Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 8
8 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gleðilegt nýtt ár...
Verslunarráð Islands hlynnt aðild Islands að ESB
Skorar á stjórnvöld að setja
sér samningsmarkmið
VERSLUNARRÁÐ íslands sendi
Davíð Oddssyni forsætisráðherra
bréf á miðvikudag j)ar sem aðstaða
ráðsins til aðildar íslands að ESB
er kynnt. Ráðið skorar á stjórnvöld
til að setja sér samningsmarkmið og
skipuleggja kynningu á þeim gagn-
vart aðildarríkjum ESB, með það
fyrir augum að leggja fram umsókn
um aðild að sambandinu ekki síðar
en á árinu 1996, ef slík kynning
myndi leiða í ljós að markmið Islands
myndu nást fram í aðildarviðræðum.
I bréfínu segir að Versiunarráðið
sé fyrst samtaka atvinnulífsins til
að taka formlega jákvæða afstöðu
til hugsanlegrar aðildarumsóknar að
Evrópusambandinu.
Vandi að finna lausn fyrir
sjávarútveginn
í bréfinu er fjallað um efnahagsleg
og pólitísk rök sem ráðinu þykir hníga
að aðild íslands að ESB. Nauðsynlegt
sé að eiga aðild að ákvörðunartöku
innan sambandsins sem snerti ís-
lenska hagsmuni. „í framtíðinni mun
raunverulegt fullveldi þjóðarinnar
velta mjög á þessum ákvörðunum og
möguleikum okkar til að hafa áhrif
á þær,“ segir í bréfinu. Efnahagslegu
rökin snerti fyrst og fremst langtíma-
hagsmuni íslensks atvinnulífs og
reynsla aðildarríkja ESB sögð vera
ótvíræð sú að aðildin hafi leitt til
betri lífskjara. í bréfi ráðsins er enn-
fremur fjallað um stöðu landbúnaðar
og sjávarútvegs ef til aðildarviðræðna
kæmi og sagt að viss fyrirmynd hafí
fengist í samningum hinna EFTA-
ríkjanna við ESB þar sem „fram kom
skilningur á sérstöðu landbúnaðar á
Norðurslóðum og þýðingu hans þar“,
en „vandasamara verður að finna
ásættanlega lausn fyrir íslenskan
sjávarútveg, en markmiðið hlýtur að
vera að koma málum þannig fyrir að
hann verði betur settur innan Evrópu-
sambandsins en utan.“
Engar veiðiheimildir veittar
Að mati Verslunarráðsins, felst
leiðin til að ná árangri fyrir sjávarút-
veginn í aðildarsamningum, að skil-
greina sérstöðu íslenskra fiskimiða
og sjávarútvegsfyrirtækja með þeim
hætti að hin sameiginlega fiskveiði-
stefna ESB geti ekki átt við nema
að litlu leyti. Búa þurfí til sérstakar
reglur á þessu sviði þar sem íslensk
stjómvöld gegni aðalhlutverki. „ís-
lendingar gætu því sett sem sitt
helsta samningsmarkmið að veita
ekki neinar nýjar veiðiheimildir út
íslenskum fiskistofnum. Ástæðan er
sú að veiðiheimildum er skipt á
grundvelli veiðireynslu og mikilvægis
sjávarútvegs og í aðildarsamningi
gætum við haft sem markmið að
staðfesta 100% kvóta eða því sem
næst fyrir Islendinga í öllum helstu
nytjastofnum okkar. Þeirri skiptingu
yrði síðan ekki haggað nema með
okkar samþykki," segir í bréfínu.
Leikskólakennarar leggja
fram kröfugerð
Vilja 80 þús.
í byijunarlaun
SAMNINGANEFND Félags ís-
lenskra leikskólakennara lagði fram
kröfu um eina launatöflu fyrir alla
leikskólakennara með 80 þúsund
króna byijunarlaun á mánuði, á fundi
með samninganend Reykjavík-
urborgar og ríkis á miðvikudag.
í kröfugerðinni er einnig farið
fram á að núverandi starfsheitaröðun
verði endurskoðuð með það fyrir
augum að meira svigrúm skapist
innan launastigans, launað námsleyfi
verði níu mánaða langt eftir tólf ára
starf og mat á framhaldsnámi og
námskeiðum verði endurskoðað.
25% styttri viðvera fyrir 55 ára
Einnig er þess krafist að viðvera
leikskólakennara á vinnustað styttist
við 50 ára aldur um 15% og við 55
ára aldur um 25% án skerðingar
launa. Ennfremur að stofnaður verði
vísindasjóður sem stuðli að rann-
sóknar- og þróunarstörfum, fram-
halds- og endurmenntun leikskóla-
kennara, aukið framlag verði látið
renna í starfsmenntunarsjóð og mál-
efni leikskólakennara innan heils-
dagsskólans verði skoðuð sérstak-
lega.
Hlaut verðlaun úr sjóði Asu Wright
Hamingjan að hafa
gengið í háskóla
íslenskrar alþýðu-
menningar
ÞÓRÐUR Tómasson
hlaut í vikunni heið-
ursverðlaun úr
Minningarsjóði Ásu
Wright fyrir uppbyggingu
byggðasafns í Skógum og
fyrir fræðistörf og rann-
sóknir á sviði íslenskra
þjóðhátta.
Að baki þeirri skilgrein-
ingu liggur mikið og
merkilegt starf. Frá upp-
hafi annaðist Þórður
minjasöfnun til Byggða-
safnsins í Skógum og eru
nú í þessu safni yfir 8.000
skráðir munir. Er safnið
þekkt innan lands og utan
og komu þar 24 þúsund
gestir á þessu ári. Árum
saman vann Þórður Tóm-
asson líka að efnissöfnun
um íslenska búskapar-
hætti og var um nokkurt skeið
með styrk frá landbúnaðarráðu-
neytinu til samantektar á riti um
Sslenska búskaparhætti. Svo að
fyrir liggur nú í Skógum annað
stærsta heimildasafn landsins um
búskaparhætti, hitt er Þjóðhátta-
deild Þjóðminjasafns Islands.
