Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rífleg björgunarlaun nái Hendrik B til hafnar TAKIST skipveijum á varðskipinu Tý að færa hollenska skipið Hendrik B til hafnar á íslandi öðlast varð- skipsmenn og Landhelgisgæslan rétt til björgunarlauna. Þau ákvarðast með hliðsjón af verðmæti skipsins og farms, tímanum sem björgunin tekur, þeirri hættu sem skipið var í og þeirri hættu sem björgunarmenn þurftu að leggja sig í. Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður, sem héfur mikla reynslu af meðferð mála af þessu tagi, vildi í samtaii við Morgun- blaðið ekki giska á hve hátt hlutfall af verðmáeti skips og farms björgun- arlaun gætu orðið í tilviki Hendriks B, enda væri slíkt háð mati á fyrr- greindum þáttum og ýmsum öðrum hverju sinni. Hann sagði þó ljóst að björgunarlaunin yrðu rífleg. Aðspurður sagði hann að talað væri um rífleg björgunarlaun þegar þau næmu meira en 25% af verð- mæti þess sem bjargað er. Sam- kvæmt lögum skulu 40% björgunar- launa renna til áhafnar þess skips sem vinnur að björgun en 60% til útgerða. Landhelgisgæslan hafði haft sam- ráð við útgerð Hendriks B og trygg- ingafélög áður en varðskipsmenn fóru um borð í skipið til björgunar. Skipið metið á 45-50 milljónir Einar Hermannsson, skipaverk- fræðingur og framkvæmdastjóri Sarabands íslenskra kaupskipaút- gerða, sem hefur mikla þekkingu á kaupskipamarkaði, sagði { samtali við Morgunblaðið { gær að áætla mætti að markaðsverð Hendriks B sem smíðað var 1972 og er því 22 ára gamalt, væri á bilinu 45-50 millj- ónir króna. Hins vegar eigi þá eftir að taka tillit til hugsanlegra skemmda sem orðið hafa á skipinu, brú þess og siglingatækjum þegar brotin riðu yfír í fyrradag. Óskemmdur farmur 12 millj. virði í lestum skipsins eru rúm 1.100 tonn af hveiti og um 700 tonn af maísmjöli. Hjörleifur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar sem á lítinn hluta farmsins um borð, sagði Morgunblaðinu í gær að varlega mætti áætla að hvert tonn af hveiti eða maísmjöli kostaði um 100 dollara á heimsmarkaði. Komist allur farmurinn óskemmdur í land nemur verðmæti hans samkvæmt því um 180 þúsund bandaríkjadölum eða um 12,3 milljónum íslenskra króna. Morgunblaðinu tókst ekki í gær jxð afla upplýsinga um trygginga- verðmæti skips og farms. Aðspurður hvort réttarstaðan væri sú að Hendrik B væri rekald í einsk- is manns eigu sem Landhelgisgæslan og varðskipsmenn eignuðust að mest öllu leyti með björguninni, sagði Valgarð Briem að því færi fjarri að skipið væri orðið eignarréttarlaust þótt það hefði verið á floti og yfírgef- ið úti á rúmsjó. Björgunarlaun yrðu eflaust rífleg, en til að láta í Ijós nánara álit á hugsanlegum björgun- arlaunum kvaðst Valgarð þurfa að vita m.a. hve langan tíma tæki að færa skipið til hafnar, hve mikla hættu björgunarmenn hefðu þurft að leggfa sig í við að fara um borð og hvort skipið hefði verið að því komið að sökkva eða hvort það hefði flotið í einhvem tíma áfram þótt björgunarmenn hefðu ekki hafst að. „Lögin gefa ekki upp neina pró- sentu,“ sagði Valgarð Briem og sagði útkomu ákveðna með tiiliti til for- dæma í svipuðum málum. Hann sagði að tækist varðskips- mönnum að færa skipið í land öðluð- ust þeir haldsrétt í skipinu og gætu þá krafíst þess að björgunarlaun yrðu ákvörðuð samkvæmt íslenskum lög- um þótt skipið hefði verið yfírgefið á alþjóðlegu hafsvæði í íslenskri fisk- veiðilögsögu en utan 12 mílna land- helgi Islands. I samtali Morgunblaðsins við Val- garð Briem kom fram að í nýlegu dæmi þegar björgunarlaun voru greidd, þegar togarinn Ugligorsk strandaði við Þorlákshöfn fyrir u.