Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 20. DESEMBER 1930 Ríkisútvarpiö tók formlega til starfa en tilraunaútsendingar hófust tveim mánuðum áður. Útvarpað var einkum á kvöldin, um þrjá tíma í senn. Fyrsti útvarpsstjórinn var Jónas Þorbergsson. 1930 Landspítalinn var tekinn í notkun, án ailrar viðhafnar. Fyrsta daginn komu þrír sjúklingar á handlækningadeildina. I spítaianum voru 120 sjúkrarúm. 1974 Snjóflóð féllu á Neskaupstað og oilu stórtjóni á húsum og öðrum mannvirkjum. Tólf manns fórust. Margir voru grafnir upp úr snjónum og nítján ára piltur bjargaðist eftir tuttugu klukkustundir. 1975 Rröflueldar hófust með eldgosi í Leirhnjúki. Þetta gos stóð fram í febrúar 1976 en goshrinurnar urðu níu, sú síðasta í september 1984. 1979 Olíukreppan sagði til sín. Bensínverð hækkaði í 370 krónur lítrinn og haföi þá meira en tvöfaldast á tíu mánuóum. 1983 Kvótakerfi á fískveiðar var samþykkt á Alþingi. Það tók gildi !. janúar 1984. DAGAR ÍSEANDS ATBURÐIR ÚR SÖGU OG SAMTÍÐ ALLA DAGA ÁRSINS! * VAKÁ-HELGAFELL ....-...-...... 1 .....m Gefðu hundinum stórt nagbein í jólagjöf Jazz þurrfóður í skálina. Meðal þess sem til er í verslun okkar, er... Húðbein (margar bragðtegundir). Bakpokar. Beinflautur. Stálflautur. Neyðarljós. Greiður. Burstar. Keðjur. Kattaklósett. Kambar. Skæri Hárþurrkur. Rakvélar. Hundanammi. Grjónapúðar. Búr. Nælonbein. Bílbelti. Múlar. Ólar. Taumar. Matardallar. Leikföng. Kattaklórur. Kattasandur. Tjóðurhælar. Naglaklippur. Krókar á hús. o.fLo.fl. o.fl. Sérverslun fyrir hunda- og kattaeigendur. j Austurvegur h.f. Fiskislóð 94. .m 101 Reykjavík Sími 91 - 627399 Mi Vaxtalaust lán í 12 mánuð Þeir sem kaupa uppþvottavél eða ryksugu með Euro eða Visa raðgreiðslum fá endurgreidda alla vexti og kostnað við undirritun samnings. Miele gerir gæfumuninn. EIRVIK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 91 -880200. AÐSENDAR GREIIMAR I alvöru talað - hvað gera hj úkrunarfræðingar? Á UNDANFÖRNUM vikum hefur ýmislegt verið rætt og ritað um hjúkrunarfræðinga, og ekki allt gott. Þessi umræða hefur verið í beinu samhengi við yf- irstandandi kjaradeilu sjúkraiiða og einkum beinst að nýgerðum kjarasamningi okkar hjúkrunarfræðinga. Án þess að fara út í karp um kaup og kjör þessara tveggja stétta vil ég sem hjúkrunar- fræðingur taka þátt í þessari umræðu og benda á að ákveðnar hugsanavillur hafa því miður flækst inn í umræðuna. Ein er sú villan að almenningur virðist álíta að sjúkralið- ar vinni öll störfin en hjúkrunarfræð- ingar sitji og skrifi, væntanlega ein- hveija staðlausa stafi sem eru engum til gagns og þjóna þeim tilgangi ein- um að eyða pappír og peningum skattborgaranna. Þetta er þvílíkur misskilningur að maður veit varla hvar á að byrja að leiðrétta hann. Eins og alþjóð ætti að vita þá liggja nú á dögum einungis afar veikir einstaklingar á bráðasjúkra- húsum. Meðferð sem fyrir örfáum árum var einungis veitt á gjörgæslu- deildum er nú daglegt brauð á al- mennum legudeildum. Má þar nefna flóknar lyfjagjafir, eftirlit með ýms- um þáttum líkamsstarfseminnar með tækjabúnaði, hárnákvæm súr- efnissgjöf og nákvæmt bókhald yfir allan vökva sem fer inn í kroppinn og út úr honum aftur með þvagi, hægðum, svita, öndun og blæð- ingum sem kunna að hijá hinn sjúka. Hjúkr- unarfræðingar hafa umsjón með öllum þess- um þáttum auk al- mennrar aðhlynningar, eftirlits, útskriftaráætl- ana og ótal fleiri verk- efnum. Þeir svara bjöll- um, losa bekken, gefa stólpípur, baða, gefa aðstandendum upplýs- ingar um líðan ástvinar, skipuleggja hjúkrunar- meðferð, framkvæma Á bak við hvern hjúkr- unarfræðing, segir Hildur Helgadóttir, er 4-6 ára háskólamennt- un með tilheyrandi fræðilegum grunni. hana og endurskoða í takt við sett markmið. Á bakvið hvern hjúkrunarfræðing er 4-6 ára háskólamenntun með til- heyrandi fræðilegum grunni, á hveijum starfið byggist. Stöðug þekkingarleit og þörf fyrir endur- skoðun á vinnuaðferðum hveiju sinni er hvatinn að rannsóknum, ferðum á ráðstefnur innanlands og erlendis; bæði til að hlýða á það nýjasta í faginu og til að