Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Hundrað ár liðin frá því að Seyðisfjörður fékk kaupstaðarréttindi Seyðisfjörður 1890 (eftir ljósmynd Tempest Anderson). Seyðisfjörður um 1880 (eftir mynd Friðrik Löve/Þjóðminjasafnið). Litlu túnin heilsuðu norskum sjómönnum með ilm af móreyk Seyðisfjörður 1901. Séð yfir Vestdalseyri (eftir ljósmynd Fred- eric W.W. Howell). Morgunblaðið/Snorri Snorrason. Seyðisfjarðarkaupstaður 100 ára, myndin er tekin í júlí 1983. Sveiflur einkenna 100 ára sögu Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Síldveiðar voru snar þáttur í upp- byggingu staðarins í upphafi og allar götur síðan. Einnig stórhuga menn eins og Otto Wathne, sem oft hefur verið nefndur „faðir Seyðisfjarðar“. Pétur Kristjánsson, fréttarit- ari Morgunblaðsins, rekur aðdragandann að því að staðurinn öðlað- ist kaupstaðarréttindi fyrir einni öld. Ú UM áramótin á Seyðis- fjarðarkaupstaður hundrað ára afmæli. Saga bæjarins einkenn- ist frá upphafi af miklum sveiflum, bæði efnahagslega og í íbúafjölda. Uppgangur hans á síðustu öld á rætur að rekja til versnandi hags útvegsmanna og kaupmanna í Nor- egi. Eins og kunnugt er á síldin það til að „hverfa" og skilja mennina eftir með tæki sín og tól. Þegar þetta gerðist í Noregi um miðbik síðustu aldar, voru úrræðin þau að hlaða skip og leita fanga víðar. Gerð- ir voru út „leiðangrar" til þess að nýta skip og búnað og leita sér bjarg- ræðis annars staðar en heima fyrir, meðal annars tii íslands. Myndun þéttbýlis við Seyðisfjörð tengist þessum Norðmönnum nánum bönd- um. Má í raun segja að starfsemi þeirra hafi verið forsaga kaupstaðar- ins. Síldin sótt til íslands Um vorið 1867 tóku skip Alberts Jakobsens í Mandal land í Seyðis- firði. Þar festi hann sér lóð og tók til óspilltra málanna. Leiðangur Norðmannanna stóð yfir allt það sumar og stunduðu þeir verslun við innfædda og lögðu net. Síldveiði á sævðinu var góð enda samkeppni lítil frá hendi manna sem hingað til höfðu látið síldina óáreitta. I bréfi norsks kaupmanns til Jóns forseta Sigurðssonar fyrr á öldinni er sagt frá viðbrögðum íslendings við full- yrðingu um auðævin sem í síldinni lægju — „Við höfum nóg af þorski og þurfum enga síld.“ Eftir þetta fyrsta haust komu leið- angursmenn heim til Noregs með 300 tunnur af góðri síld. Fljótlega eftir heimkomuna stofnuðu Jakobs- en, Carl Lund og fleiri Norðmenn „Mandals Fiskeriselskab“. Félagið sendi strax næsta vor tvö skip til íslands. Reder Weyergang bættist í hópinn með skip sín „Caroline“ og „Sleipnir" og keypti félagið sér lóð við hliðina á lóð Jakobsens inni í Fjarðarbotni. Nútímasaga Seyðisfjarðar var að hefjast. Um borð í „Caroline" var krambúð og kom fólk víða að til þess að versla þar. Skipstjóri á „Sleipnir“ var ungur maður sem átti eftir að marka djúp spor í sögu stað- arins og reyndar landsins alls. Þetta var Ottó Wathne sem oft hefur ver- ið nefndur „faðir Seyðisfjarðar". Hann keypti sér lóð á Búðareyri og hafði skip sitt við akkeri þar í vík sem fékk nafnið „Wathnesvík". Síldveiðarnar voru stundaðar með landnót. Róið var með nótina utan um torfuna og hún svo dregin að landi. Síldin var síðan höfð í svoköll- uðum lásum í fjörunni, þaðan sem hún var tekin fersk og söltuð í tunn- ur. Allt gekk að óskum þar til í októ- ber er mikið óveður brast á. Lásam- ir rifnuðu og mikið af síld tapaðist. „Sleipnir" sleit festar, kastaðist á land og brotnaði. „Caroline“ losnaði einnig og rak til hafs, en var bjarg- að af áhöfn dansks hvalveiðiskips. Þrátt fyrir áföllin hélt félagið áfram starfsemi sinni á íslandi og var eitt um þessar sumarveiðar