Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÁRINU hefur fátt verið
meira rætt í tölvuheimin-
um er Internetið, alþjóð-
legt tölvunet sem tug-
milljónir notenda tengjast daglega.
Notendur Internetsins eru á íjórða
tug milljóna í 137 löndum og fjölgar
um nokkur þúsund á dag; fólk úr
öllum stéttum með ólík áhugamál
og skoðanir, þar á meðal á fimmta
þúsund Islendinga sem íjölgar ekki
síður óðfluga á netinu í leit að fró6-
leik eða skemmtun, en einnig eru á
netinu fjölmörg fyrirtæki, en þess
má geta að Morgunblaðið má nú
lesa á netinu.
Internetið rekur ættir sínar dl
þess að um miðjan sjöunda áratug-
inn fengu bandarískir herstjórar
bakþanka því samtímis því sem sam-
skiptatækni varð fullkomnari og af-
kastameiri varð hún viðkvæmari og
menn lágu andvaka og hugsuðu til
þess með óhug hvað gerast myndi
ef óvinurinn næði að sprengja eða
skemma samskiptamiðstöð hers og
ríkisstjórnar. Að ráði varð að safna
saman færustu vísindamönnum og
setja þeim það verkefni að hanna
samskiptaleið þar sem margar tölvur
gætu tengst samtímis, myndað
tölvunet, en engin þeirra væri netinu
nauðsynlegri en önnur og þannig
skipti ekki máli hve tölvurnar væru
margar eða hver dytti út; ævinlega
væri hægt að halda sambandi á
meðan tvær eða fleiri tölvur væru
tengdar. Samskiptastaðallinn sem til
varð kallaðist IP, eða Internet
Protocol, eða Intemet samskipta-
reglurnar, og er enn við lýði. Hann
byggist meðal annars á svonefndu
pakkakerfí, þ.e. öllum upplýsingum
er skipt niður í pakka og hver pakki
merktur heimilisfangi viðtakanda og
sendanda. Síðan eru pakkamir send-
ir af stað frá einni tölvu til annarrar
þar til þeir komast á áfangastað og
ef einhver þeirra skemmist á leið-
inni, er hægðarleikur að senda hann
aftur. Nýti viðkomandi tölvur sér
þessa samskiptareglu skiptir ekki
máli hvemig sambandi er komið á;
það getur verið beinlínutenging,
samband um mótald í síma, útvarp,
gervihnött, ljósleiðara, eða örbylgju-
samband.
Internetinu má líkja við alþjóðlega
póstþjónustu; ef þú frímerkir pakk-
ann þinn rækilega og heimilisfangið
er skýrt og greinilegt getur þú óhik-
að sent póst frá Hafnarfirði til Ku-
ala Lumpur í Malasíu og þér er í
raun sama hvemig pósturjnn fer á
milli, hvaða leið hann fer, eða hver
ber hann út. Helst skilur hraðinn á
milli, því tölvupóstur er ekki nema
nokkrar sekúndur á leiðinni.
Úr Arpanetinu hefur svo þróast
það sem kallast Internet í dag, með
30 milljón notendur og fjölgar um
hálft áttunda prósent á mánuði, en
því hefur verið spáð að árið 1998
verði notendur á Internetinu orðnir
ríflega 100 milljónir.
Augljósir kostir fyrir leika
sem Jærða
- Internetið -
Kostir Internetsins eru augljósir
fyrir rannsóknarvinnu, enda hafa
vísinda og fræðimenn verið snöggir
til að nýta sér netið. Þannig geta
þeir haft samskipti við félaga og
samverkamenn sína um heim allan,
skipst á upplýsingum, eða leitað eft-
ir aðstoð, aukinheldur sem þeir geta
komist í tæri við gríðarlegt magn
upplýsinga. Hugvísindamenn geta
ekki síður nýtt sér netið og sem
dæmi má nefna nemanda í heim-
speki við Háskóla íslands,
sem hefur nýtt sér Inter-
netið við nánast alla rit-
gerðavinnu á fyrsta ári.
