.
En maðurinn, sem
sagan fjallar um er
ekki sérlega geðfelld-
ur. Hann hefur haft
nokkur einkenni þeirr-
ar manngerðar, sem
nefnd var í upphafi.
Hann hefur verið af-
leitur heimilisfaðir,
eiginmaður af erfið-
asta tæi, en góður son-
ur. Stjórnandi hefur
hann verið miðlungi
góður, glöggur á
rekstur og tækifæri,
hirðulaus um skipu-
lega upplýsingasöfnun í nútíma-
rekstri, en hann hefur haft gott lag
á að laða til sín unga hæfileika-
menn.
Þessi bók er nokkuð trúverðug.
Það er ekki verið að draga fjöður
yfir brestina í skapgerð söguhetj-
unnar og er raunar lofsvert í ævi-
sögu af þessu tæi, þar sem það er
allt of algengt að gefa mjög fegrað-
ar lýsingar á söguhetjum. Stíllinn
er látlaus og stundum svolítið klisju-
kenndur. Það verkar tjl dæmis ekki
vel að kalla Óla Kr. Sigurðsson of-
urhuga.
En hann hefur verið dugnaðar-
forkur og áræðinn. Viðskipti krefj-
ast ekki ofurhuga.
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
BÖKMENNTIR
Unglingabók
ÉG ELSKA ÞIG - HELD ÉG
eftir Jane Pitt. Nanna Rögnvaldar-
dóttir þýddi. Iðunn 1994.
135 blaðsíður.
SKÁLDSAGAN Ég elska þig -
held ég gerist í Englandi nútímans
og greinir frá vinkonunum Jan,
Jane-Anne Braiden, og H, eða
Harriet Catherine, Victoriu Wynd-
ham-Jones, 17 ára, sem tekið hafa
upp á því að reka ferðaþjónustu
að sumarlagi í fjáröflunarskyni.
Heimabænum Rye er lýst sem
sögufrægum sem „táknar að á
sumrin fyllist hér allt af fólki gjör-
samlega að ástæðulausu" að dómi
Jan (5). Með leiðsöguþjónustunni
sinna þær stöllur síðan samskipt-
um við foreldrana og hitt kynið
sem heldur ganga brösuglega.
Sögumaðurinn er Jan og segir
frá umhverfi og heimilisaðstæðum
í gamansömum og neikvæðum
tóni til skiptis sem dregur talsvert
dám af unglingi á tilteknu aldurs-
skeiði. Svo vikið sé orðum að sögu-
persónum er H foringinn í hópn-
um, talsvert uppátektarsöm og á
föstu með Paul en Jan er á báðum
áttum yfir Skotanum James og
Tim, sem hún alls ekki þolir fram-
an af. Lesandinn fær góða innsýn
í sálarástand þeirra vinkvenna,
sem eru nánast í stöðugri geðs-
hræringu. Minna fer fyrir lýsing-
um á innræti piltanna sem er mið-
ur, sérstaklega hvað varðar James
sem ætlað er að vera mótvægi við
gæðapiltinn Tim og er lýst sem
fleðulegum tækifærissinna. Þær
stöllur skipta með sér grátköstum,
Jan lætur James plata sig lítillega
og H hleypst á brott en allt fer
þó vel að lokum, sem fyrirsjáan-
legt var frá upphafi.
Helmingur bókarkápu er bleikur
og á henni eru hjörtu og grófkorna
ljósmynd sem ekki er til þess fall-
in að auka á trúverðugleik henn-
ar. Einnig er þýðingunni talsvert
ábótavant. Dæmi: „Sú staðreynd
að hún hafði yfirleitt kveikt á
miðstöðinni táknaði að það hlaut
að vera eins kalt og mér hafði
fundist fyrr um kvöldið“ (47).
„Það var eiginlega sú staðreynd
sem kom H af stað“ (6). „Helming-
inn af tímanum er hann alveg að
gera mig brjálaða. Helminginn af
tímanum fmnst mér allt í lagi með
hann“ (91). „Hún breyttist aftur
í hrúku“ (91).
