Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
i
;á:
Kristján Jóhannsson á Aðalstöðinni 90,9
GRÍMUDMSLEIKUR
eftir Guiseppe Verdi
Kristján Jóhannsson
í uppfærslu
Chicago Lyric
óperunnar á
Aðalstöðinni 90.9
á nýársdag
kl. 13.00.
rOYcflf/cíy/ (í/*f
ÍSLANDSBANKI
WATERMAN
LANDSBRÉF H.F.
KRINGWN
Reuter
BOBBY Hall, umkringdur n-kóreskum liðsforingjum, í landamærabænum Panmunjon í gær en full-
trúi Bandarikjastjórnar snýr baki við myndavélinni.
Flugmaðurinn
laus úr haldi
Spring-
steen á
besta
rokklagið
London. Reuter.
LAG rokkarans Bruce
Springsteen, „Born to Run“
hefur verið valið besta rokklag
allra tíma. Það voru breskir
rokksérfræðingar sem það
gerðu fyrir dagblaðið The
Times og BBC-útvarpsstöð-
ina.
Lag Springsteens er tutt-
ugu ára gamalt. Næst því kom
hið þrítuga lag Bobs Dylans,
„Like a Rolling Stone“.
Springsteen kvaðst í gær
efast um að hægt væri að
segja eitthvert lag best en
hann var engu að síður
ánægður með útnefninguna
og bar lof á breska aðdáendur
sína, sem hann sagði einstak-
lega dygga.
Panmunjon. Reuter.
NORÐUR-KÓREUMENN létu í gær
lausan bandarískan þyrluflugmann,
Bobby Hall, sem hafði verið í haldi
í 13 daga eftir að farkostur hans var
skotinn niður yfir landinu. Félagi
hans í þyrlunni lét lífið. Flogið var
með Hall, sem var fölur og þreytuleg-
ur en sagði að sér hefði ekki verið
misþyrmt, til Seoul í Suður-Kóreu
þar sem læknar könnuðu ástand
hans. Thomas Hubbard aðstoðarut-
anríkisráðherra var sendur til N-
Kóreu til að fá Hall lausan og er nú
talið að samningur ríkjanna um
kjarnorkumál muni halda.
Stjórnvöld í Pyongyang töldu að
þyrlan hefði verið send til að njósna.
Þau segja að hún hafi verið skotin
niður með einu skoti og hinn maður-
inn, David Hilemon, hafi farist í brot-
lendingunni. Að sögn talsmanns
bandaríska varnarmálaráðuneytisins
bendir framburður Halls til þess að
þyrlan hafí verið skotin niður þótt
hann geti ekki fullyrt það, aðeins að
hreyfíllinn hafi stöðvast. Hann segir
þyrluna hafa orðið alelda við brot-
lendinguna.
„Alþýðulýðveldið Kórea hefur
fram til þessa uppfyllt sinn hluta af
samningnum, við teljum að það sé
okkur hentugast að gera slíkt hið
sama og þess vegna fögnum við að
geta horft til framtíðar og hrint þess-
ari mikilvægu áætlun í framkvæmd",
sagði Hubbard. Með samningnum
um kjamorkumál er talið að tryggt
verði að N-Kóreumenn muni ekki
smiða eigin kjarnorkuvopn en í stað-
inn ætla að Bandaríkjamenn að reisa
fyrir þá ný kjarnorkuver til raf-
magnsframleiðslu og sjá þeim fyrir
olíu. Hubbard sagði að tveggja daga
viðræður sínar við ráðamenn í Py-
ongyang hefðu verið „fremur erfið-
ar“ en hann hefði í engu slakað til
gagnvart kommúnistastjórninni.
Einvörðungu hefði verið harmað að
þyrlan hefði villst inn í lofthelgi N-
Kóreu.
*
Aramótaheitin dauða-
dæmd án undirbúnings?
Boston. Morgunblaðið.
ÁRAMÓT eru tími fyrirheita og
aldrei lofa fleiri upp í ermina á
sér en þá. Þetta er sérstaklega
undarlegt vegna þess að menn
eru að heita sjálfum sér að þeir
muni sjálfir gera eitthvað (eða
láta það vera) fyrir sjálfa sig.
Dr. James Proehaska, sálfræði-
prófessor við University of
Rhode Island, er sérfræðingur í
efndum loforða og hann kveðst
vita hvað vanefndunum valdi:
skortur á undirbúningi.
Þegar Stuðmenn syngja: Eg
ætla að hætta að drekka á morg-
un“ er öldungis ljóst að þessi
ásetningur mun rjúka út í veður
og vind við fyrsta tækifæri.
Sömuleiðis vekja áramótaheit um
að nú muni reykingum Iinna eða
aukakílóin bráðna í burt oftar
kátínu viðstaddra en lotningu
fyrir sjálfstjórn og viljastyrk.
Prochaska segir að loforð af
þessu tagi séu allajafna dauða-
dæmd áður en sólarhringur er
liðinn af nýju ári.
„Mörgum mistekst vegna þess
að þeir ákveða að láta til skarar
skríða á nýju ári en þeir eru
ekki nægilega vel undirbúnir,"
segir Prochaska og kveður und-
irbúning undir það að láta af
vanabindandi ósiðum skiptast í
sex stig.
• Á fyrsta stigi hlaðast upp
ástæður til að breyta lífsháttum
sínum.
• Næst kemur stig umhugs-
unar, að sætta sig við ókostina
og hampa kostunum.
• Þá er það undirbúningurinn.
Nauðsynlegt er að lýsa yfir fyrir-
ætlunum sínum allt að mánuði
Reuter
LIKLEGA er of seint að strengja áramótaheit um minni drykkju
fyrir þessa rússnesku útigangsmenn.
fyrirfram. „Margir þora ekki að
flagga fyrirætlunum sínum af
ótta við að geta ekki staðið við
þær,“ segir Prochaska. „Þetta
veikir í raun viljastyrkinn. Skuld-
bindingar á almannafæri eru
mun meira bindandi."
• Tími aðgerða: á þessu stigi
sem staðið getur í nokkra mán-
uði er hættast við falli.
• Viðhald hinna nýju lífshátta:
menn geta verið á þessu stigi
allt frá fimm árum til æviloka
og vandasamt er að forðast
freistingar þegar mikið bjátar á.
• Verkefni lokið: nú eru hinir
nýju siðir komnir upp í vana og
gamli ávaninn gleymdur. Nú er
of seint að hætta því það mun
kosta jafn mikla sálarorku og
hugarvíl að komast aftur í gamla
farið.
Þessar leiðbeiningar eru líkast
til of seint á ferð til að bjarga
áramótunum að þessu sinni. Vér
veiklundaðir verðum því að
horfa upp á rjúkandi rúst bros-
tinna loforða enn eina ferðina
þegar hið nýja ár gengur í garð.
Að minnsta kosti bætist þá ein
brynjan við í vopnabúr afsakan-
anna: „Ég var ekki tilbúinn.“
En kannski sinnir Prochaska
undirbúningsstárfi sínu betur á
næsta ári, ef til vill strengir hann
þess heit nú um áramótin, og
ryðst þá fram á fjölmiðlavöllinn
svona eins og mánuði fyrr svo
undirbúningurinn geti hafist í
tæka tíð.