Sjálfur segir Þórður um þetta:
„Hamingja mín í lífinu er sú að
hafa fengið að ganga í háskóla
íslenskrar alþýðumenningar og
fyrir að hafa fengið að taka þátt
í að bjarga minjum hennar og
arfleifð, koma því undan kólgu
svo það kæfði ekki allt í sand.“
í Skógum hefur Þórður staðið
fyrir endurbyggingu gamalla
húsa. Undir hans leiðsögn hafa
verið flutt að Skógum tíu gömul
hús og endurbyggð á lóð safns-
ins, það elsta frá 1878. Og nú
er hafin bygging timburkirkju að
hætti kirkna frá miðri nítjánu öld
úr byggingarhlutum kirkna úr
byggðarlaginu, sem varðveittir
hafa verið í safninu. Mikið og
vandað safnhús er nú nær full-
byggt á Skógum og mun varð-
veita byggðasafn og Héraðs-
skjalasafn Rangæinga og Vestur-
Skaftfellinga.
„Fjórðungi bregður til fósturs,
segir gamalt orðtak. Ég hygg að
þetta megi heimfæra til mín,“
segir Þórður um þessa söfnun.
„Eg naut þeirrar hamingju að
alast upp með góðum foreldrum
með rætur í fortíð. Fyrsti skóli
minn var gamla sveitabaðstofan
með vinnuklið á kvöldvöku,
sagnaskemmtun og rímnakveð-
skap. Ég ólst upp með vitru og
fróðu fólki, heyrði það rifja upp
minningar og forn fræði, rekja
ætt sína óhikað aftur til 18. aldar
eftir arfsögum einum. Þetta hug-
festi ég á barnsaldri og byrjaði
að skrifa niður upp
úr fermingaraldri.
Á unglingsárum fór
ég einnig að safna
gömlum munum, hlut-
um sem glatað höfðu
notagildi í daglegum
Þórður Tómasson
►Þórður Tómasson safnvörð-
ur á Skógum er fæddur að
Vallnatúni í V-Eyjafjallahreppi
28. apríl 1919. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1941. Þórður
var ráðinn safnvörður við
Byggðasafn Rangæinga og
Vestur-Skaftfellinga í Skógum
undir Eyjafjöllum 1959 og hef-
ur annast minjasöfnun til
byggðasafnsins frá upphafi
1946. Þórður hefur ritað fjölda
bóka og fræðirita um þessi
efni, svo og ritgerðir í Árbók
Fornleifafélagsins og víðar.
til haga og um og uppúr 1947
hóf ég þá söfnun sem leitt hefur
til Byggðasafnsins í Skógum. Þá
glataði ég eigingirni einkasafnar-
ans og varð þjónn samfélagsins.
Árangurinn þakka ég ekki fyrst
og fremst smalanum heldur fólk-
inu í Rangárvallasýslu og Vestur-
Skaftafellssýslu sem stutt hefur
mig, opnað hús sín fyrir mér og
afhent mér gripi sína og gömul
hús í þeirri trú að vel yrði að öllu
búið í Skógum.“
Þórður rifjaði upp er hann 1959
réðst í hlutastarf hjá dr. Kristjáni
Eldjárn á Þjóðminjasafni. Þá
hófst stofn þjóðháttadeildarinnar
og kom í hans hlut að semja
fyrstu spurningaskrár hennar og
koma upp hópi aðstoðarmanna
víðsvegar um landið. Þá stóðu
yfír samskipti dr. Kristjáns og frú
Ásu Guðmundsdóttur Wright.
„Ég varð vitni að því er verið var
að taka upp gripagjafir hennar
til Þjóðminjasafnins og vissi
glöggt um þann brennandi áhuga
á varðveislu og viðgangi þjóð-
menningar og þjóðminjavörslu er
birtist í bréfum hennar til dr.
Kristjáns. Upp úr því er sprottinn
Minningarsjóður Ásu
Guðmundsdóttur
Wright, sem hún gaf
Vísindafélagi íslend-
inga.“
Gat Þórður ætt-
Ásu í báðar
Allt umhverfis
mig voru þjóð-
minjar að fara
forgörðum
menna
störfum. Ég gleymi því ekki er ættir og sagði að til þessara ætt-
ég gekk um stéttina á ná- stofna og uppeldis á læknissetrinu
grannabæ og sá þar þijá bar- í Stykkishólmi mætti rekja ást frú
króka, öðru nafni torfkróka. Þeir Ásu á menningararfi þjóðarinar
biðú þess að verða uppkveikja í og varðveislu hans. En Asa flutt-
hlóðareldhúsi. Ég bjargaði einum ist með manni sínum, dr. Henry
frá bálinu, nú eina barkrók Newcomb Wright, til Trinidad í
byggðasafnsins í Skógum. Um Vestur-Indíum, þar sem þau ráku
likt leyti fékk ég að hirða úr leik- plantekru á svæði sem nú hefur
búi barns undir kálgarðsvegg verið friðlýst. Er Ása seldi búgarð
hjartalaga skrárlauf, fallega sinn sendi hún til íslands bóka-
ágrafið og með fangamarki og safn sitt og gripi og notaði and-
ártali 1812. Allt umhverfis mig virði búgarðsins m.a. til að stofna
voru þjóðminjar að fara forgörð- þennan sjóð í tengslum við Vís-
um. Eg hélt áfram að halda þeim indafélag íslendinga.