Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGAR SJUKRALIÐA SJÚKRALIÐAR hittust á fjölmennum fundi síðdegis í gær, þar sem kjarasamningurinn var kynntur. Þorsteinn Geirsson Tilheyrir síðasta samnings- tímabili „ÞESSIR samningar tilheyra síð- asta samningstímabili. Samning- arnir gera ráð fyrir að gerður verði launasamanburður á kjörum heil- brigðisstétta á liðnu tímabili og gerðar verði launabreytingar ef hann gefur tilefni til. Ég get auð- vitað ekki tryggt að einhveijir vitni ekki í þessa samninga, en ég vona nú samt að þeir verði ekki til- vitnunarefni. Þeir tilheyra liðnum tíma,“ sagði Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar ríkis- ins, eftir að samningar höfðu ver- ið undirritaðir. Þorsteinn sagðist vera mjög ánægður með að samningar skyldu takast fyrir áramót. Hann sagði að ef ekki hefðu tekist samn- ingar á grundvelli tillögu ríkisins um skammtímasamning hefði deil- an dregist enn á langinn. Samn- ingarnir hefðu þá verið komnir í farveg með öðrum samningum á vinnumarkaðinum og kjaradeilan hefði ekki verið leyst nema í tengslum við þá. Gerð langtímasamnings tímafrek „Við hefðum að sjálfsögðu gert samning við sjúkraliða til langs tíma ef til þess hefði komið, en það hefði orðið tímafrekt að koma slíkum samningi saman. Það er ekki einfalt mál að gera samning við eitt félag á undan öllum öðrum þegar svo stendur á að samningar nánast allra launþegasamtaka eru lausir." Þorsteinn var spurður hvað hefði orðið til þess að samningsað- ilar tóku á ný til skoðunar tillögu ríkisins um skammtímasamning á grundvelli gerðardóms. „Okkar viðsemjendur höfnuðu þessari tillögu raunar aldrei. Hins vegar voru þeir ekki sáttir við for- sendur þær sem úrskurðarnefndin átti að miða við fyrr en nú í nótt.“ Magnús Gunnarsson Engum í hag að þetta gangi eftir „ÉG VONAST til þess að aðilar almenna vinnumarkaðarins taki höndum saman og reyni að koma í veg fyrir að afleiðingar þessarar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar verði látnar bitna á fólki,“ segir Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands. Afleiðingin gæti orðið að vextir hækkuðu í 18% Samningurinn við sjúkraliða er talinn fela í sér um 7% launahækk- un og ef sú hækkun gengi yfir allt þjóðfélagið þýddi það að mati Vinnuveitendasambandsins um 14 milljarða útgjaldaauka fyrir launa- greiðendur í landinu, lánskjaravísi- talan myndi hækka um tæplega 6%, „og um það leyti sem þjóðin gengur til kosninga yrðu vextirnir komnir í um 18%. Er þetta árang- urinn sem ríkisstjórnin vill skila fyrir kosningar," spyr Magnús. „Mér virðist að það muni taka sjúkraliða hátt í tvö ár að vinna inn fyrir verkfallinu, svo árangur- inn hefur ekki verið mikill hvað það snertir,“ segir hann. „Vinnuveitendasambandið vill ekki glutra niður árangrinum af því sem gert hefur verið á síðustu ijórum árum á þennan hátt, enda get ég ekki séð að það þjóni hags- munum launþega eða yfirleitt nokkurs manns í landinu að þetta gangi eftir. Við hljótum að undir- strika það að við sjáum ekki að það sé nokkrum manni í hag að feta í fótspor þessara samninga og munum reyna að tala við okkar viðsemjendur um eitthvert annað form og aðrar niðurstöður en ef þessari stefnu ríkisstjórnarinnar yrði framfylgt,“ segir hann. Alvarlegt fyrir skuldara Magnús benti á að það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir skuldara ef lánskjaravísitalan hækkaði um 6% og það yrði síst til þess að bæta atvinnustigið í landinu ef vextirnir færu upp í 18% á skömmum tíma. „Halda menn að það verði til þess að efla sóknar- getu fyrirtækjanna ef þetta jafn- vægi, sem náðst hefur, verður allt sett úr skorðum," spyr Magnús. Benedikt Davíðsson Láklegt að aðrir verði í takt við þetta BENEDIKT Davíðsson forseti Al- þýðusambands íslands segist fagna því ef tekist hafi að leysa