Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 27

Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 27 Morgunblaðið/RAX SÍÐUJÖKULL ÁSKRIÐ TVÖHUNDRUÐ milljónir rúm- metra af ís skriðu af stað í Síðu- jökli, suðvestan í Vatnajökli, í janúar. Meira en 100 metra þykk- ur jökulsporðurinn færðist fram um 1,2 kílómetra. Orkan sem leystist úr læðingi jafnaðist á við ríflega tífalda ársframleiðslu Búrfellsvirkjunar. Tungnjökull skreið einnig á árinu. Morgunblaðið/Kristinn SJÚKRALIÐAVERKFALL SJÚKRALIÐAR fóru í verkfall 11. nóvember. Verkfallið hafði víðtæk áhrif á sjúkrastofnunum, ekki síst þeim sem annast aldraða. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurlandanna heiðruðu íslendinga með nærveru sinni á lýðveldishátíðinni. F.v. í fremstu röð: Sonja Nor- egsdrottning og Haraldur V. Noregskonungur, Henrik Danaprins og Margrét Þórhildur II. Danadrottning, Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands, Karl XVI. Gústaf Svíakonungur og Silvía Svía- drottning, Martti Ahtisaari forseti Finnlands og frú Eeva Ahtisa- ari. Talið var að um 60 þúsund gestir hafi komist til Þingvalla en ótaldar þúsundir lentu í umferðarteppu og komust seint eða ekki á leiðarenda. Morgunblaðið/RAX LÝÐVELDISHÁTÍÐ Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Kristinn NÝ BORGARSTJÓRN NÝ BORGARSTJÓRN tók við í Reykjavík 13. júní. Nýi borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tekur hér við árnaðar- óskum Árna Sigfússonar, fráfarandi borgarsljóra. Morgunblaðið/Gunnar Magnússon SVALBARÐA- DEILAN NORSKA strandgæslan gerði margar atlögur að íslenskum togurum á svonefndu fiskverndar- svæði Norðmanna við Svalbarða. Meðal annars þótti varðskipið Senja sýna glæfralega siglingu innan um togarana og að sögn togaramanna mátti litlu muna að slys hlytust af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.