næstu árin. Síldin sem fékkst var óvenjulega stór og feit og seldist háu verði er- lendis. Smám saman fóru fleiri kaup- menn og útgerðarmenn að fá áhuga á veiðunum sem jukust ár frá ári, og náðu hámarki árin 1880 og 1881. Kaupmenn nema land Um þetta leyti tóku tveir kaup- menn í Stavanger þá ákvörðun að flytjast alfarið til Seyðisfjarðar ásamt fjölskyldum sínum. Þetta voru þeir Sigurd Johannesen og Torvald Imsland sem seldu hús, fyrirtæki og allar eigur sínar fyrir flutninginn. Einnig birtist Ottó Wathne að nýju. Eftir skipstapið 1868 hafði hann farið í sjómannaskóla í Englandi og siglt öll heimins höf sem skipstjóri hjá enskum. Nú kom hann sem leið- angursstjóri fyrir hönd nokkurra kaupmanna frá Bergen. Ekki sáu þó allir Norðmenn Island í hyllingum. í bók Kari Shetelig Hovland, „Norske Seilskuter pá Is- landsfiske“ er að finna eftirfarandi lýsingu á komunni til Seyðisfjarðar um 1880: „Nesið birtist sem landamerki í norðri, hvasst og andstyggilegt; Glettinganes. í suðri lemur brimið Dalatanga. Á milli þeirra opnast stór, víður flói, og inn af honum sker sig Seyðisfjörður til vesturs með há fjöll beggja vegna. Hér er stillt og eyðilegt. Litlu túnin heilsa með ilm af móreyk. Þegar komið er miðleiðis inn fjörðinn liggur kirkja norðan fjarðarins, Dvergasteinn. í fjarðarbotni búa sýslumaðurinn, þrír kaupmenn og einhveijir strandbúar í lágum torfhúsum." í sömu bók er vitnað í bréf skip- stjóra frá Stavanger: „í mínum augum er ísland mag- urt land, því hér sést varla annað en gijót og háir klettar. Fólkið býr í holum í jörðinni, og þar sem ég hef verið inni líkist mest rottu- göngum, bara aðeins stærri." Seyðisfjörður — vaxtarbroddur nútímans Hvað sem áliti útlendinga líður var hér eftir sem áður einn vaxtar- broddur nútímans að líta dagsins ljós. Ibúatala sóknarinnar hafði vax- ið úr 114 árið 1816 í 799 árið 1883 og útlit kauptúnsins var tekið að breytast. Eftir því sem árin liðu urðu timburhúsin æ fleiri og stærri á kostnað torfhúsanna. Mikil verð- mæti fóru nú um Seyðisfjörð og um hann léku straumar nýrra tíma. Skipin sem komu upp höfðu með- ferðis verslunarvarning. Veiðarnar og fískverkunin færðu fátækum íbú- um kærkomið tækifæri til að afla sér lífsviðurværis. Almenningur sem hafði verið bundinn af vistarböndum bænda- samfélagsins fór nú í æ ríkari mæli að setjast að við ströndina í trássi við boð og bönn yfirvalda. Æ fleiri handverksmenn og kaupmenn sett- ust þar að, innlendir sem erlendir og þrátt fyrir hrun síldveiðanna upp úr 1886 og mikið snjóflóð sama ár hélt þéttbýlismyndunin sínu striki. Vikublaðið Austri hóf göngu sína 1884 og þótt ritstjóri hans hafí ekki talið Seyðisfjörð eiga sér glæsta framtíð, varð blaðið til þess að auka við hinn borgaralega menningarblæ sem þorpið var smá saman að taka á sig. Verslun og viðskipti Lífið hafði tekið að snúast í vax- andi mæli um verslun og viðskipti sem ekki eingöngu byggðust á síld- veiðum. Bændur og útvegsmenn víða af Austurlandi gátu nú farið að selja afurðir sínar og fengið í staðinn ýmislegt nýmóðins. Úr, melís, stein- olía, lampar, allrahanda, timbur og naglar í öllum stærðum. Ekki var heldur úr vegi að fá sér brennivín- spott og nýbakað brauð eða taka með nokkrar bolsíur fyrir börnin. Þeir sem höfðu byggt á síldveiðurn eingöngu fóru nú að verða uggandi um hag sinn. Sumir urðu gjaldþrota, en aðrir seldu allt og héldu heim. Ottó Wathne kaupir allar eignir „Mandal Fiskerselskab" og f®r hvergi. Hann veit sem er, „síldin kemur, síldin fer“. Tímabilið sem nú fer í hönd er upphafið að endi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.