Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eru sumar stjarnanna eldri en alheimurinn? Á einu árí hefar Hubble-sjónaukinn rennt styrkarí stoðum undir sumar kenningar stjamfræðinnar en öðmm virðist hann koll- varpa, vísindamönnum til mikillar furðu. AR ER liðið síðan komið var fyrir nýjum sjón- gleijum í Hubble-sjón- aukanum en með þeim geta menn skyggnst lengra út í geiminn og lengra aftur i tímann en nokkru sinni fyrr. Flestir bjugg- ust við, að Hubble myndi styrkja þá mynd, sem stjarnfræðingar gera sér af alheimnum, og það hefur hann líka gert að sumu leyti en nýju og skýru myndimar frá honum hafa einnig kollvarpað mörgum vinsæium kenningum og gert leyndardóminn mikla kannski enn torráðnari en áður. Vegna upplýsinganna frá Hubble eiga stjarnfræðingar enn erfiðara en áður með að svara spurningum eins og þessum: Hve gamall er alheimurinn? Hvernig óx hann og dafnaði eftir burðinn, óskiljanlegan hita og hamfarir Hvellsins mikla, og hvernig varð hann að þeirri stjörnum prýddu dásemd, sem hann er nú? Þessar eru „hinar hinstu spurn- ingar um sköpun alheimsins, stöðu okkar í honum og jafnvel um til- veru guðs“ segir Joseph Silk, stjarnfræðingur við Kaliforníuhá- skóla, í nýrri bók, „Sögu alheims- HVERNIG varð alheimurinn að þeirri stjörnum prýddu dásemd, sem hann er nú? ins“. John Bahcall, stjarneðlis- fræðingur við Princeton-háskóla, segir, að sumar upplýsinganna frá Hubble séu mjög furðulegar en aðrar styðji fyrri athuganir stjarn- fræðinga og kenningar þeirra um tilurð alheimsins. Gífurlegt svarthol Hubble hefur fundið fleiri vís- bendingar um, að alheimurinn hafí fæðst í mikilli sprengingu, Hvellinum mikla, og tekið gagn- gerum breytingum á ævi sinni. — Hann hefur tekið myndir af pönnu- kökulöguðum diskum úr ryki og gasi í kringum helming ungra stjarna í Orion-stjörnuþokunni en hér er um að ræða hráefnið í nýj- ar reikistjörnur. Þær hafa þó ekki fundist enn en talið er mjög líklegt að þær séu til staðar. — Komið hafa fram áreiðanlegar upplýs- ingar um, að gífurlegt svarthol, jafngildi þriggja milljarða sólna, svelgi í sig efni í vetrarbrautinni M87, nágranna vetrarbrautarinn- ar okkar. — Hubble hefur fundið þyngstu frumefni, sem vitað er um úti í geimnum, leifar fornra Þörf á pólitískri og siðferðilegri endurnýjun José María Aznar, formaður Lýðflokksins á Spáni, gerír í viðtali við Ragnar Braga- son, fréttarítara Morgunblaðsins í Madríd, grein fyrír helstu stefnumálum sínum en líkur þykja á því að Aznar verði næsti forsætisráðherra Spánar. JOSE Maria Aznar ásamt Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar. Hann vonast til að taka við embættinu beri Lýðflokkurinn sigur úr býtum í næstu þingkosningum. LÍKLEGT er að Spánn standi á krossgötum. Eftir 12 ár í ríkisstjórn eru farin að sjást þreytu- merki á PSOE, Sósíalistaflokki, Felipe González, forsætisráðherra frá árinu 1982. Hann er umsetinn gagnrýnendum og má þar nefna fjölmiðla, verkalýðsfélögin og öfl innan sjálfs Sósíalistaflokksins, sem er klofinn. Fylgi flokksins hefur líka farið minnk- andi jafnt og þétt síð- ustu ár. Er þar ýmist um kennt spillingu, efnahaginum eða óút- skýranlegri hringrás stjórnmálanna. Enginn ræðst þó jafn harkalega að sósíalistunum og Lýðflokkurinn, PP, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn. Má jafnvel segja að um sé að ræða einvígi á milli leiðtoga hans, José María Aznar, og Felipe González. Aznar hefur ástæðu til að vera ánægður með framgöngu sína. í kosningunum til Evrópuþingsins síðastliðið sumar