Ég elska þig - held ég er kynnt
á bókarkápu sem skemmtileg
unglingabók um ástina, lífið og
vináttuna en erfitt er að gera sér
í hugarlund að lesandi, á tánings-
aldri verði nokkurs vísari að henni
lokinni. Eiga unglingar ekki rétt
á metnaðarfyllra lestrarefni?
Helga Kr. Einarsdóttir
Öðrumtil
eftirbreytni?
Óli Kr.
Sigurðsson
, r
JÓUl ,
QjVlXERJ
\Ol D
Ásgeir Smári Ebxarsson
HVERGI MEIRA IJRVAL
Fáar jólagjafir eru eins kærkomnar og góð íslensk
myndlist. Við minnum á hið mikla úrval myndlistar
sem við höfum ávallt til sölu.
JÓLASÝNING
Jólasýning Foldar er í haksalnum. Um er að i-æða
söiusýningu á verkum fjölmargra þekktra
listamanna.
VERIÐ VELKOMIN
Vinsandega lítið við í Gallerí Fold fyrir jólin, lítið á
úrvalið og þiggið heitt kaffi og piparkökur.
Opið til kl. 22.00 öll kvöld til jóla,
nema a Þorláksmessu til kl. 23.00.
Á aðfangadag er opið til kl. 12.00.
Laugavegi 118 d,
r-1 W\c,a iól Og gOtt (gengið inn frá Rauðarárstíg)
G leóuegj o sími 10400
ogfarsœltnytio ■ ÞAR SEM LISTAVERKIN FÁST
Blómið og kletturinn
ROKMENNTIR
Náttúrufræði
SURTSEY
Lífríki í mótun eftir Sturlu Friðriks-
son. 112 bls. Hið íslenska náttúru-
fræðifélag. Prentun: Steinholt hf.
1994. Verð kr. 3.480.
SURTSEYJARGOSIÐ, sem hófst
á haustdögum 1963, getur talist til
merkisatburða í jarðsögunni. Einnig
var það meiri háttar lexía fyrir vís-
indamenn. Jarðfræðingar fylgdust
spenntir með eynni sem reis úr
hafi og stækkaði frá degi til dags.
Mánuðir liðu. Síðan ár. Þar til dag
einn að ljóst var að hin rámu regin-
djúp vora hætt að ræskja sig. Eftir
stóð eyjan, af grjóti gjörð og vikri,
lífvana eins og jörðin í árdaga. Þá
tók við nýr kapítuli sem var ekki
jafnsýnilegur en engu ómerkari:
Landnám lífs á eynni. Þar með
hófst hið fjölþætta rannsóknastarf
líffræðingsins Sturlu Friðrikssonar.
Árangur þess leggur hann svo fram
í þessari bók. Að sjálfsögðu beind-
ust rannsóknimar fyrst og fremst
að Surtsey sem slíkri. En þeim var
um leið ætlað víðtækara markmið.
Þar með fengist upplýst hvernig
gróður og dýralíf gæti borist yfir
höfin ianda á milli.
Surtsey liggur fýrir opnu hafi.
Fimm til sex kílómetrar eru til
næstu smáeyjar en miklu lengra til
lands. Tvennt fýsti vísindamenn
öðru fremur að vita: Hversu langur
tími liði frá gosi þar til líf næmi
land á eynni, og eftir hvaða leiðum
það líf mundi berast. Sumt gat strax
legið í augum uppi. Húsflugur, sem
snemma varð vart, hlutu t.d. að
hafa borist með farangri manna.
Annað reyndist erfiðara að greina.
Dag einn hafði ánamaðkur gert sig
þarna heimakominn. Hvaðan kom
hann?
Fuglar tóku fljótlega að tylla sér
á eyna og fylgdust
fuglaskoðarar grannt
með ferðum þeirra.