sjúkraliðadeiluna og segir að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hafí fengið sé í samkomulagi sjúkraliða tekið mið af þeim breyt- ingum sam hafi átt sér stað hjá hinu opinbera að undanförnu. Samningurinn við sjúkraliða sé því grunnur sem verið sé að leggja undir framhaldið, þar sem hann gildi aðeins til áramóta. Benedikt var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að önnur stétt- arfélög tækju upp þá 7% launa- hækkun sem talin er felast í samn- ingi sjúkraliða. „Mér finnst það mjög líklegt, því eftir því sem mér skilst er þetta í takt við það sem hefur verið að gerast hjá öðrum og mér finnst mjög líklegt að aðr- ir í opinbera geiranum verði í svip- uðum takti og þetta,“ segir Bene- dikt. Fólk fái notið efnaliagsbatans -En hvað með félög innan Al- þýðusambandsins? „Ég skal ekki segja um það hvað verður hjá okkur. Auðvitað taka menn nokkurt mið hveijir af öðrum, þó þeir séu í sitt hvorum samtökunum. Það er óhjákvæpii- legt,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að óttast að verið sé að leggja grunn að kollsteypu í komandi kjarasamningum sagði Benedikt að það færi eftir því hvað yrði pijónað ofan á þetta. „Það er viðurkennt að það er veru- legur bati í þjóðfélaginu og við gerum auðvitað kröfu til þess, fyr- ir hönd okkar fólks, að það fái fullkomlega notið batans,“ sagði hann. ÖgmundurJónasson Ekki hægt að einblína á einn atburð „ÞAÐ ER erfitt að segja til um hvaða áhrif samningur sjúkraliða gæti haft. Það er litið svo á að hann sé inni í því samningstíma- bili sem er að líða og heyri því að nokkru liðnum tíma til. En þegar félög móta kröfugerð sína líta þau að sjálfsögðu til þess sem gerst hefur almennt á vinnumarkaði,“ sagði Ögmundur Jónasson, for- maður Bandalags starfsmanna rík- is og bæja. Ögmundur sagði að misjafnt væri hvað einstök félög hefðu bor- ið úr býtum á því samningstíma- bili, sem nú væri að ljúka. „Nú verður að setjast niður og skoða kröfugerðir félaganna, en í þeim er ríkjandi krafan um fasta krónu- töluhækkun," sagði hann. „Mér fínnst ekki hægt að einblína á einn atburð, eins og samninga sjúkra- liða, en líta þarf til þess sem al- mennt er að gerast á vinnumark- aði.“ Eiríkur Jónsson Óvíst hvað gerðardóm- ur segir „ÉG hef ekki séð samning sjúkra- liða og get því ekki tjáð mig um hvaða áhrif hann kann að hafa,“ sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands. Eiríkur benti á að gert væri ráð fyrir að deila sjúkraliða og við- semjenda þeirra færi fyrir gerðar- dóm og ekki væri ljóst hvað kæmi út úr því. FRÉTTIR Fjármagnsjöfnuðurinn stefnir í að vera neikvæður um 16-19 milljarða Gjaldeyriseignin minnkaði úr 29 í 16 milljarða króna FJ ÁRM AGN SJÖFNUÐURINN stefnir í að vera neikvæður um 16-19 milljarða króna á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Seðla- banka íslands. Það er annað árið í röð sem fjármagnsjöfnuðurinn er neikvæður, en hann var neikvæður um 5,3 milljarða í fyrra. Þetta merkir að eignir erlendis hafa auk- ist og skuldir minnkað sem þessu nemur á árinu, en öll önnur ár frá árinu 1970 hefur fjármagnsjöfnuð- urinn verið jákvæður, meira fé hef- ur streymt til landsins en frá því, einkum vegna erlendrar skulda- söfnunar. Gjaldeyrisstaðan hefur rýrnað vegna þessa sem nam tæp- lega 13 milljörðum króna frá árs- bytjun og til og með Þorláksmessu. Jakob Gunnarsson, viðskipta- fræðingur hjá Seðlabanka íslands, sagði að gjaldeyrisstaða Seðla- bankans hefði lækkað um 9 millj- arða króna fyrstu níu mánuði árs- ins og þetta útstreymi fjármagns hefði haldið áfram og fram til Þor- láksmessu hefði gjaldeyrisvara- sjóðurinn minnkað um 13 milljarða króna. I upphafí ársins var gjald- eyriseign Seðlabankans að frá- dregnum skuldum tæpir 29 millj- arðar króna, en gjaldeyriseignin nú næmi um 16 milljörðum króna. Gjaldeyrisforðinn hefði