vann Lýðflokkur- inn í fyrsta sinn sigur á sósíalist- um. Ef sú saga endurtekur sig í næstu þingkosningum, sem ættu að fara fram innan þriggja ára, verður Aznar forsætisráðherra Spánar. Franco-stimpillinn José María Aznar er 41 árs, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann hefur verið formaður Lýð- flokksins í fimm ár. Þegar hann settist við stjórnvölinn reið mest á að skola í burt þeirri Franco-ímynd sem enn loddi við flokkinn. Flestir eru sammála um að það hafi tekist. Samt sem áður er fyrsta spurning fréttaritara Morgunblaðsins um Franeisco Franco, einræðisherra Spánar 1939-1975. Hvert er áiit Aznars á Franco? „Ég held að pólitískur dómur um stjórnarfyrirkomulag þar sem hvorki er lýðræði né frelsi sé aug- ljós: slíkt fyrirkomulag dæmir sig sjálft - það á engan rétt á sér. Hvað snertir sögulegan dóm um Franco og tímabilið sem kennt er við hann, þá er það verkefni fyrir sagnfræðinga." José María Aznar hefur verið sakaður um að vera þvoglumælt- ur, og fer ekki hjá því að það sé rétt. Hann hefur líka verið sakað- ur um að hafa engan persónu- leika. Af dökkum, skörpum augun- um að dæma er sú lýsing röng. Hann er almennt álitinn heiðarleg- ur maður, en slíkt er ekki of al- gengt í spænskum stjórnmálum. Eg spyr hann næst hvernig hann myndi skilgreina Lýðflokkinn. „Lýðflokkurinn er flokkur kristinna demókrata, bæði íhalds- amra og fijálslyndra. Líkt og aðr- ir slíkir flokkar í Evrópu er mark- mið okkar að berjast fyrir fijáls- ræði einstaklingsins - að virðing sé borin fyrir honum, en líka að hann sé ábyrgur gerða sinna. Okkar skoðun er sú að ríkið eigi að verja einstakiinginn - ekki að hefta hann. Við erum því gegn sósíalisma. Við viljum opið, fijálst þjóðfélag." Auka þarf hófsemi og samkeppni En margir halda því fram að rík- isstjóm Felipe González sé orðin jafn hægrisinnuð og Lýðflokkurinn. Hvaða munur er á þessum flokkum? „í fyrsta lagi þarf að gefa þjóð- inni aftur þá von sem hefur glat- ast. Sú svartsýni sem er allsráð- andi nú um stundir verður að víkja fyrir bjartsýni. í því sambandi legg ég sér- staklega áherslu á að endurreisa sjálft kerfið, þar á meðal fjárlögin, og allt sem viðkemur hinu opinbera. Það þarf að auka hófsemi og samkeppni. Ríkið verð- ur einfaldlega að vera betur rekið. Stærsta vandamálið núna er auð- vitað atvinnuleysið, næstum 20%. Ef við viljum halda áfram að búa í því velferðarþjóðfélagi sem við höfum vanist, þá er nauðsynlegt að hvetja til fjárfestingar og sparnaðar." Hver er afstaða Lýðflokksins til Evrópusambandsins? „Við erum fylgjandi þátttöku Spánar í Evrópusambandinu. Um- fram allt viljum við samhenta, lýð- • ræðislega og trausta Evrópu. Við viljum að Evrópa skipti máli á al- þjóðlegum vettvangi, sérstaklega hvað varðar friðargæslu og þróun- arhjálp. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að sambandið þurfi að vera byggt á raunsæum og skyn- samlegum grunni. Og, enn og aft- ur, einingin er fyrir öllu.“ Telurðu að Evrópu, og þá sérstaklega Spáni, steðji hætta af fram- vindu mála í Norður- Afríku? „Heittrúarstefnan í Norður-Afr- íku er vissulega áhyggjuefni. Skærurnar í Alsír gætu auðveld- lega breiðst út til Túnis, og víðar. Viðkomandi ríkisstjórnir hafa svikið öll sín loforð í fleiri ár og atvinnulaus ungmenni eru örvænt- ingarfull. Ofan á það bætist svo sú staðreynd að ríku þjóðirnar hafa minnkað fjárfestingar í þess- um heimshluta mikið.“ Franco- ímyndinni skolað burt González um- setinn gagn- rýnendum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.