Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ . LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 21 ERLENT stjarna, blý, gallín, arsenik og, eitthvað fyrir aðdáendur Súper- manns, krypton. Ekki allt með felldu Hubble hefur einnig komið vís- indamönnum á óvart og lagt fyrir þá heldur erfiða þraut: Samkvæmt tímamælingum, sem gerðar voru með Hubble, virð- ist alheimurinn vera milljörðum ára yngri en elstu stjömurnar og það er nokkuð, sem menn fá ekki til að ganga upp. „Ef til eru stjömur, sem era eldri en alheim- urinn, þá er eitthvað rangt í útreikningum okkar, ann- aðhvort um aldur stjarnanna eða alheimsins eða hvorttveggja," seg- ir Alexei Filippenko, stjarnfræð- ingur við Kaliforníuháskóla. „Þetta gæti leitt til byltingar í heimsmyndarfræðinni." Vonast hafði verið til, að Hubble fyndi vísbendingar um hið dularfulla „dimma efni“, sem fyll- ir geiminn, en upplýsingarnar frá honum eru þær, að fyrst og fremst sé um að ræða venjulegt efni falið í „rauðum dvergum", sem eru of dimmir til að sjást í flestum sjónaukum. Nú velta vís- indamenn því fyrir sér, að mass- inn, sem vantar, sé öreindir, leifar frá Hvellinum mikla, eða jafnvel, að metsallt efni í alheimi sé ann- arrar gerðar en við þekkjum frá okkar heimi. Hubble tók einnig myndir af stjörnuþokum, sem vora í mótun þegar alheimurinn átti aðeins einn milljarð ára að baki, og þær vora ekkert í líkingu við það, sem vís- indamenn höfðu vænst. Era þær mjög furðulegar í laginu og hafa fengið nöfn eins og til dæmis ,jámbrautarslysið“, „ringulreiðin" og „halakartan". Gullöld heimsmyndarfræðinnar Eftir tvö ár á að koma fyrir enn næmari tækjum í Hubble og von- ast menn til, að þá muni fást ein- hver svör við spurning- unni um örlög alheims- ins: Mun hann halda áfram’að þenjast út og kólna og hverfa loks inn í helkulda tómsins? Eða mun hann snúa við og falla saman í Hruninu mikla? „Við lifum á gullöld heims- myndarfræðinnar," segir Silk. „Eftir áratug munum við kannski vita hvert leiðin liggur.“ Hubble-sjónaukinn er að sjálf- sögðu ekki einn um að kanna ómælisvíddir alheimsins en hann er sá eini á braut um jörðu og er því ótruflaður af gufuhvolfinu. Á jörðu niðri eru margir stjörnu- sjónaukar misstórir en sá stærsti er Keck-sjónaukinn á Mauna Kea-eldfjallinu á Hawaii-eyjum. Hann er 10 metrar í þvermál. Með honum hefur verið rannsak- að fjarlægasta fyrirbæri, sem enn hefur fundist, kvasi eða dul- stirni, sem varð til þegar alheim- urinn hafði aðeins lifað í einn milljarð ára. Dulstirni era björtustu hlutir í geimnum en talið er, að þau.séu kjarni gamalla vetrarbrauta og sæki kraftinn til mikilla svarthola. Gæti byit heimsmynd- inni STUÐNINGSMENN Sósíalistaflokksins fagna naumum sigri í kosningunum á siðasta ári. Samkomulagið rofið Hbað um hryðjuverkamenn hér á Spáni? Ég á við ETA, aðskiln- aðarhreyfingu Baska. „Ríkisstjórn González hefur rof- ið'það samkomulag sem gert var á milli allra stjórnmálaflokkanna um baráttuna gegn ETA. Hún hefur farið sínar eigin leiðir án samráðs við nokkurn. Til dæmis er það algjörlega óviðunandi að hryðjuverkamönnum skuli sleppt úr fangelsi ef þeir hegða sér vel. Sú stefna hefur ekki skilað neinum árangri. Mín skoðun er að hryðju- verkamenn eigi heima á bak við lás og slá.“ Ertu fylgjandi því. að semja við ETA, líkt og breska ríkisstjórnin við IRA og Israelsmenn við PLO?- „Aðstæður eru ólíkar. Og hveiju sem því líður, þá má aldrei hefja samningaviðræður fyrr en hryðju- verkamennirnir hætta að myrða. Forsendur fyrir slíku eru að ETA leggi niður vopn.“ En lesendur Morgunbiaðsins spyrja sig ef til vill, efBaskar vilja sjálfstæði, af hverju skyldu þeir þá ekki fá sjálfstæði? Sama spurn- ing gildir um Katalóníumenn. „Hér er það auðvitað grundvall- aratriði að hvorki Baskar né Kat- alóníumenn vilja sjálfstæði. Á báð- um stöðum er um að ræða minni- hluta. Við í Lýðflokknum veijum rétt hvers landshluta til að ákveða sína framtíð. Ég hef alltaf viður- kennt að Katalónía, sem og aðrir landshlutar, hefur sína sérstöðu og menningareinkenni. Mér finnst það jákvætt fyrir Spán.“ Hverjar telurðu líkurnar á að Lýðflokkurinn vinni næstu alls- herjarkosningarnar á Spáni? „Ég tel það ljóst að mikill meiri- hluti Spánveija sé sannfærður um að landið þarfnist endurnýjunar og enduruppbyggingar, pólitískr- ar, efnahagslegrar og siðferðis- legrar. í lýðræði eru kreppur best læknaðar með meira lýðræði." Að svo mæltu er tími okkar á þrotum. Aznar er upptekinn mað- ur þessa dagana, við að reyna að verða næsti forsætisráðherra Spánar. GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU ENGIHJALLA • IVUÐBÆ HafnarfirOi Höfum opíð um áramótin sem hér segír: Opið: Gamiársdagur kl. 10-15 Nýársdagur LOKAÐ 2. janúar 1995 ki. 18-23 3. janúar ki. 10-23 Þökkum viðskiptin á árinu semerað líða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.