Árið 1970 hófst þar
varp. Það hlaut að telj-
ast til stóratburða í
augum fuglaskoðar-
anna. Fyrir náttúru-
fræðingana, sem höfðu
auga með öllum þátt-
um hinnar lífrænu þró-
unar, var sá viðburður
engu síður góðs viti.
Þetta voru sjófuglar
mest sem sóttu fæðu
sína á haf út. Fæðuna
báru þeir hver að sínu
hreiðri þar sem skor-
dýr gátu nærst á leif-
unum. Þess nutu smáfuglar sem
nærast á skordýrum. Svo nýttist
dritið sem áburður. Þannig myndað-
ist smám saman jarðvegur og þar
með gátu plöntur, sem bárast til
eyjarinnar, tekið að festa rætur.
Þannig mundi lífið aukast og marg-
faldast og breiðast út stig af stigi.
Höfundur getur þess að rann-
sóknir hafi einnig farið fram á líf-
ríki nálægra eyja svo komast mætti
að raun um hvort dýr og plöntur
hefðu borist þaðan. Vitað er að
smádýr ýmis geta svifið langar leið-
ir í loflinu. En hversu langar?
Ennfremur er minnt á að Surtsey
sé syðsti hluti Íslands og þess vegna
lendingarstaður margra farfugla á
leið sinni til landsins. Gerð hefur
verið skrá yfir farfugla sem hafa
viðkomu á eynni og athugað hvort
og hvaða fræ þeir geti borið með
sér. En þánnig kunna plöntur að
berast um langan veg frá öðram
löndum. Upplýst er að »af þeim
tegundum æðri plantna, er fundist
hafa í Surtsey sem einstaklingar í
vexti eða lifandi fræ og græðling-
ar, verður að álíta 72% hafa borist
frá ytri eyjunum í næsta nágrenni
og frá Heimaey. Um 21% þeirra
kann að hafa borist ofan af landi,
en um 7% fundinna fræja hafa kom-
ið til eyjarinnar um enn
lengri veg.« Merkilegar
niðurstöður!
Sturla Friðriksson
telur að á tímabili
kunni gróðurfar í
Surtsey að verða fjöl-
skrúðugra en á nálæg-
um eyjum meðan
landslag sé þar marg-
breytilegra, strand-
lengja t.d. með sand
og malarfjöra. Fjaran
muni þó smásaman
eyðast og eftir muni
standa hamraveggir á
alla vegu líkt og á öðr-
um úteyjum Vest-
mannaeyja, og þá með
sams konar gróðurfari og fuglalífi.
Þó Surtseyjargosið sé einstakt
fyrir sjónum þeirra sem nú lifa
hafa fleiri slík orðið á sögulegum
tíma. Telur höfundur upp allnokkur
þess háttar gos sem annálar og
aðrar heimildir greina frá, flest út
af Reykjanesi. Hins vegar telur
hann rangt sem sumir hafa getið
sér til að gosið hafi á Heimaey eft-
ir upphaf landnáms. Þar hafi ekki
gosið á sögulegum tíma fyrr en
1973. Gos á þessum slóðum virðast
því ekki vera tíð þó svo vilji til að
einungis tíu ár hafi liðið milli Surts-
eyjargossins og Heimaeyjargossins.
Enn sjaldgæfara er að neðansjávar-
gos skilji eftir sig landauka á borð
við Surtsey.
Texti bókar þessarar er skýr og
auðskilinn og í alla staði fróðlegur.
Til stuðnings er svo birtur fjöldi
korta og skýringarmynda, auk fjöl-
margra ljósmynda sem era ekki að-
eins í þágu fræðanna heldur líka
fyrir augað. Við íslendingar eram
svo háðir náttúrunni að bók af þessu
tagi hlýtur að minna okkur á hvar
við eigum heima, hvað við þurfum
að vita og hvað brennur undir fótum
okkar. í fáum orðum sagt: Fræð-
andi rit, fagurt og vandað!
Erlendur Jónsson
Sturla
Friðriksson