Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 31. DESEMBBR 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hættuleg
flugelda-
tegund
LÖGREGLAN í Reykjavík lét í gær
stöðva sölu á einni gerð flúgelda
á markaði hér þar sem athugun
leiddi í ljós að flugeldunum væri
hætt við að springa í höfuðhæð.
Lögreglan skorar á þá sem keypt
hafa flugelda þá sem heita „Slar
Bomb Ball Rocket“ að nota þá
ekki heldur skila þeim til seljenda.
Kjósi fólk að skjóta þeim upp hvet-
ur lögreglan það til að gæta fyllstu
varúðar.
Ómar Smári Ármannsson að-
stoðaryfirlögregluþjónn sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
lögreglan hefði talið ástæðu til að
gera prófun á þessum flugeldum
og hefði þá komið í ljós að hætt
væri við að þeir spryngju í um það
bil tveggja metra hæð.
Ekki væri vitað um slys af völd-
um flugeldanna sem hefðu verið
seldir hér um skeið en ástæða hefði
verið talin til að stöðva sölu þeirra.
Ómar Smári sagði að lögreglan
vildi benda þeim sem keypt hefðu
Skóladagheimili
Austurbæjarskóla
Forstöðu-
konan
lætur af
störfum
GENGIÐ var frá starfslókum for-
stöðukonu skóladagsheimilis
Austurbæjarskóla á skólaskrif-
stofu Reykjavíkur í gær. Hún læt-
ur af störfum að eigin ósk frá og
með 1. janúar nk. en hún hefur
ekki verið í vinnu undanfarið
vegna veikinda.
Að sögn Viktors Guðlaugsson-
ar, forstöðumanns skólaskrifstof-
unnar, er máli því sem hófst með
uppsögn starfskonu skóladags-
heimilisins fyrir skömmu þar með
lokið.
Breytingar á rekstri
Það mál var þannig vaxið að
starfskonan bar ásakanir á hendur
forstöðukonunni um að vinnu-
framlag starfsmanna heimilisins
væri ekki í samræmi við vinnu-
skýrslur, en þær eru staðfestar
af skólastjóra Austurbæjarskóla,
eiginmanni forstöðukonunnar.
Starfsmannahald Reykjavíkur-
borgar fékk málið til athugunar
og staðfesti meint ósamræmi. Þá
komust borgarlögmaður og starfs-
mannastjóri borgarinnar að þéirri
niðurstöðu að ekki hefði verið eðli-
lega að uppsögn starfskonunnar
staðið og hefur henni verið boðin
endurráðning.
Viktor segir að frá áramótum
verði rekstur skóladagheimilisins
felldur undir rekstur heilsdags-
skólans eins og gert hafi verið við
aðra skóla í borginni þar sem
skóladagheimili eru rekin innan
veggja skólanna. Austurbæjar-
skóli sé síðastur í röðinni þar sem
þessi breyting sé gerð og hún sé
í raun aðeins bókhaldslegt atriði,
nemendur og starfsfólk muni ekki
finna fyrir henni.
MORGUNBLAÐIÐ kemur
næst út þriðjudaginn 3.
janúar 1995.
FRÉTTIR
Droplaugarstaðir
hjúkrunarheimili
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HJÁLMAR Björgvinsson að-
stoðarvarðstjóri með nokkra
flugelda þeirrar gerðar sem
lögregla stöðvaði sölu á í gær.
þessa flugelda að snúa sér til selj-
enda en kysu einhverjir að skjóta
þeim upp þrátt fyrir hættuna væri
ástæða til að hvetja þá til að sýna
ýtrustu varúð.
STEFNT er að því að vistrými á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum við Snorra-
braut verði orðin að hjúkrunar-
rýmum um áramótin 1995 og
1996.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
yfirmaður öldrunardeildar Félags-
málastofnunar Reykjavíkur, segir
að gert sé ráð fyrir að breytingin
verði smám saman og valdi ekki
röskun fyrir íbúana. Hún segir að
meiri heimaþjónusta og fjölgun
þjónustuíbúða valdi því að meiri
þörf. hafi smám saman orðið á
hjúkrunarrými á dvalarheimilum.