Framan af var netið líka
einungis fyrir skóla og
rannsóknarstofur • og öll
Vefurinn mikli
30 milljónir
notenda í 137
löndum.
viðskipti
útlæg. Breyting varð á fyrir tveimur
árum, þegar ákveðið var á æðstu
stöðum vestan hafs að sleppa hend-
inni af Internetinu; leyfa þeim sem
vildu að koma sér þar fyrir, brakún-
um sem bókabéusum, og síðan hefur
notendum fjölgað sem aldrei fyrr.
Fyrir vikið hefur framboð upplýsinga
á netinu margfaldast og þar eru nú
til að mynda 21.000 netföng fyrir-
tækja.
skotin og þá er helst að' allskyns
skammstafanir, sem eru mönnum
mjög kærar þar vestra, vaði uppi
og oftlega án þess að sá sem skamm-
stöfunina notar sem orð viti hvað
hún táknar. Áður ,er getið IP, sem
þýðir Internet Protocol, eða Intenet
samskiptareglurnar, en einnig er
iðulega nefnt TCP, eða Transmission
Control Protocol, sendingarstjórnar-
reglur, og svo er allt hitt, URL,
FTP, Telnet, ELM, FAQ og svo
mætti lengi telja. Nýliði á netinu er
fljótur að átta sig á hvað skammstaf-
anirnar þýða, en þokkaleg ensku-
kunnátta er skilyrði fyrir þann sem
vill hafa full not af netinu. íslensk
orð eru svo smám saman að vinna
sér sess í daglegu máli, og þannig
hafa komið fram ýmsar tillögur um
svo framandleg fyrirbæri sem
„virtual money“ eða hvað kalla megi
peninga sem séu í raun einungis til
á netinu, til að mynda „sýndarfé",
eða einfaldlega „netfé“, og tölvupóst
mætti þannig kalla því prýðilega
nafni, eða- þá t-póst. „Heimilisfang"
einhvers á netinu er aftur á móti
almennt kallað netfang, en það
byggist yfirleitt upp á netheiti við-
komandi, þá „at“ merkinu, @, og
síðan staðsetningu. Þann-
ig hefur höfundur þessar-
ar greinar netfangið am-
im@centrum.is, en önnur
netföng eru til að mynda
mbl@centrum.is, sem er
netfang Morgunblaðsins,
Um fátt ræða tölvufróð-
ir og -hnýsnir meira en
alþjóðlega tölvunetið
Intemet. Árni Matt-
híasson kómst að því
að þegar em á fimmta
þúsund Islendingar dag-
legir gestir á netinu og
fjölgar óðfluga.
Sem dæmi um heimasíður má nefna
heimasíðu Morgunblaðsins, http://
www.centrum.is/mbl, en einnig má
finna texta blaðsins á http://www.
strengur.is/mbl, Háskóla íslands,
http://www.hi.is/, íslenska útgáfu-
fyrirtækisins Smekkleysu, http://
www.centrum.is/badtaste, og heim-
asíðu Bjarkar Guðmundsdóttur,
http://www.centrum.is/bjork.
Netfang og fleira
„Internetíska"
Líkt og önnur tölvutækni sem
flutt er inn frá Bandaríkjunum að
mestu er „internetíska" mjög ensku-
notendur á tölvu Reiknistofnun Há-
skólans hefðu rhi.hi.is aftan við
@ -merkið. Heimasíður eru svo „síð-
ur“ á þeim hluta netsins sem kallað-
ur hefur verið „veraldarvefurinn",
eða World-Wide-Web. Þá geta not-
endur Internetsins fengið upp á skjá-
inn „síðu“ sem á eru ef til vill mynd-
ir eða einungis texti, en ýmis lykil-
orð í textanum á síðunni eru með
tengingu í önnur skjöl og þannig
getur notandi fengið frekari upplýs-
ingar með því að smella með músar-
bendli á lykilorð. Oft eru viðkomandi
upplýsingar á annarri tölvu og jafn-
vel í öðru landi, en ekki tekur nema
nokkrar sekúndur að tengjast áfram.
