Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 31 LISTIR Játníngar landnemadóttur BOKMENNTIR Ævlsaga JÁTNINGAR LANDNEMA- DÓTTUR eftir Lauru Goodman Salverson. Margrét Björgvinsdóttir íslenskaði. Ormstunga, bókaútgáfa 1994 — 464 síður. 3.290 kr. í FORMÁLA þýðanda kynnist lesandi höfundi bókarinnar, ritverk- um hans, lífsferli og viðhorfum, í hnitmiðaðri frásögn, sem virkar eggjandi á hugann áður en lestur þessarar löngu sögu (460 bls.) hefst. Og það fer eftir allt til síð- ustu blaðsíðu. Þýðandi segir að rithöfundarferill Lauru Goodman Salverson: (f. 1890) hafí byijað með verðlaunasmásög- unni Hidden Fire - 1922. Síðan rak hvert ritverkið annað. Verðlaun og viðurkenningar hlaut höfundur fýrir verk sín. Æðstu bókmenntaverðlaun Kanada fyrir bók þá er hér kemur nú út á íslensku. Laura Goodman Salverson hlaut einnig gullmedalíu frönsku Lista- og bókmenntastofnunarinnar í Frakklandi 1940. í formála kemur fram að hún var fyrsti íslendingur- inn í Kanada sem samdi meiri hátt- ar bókmenntaverk á ensku. Hún kynntist aldrei Islandi nema af frá- sögnum ættingja og foreldra sinna, sem leiddu hana inn í töfrandi heim fornsagna, þjóðsagna og ævintýra auk hinna fastmótuðu lífshátta er þau báru með sér frá móðuijörð þeirra. Laura Goodman Salverson segir sögu sína í fyrstu persónu og byijar þar er litla stúlkubarnið hniprar sig við hné föður síns er vagninn brun- ar með þau yfir Dalcota-sléttuna. Sagan er í þremur hlutum. í fyrsta hluta eru óljósar bernsku- minningar kallaðar fram úr vitund hinnar þroskuðu konu. Því hlýtur skáldskapargáfan að taka völdin, sem hún virðist sannarlega gera. En á svo nærfærinn og skilningsrík- an hátt að áhrif gleði og sorgar á líf barnsins komast vel til skila og ná taki á lesanda. Hamingjuríkustu mánuðir bernskunnar byijuðu hjá Jónatan frænda, gömlum skipstjóra í hjóla- stól. í herbergi hans var veröld sagna og ævintýra, með ímynduð- um ferðum um heimsins höf. Vel er lýst sorginni þegar litli bróðir dó í þungri ofraun barnshug- ans til þess að vinna úr hinum djúpa Kyw Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stífium fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að þaö er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu ' ' byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 -fax 677022 Tilbuinn stíflu eyöir nístandi sársauka er orðið að deyja færði henni og lauk um leið upp dyrum inn í hinn hræðilega heim sorgarinnar í huga barnsins. Annar hluti bókarinnar hefst á komu þeirra til Bandaríkjanna er hin marghijáða íslenska fjölskylda flutti þangað í leit að betra lífí í þjóðernismetnaði sínum. Frásögnin virðist aðeins breytast í því að skáldskapurinn er eins og í fjarlægð, en þó ekki meir en svo að til hans er gripið ef með þarf til að magna og fríska frásögn. Raunveruleikinn leitar samt skýrar fram að því er virðist, en í fyrsta hluta. Hámark allrar frásagnar er þeg- ar höfundurinn kynnist bókasafni og barnshugurinn fyllist ósegjan- legum unaði í því að finna hetjusög- ur þær er foreldrarnir höfðu rótfest í vitund barnsins. Á þeirri stundu er hún handlék slíkar bækur í fyrsta sinn skildi hún hvílíkur ógnarmáttur bjó í bókum. Æðsta takmarkið — að semja bækur — skyldi verða að veruleika í lífí hennar. Ekkert í veröldinni skipti hana meira máli. „Ég stóð augliti til auglitis við þá • vafurloga sem mér höfðu verið fýr- irhugaðir ...“ Þriðji og síðasti hlutinn er borinn uppi í byijun af tilfínngalegri tog- streitu. Bókalesturinn breytir and- rúmslofti vitundarinnar, sem berst síðan út í hversdagsleikann og veld- ur hugarrugluðum táningi ómæld- um þjáningum í fálmandi leit að lífssannindunum. Verðmætamat og lífsgildi snúast í andhverfu sína. Ef til vill í þessari ógnar eldskírn myndaðist kjarni sá er síðar meir gerði hana að frægum rithöfundi. Svo virðist sem flutningur til bernskustöðvanna í Kanada á ný hafi orðið Lauru Goodman Salver- son til gæfu. Hér hefur verið staldrað við hina tilfínningalegu hlið frásagnarinnar. Frá raunsæissjónarmiði er stórkost- legt hve höfundur gerir ljóst und- irokunarvald þeirra er best mega sín og um leið dugnað, þrautseigju og stolt hinna íslensu landnema. Ættrækni þeirra og ást á móður- jörð var svo sterk að enn lifir glatt í þeim glæðum hjá afkomendum þeirra í Kanada. Lífsbarátta iandnemanna er í raun rauði þráður sögunnar. Rækt Margrétar Björgvinsdóttur við þýðinguna birtist í afar vönduðu málfari. Ytri frágangur á bókinni er með ágætum. Jenna Jensdóttir ElhSTAKAR JOLAGJAFIR hif 1 / B iviikio upval af qjafavöpu, bopðl)Linaði, listmunum o.fl. Póstsendum Sérpöntunarþjónusta Verslunin (/) W\ V /\OcUVÍXy\\SS Laugavegi 52, s. 5624244 GRUIIDIG CÍPIOIMEER > AudioSonic H »1 i SHARP @FISHER SKÍIltom KDL5TER kr. 18.900 stgr. 8 B ffi K kr. 4.990 kr. 29.900 stgr. kr. 27.900 stgr. BRÆÐURNIR Þú vaknar þægilega með útvarpsvekjara frá okkur. Di ORMSSON HF g 2.590 Lágmúla 9, sími 38820
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.