Húsinu breytt á
byggingarstigi
Sigurbjörg ségir að Droplaugar-
staðir hafi verið byggðir sem dval-
arheimili. Á byggingarstigi hafi
Breytingin verði
um áramótin
1995 og 1996
hins vegar 'verið tekin ákvörðun
um að breyta efstu hæðinni í
hjúkrunarrými. Hjúkrunarrými
hafí verið 36 og vistrými 32.
Smám saman hefur þróunin orðið
sú að sífellt veikburðari einstakl-
ingar hafa fengið vistrými á heim-
ilinu og telur Sigurbjörg að 10 til
15 af íbúuum í vistrými þurfi í
raun hjúkrunarrými. „Áuðvitað fer
ekki hjá því að meiri þjónusta inni
á heimilunum hefur haft þær af-
leiðingar að dregið hefur úr þörf
á vistrými. Á móti hefur orðið
meiri þörf á hjúkrunarrými. Fólki
fjölgar og það er orðið meira veik-
burða en áður. Afleiðingin er sú
að hjúkrunarrýmum á vistheimil-
um hefur verið fjölgað. Ég nefni
sem dæmi í Seljahlíð, á Grund og
Hrafnistu og nú á Droplaugarstöð-
um,“ sagði Sigurbjörg.
Meiri kostnaður
Sigurbjörg sagði að fyrirliggj-
andi drög að fjárhagsáætlun borg-
arinnar gerðu ráð fyrir kostnaði
vegna nauðsynlegra breytinga
sem gera þyrfti á húsnæði. Jafn-
framt hefur verið skipaður vinnu-
hópur til að gera tillögur um breyt-
ingarnar. Sigurbjörg stýrir starf-
inu og sagði hún að hafist yrði
handa strax eftir áramót. Hún
sagðist telja að málið væri komið
í eðlilegan farveg og lagði áherslu
á að breytingin verði smám saman
og valdi ekki röskun fyrir íbúana.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
STARFSMAÐUR Verðbréfamarkaðar Islandsbanka gefur væntanlegum kaupendum
ráðleggingar um hlutabréfakaup í gær.
Metsala á hlutabréfum í gær
„HressUegastajólaver-
tíðin fram til þessa“
MIKIL sala var á hlutabréfum í
gær eins og venjulega síðasta opn-
unardag ársins, þegar fólk kaupir
hlutabréf til að fá skattafslátt.
Verðbréfafyrirtæki voru yfirleitt
opin lengur. en venjulega, eða til
klukkan 18, til að anna eftirspurn-
inni. Talsmenn verðbréfafyrirtækj-
anna eru sammála um að Jólaver-
tíðin“ í ár sé líklega sú besta hing-
að til og líklegt að metsala hafí
verið í gær.
Samkvæmt bráðbirgðatölum frá
Verðbréfaþingi voru keypt hluta-
bréf fyrir um 122 milljónir króna
í gær, sem er nærri 10% af allri
sölu ársins. Salan í ár er um 1.327
milljónir, en var 953 milljónir í
fyrra, sem er um 40% aukning.
Desembersalan ein var 587 millj-
ónir, sem er nærri 50% aukning frá
í fyrra. Aukningin getur verið enn
meiri en þessar tölu gefa til kynna,
þar sem ekki hafa öll viðskipti enn
verið tilkynnt Verðbréfaþingi.
„Það stefnir allt í að þetta verði
metdagur í almennri hlutabréfa-
sölu, bæði hvað varðar fjölda við-
skipta og upphæð þeirra," sagði
Gunnar Helgi Hálfdánarson, for-
stjóri Landsbréfa. „Þetta ætlar að
verða hressilegasta jólavertíðin
fram til þessa,“ sagði hann, en hjá
Landsbréfum stefndi í tvöfalt betri
sölu í desember í ár en í fyrra."
Hann sagði of snemmt að nefna
nákvæmar tölur í því sambandi,
þar sem nokkurn tíma tæki að
gera daginn og mánuðinn upp. Til
dæmis væri nýtt útboð á bréfum í
íslenska hlutabréfasjóðnum ekki
skráð fyrr en eftir áramót.