Til að tengjast Internetinu þarf
netfang, eins og áður er rakið, og
ýmist er hægt að kaupa sér aðgang,
hér á landi má fara um íslenska
menntanetið, inn á tölvu þjónustuað-
ila eins og Miðheima eða Nýheija
eða inn með aðstoð Reiknistofnun
Háskólans. Ekki þarf öfluga tölvu
til að fara inn á netið, en til að nota
sér möguleika þess út í. æsar, þar á
meðal myndræn notendaskil, verður
tölvan að vera öflug og mótaldið,
þ.e. tæki sem snýr skilaboðum tölv-
unnar í hljóm sem senda má um
síma. Þannig geta allir sem eiga
tölvu með 80286 örgjörva, eða Mac-
intosh Classic og 2.400 bauda mót-
ald tengst netinu og sótt sér upplýs-
ingar í textaformi með aðstoð sam-
skiptaforrits, til að mynda Telix,
Terminal eða Zmodem. Vilji menn
aftur á móti fá myndræn notenda-
skil og þannig tengjast „veraldar-
vefnum“ verður tölvan að vera 66
Mhz 80386 PC-samhæfð tölva með
14.400 bauda mótaldi, eða Macint-
osh LC með 14.400 bauda mótaldi
hið minnsta. Þegar inn er komið
getur notandinn sent og fengið
tölvupóst hvaðanæva úr heiminum.
Einnig má tengjast ráðstefnum, sem
eru þannig að viðkomandi finnur sér
áhugahóp, skráir sig inn á hann og
getur skipst á skoðunum við aðra
áhugasama og svarað jafnóðum.
Með þessu móti hafa notendur eign-
ast vini um allan heim, ekki síður
en innanlands og síðastliðið sumar
fór til að mynda hópur sem kynntist
á þennan hátt í útilegu í Ásbyrgi.
Póstlistar eru einnig mikið notaðir,
en þeir byggjast á áhugahóp sem
skiptist á upplýsingum í pósti, þ.e.
allir eru með sameiginlegt pósthólf.
Dæmi um þetta er hópurinn blue-
eyed-pop@morgan.ucs.mun.ca, sem
er umræðuhópur um Sykurmolana
og Björk Guðmundsdóttur og oft all
líflegur. Þessir póstlistar fjalla einnig
um alvarlegri málefni, því til eru
stuðningshópar ofnæmissjúklinga,
ráðgefandi póstlistar krabbameins-
sjúklinga og fleira þess háttar, en
ríflega 1.500 umræðuhópar eru
starfandi og bætist sífellt við.
Ekki má gleyma Intemetinu
sjálfu, því á netinu eru jafnan fjörug-
ar umræður um netið, ———
framtíð þess og þróun, og
reyndar er best að nálgast
upplýsingar um netið á því
sjálfu, þannig gefur
bandaríska fyrirtækið
má föður íslenska menntanetsins.
Imba, en svo hét íslenska mennta-
netið til að byija með, tók formlega
til starfa 17. febrúar 1990 er Grunn-
skólinn á Raufarhöfn tengdist því
fyrstur skóla. Um vorið voru skól-
arnir svo orðnir tuttugu talsins. Lára
Stefánsdóttir, kennslustjóri íslenska
menntanetsins, segir að Pétur sé
brautryðjandi víðar en hér á landi,
því íslenska menntanetið hefur vak-
ið athygli víða um heim „og til að
mynda horfa ýmsir hingað til lands
í leit að fyrirmynd, til að mynda
hafa sænsk mermtamálayfirvöid
kynnt sér skipulag Islenska mennta-
netsins sem vænlega fyrirmynd.“_
Lára segir að tenging inn á Is-
lenska menntanetið kosti einkanot-
anda 2.000 kr. + vsk., en fyrirtæki
greiði eftir öðrum taxta og mennta-
stofnanir eftir enn öðrum. Þessi
greiðsla komi viðkomandi inný. net-
ið,»þ.e. hann fær netfang. Áskrift
kostar síðan 1.500 kr á mánuði +
vsk. Lára segir að fram að þessu
hafi ekkert verið tekið fyrir tengitím-
ann, en ákvörðun hafi verið tekin
um það að taka upp slíkt gjald á
næstunni. Ekki hafi verið ákveðið
hve mikill tengitími verði innifalinn
í áskriftargjaldinu, en hver mínúta
umfram þann tíma muni kosta 1,60
kr. fyrstu 20 tímana, þá 1,20 kr.
