Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 42

Morgunblaðið - 31.12.1994, Side 42
42 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Grettir ÉG HELP AE><5RemR sA, HKiriHN AF PBVSUNNJ S£M PU , ^ A UAklkt — DoiÁM A i t>A£> <á£Z.e>0 A*LA~' \_ páeKCNiR i QETTU HVAE> ,<MAVMAA— Tommi og Jenni Ljóska J&JUOSiM&rn <\jJ T-kwkTJ~'fcn-t^JL tJjP* JwndvijuJ}- 'ý'lMAriL. ^fc Zqj Atmslfúr^ J- JioufC- aJÚimTum>/n^ufc- <í: ' itöo Un.l<xJ f ei^u'C S,n^ icate. Inc --’-í'rV Elsku mamma og pabbi. Þakka ykkur fyrir þessa dásamlegu gjöf. Hún er eitthvað sem mig hefur alitaf langað í. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími691100 # Símbréf 691329 Aðfangadags- kvöld Frá Margréti Hjálmtýsdóttur: ÞAÐ VAR aðfangadagskvöld, grá- hvít snjóbreiða lá yfir götum Reykjavíkur. Suðaustan vindur þeytir úr sér nokkrum snjókorn- um, svo er líkt og hann hvíli sig litla stund áður en hann endurtek- ur blásturinn. Hvinurinn, sem fylgir er sem kuldahlátur. A bekk í Hljómskálagarðinum situr ungur maður, vart meir en tvítugur. Hann tekur trefil úr úlpu- vasa sínum og bregður um háls sér. „Þetta sunnlenska veðurfar,“ tautar hann. Svo lítur hann á arm- bandsúr sitt, klukkan er átta, of snemmt að fara heim { herbergið á Bergstaðastíg. Hjónin sem leigðu honum og gestir þeirra vora víst ekki búin að raða í sig veislu- matnum. Konan hafði spurt hvort hann færi ekki austur á firði heim til sín um hátíðina. Hún spurði margs sú kona. „Nemandi sem lif- ir á lánum og sumarvinnuaurunum verður að spara. Nei, hann færi ekki heim.“ Konan varð áhyggjufull á svip- inn og sagði að allt væri svo voða- lega dýrt. Hún þyrfti að bjóða tengdaforeldrum sínum í mat á aðfangadagskvöld þó þau væra nú svona og svona og systur sinni líka. Hún gæti ekki boðið honum, það væri ekkert pláss. Þessi forvitna og níska kerling, hugsaði pilturinn. Ekki skyldi hann auka á útgjöld hennar. „Ég er boðinn til kunningja,“ skrökvaði hann og teygði munnvikin í átt til eymanna. „Auðvitað," sagði konan. „Það er bara þessi voðalega dýrtíð og...“ Vindurinn hélt áfram að leika sér að snjókornunum. Sum- um kastaði hann á bekkinn hjá piltinum, önnur lét hann dansa hópdans eftir frosinni jörðinni. Tvær endur komu fljúgandi og görguðu hátt. Kannski voru þær að ræða um þessa mannveru, sem sat á bekk og lét kuldann smjúga upp undir buxnaskálmarnar og um bakið, eða voru þær að tala um hve gott væri að vera saman á þessu kvöldi. Ég er svangur hugsar pilturinn. „Við lokum yfir hátíðina,“ til- kynnti Sóley, stelpan í matsölunni þar sem hann borðaði. „Hvar borð- ar þú á meðan?“ hafði hún spurt. „Hvergi.“ „Og hvar átt þú heima?“ Hann nefndi staðinn. „Og ég í rauða húsinu á horninu," sagði Sóley, svo hló hún. „Hvaðan ertu?“ hafði hún iíka spurt. „Að austan,“ „og að vestan,“ sagði hún. Önnur hláturgusa. Sóley fallegt nafn hugsaði pilturinn, skrítnir í henni augasteinarnir, og hárið ljósar flyksur, sem hoppuðu um hálsinn þegar hún hreyfði höfuðið. Kjóllinn of þröngur um mjaðmirnar. Hann hafði varla sofið síðastliðna nótt, hún kom aftur og aftur í hugann með þessa dökku augasteina. Pilturinn stóð upp af bekknum, stappaði niður fótum og barði saman höndum sér til hita, gekk síðan hröðum skrefum upp Njarð- argötu og niður Frakkastíg. Kött- ur stóð við kjallaradyr og mjálm- aði. „Er þér kalt, greyið?" segir pilturinn og tekur í hurðarhúninn, hurðin er ólæst og gamall maður stendur í gættinni. „Átt þú kött- inn?“ spyr pilturinn. „Nei, en hann kemur hingað þegar hann er solt- inn, greyið,“ segir gamli maður- inn. Hann býður piltinum inn og þeir setjast á trékolla í eldhúsinu, á borði er diskur með fiskbita og hitabrúsi með kaffi. Inn um lágan gluggann lýsir birta frá götuljósi. „Maður sparar rafmagnið,“ segir gamli maðurinn og býður kaffi úr hitabrúsanum. „Býrð þú éinn, áttu ekki konu?“ spyr pilturinn. „Nei, hún vildi safna konunglegu postul- íni og drottningarmunstri en hvar átti að taka peningana. Hún hitti annan.“ „Áttu börn?“ spurði pilt- urinn. „Dreng, en hann fórst í sjó- slysi.“ „En áttu ekki einhveija kunningja?“ „Þeir eru flestir dauð- ir.“ „Hvernig líður þér?“ spyr pilt- urinn. „Vel en dálítil eymsli hér og þar í skrokknum." „Skemmt- irðu þér eitthvað?" „Ég geng niður að höfn, þar er ég kunnugur, gam- all eyrarvinnujálkur, svo hef ég blaðið og útvarpið, en verst þykir mér þetta garg og gól í unglingun- um. Ég hef það sem ég þarf, en mest langar mig að komast á skak í vor, ég þekki mann sem á trillu.“ Þeir hafa lokið við að drekka kaff- ið úr hitabrúsanum. Pilturinn kveður og segist koma aftur. Það er hætt að snjóa. Heiðskír himinn með tindrandi stjörnum, snjórinn lá líkt og hvítt flosteppi yfír bæn- um. Hrein fegurð, hugsar piltur- inn. Ómar af jólasöngvum bárust út um opna glugga húsanna. Allt er þetta til heiðurs konungi kær- leikans, hugsar hann áfram. Þegar pilturinn opnaði dyrnar á herberg- inu sínu stóð húsmóðirin í stofu- dyrum sínum, jólaljósin ljómuðu og yndislegur matarilmur gaus út úr stofunni. Konan hélt á sendi- bréfi. „Þetta kom til þín í dag,“ sagði hún hæðnislega. „Hún les bréfin mín,“ tautaði pilturinn um leið og hann braut upp bréfið og las. Kjallaranum hornhúsinu nr. 9. Hæ! Hef eldunaraðstöðu. Fer- lega spæld að borða ein. Sóley. „Hvaða hávaði er þetta?“ spurði húsbóndinn um leið og hann tók Havana vindilinn úr munnvikinu. „Það er bara leigjandinn sem skell- ir svona hurðum," sagði konan. En pilturinn heyrði þetta ekki. Hann var kominn út á hom. MARGRÉT HJÁLMTÝSDÓTTIR, Sléttuvegi 17, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.