Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUA UGL YSINGAR
Sjúkrahús
Suðurlands
óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa
sem fyrst. Á sjúkrahúsinu er blönduð hand-
og lyflækningadeild auk 7 rúma fæðingar-
og kvensjúkdómadeildar.
Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunar-
forstjóri í síma 98-21300.
1. vélstjóra
vantar á Sunnuberg GK-199.
Upplýsingar í síma 92-68699.
SÍVAKI
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Reykjavíkurvegi 74
220 Hafnarfjörður
Símar 51490 og 53190
Kennara vantar
Kennara vantar í fríhendisteikningu og
grunnteikningu á vorönn.
Upplýsingar gefur skólameistari í
síma 5551490.
Nýárskveðja
Óskum öllum viðskiptavinum okkar góðs og
farsæls komandi árs. Þökkum samstarfið á
árinu sem er að líða.
F.h. ráðningarmiðlunar Ráðgarðs,
Auður Bjarnadóttir og Torfi Markússon.
RÁÐGARÐUR M.
STFÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17105 REYKJAVTK SÍMI616688
Sívaki hf. auglýsir eftir starfskröftum í eftir-
talin störf.
- Starfskraft á skrifstofu. Þekking á bók-
haldi og tollskýrslugerð æskileg.
- Starfskrafta. Rafeindavirkja eða rafvirkja
til að annast uppsetningar og þjónustu á
öryggiskerfum. Með umsóknum þarf að
fylgja meðmæli og sakavottorð. Æskilegast
er að umsækendur geti hafið störf sem fyrst.
Reyklaus vinnustaður.
Sívaki hf. stofnað 1988, er ört vaxandi fyrir-
tæki á sviði öryggisþjónustu.
Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Mbl.
merktar: „Sívaki - 18028“ fyrir 9. janúar.
Gledilegt nýtt ár!
Óskum viðs kipta vinuiii og umsækjendum
f arsæls komandi árs.
Þökkum samstarf ið á árinu sem er að líða.
I. Starfsráðningar hf
I Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavík
, Sími: 88 30 31 Fax: 88 30 10
RA
Cuðný Harðardóttir
Afgreiðslustarf
Vilt þú starfa með ungu, kraftmiklu og nýj-
ungagjörnu fólki í skemmtilegu umhverfi?
Við leitum að starfskrafti sem getur veitt
faglega og góða þjónustu.
Æskilegur aldur 20-25 ára.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir föstu-
daginn 5. janúar merktar: „HANZ - 18029“.
Vinsamlegast látið fylgja mynd, persónulegar
upplýsingar, upplýsingar um fyrri störf, nám
og meðmæli.
RALA
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
Þróunarstarf í
matvælaframleiðslu
Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að
ráða starfsmann til rannsókna og þróunar-
starfs á sviði kjöt- og mjólkurúrvinnslu.
Starfsmanninum er ætlað að taka virkan
þátt í samstarfi Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og Háskólans á Akureyri um
uppbyggingu rannsókna og kennslu í mat-
vælafræði og tengdum greinum.
Starfsvettvangur verður á Búgarði á Akur-
eyri, Tilraunastöðinni á Möðruvöllum og að-
stöðu Háskólans á Akureyri. Æskilegt er að
starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir, er greini frá menntun og fyrri
störfum, sendist:
HANZ
KRINGLUNNI
Erlend viðskipti
Öflugt fjármálafyrirtæki f Reykjavík óskar
að ráða starfsmann til að annast sérhæft
starf í erlendum viðskiptum við frágang á
erlendum gjaldeyri, skjölum og verðbréfum.
Einnig samskipti við erlendar fjármálastofnanir.
Við leitum að starfsmanni sem getur starfað
sjálfstætt og skipulega. Nauðsynlegt er að
viðkomandi sé töluglöggur, nákvæmur og
samviskusamur. Góð enskukunnátta ásamt
starfsreynslu er nauðsynleg.