lækkað heldur minna, þar sem skuldir hefðu verið auknar til að halda honum uppi. Gjaldeyrisforðinn hefði verið um 31 milljarður í upphafi ársins en hefði minnkað um 10 milljarða króna og næmi 21 milljarði. Þetta væri vel yfir þeim mörkum sem sett væru um gjaldeyrisforða, en miðað væri við að hann dygði til þriggja mánaða vörukaupa. Eríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði að það væri áberandi einkenni þessa árs sem væri að líða í peningamálum að gjaldeyrisstaða Seðlabankans hefði lækkað og fjármagnsjöfnuð- urinn væri neikvæður í þeim skiln- ingi að fé hefði farið úr landi vegna erlendra verðbréfakaupa, afborg- ana og framvirkra gjaldeyrissamn- inga. Aðspurður hvort þetta væri já- kvætt eða neikvætt sagði Eiríkur að á því væru tvær hliðar. Það væri jákvætt og byggi í haginn fyrir framtíðina að erlendar skuldir minnkuðu og íslendingar eignuðust verðbréf erlendis sem skiluðu arði eða vaxtatekjum. En það væri ekki heppilegt að þetta gerðist á mjög skömmum tíma vegna þess gjald- eyrisforða sem Seðlabankinn þyrfti að hafa til að mæta þörfum vegna innflutnings og nauðsynlegra af- borgana á lánum. Hins vegar væri ekkert vandræðaástand að skapast í þessum efnum. V axtasamanburður „Það að fyrirtæki skuli vilja losa sig við erlendar skuldbindingar og fyrirtæki og einstaklingar vilji kaupa eignir erlendis hlýtur að segja okkur eitthvað um vaxtasam- anburð miili landa, þ.e.a.s að vext- ir séu hærri erlendis en hér, láns- kostnaður hærri eða vaxtatekjur meiri af því að eignast erlend bréf en innlend. Varðandi verðbréfa- kaupin er kannski líka eitthvert nýjabrum af því að heimildir til að eignast erlend verðbréf hafa verið rýmkaðar,“ sagði Eiríkur aðspurð- ur um skýringar á þessari þróun. Hann sagði aðspurður að vissu- lega spilaði einnig inn í að fyrirtæk- in vildu firra sig gengisáhættu með því að minnka erlendar skuldir og tryggja sig með framvirkum samn- ingum. Hins vegar væri það ekki einstakt fyrir ísland heldur væri það almennt einkenni víða í Evrópu að fyrirtækin nýttu efnahagsbat- ann til að greiða niður lán fremur en ráðast í nýjar fjárfestingar. ( 4 4 4 |4 4 c ' 4 |4 il 4 4 <41 4 € 4 Vinnslustöðin skráð , á Verðbréfaþingi « VINNUSLUSTÖÐIN HF. var skráð á Verðbréfaþingi íslands í gær og sama dag fóru fram fyrstu viðskipt- in að upphæð 50 þúsund krónur á genginu 1,05. Vinnslustöðin hafði gagnrýnt afgreiðslu umsóknar um skráningu og óskað eftir að við- skiptaráðherra rannsakaði málið og sendi stjórn þingsins frá sér frétta- tilkynningu vegna þessa í gær. Eiríkur Guðnason, formaður stjórnar Verðbréfaþings íslands, segir að þeim fyndist fullmikið hafi verið sagt um þetta mál í fjölmiðlum og það á misskilningi byggt að hans mati. Honum þætti leitt hvern- ig hefði verið fjallað um málið og hann gæti alveg fullyrt að ekkert óeðlilegt hefði verið við afgreiðslu umsóknarinnar. ■ Ásökunum/30 4 4 4 Varnir gegn snjóflóðum Lögreglusl^ órar ráði eftirlitsmenn ! LÖGREGLUSTJÓRAR í umdæm- um þar sem hætta er á snjóflóðum eða skriðuföllum, eiga að ráða sér- staka starfsmenn til eftirlits með aðstæðum, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Eftirlitsmennirnir eiga að starfa í samræmi við fyrirmæli Veðurstofu Islands og hafa samráð við sveitar- stjórnir. Kostnaður vegna starfs- mannanna og athugana þeirra á að greiðast úr ofanflóðasjóði og gerir frumvarpið ráð fyrir að fjár- hagur sjóðsins verði styrktur vegna þessa. Frumvarpið er samið af nefnd sem skipuð var eftir snjóflóðin á Vestfjörðum í vor. Nefndin taldi að reynsla af framkvæmd laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðu- föllum, sem sett voru 1985, sýni a að erfitt hafi reynst að fá athugun- armenn með viðunandi þekkingu til ^ að fylgjast með og meta ástand Q snævar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.