Ekki lengur fyrir fáa útvalda
Gunnar Helgi sagði að ástæðan
fyrir góðri sölu nú væri aukin bjart-
sýni á efnahagsástandið og eins
væri mikið af nýju fólki sem keypti.
Tilboð verðbréfafyrirtækjanna um
hlutabréfakaup með afborgunar-
kjörum hefði vakið athygli manna
á þessum möguleika til skattfrá-
dráttar, þó svo að fæstir hefðu síð-
an nýtt sér afborgunarkjörin. „Svo
er komin meiri reynsla og þekking
á hlutabréfamarkaðnum, þetta eru
ekki viðskipti fárra útvaldra eins
og í byrjun," sagði Gunnar Helgi.
Páll Árnason hjá Kaupþingi
sagði að þar væri mikið að gera,
enda biðu margir fram á síðastu
stundu á síðasta degi til að kaupa
hlutabréf til að fá skattafslátt. í
gær var opið til 18 hjá Kaupþingi,
en yfirieitt er lokað klukkan fjögur.
Páll sagði of snemmt að segja
til um hve hlutabréfasalan í vik-
unni eða mánuðinum væri mikil,
því salan stigmagnaðist fram að
áramótum og stór hluti hennar
færi fram á síðasta degi. Það væri
þó óhætt að segja að salan hefði
hafist fyrr og verið mun meiri í
desember nú en í fyrra.
Betri
staða
botnfisk-
vinnslu
REKSTRARHALLI á botnfísk-
vinnslu er nú áætlaður tæp 2%
miðað við skilyrði í desember,
samkvæmt útreikningum Sam-
taka fiskvinnslustöðva. Verð á
sjávarafurðum hefur hækkað
frá því í vor og hefur það bætt
stöðu vinnslunnar um 2 pró-
sentustig frá því í september.
Hækkun á afurðaverði er
misjöfn eftir tegundum, en
minnst gætir hennar í almennri
botnfiskvinnslu. Áætlað tap af
rekstrinum hefur því lækkað
úr tæpum tveimur milljörðum
í einn miðað við stöðuna í haust.
Tekjur botnfiskvinnslunnar
eru rúmlega 43 milljarðar á
einu ári. Gjöldin eru 39,7 millj-
arðar. Verg hlutdeild íjár-
magns er talin 3,3 milljarðar
og reiknaðir afurðalánavextir
um 1 milljarður. Reiknuð ár-
greiðsla í stað afskrifta og fjár-
magnskostnaðar er rúmir þrír
milljarðar króna. Rekstrarhalli
er því 826 milljónir króna, eða
1,9%.
Staðan víða erfið
„Þessir útreikningar stað-
festa að áfram er tap á hefð-
bundinni botnfiskvinnslu, sem
er mikið alvörumál, þar sem
botnfiskveiðar og vinnsla er
burðarás í fjölmörgum sjávar-
plássum. Engu að síður sýna
þessar tölur að hallinn hefur
minnkað, einkum vegna hækk-
unar á verði saltfísks undan-
farna mánuði,“ segir Arnar
Sigurmundsson, formaður
Samtaka fískvinnslustöðva.
90 millj. hagnaður
SÍF eftir 9 mánuði
HAGNAÐUR af rekstri Sölusam-
bands íslenskra fiskframleiðenda
nam 90,5 milljónum króna eftir
fyrstu 9 mánuði ársins, að sögn
Gunnars Amar Kristjánssonar,
framkvæmdastjóra SÍF.
Gunnar Örn sagði að hagnaður-
inn myndi verða meiri þegar loka-
uppgjör ársins lægi fyrir, en 53
milljón króna hagnaður varð af
rekstri SIF allt árið í fyrra. Hann
sagði að ástæðan fyrir bættri af-
komu væri meira aðhald í rekstri
og eins hefði SÍF keypt mikið af
fiski sem fyrirtækið hefði sjálft
tekið áhættu á. Þá hefði mjög gott
verð fengist fyrir afurðir SÍF á
mörkuðum erlendis.