Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Bill Clinton Bandaríkjaforseti ber sig vel Stefnir að endurkjöri Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hyggst sækjast eftir því að verða frambjóðandi demókrata á ný 1996 og segist ekki sjá að nokkuð geti breytt þeirri ákvörðun sinni. Hann sagði í viðtali á fimmtudag að endurkjör væri samt sem áður ekki helsta keppikefli sitt. „Ef það hefði verið mér efst í huga hefði ég ekki efnt til allra þessara erfiðu átaka við hagsmunahópa undanfar- in tvö ár“, sagði Clinton. Sjaldgæft er að bandarískur for- seti lýsi svo snemma yfir ótvíræðum vilja til að ná endurkjöri. Er Clinton var spurður hvort eitt- hvað gæti fengið hann til að hætta við framboð 1996 svaraði hann: „Nei, ég er við góða heilsu og stend mig vel í starfi.“ Osigur demókrata í kosningunum í nóvember hefur gefið þeim orð- rómi byr undir báða vængi að Clint- on muni ekki gefa kost á sér 1996. A1 Gore varaforseti myndi þá fá tækifærið en margir segja óvin- sældir Clintons vera helstu ástæð- una fyrir kosningaósigrinum. Tals- maður Gore segir að varaforsetinn myndi aldrei fara fram gegn forset- anum. I viðtali við útvarpsstöðvar sagðist Clinton ekki telja að það versta sem hent gæti forseta væri að gegna starfinu aðeins í fjögur ár. Enn verra væri að yfirgefa emb- ættið eftir fjögur eða átta ár og hafa á tilfinningunni að eina afrek- ið hafi verið að setja í forsetastóln- um en ekkert hafi verið gert fyrir almenning. LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 19 iáádáýz/auúuy/ia&ar Ámœuœk ár. áeáiu deai eeaá dáa. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700, fax 620540. Jón Guðmundsson, sölustjórí, lögg. fasteignasali, Ólafur Stefánsson, viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali. Fjármálaráðherra Mexíkó segir af sér Harðar að- gerðir boðaðar Mcxíkó. Reuter. JAIME Serra Puche, fjármálaráð- herra Mexíkó, sagði af sér embætti í fyrradag þegar Ernesto Zedillo, forseti landsins, skýrði frá áætlun um neyðarráðstafanair í efnahags- málum. í ávarpi til landsmanna sagði hann ráðstafanirnar erfiðar en óhjákvæmilegar ef koma ætti í veg fyrir óðaverðbólgu í kjölfar gengisfellingar í síðustu viku. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada hafa þegar heitið sjö millj- örðum dollara til styrktar mexí- kóska pesónum. Efnahagserfiðleikarnir í Mexíkó hafa verið í gerjun í heilt ár en undirrótin var allt of hátt gengi á pesónum og gífurlegur kostnaður seðlabankans við að verja hann falli. A síðustu þremur mánuðum var hann allt að 10 milljarðar dollara og þá var gjaldeyrisvarasjóðurinn næstum uppurinn. í síðustu viku var svo gengið fellt um 15% og markaðnum síðan látið eftir að finna jafnvægið. Þar hélt fallið áfram og er nú 40% alls. Gífurlegt tap fjárfesta Serra þykir hafa haldið illa á þessum málum en í hans stað skip- aði Zedillo Guillermo Ortiz, sem verið hefur fjarskipta- og sam- gönguráðherra. Hann var aðstoð- arfjármálaráðherra í fyrri stjórn og hefur skipun hans verið fagnað í fjármálaheiminum en í síðustu viku töpuðu mexíkóskir fjárfestar millj- örðum dollara vegna gengisfelling- arinnar. Nánar verður skýrt frá efnahags- aðgerðunum á mánudag en Zedillo sagði, að eitt meginverkefnið væri að ráða bót á gífurlega óhagstæðum greiðslujöfnuði. Auk þess hefur þegar verið gripið til mikilla vaxta- hækkana en efnahagssérfræðingar óttast, að þær og gengisfellingin muni binda enda á hagvöxtinn í landinu. Bandaríkjastjórn og líklega sú kanadíska einnig ætla að styðja við pesóinn með allt að sjö milljörðum dollara og verið er að ræða við full- trúa annarra ríkja í sjö-ríkja-hópn- um um aðstoð. IIUTERWET Alheims markaöstorg I- Hönnum, smíðum og hýsum gagnagrunna. - Kjörinn miðill fyrir íslensk fyrirtæki á alþjóða vettvangi. QLAIM ÞEKKINGREYNSLAORYGGI - mesta ávöxtun í áratug KJÖRBÓK er einstakur sérkjarareikningur, hún sameinar hagkvæmni, frelsi og afbragðs ávöxtun • Innstæðan er alltaf laus til útborgunar • Vextirnir hækka með tímanum • Yfir 80.000 Islendingar kjósa KJÖRBÓK fyrir sparifé sitt • Undanfarin 7 ár hefur annað þrep KJÖRBÓKAR gefið 6% meðaltalsraunávöxtun KJÖRBÓK - vinsælasti sérkjarareikningur íslendinga Landsbanki (slands Bankl allra landsmanna HfuNOAoars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.