Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 31

Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 31 LISTIR Játníngar landnemadóttur BOKMENNTIR Ævlsaga JÁTNINGAR LANDNEMA- DÓTTUR eftir Lauru Goodman Salverson. Margrét Björgvinsdóttir íslenskaði. Ormstunga, bókaútgáfa 1994 — 464 síður. 3.290 kr. í FORMÁLA þýðanda kynnist lesandi höfundi bókarinnar, ritverk- um hans, lífsferli og viðhorfum, í hnitmiðaðri frásögn, sem virkar eggjandi á hugann áður en lestur þessarar löngu sögu (460 bls.) hefst. Og það fer eftir allt til síð- ustu blaðsíðu. Þýðandi segir að rithöfundarferill Lauru Goodman Salverson: (f. 1890) hafí byijað með verðlaunasmásög- unni Hidden Fire - 1922. Síðan rak hvert ritverkið annað. Verðlaun og viðurkenningar hlaut höfundur fýrir verk sín. Æðstu bókmenntaverðlaun Kanada fyrir bók þá er hér kemur nú út á íslensku. Laura Goodman Salverson hlaut einnig gullmedalíu frönsku Lista- og bókmenntastofnunarinnar í Frakklandi 1940. í formála kemur fram að hún var fyrsti íslendingur- inn í Kanada sem samdi meiri hátt- ar bókmenntaverk á ensku. Hún kynntist aldrei Islandi nema af frá- sögnum ættingja og foreldra sinna, sem leiddu hana inn í töfrandi heim fornsagna, þjóðsagna og ævintýra auk hinna fastmótuðu lífshátta er þau báru með sér frá móðuijörð þeirra. Laura Goodman Salverson segir sögu sína í fyrstu persónu og byijar þar er litla stúlkubarnið hniprar sig við hné föður síns er vagninn brun- ar með þau yfir Dalcota-sléttuna. Sagan er í þremur hlutum. í fyrsta hluta eru óljósar bernsku- minningar kallaðar fram úr vitund hinnar þroskuðu konu. Því hlýtur skáldskapargáfan að taka völdin, sem hún virðist sannarlega gera. En á svo nærfærinn og skilningsrík- an hátt að áhrif gleði og sorgar á líf barnsins komast vel til skila og ná taki á lesanda. Hamingjuríkustu mánuðir bernskunnar byijuðu hjá Jónatan frænda, gömlum skipstjóra í hjóla- stól. í herbergi hans var veröld sagna og ævintýra, með ímynduð- um ferðum um heimsins höf. Vel er lýst sorginni þegar litli bróðir dó í þungri ofraun barnshug- ans til þess að vinna úr hinum djúpa Kyw Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stífium fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að þaö er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu ' ' byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 -fax 677022 Tilbuinn stíflu eyöir nístandi sársauka er orðið að deyja færði henni og lauk um leið upp dyrum inn í hinn hræðilega heim sorgarinnar í huga barnsins. Annar hluti bókarinnar hefst á komu þeirra til Bandaríkjanna er hin marghijáða íslenska fjölskylda flutti þangað í leit að betra lífí í þjóðernismetnaði sínum. Frásögnin virðist aðeins breytast í því að skáldskapurinn er eins og í fjarlægð, en þó ekki meir en svo að til hans er gripið ef með þarf til að magna og fríska frásögn. Raunveruleikinn leitar samt skýrar fram að því er virðist, en í fyrsta hluta. Hámark allrar frásagnar er þeg- ar höfundurinn kynnist bókasafni og barnshugurinn fyllist ósegjan- legum unaði í því að finna hetjusög- ur þær er foreldrarnir höfðu rótfest í vitund barnsins. Á þeirri stundu er hún handlék slíkar bækur í fyrsta sinn skildi hún hvílíkur ógnarmáttur bjó í bókum. Æðsta takmarkið — að semja bækur — skyldi verða að veruleika í lífí hennar. Ekkert í veröldinni skipti hana meira máli. „Ég stóð augliti til auglitis við þá • vafurloga sem mér höfðu verið fýr- irhugaðir ...“ Þriðji og síðasti hlutinn er borinn uppi í byijun af tilfínngalegri tog- streitu. Bókalesturinn breytir and- rúmslofti vitundarinnar, sem berst síðan út í hversdagsleikann og veld- ur hugarrugluðum táningi ómæld- um þjáningum í fálmandi leit að lífssannindunum. Verðmætamat og lífsgildi snúast í andhverfu sína. Ef til vill í þessari ógnar eldskírn myndaðist kjarni sá er síðar meir gerði hana að frægum rithöfundi. Svo virðist sem flutningur til bernskustöðvanna í Kanada á ný hafi orðið Lauru Goodman Salver- son til gæfu. Hér hefur verið staldrað við hina tilfínningalegu hlið frásagnarinnar. Frá raunsæissjónarmiði er stórkost- legt hve höfundur gerir ljóst und- irokunarvald þeirra er best mega sín og um leið dugnað, þrautseigju og stolt hinna íslensu landnema. Ættrækni þeirra og ást á móður- jörð var svo sterk að enn lifir glatt í þeim glæðum hjá afkomendum þeirra í Kanada. Lífsbarátta iandnemanna er í raun rauði þráður sögunnar. Rækt Margrétar Björgvinsdóttur við þýðinguna birtist í afar vönduðu málfari. Ytri frágangur á bókinni er með ágætum. Jenna Jensdóttir ElhSTAKAR JOLAGJAFIR hif 1 / B iviikio upval af qjafavöpu, bopðl)Linaði, listmunum o.fl. Póstsendum Sérpöntunarþjónusta Verslunin (/) W\ V /\OcUVÍXy\\SS Laugavegi 52, s. 5624244 GRUIIDIG CÍPIOIMEER > AudioSonic H »1 i SHARP @FISHER SKÍIltom KDL5TER kr. 18.900 stgr. 8 B ffi K kr. 4.990 kr. 29.900 stgr. kr. 27.900 stgr. BRÆÐURNIR Þú vaknar þægilega með útvarpsvekjara frá okkur. Di ORMSSON HF g 2.590 Lágmúla 9, sími 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.