þ.b. ári, hefðu björgunarlaun numið 10% af vermæti skipsins. Þá hefði björgun tekið skamma stund og ekki verið mjög áhættusöm en á móti hefði komið að togarinn var í miklum háska sem hann gat ekki komist úr fyrir eigin afli. Útgerð fær 60% en áhöfn 40% Samkvæmt siglingalögum skal skipta björgunarlaunum þannig nið- ur að 60% komi í hlut útgerðar björgunarskipsins sem í hlut á en 40% renni til áhafnar þess, björgun- armanna.' Samkvæmt lögum um Landhelgis- gæslu skal hlutur stofnunarinnar í björgunarlaunum renna til Landhelg- issjóðs en hlutur áhafnar skal skipt- ast að jafnri tiltölu miðað við föst mánaðarlaun hvers og eins. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 30. desember 1994 Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annarafli 85 76 83 391 32.336 Grálúða 155 155 155 10.000 1.550.000 Hrogn 220 61 118 183 21.540 Karfi 95 30 •. 65 190 12.255 Keila 72 . 45 63 5.291 331.227 Langa 105 63 92 1.287 118.656 Lúða 560 230 536 27 14.460 Lýsa 24 24 24 8 192 Skarkoli 122 97 T21 145 17.565 Skötuselur 190 190 190 4 760 Steinbítur 92 60 67 468 31.227 Tindaskata 10 10 10 ' 1.208 12.080 Ufsi 59 23 46 4.622 213.528 Undirmálsfiskur 110 65 97 3.207 310.958 svartfugl 100 100 100 247 24.700 Ýsa 193 80 152 14.690 2.238.124 Þorskur 160 98 147 18.994 2.791.827 Samtals 127 60.962 7.721.434 FISKMARKAÐUR SNÆFELLSNESS Hrogn 220 220 220 53 11.660 Undirmálsfiskur 110 110 110 1.622 178.420 Ýsa sl 115 115 115 1.150 132.250 Þorskur sl 160 148 155 12.858 1.996.590 Samtals . 148 15.683 2.318.920 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Annar afli 85 76 83 391 32.336 Grálúða 155 155 155 10.000 1.550.000 Karfi 95 90 91 95 8.625 Keila 64 62 63 5.142 322.815 Langa 105 80 93 1.141 105.554 Lúða 560 560 560 25 14.000 Skarkoli 122 122 122 140 17.080 Skötuselur 190 190 190 4 760 Steinbítur 7.1 60 63 404 25.339 svartfugl 100 100 100 247 24.700 Tindaskata 10 10 10 1.208 12.080 Ufsi sl 35 35 35 111 3.885 Ufsi ós 30 23 29 1.900 55.594 Undirmálsfiskur 94 65 84 1.585 132.538 Ýsa sl 193 124 187 3.441 642.848 Ýsa ós 166 138 153 8.100 1.239.138 Þorskur sl 128 128 128 500 64.000 Þorskur ós 128 120 125 3.332 416.833 Samtals 124 37.766 4.668.124 FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA Hrogn 139 61 76 130 9.880 Karfi 50 50 50 39 1.950 Keila 72 45 56 149 8.413 Langa 95 63 90 146 13.102 Lúöa 230 230 230 2 460 Lýsa 24 24 24 8 192 Skarkoli 97 97 97 5 485 Steinbítur 92,- 92 92 64 5.888 Ufsi 59 59 59 2.611 154.049 Ýsa 130 80 112 1.999 223.888 Þorskur 151 98 136 2.304 314.404 Samtals 98 7.457 732.710 FISKMARKAÐUR (SAFJARÐAR Karfi 30 30 30 56 1.680 Samtala 30 56 1.680 Stjórn Verðbréfaþings íslands Ásökunum fram- kvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar mótmælt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Verðbréfaþingi íslands: „Stjórn Verðbréfaþing íslands mótmælir harðlega þeim ásökun- um sem fram hafa komið frá Sig- hvati Bjarnasyni framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum í garð stjórnar Verðbréfaþings íslands. Hann hef- ur gefíð í skyn í fjölmiðlum að stjórn Verðbréfaþings hafi hafnað skráningu hlutabréfa Vinnslu- stöðvarinnar hf. og að einstakir stjórnarmenn séu ekki hæfir til að fjalla um umsókn fyrirtækisins. Staðreynd málsins er hinsvegar sú að á stjómarfundi Verðbréfa- þings þann 19. desember sl. sam- þykkti stjóm þingsins að hlutabréf Vinnslustöðvarinnar hf. yrðu tekin á skrá hjá þinginu, þegar ljóst væri að útboð, sem stóð yfir, hafí tekist. Gild rök liggja fyrir þessari afgreiðslu og var um hana fullur einhugur meðal stjórnarmanna. Var