Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.12.1994, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ F rétta- myndir af innlendum vettvangi Morgunblaðið/Jón Trausti Guðjónsson. Morgunblaðið/RAX BRENNANDI BLOKK Á ANNAÐ hundrað manns flýðu heimili sín þegar kviknaði í 32 íbúða fjölbýlishúsi í Keflavik þann 9. júní. Engan sakaði en 25 fjölskyldur stóðu uppi heimil- islausar eftir brunann. Eldur kom upp á rishæð hússins, þar sem var meðal annars þvottahús og þurrkaðstaða. Morgunblaðið/Bergsteinn Sörensen LANGFERÐABIL HVOLFDI Morgunblaðið/Kristinn SÍLDIN KOM FYRSTU Íslandssíldinni var landað í Neskaupstað 11. júní eftir 27 ára hlé. Nokkrir farmar fengust úr þessum stofni. Á haustvertíðinni veiddust alls 130 þúsund tonn af Suðurlandssíld. BJORGUNARAFREK í VÖÐLAVÍK SKIPVERJARNIR sex sem björ- guðust úr flaki Goðans í Vöðla- vik biðu í rúmar níu klukku- stundir eftir því að hjálpin bær- ist. Brotsjóirnir gengu yfir skip- brotsmennina sem höfðu bundið sig fasta við handrið á brúarþak- inu og reykháfinn. Þessi mynd var tekin þegar fyrri björgunar- þyrla varnarliðsins kom yfir slys- staðinn. Morgunblaðið/RAX SNJOFLOÐ A ISAFIRÐI EINN maður fórst þegar snjóflóð eyðilagði sumarbústaðabyggð ís- firðinga í Tungudal og skíðamannvirki á Seljalandsdal 5. apríl. Fjöru- tíu sumarbústaðir eyðilögðust og mikill gróður. Eignatjón var áætl- að um 130 milljónir króna. RÚTU með 32 erlendum ferðamönnum hvolfdi í Bólstaðahlíðar- brekku við Stóra-Vatnsskarð um verslunarmannahelgina. Ekki urðu alvarleg slys en margir hlutu beinbrot, skrámur og tognanir. KANNABIS- LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á um 70 kannabispiöntur í bílskúr við Laugar- ásveg þann 21. október. Þetta er stærsta kanna- bisgróðurhús sem fundist hefur hér- lendis. I2J*J332EI UQQJ2I SNARRÆÐI Ja- mes Venmore kajakræðara frá Nýja Sjálandi varð Bergi Má Bernburg til bjargar er gúm- bát hvolfdi í Hvítá 8. júlí. Ólg- andi iðuköst færðu Berg frá bátnum og itrek- að i kaf þar til hann missti með- vitund. Kajak- ræðarinn náði taki á Bergi og hélt honum með tönnunum á meðan hann reri að landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.