Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Menntun í ferðaþjónustu
Vits er þörf,
þeim er víða ratar,
dælt er heima hvað.
ÞANNIG segir í Hávamálum,
þessu foma kvæði okkar frá 10.
öld sem trúlega er fyrsta kennslu-
efnið í ferðaþjónustu hér á landi.
Forfeður okkar á 10. öld vora með-
vitaðir um mikilvægi þess að vera
vel upplýstir um móttöku ferða-
mannsins og því má með ólíkindum
vera að við nú á 20. öldinni séum
enn að velta fyrir okkur þörfinni
fyrir menntun i ferðaþjónustu,
hvers konar menntun og fyrir
hveija, í stað þess að búa að langri
menntahefð í þessari mikilvægu
atvinnugrein eins og flest þau lönd
sem við beram okkur við á öðrum
sviðum. Enn hefur ekki verið mótuð
nein heildarstefna um menntun
fyrir ferðaþjónustugreinar þó
margir hafi vissulega lagt sitt til
málanna nú þegar.
Staðan
Haustið 1987 heim-
ilaði Menntamálaráðu-
neytið Menntaskólan-
um í Kópavogi að fara
af stað með sérstaka
ferðabraut til stúd-
entsprófs við MK - þá
fyrstu sinnar tegundar
innan skólakerfisins.
Að höfðu samráði full-
trúa atvinnulífsins,
ráðuneytis og skólans
var lagður grannur að
almennri menntun í
ferðaþjónustu. Á þeim
8 áram sem iiðin eru
síðan kennsla hófst á
þessu sviði innan skólans hafa átt
sér stað miklar breytingar á um-
fangi námsins, efnisinnihaldi og
áherslum. Þar hafa fulltrúar at-
vinnulífsins ásamt fagkennurum
skólans lagt til hug-
myndir enda nauðsyn-
legt að fylgjast vel
með þeim hröðu breyt-
ingum sem nú eiga sér
stað í atvinnugrein-
inni. Samhliða stofnun
ferðabrautarinnar hóf
Menntaskólinn í Kópa-
vogi einnig að bjóða
upp á almenn kvöld-
námskeið í ferðafræð-
um. Með auknu um-
fangi var ákveðið að
stofna sérstakan
kvöldskóla undir nafn-
inu Ferðamálaskóla
íslands í MK sem býð-
ur upp á staka áfanga
eða heilstætt ársnám í ferðafræð-
um. Menntaskólanum í Kópavogi
hefur verið falið móðurskólahlut-
verk í menntun í ferðaþjónustu en
í því felst að skólinn er miðstöð á
þessu sviði innan skólakerfisins.
Nokkrir framhaldsskólar aðrir hafa
tekið upp kennslu í ferðaþjónustu-
greinum í góðri samvinnu við MK.
Þar vil ég sérstaklega nefna Fram-
haldsskólann að Laugum sem legg-
ur fyrst og fremst áherslu á starfs-
nám innan hótel- og veitingagreina
og Fjölbrautaskóla Suðurlands sem
rekur ferðabraut líka þeirri sem er
í MK. Örfáir aðrir framhaldsskólar
bjóða upp á einstaka valáfanga í
ferðagreinum eða línur í tengslum
við málabrautir.
Þá vil ég nefna aðra skóla innan
opinbera kerfisins sem eru sér-
hæfðir á ákveðnu sviði og sinna
stóra hlutverki í menntun í ferða-
þjónustu. Fyrst vil ég nefna Hótel-
og veitingaskóla Islands sem upp-
haflega var ætlað það hlutverk að
mennta fólk í öllum þeim greinum
er snúa að hótelum og veitingahús-
um en skólanum vora aldrei skap-
aðar aðstæður til þess og sinnir
nú menntun matreiðslu- og fram-
reiðslumanna sem eru mikilvægir
hlekkir í ferðaþjónustunni.
Nú hillir undir gjörbreyttar að-
stæður á þessu sviði með tilkomu
5.000 fm nýbyggingar við Mennta-
skólann í Kópavogi sem vonandi
verður komin í gagnið á næsta
skólaári. Þessi bygging mun hýsa
núverandi starfsemi HVÍ ásamt
kennslu í fleiri matvælagreinum
m.a. bakara og kjötiðnaðarmanna.