verðbréfafyrirtækinu Handsal hf., sem er umbjóðandi Vinnslu- stöðvarinnar hf. í þessu máli, gerð grein fyrir þessari afgreiðslu þegar endanleg skráningarumsókn lá fyrir. Stjórn Verðbréfaþings hefur samkvæmt 7. gréin reglna um skráningu hlutabréfa á Verðbréfa- þingi íslands fulla heimild til að skilyrða afgreiðslu umsókna um skráningu með þessum hætti, en í 7. grein segir: „Stjórn Verðbréfaþings sam- þykkir, vísar frá eða hafnar um- sókn með skriflegu svari innan 2 mánaða frá því að fullbúin um- sókn var lögð fram og rökstyður ástæður eða skilyrði afgreiðsl- unnar. Samþykki hún að taka bréfin á skrá þingsins tilgreinir hún jafnframt hvenær skráningin hefst.“ Dæmi eru um frestun á skrán- ingu hlutabréfa af ýmsum ástæð- um. Það er ekki venja Verðbréfa- þings að fjalla um málefni ein- stakra hlutafélaga í fjölmiðlum, en vegna misskilnings og ásakana í garð stjórnar Verðbréfaþings var nauðsynlegt að gera opinberlega grein fyrir þessu máli. Hlutabréf Vinnslustöðvarinnar hf. voru skráð í viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands eftir að borist hafði staðfesting á að'út- boði hlutabréfa væri lokið. Hluta- bréf SR-mjöls hf. voru einnig skráð í viðskiptakerfi þingsins. A fundi þann 19. desember sl. var einnig samþykkt að taka hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. á skrá eftir áramót. Að þessum fé- lögum meðtöldum verða því hluta- bréf 25 félaga skráð á þinginu. Doktors- vörn í merkja- fræði JÓHANN Óli Jónsson lauk nýverið doktorsprófí í rafmagnsverkfræði frá Cornell-háskóla í New York- fylki. Leiðbeinendur voru Professor Allan Stein- hardt, Prof. T.W. Parks og Prof. John Guc- kenheimer. Titill ritgerðarinnar var „Signal Detection and Estimation us- ing Multiple Windows“ og Ijallaði hún um skynjun og ákvörðun merkja þegar notast er við fylki nema til ákvörð- unar á bæði staðsetningu og tilvist merkjagjafa. Dr. Jóhann Óli er fæddur 28. desember 1959 og ólst upp á Akur- eyri. Foreldrar hans eru Hulda Þórðardóttir og Jón Þór Bjarnason, kennari. Hann lauk fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík vorið 1982, 4. stigi Vél- skóla íslands í Reykjavík 1983, og prófi í veikstraums tæknifræði frá Tækniskólanum í Kaupmannahöfn 1986. Eftir eins árs viðkomu í „Danmarks Tekniske Hojskole" hélt hann til Cornell-háskóla. Að loknu doktorsnámi hóf hann störf á „Wall Street" og vinnur nú við gerð stærðfræðilíkana til verðlagn- ingar á „exotic options contracts" hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch. Jóhann ÓIi Jónsson Olíuverð á Rotterdam-markaði, 20. október til 29. desember GENGISSKRÁNING Nr. 250 30. desember 1994 Kr. Kr. Toll- Eln. kl. 0.15 Kaup Sala Gongl Dollari 68,21000 68,39000 68,61000 Sterlp. 106,56000 106,86000 107.14000 Kan. dollari 48,56000 48.72000 49,94000 Dönsk kr. 11.21100 11,24500 11.20000 Norsk kr. 10,07800 10,10800 10,03500 Sænsk kr 9,14300 9,17100 9,17300 Fmn. mark 14,39500 14,43900 14,21200 Fr, franki 12.75400 12,79200 12.76900 Belg.franki 2,14120 2,14800 2,13060 Sv franki 51,99000 52,15000 51,71000 Holl. gyllini 39.34000 39.46000 39.14000 Þýskt mark 44,03000 44,15000 43,84000 It. lýra 0,04197 0,04211 0,04234 Austurr. sch 6,25500 6,27500 6,22900 Port escudo 0,42810 0,42970„ 0,42930 Sp. peseti 0,51740 0.51920 0,52530 Jap.|en 0.68390 0,68570 0,69480 Irskt pund 105,48000 105,84000 105,65000 SDR(Sérst) 99,55000 99.85000 100.13000 ECU, evr.m 83,61000 83.87000 83,51000 Tollgongi fynr desembcr er sölugengi 28. nóvember. Sjálfvirkur simsvari gengisskrámngar er 623270

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.