hver mínúta næstu 20 tímana, og
loks 96 aura hver mínúta umfram
það. Lára segir að settar hafi verið
strangar reglur til að tryggja að
enginn fari sér að voða á netinu og
þannig fái enginn netfang nema
hann sé átján ára hið minnsta, en
sextán til átján ára geti fengið að-
gang undir eftirliti foreldris eða
kennara. Kennari geti síðan fengið
svokallaðan nemendaaðgang sem
hann síðan sér sjálfur um. Síðan er
sérstök spjallrás fyrir krakka, sem
er mjög vel vöktuð til að tryggja að
enginn óviðkomandi sé þar á ferð,
en einnig séu haldnir sérstakir fund-
ir með sérfræðingum á ýmsum svið-
um. „Það má þó segja að þrátt fyrir
allar öryggisráðstafanir er Internet-
ið eins og lífið sjálft; þar má finna
góða hluti og slæma,“ segir Lára.
Lára segir notendum hafi fjölgað
gríðarlega á þessu ári og þá einka-
notendum, þ.e. notendum sem séu
utan menntastofnana, en alls segir
hún rúm 3.000 netföng á skrá.
„Undanfarið hefur líka verið tölu-
verð aukning í skólum, sérstaklega
eftir að myndræn notendaskil urðu
almennari, en það fer alveg eftir
kennurum og skólastjórnendum
hvað netið er mikið notað. Við sjáum
kannski að einhver skóli blómstrar
á netinu, svo dettur hann niður og
annar vaknar til lífsins og þá er það
oft áhugasamur kennari sem er að
færa sig á milli skóla."
Miðheimar
A Internetinu
má finna
hvaðeina.
AT&T úr „hvítar síður“ með upplýs-
ingum um alla þjónustu sem fá má
á netinu og nálgast má á
http://www.att.com. Einnig er vert
að benda á handbókina The Big
Dummy’s Guide to the Internet, sem
víða má finna á netinu, og afbragðs
handbók, The Whole Internet, sem
finna má á http://nearnet.gnn.com/
gnn/wic/index.html.
íslenska menntanetið
Tenging hjá Miðheimum kostar
3.900 með vsk. til að fá netfang og
innifalið er handbók á íslensku og
samsafn forrita sem notuð eru til
að tengjast og gera lífið á netinu
léttara, síðan kostar 1.992 kr. á
mánuði og innifalinn i því gjaldi er
einn klukkutími á dag. Úmfrámmín-
útan kostar síðan 3,74 kr.
Róbert Viðar Bjarnason hjá Mið-
heimum segir að þar hafi menn byij-
að að hleypa notendum inn á netið
í febrúar síðastliðnum, en farið sér
hægt til að byija með og skriður
hafi ekki komist á fyrr en í sumar.
Nú séu notendur rúmlega 400 og
hefur fjölgað mjög ört á síðustu
mánuðum, þannig hafa
-------- 95 notendur bæst við i
þessum mánuði einum.
Róbert segist þó Mið-
heimamenn vel þola aðra
eins fjölgun og að þeir séu
að búa sig undir enn frek-
Internetið hefur fyrir löngu teygt
anga sína til íslands og íslendingar
eru reyndar í hópi brautryðjenda
fyrir atbeina Péturs Þorsteinssonar
skólastjóra á Kópaskeri, sem kalla
i
I
í
í
I
i
c
I
i
i
a
t
i
g
i
[i
í
i
i
t
c
ari fjölgun á næstu mánuðum. Nú
séu þeir að bæta við starfsfólki og
festa sér öflugri mótöld. Vandamálið
sé hinsvegar að svonefnd band-
breidd, eða gátt út úr landinu, sé
löngu orðin of lítil, hún sé ekki nema
128 kílóbæti (128.000 bæti), á með-
an til að mynda meðalfyrirtæki vest-
an hafs hafi yfirleitt 1,5 megabæta
tengingu (1.500.000 bæti), en þessi
128 kílóbæta tenging sem eigi að
duga Háskólanum og öllum einka-
notendum að auki, sé einfaldlega
allt of lítil. „Það stendur þó allt til
bóta,“ segir hann vonglaður, „því
mér skilst að aukin bandbreidd sé á
næsta leiti,“ en hún tengist víst