Starfsemi Leiðsöguskólans má
rekja allt til ársins 1963. Menntun
leiðsögumanna hefur mikil breyst
frá því að vera námskeið, yfir í
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Tegund: Staufen
Verð: 9.800,-
Stærðir: 36-46
Iitur: Grænt/brúnt
Höfum fleiri gerðir af gönguskóm
Gjafakortin okkar eru góð, hentug og vinsæl jólagjöf
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR
STEINAR WAAGE J? ppskóritin STEINARWAAGE
SKÓVERSLUN JL veltusundi símí: 2121? SKÓVERSLUN^5
SÍA/U18519 VIÐ INGÓLFSTOKG SÍMI689212
Margrét
Friðriksdóttir
Ókeypis
myndataka
vegna Debetkorta og
Vaxtalínukorta
íKringlunni
miðvikudaginn 21. des. kl. 13-18
fimmtudaginn 22. des. kl. 13-18
Við minnum viðskiptavini okkar á að öll bankakort falla úr gildi um næstu áramót
BÚNAÐARBANKINN
- Traustur banki
Ætli skólakerfíð að
sinna þörfum ferða-
þjónustunnar, segir
Margrét Fríðriksdótt-
ir, er nám á háskóla-
stigi mikil nauðsyn.
heils vetrar fjölbreytt nám. Haustið
1991 fól Ferðamálaráð íslands
Menntaskólanum í Kópavogi um-
sjón með menntun leiðsögumanna.
Sveitarfélögin hafa nú í síaukn-
um mæli verið að gera sér grein
fyrir mikilvægi ferðaþjónustunnar.
Víða hafa verið ráðnir ferðamála-
fulltrúar sem unnið hafa gott bytj-
unarstarf í fræðslumálum á lands-
byggðinni. Þá hafa einkaaðilar og
fagfélög boðið upp á margskonar
nám eða námskeið einkum fyrir
starfsfólk í greininni.
En hvert ber að stefna? Hver er
þörf atvinnugreinarinnar fyrir
menntun? Hvernig getur skólakerfið
sinnt atvinnugreininni? Hvað er
skynsamlegt að gera á næstu áram?
Starfsnámsbrautir
Nám á framhaldsskólastigi sem
undirbýr nemendur undir störf í
atvinnulífinu er mjög af skornum
skammti hér á landi þegar önnur
lönd leggja mikla áherslu á mikil-
vægi framhaldsskólans í starfs-
menntun. Mikill fjöldi ófaglærðra
starfsmanna vinnur innan ferða-
þjónustunnar í dag. Þetta starfs-
fólk hefur oft á tíðum lítið nám að
baki og á litla möguleika á námi á
sínu sviði. Bjóða þarf upp á allt frá
stökum námskeiðum upp í nokk-
urra anna heilstætt nám. Hins veg-
ar byggir slíkt nám á því að fulltrú-
ar atvinnulífsins vinni með skólun-
um enda er það skoðun mín að
atvinnulífið eigi að notfæra sér hið
opinbera skólakerfi miklu meira en
gert er í dag. Við verðum að eyða
þeim fordómum sem ríkja á milli
skólanna og atvinnulífsins. Allt
unga fólkið kemur út í atvinnulífið
fyrr eða síðar og því hlýtur það
að vera sameiginlegt metnaðarmál
skólanna og atvinnulífsins að und-
irbúningurinn sé við hæfi. Þróun
starfsnáms á að haldast í hendur
við mótun atvinnustefnu í greininni
jafnframt því sem setja þarf ströng
gæðaviðmið um starfsnám þannig
að um viðurkennt nám sé að ræða
og líklegt sé að sá sem hefur lokið
náminu gangi fyrir öðram ómennt-
uðum þegar ráðið er í störf.
Segja má að innan þessa flokk-
ist að mestu leyti það sem skólam-
ir hafa nú þegar verið að fást við
s.s. iðnréttindanám HVÍ og ferða-
brautir framhaldsskólanna. Hins
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4500 0021 1919
4507 4500 0021 6009
4507 4500 0022 0316
4543 3718 0006 3233
4548 9018 0034 2321
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
Aígreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreind
tod úf umferð og sendiö VISA íslandi
sundurkllppt.
VEflÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klOfesta tort og visa á vágest.
\\*æm VI5A ÍSLAND
Álfabakka 16 - 109 Reykjavik
. Sími 91-671700
^--------
vegar vantar meiri fjölbreytni í
námsframboðið en um leið þarf
meiri samhæfing að koma til - við
megum ekki dreifa kröftunum of
víða til þess erum við einfaldlega
of fá. Þeir skólar sem munu bjóða
upp á lengra starfsnám eiga að
vera mjög fáir en sérhæfðir og þá
frekar að hafa með sér verkaskipt-
ingu fremur en allir séu að reyna
að gera allt og enginn almennilega.
Fagháskóli
Ef skólakerfíð ætlar að sinna
þörfum ferðaþjónustunnar fyrir
menntun er mikil nauðsyn að boðið
verði nám á háskólastigi. Því öllum
má ljóst vera að framhaldsskólinn
uppfyllir ekki þarfir nema hluta
þessa fólks sem atvinnulífið þarf á
að halda. Hins vegar er það skoðun
mín að slíkt nám eigi að fara fram
innan fagháskóla en ekki í Háskóla
íslands. Háskóli íslands er rann-
sóknarháskóli sem ætlað er að vera
vísindaleg rannsóknastofnun. Þar
byggir námið fyrst og fremst á
mjög fræðilegum granni. Hér væri
skynsamlegra að byggja upp faghá-
skólanám með starfsmenntun þar
sem lögð sé meiri áhersla á þjálfun
til starfa en dregið úr rannsókn-
arnámi. Þessa leið hafa sífellt fleiri
þjóðir valið með góðum árangri.
Við eigum þó enn töluverð langt í
land með að móta slíkt háskólastig
þó undirbúningur að listaháskóla
og uppeldisháskóla sé vel á veg
kominn og nokkrir skólar bjóði nám
á þessu stigi svo sem Tölvuháskól-
inn, Samvinnuháskólinn, Tækni-
skólinn o.fl. Slíkur fagháskóli á
ferða- og hótelsviði ætti að sinna
íjölbreyttu námi fyrir millistjórnend-
ur í greininni. Áherslu ætti að leggja
á innlenda ferðaþjónustu, sölu-
mennsku og framlínu, upplýsinga-
tækni, gestamóttöku, markaðsmál
og rekstur svo dæmi séu nefnd.
Meistaranám veitingagreina ætti að
vera deiid í slíkum fagháskóla einn-
ig nám leiðsögumanna.
Öflugan íslenskan fagháskóla á
sviði hótel- og ferðagreina er ekki
hægt að byggja upp nema í nánu
samstarfi við erlenda skóla á þessu
sviði. Hægt væri að bjóða upp á
2-3 ára nám hér á landi sem tæki
mið af íslenskum aðstæðum en
væri þó skipulagt í samræmi við
viðurkennda erlenda skóla. Þeir
sem áhuga hefðu á frekara námi
ættu greiða leið í mismunandi er-
lenda fagháskóla eftir sérsviði sínu
og fengju metið það nám sem þeir
hefðu lokið hér á landi. Mikilvægt
er fyrir íslenska ferðaþjónustu að
ákveðnir starfsmenn hennar, t.d.
stjórnendur, hafi erlenda sýn. í
sameiginlegri menntastefnu Evr-
ópusambandsins er lögð rík áhersla
á að hvetja námsmenn til að stunda
hluta námsins erlendis. Markmiðið
er að 10 af hundraði námsmanna
dveljist einhvern tíma á námsferlin-
um utan síns heimalands. í ferða-
þjónustu er þetta sérstaklega mikil-
vægt og þar ætti hlutfallið trúlega
að vera hærra.
Jólalré
3ólatilboð
Rauögrcni
frá kr. 645,
Fura frá hr. S20,-
Hormansþinur !rá
hr. 1.290,-
Breiðholti og
við Milkatorg.