Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, StMl 691100, SÍMBRÉF 691181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Viðskiptakjör batna
og framleiðsla eykst
Lyf lækka
um 100
milljónir
•—-'LYFJAVERÐLAGSNEFND sam-
þykkti á fundi sínum í gær að
skerða smásöluálagningu á lyfjum
að meðaltali um 5 prósentustig frá
og með 1. janúar næstkomandi.
Guðmundur Sigurðsson, for-
maður lyfjaverðlagsnefndar, sagði
að samkvæmt áætlun sem gerð
hefði verið og byggð væri á
ákveðnu úrtaki gætu lyfjaútgjöld
þjóðarinnar lækkað um 100 millj-
ónir króna á ári vegna þessarar
breytingar.
„Þetta ér ákveðið vegna þess,
að við athugun hefur komið í ljós
að lyfjavelta hafði aukist fyrstu tíu
mánuði ársins, án þess að sjáanleg-
gr kostnaðarhækkanir hafi átt sér
stað. í ljósi fyrri starfa nefndarinn-
ar taldi ég því eðlilegt að leggja
til við nefndina að álagningin yrði
lækkuð,“ sagði Guðmundur.
------------------
Viðræður um
Smuguveiðar
JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra átti í gær fund með
Andreij Kozyrev, utanríkisráðherra
Rússlands, í Moskvu. Var ákveðið
á fundinum að efna til viðræðna
Sérfræðinga um sjávarútvegsmál.
Ráðherrarnir undirrituðu yfirlýs-
ingu um grundvallarreglur í sam-
skiptum ríkjanna og var ákveðið
að setja á laggirnar nefnd til að
greiða fyrir samstarfí fyrirtækja og
einstaklinga á viðskiptasviðinu.
■ Sérfræðingar ræða/11
Slapp ná-
kaldur úr
snjóflóði
BÓNDINN á Saurum í Súðavík,
Karl Georg Guðmundsson, sem
er á áttræðisaldri, komst Iífs af
eftir að snjóflóð féll á bæ hans
á sunnudag. Lá hann fastur í
snjónum þar til honum var bjarg-
að eftir um hálfan annan klukku-
tíma. „Ég var eiginlega búinn að
gefast upp og bjóst ekkert við
því að lifa lengur, enda orðinn
nákaldur,“ segir Karl. Bærinn á
Saurum er gjörónýtur eins og
sést á myndinni, og fjárhúsin sem
glittir í lengst til hægri eru rúst-
ir einar. Sex kindur drápust.
Flóðið féll úr Tröllagili í Súðavík-
urfjalli sem sést í baksýn.
■ Varbúinnaðsætta/32-33
HAGVÖXTUR á næsta ári verður
að mati Þjóðhagsstofnunar meiri
en áður var áætlað, einkum vegna
betri viðskiptakjara og aukinna
þjóðarútgjalda. Atvinnuleysi verður
minna og kaupmáttur meiri en áður
var gert ráð fyrir. Þetta er þó háð
ýmsum óvissuþáttum. Á þessu ári
hefur útflutningur vöru og þjónustu
aukist og viðskiptakjör batnað
meira undanfarna mánuði en búist
var við, einkum vegna hærra verðs
á sjávarafurðum og áli.
Þetta kemur fram í endurskoð-
aðri þjóðhagsáætlun sem Þjóð-
hagsstofnun hefur sent frá sér
vegna afgreiðslu fjárlaga fyrir
næsta árs. Þar kemur fram að á
þessu ári hafí orðið meiri fram-
leiðsla en búist var við í flestum
greinum útflutnings og birgðir
minnkað. Því verði afgangur á við-
skiptajöfnuði meiri á þessu ári en
gert var ráð fyrir í upphaflegri
þjóðhagsáætlun frá í september
sl., eða um sex milljarðar króna í
stað þriggja milljarða.
Meiri hagvöxtur
Gert er ráð fyrir að landsfram-
leiðsla aukist um 2% milli áranna
1993 og 1994, sem er það sama
og þjóðhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Á næsta ári gerir Þjóðhagsstofnun
nú ráð fyrir að landsframleiðsla
aukist um 2,1% en í þjóðhagsáætl-
un var gert ráð fyrir 1,4% aukn-
ingu. Þá er nú gert ráð fyrir að
þjóðartekjur aukist um 3% en í
upphaflegri þjóðliagsáætlun var
gert ráð fyrir 1,8% aukningu.
Þá eru þjóðarútgjöld talin auk-
ast um 3,3% sem er talsvert meira
en gert var ráð fyrir í upphaflegri
þjóðhagsáætlun, og stafar meðal
annars af því að gert er ráð fyrir
aukinni fjárfestingu, einkum vegna
aukinna opinberra framkvæmda.
Fjárlaganefnd leggur lokahönd á tillögur
Framlag vegna
vanda smábáta
FJÁRFRAMLAG verður til stuðn-
ings eigendum smábáta á aflamarki
í fjárlögum næsta árs og ijárauka-
lögum fyrir yfirstandandi ár.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
^^Jjjlaðsins mun meirihluti fjárlaga-
nefndar leggja til að Byggðastofnun
fái samtals 40 milljónir á þessu og
næsta ári til stuðnings smábátaeig-
endum sem eiga í miklum vanda
vegna kvótaskerðingar. Einnig fær
Byggðastofnun samtals 70 milljóna
framlag til að greiða fyrir atvinnu-
uppbyggingu á svæðum þar sem
feamdráttur hefur orðið í sauðfjár-
framleiðslu.
Þá mun vera gert ráð fyrir 40
milljónum til jarðræktarframlaga,
einkum vegna haughúsbygginga.
Meirihluti fjárlaganefndar leggur
einnig til að framlag til Háskóla Is-
lands og Landsbókasafns íslands-
Háskólabókasafns hækki samtals
um 100 milljónir á næsta ári. Þá
hækkar framlag til Landhelgisgæslu
vegna nýrrar björgunarþyrlu.
Tillögur nefndarinnar verða vænt-
anlega lagðar fram á Alþingi í dag.
Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs
verði allt að 1,5 milljörðum hærri
en áætlað var vegna betri horfa í
þjóðarbúskapnum.
Morgunblaðið/Hafþór Ferdinandsson
Jólatréð
komið á
Hveravelli
HAFÞÓR Ferdinandsson var að
þessu sinni 50 klukkustundir í
árlegum jólaleiðangri sínum á
Hveravelli og hefur ferðin aldrei
tekið jafn langan tíma. Ferðin
sóttist seint vegna veðurs og
þegar dekk fór af felgu á sunnu-
dagsmorgunn ákváð Hafþór að
sofa af sér veðrið. Er þetta í
þrettánda sinn sem Hafdór fer
með jólavarning til veðurathug-
unarmanna. Hjónin á Hveravöll-
um, Magnús Björnsson og Sigrún
Þórólfsdóttir, sjást hér með jóla-
tréð.
■ 50tímaferð/6