í boði er starf hjá traustu fyrirtæki sem býð-
ur góða vinnuaðstöðu og hvetjandi laun.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag-
vangs hf. merktar: „Erlend viðskipti" fyrir
6. janúar nk.
Forstjóra
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins,
Keldnaholti,
112 Reykjavík,
fyrir 1. febrúar 1995.
Fatahönnuður
Folda hf. óskar að ráða fatahönnuð til starfa
við verksmiðju sína á Akureyri.
Aðallega er um hönnun á prjónafatnaði, enn
einnig á fatnaði úr ofnum efnum. Starfið felst
í hönnun á mismunandi fatalínum, að hluta
til í samstarfi við erlenda viðskiptaaðila.
í boði er góð starfsaðstaða og gott aðstoðar-
fólk.
Fatahönnuðurinn þarf að hafa góða mennt-
un, vera hugmyndaríkur og skapandi.
Reynsla í hönnun prjónafatnaðar æskileg.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Fatahönnuður 450“, fyrir 7. janúar 1995.
Hagvangur hf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 8136Ó6
Róðningarþjónusta
Rekstrarróðgjöf
Skoðanakannanir
Hagvangur hf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 813666
Róðningarþjónusta
Rekstrarróðgjöf
Skoðanakannanir
Fjármálafyrirtæki
Áhugavert starf
Öflugt fjármálafyrirtæki óskar að ráða sölu-
mann á nýrri þjónustu fyrirtækisins.
Starfsmaðurinn verður að geta unnið sjálf-
stætt og í nánu samstarfi við aðra innan
fyrirtækisins. Hann þarf að sýna frumkvæði
og hafa til að bera góða samskiptahæfileika,
vera skipulagður í vinnubrögðum og mikil-
vægt að hann hafi góða reynslu úr íslensku
atvinnulífi.
Hér er einstakt tækifæri fyrir einstakling,
sem vill spreyta sig hjá framsæknu fyrirtæki
við sölu og markaðssetningu á mjög áhuga-
verðri þjónustu. Fyrir réttan aðila eru góðir
framtíðarmöguleika fyrir hendi.
Háskólamenntun er æskileg. Starfsmaðurinn
þarf að geta hafið störf 15. janúar 1995.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Fjármálafyrirtæki 434" fyrir 7. janúar 1995.
Hagvangur h if
Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Róöningarþjónusta Rekstrarróögjöf Skoðanakannanir
LANDSPITALINN
.../' þágu mannúðar og vísinda...
KVENNADEILD LANDSPITALANS
Deildarlæknir
Deildarlæknir (reyndur aðstoðarlæknir) ósk-
ast á Kvennadeild Landspítalans frá 1. febr-
úar 1995. Um er að ræða fullt starf, náms-
stöðu, sem ráðið er í til eins árs í senn með
möguleika á framlengingu í allt að 3 ár.
Umsækjandi þarf að hafa unnið a.m.k. í eitt
árá kvennadeild áður. Deildarlæknirinn vinn-
ur samkvæmt vinnuskipulagi sem liggur hjá
sviðsstjóra eða forstöðulækni, þannig að
hann færist á hálfs árs fresti milli 3ja eininga
innan Kvennadeildar. Gert er ráð fyrir virku
námi og tækifæri gefst til rannsóknastarfa
undir handleiðslu.
Umsóknir þar sem tilgreind er menntun og
fyrri störf sendast til Reynis T. Geirssonar,
Kvennadeild Landspítalans.
Nánari upplýsingar veita Reynir T. Geirsson,
prófessor og Jón Þ. Hallgrímsson, yfirlæknir
í síma 601000.
OLDRUNARLÆKNINGADEILD
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir á
öldrunarlækningaaeiid Landspítalans í Há-
túni 10B nú þegar eða sem allra fyrst. Unn-
ið er á 10 klukkustunda vöktum frá kl. 23:00
til 9:00. Til greina kemur að ráða í 25% (1
vakt í viku), 50% (2 vaktir í viku) eða 75%
(3 vaktir í viku) starf.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 602266
eða 601000.