miðla öðrum af eig- in uppgötvunum, lestri fagtímarita og líflegum umræðum um hjúkrun, hvar sem tveir eða fleiri hjúkrunar- fræðingar hittast. Störf hjúkrunarfræðinga eiga ræt- ur að rekja til Florence Nightingale sem réttilega benti á að sjúkir þurfa hjúkrun sem veitt er af þekkingu, hlýju og alúð. í rás tímans hefur hjúkrunarfræðingum orðið æ ijósara hversu samspil andlegs ástands og hins líkamlega er samtvinnað og óijúfanlegt. Því beinast rannsóknir hjúkrunarfræðinga ekki einungis að meðferð sára, andþyngsla eða verkja heldur einnig að áhrifum snerfingar, tónlistar og hávaða í umhverfí, á hvemig hinum sjúka farnast. Því er það svo, kæri lesandi, að ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf á sjúkrahúsvist að halda þá em það hjúkrunarfræðingar deildarinnar ásamt læknum sjúkl- ingsins sem gefa ykkur þær upplýs- ingar sem þið þurfið. Það er hjúkrun- arfræðingurinn sem gefur lyfin, sér um að súrefnið sé rétt stillt, skiptir á sárinu, útvegar heimahjúkrun, fylg- ist með öllum breytingum og heldur í höndina á ykkur á erfiðustu stund- unum. Að baki liggur umfangsmikil háskólamenntun sem þú hefur beinan hag af og leggur í raun stolt þitt í með því að meta menntun mikils. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru stoltir af menntun sinni og af störfum sínum og finnst löngu tímabært að þjóðin átti sig á hvað þeir gera. Höfundur er lyúkrunarfræðingur á Borgarspítula. Hildur Helgadóttir „Of margir höfðingjar, of fáir indíánaru EITT sinn var dapur indíánahöfðingi spurð- ur hveiju sættu stöðug illindi og væringar í ættflokki hans. Svar hans var stutt og lag- gott: „Of margir höfð- ingjar, of fáir indíán- ar.“ Ég hef oft verið að hugleiða hvers eðlis sú sundurþykkja væri sem leikið hefur Alþyðu- flokkinn grátt að und- anfömu. Trúlega er engin einföld skýring til, en það skyldi þó aldrei vera að rekja mætti þetta að ein- Bjarnþór Aðalsteinsson hveiju leyti til þeirra manna sem hafa ekki hlotið þann frama í flokkn- um er þeir sjálfir töldu sig eiga skil- ið eða jafnvel að þeir ættu rétt til. Oft eru skýringar frambjóðenda, sem ekki hafa náð tilætluðum árangri í prófkjöri, í þá veru að „flokksmaskínan“ hafi unnið gegn þeim eða að tilteknir áhrifamenn í flokknum hafi stutt einhvern annan. Síðan hefur viðkomandi frambjóð- andi haft allt á hornum sér, leynt og ljóst unnið gegn hagsmunum flokksins og síðan yfirgefið hann. Mér virðist þessi skýring eiga að nokkru við Jóhönnu Sigurðardóttur og marga af hennar fylg- ismönnum, sem að vísu koma einnig úr öðrum stjórnmáiaflokkum en Alþýðuflokknum. Stefna og árangur í pólitík eru þarna látin víkja fyrir eigin hags- munum og ofmetnaði. Heiibrigð átök um forystu og völd í stjóra- málaflokkunum er af hinu góða, en þeir sem ekki ná sínum mark- miðum fram ættu að una því að vinna að framgangi þeirrar stefnu sem flokkur þeirra stendur fyrir. Ekki að snúast gegn flokknum vegna þess að þeirra eigin frami hafi ekki verið sem skyldi. Þeir sem fylla svokallaðar „bakvarðasveitir" stjórnmálaflokkanna verða að gera sér grein fyrir mikilvægi sínu. Er dapurlegt að horfa á margan góðan manninn ráfa á milli stjórnmála- flokkanna í leit að persónulegum ávinningi. Ég ætla ekki að leyna vonbrigðum mínum með brottför Jóhönnu Sig- urðardóttur úr Alþýðuflokknum er þar var hún fyllilega metin að verð- Dapurlegt er að horfa á margan góðan manninn ráfa á milli stjórnmála- flokkanna, segir Bjarn- þór Aðalsteinsson, í leit að persónulegum ávinningi. leikum. Hins vegar tel ég að hún hafí átt að gera flokksmönnum betur grein fyrir óánægju sinni og vinna áherslum sínum brautargengi innan flokksins. Ætla má að fylgi Þjóðvaka, flokks Jóhönnu Sigurðardóttur, verði nokk- uð ef marka má skoðanakannanir að undanförnu. Tel ég það ofur eðli- legt því margir eru orðnir leiðir á því fjölflokkaskipulagi sem hér hefur ríkt um langt skeið og vilja sjá breyt- ingar. Hef ég þó fuliar efasemdir um að Þjóðvaki Jóhönnu breyti þar nokkru um. Höfundur er formaður Alþýðuflokksfélags Mosfellsbæjar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.