Morgunblaðið - 31.12.1994, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Stóra sviðið:
• FÁVITINN eftir Fjordor Dostojevski
4. sýn. fim. 5/1 uppselt - 5. sýn. lau. 7/1 uppselt, - 6. sýn. fim. 12/1 nokkur
sæti laus, 7. sýn. sun. 15/1 - 8. sýn. fös. 20/1.
•SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz
Byggt á ævintýri H.C. Andersen.
Sun. 8. jan. kl. 14, örfá sæti laus - sun. 15. jan. kl. 14.
• GA URA GANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson
Fös. 6. janúar, uppselt - sun. 8. jan. - lau. 14. jan. Ath. sýningum fer fækkandi.
• GAUKSHREIÐRIÐ eftir Daie Wasserman
Fös. 13. janúar. Ath. sýningum fer fækkandi.
GJAFAKORT í LEIKHÚS, SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF
Afsláttur fyrir korthafa áskriftarkorta
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 til
18:00 og fram að sýningu sýningardaga.
Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
Græna linan 99 61 60 - greiöslukortaþjónusta.
Gleðilegt nýár!
gg BORGARLEIKHUSIÐ
T LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:
• Söngleikurinn KABARETT — Frumsýning fös. 13. janúar,
örfá sæti laus, 2. sýn. mið. 18/1, grá kort gilda, örfá sæti laus, 3. sýn.
fös. 20/1, rauð kort gilda, örfá sæti laus.
• LEYNIMELUR 13
eftir Harald Á. Sigurðsson, Emii Thoroddsen og Indriða Waage.
Sýn. lau. 7/1, lau. 14/1.
LITLA SVIÐIÐ kl. 20:
• ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson.
Sýn.lau. 7/1 50. sýn. lau. 14/1. Sýningum fer fækkandi.
• ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson.
Sýn. sun. 8/1 kl. 16, mið. 11/1 kl. 20, fim. 12/1 kl. 20.
Munið gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma
680680 alla virka daga kl. 10-12. Ath. lokað í dag, gamlársdag, og á morgun,
^^^^^^^^^^^jT^ársdag^^reiðslukorta^ónusta^^^^^^^^^^^^
LEIKFELAG
AKUREYRAR
• ÓVÆNT HEIMSÓKN
eftir J.B. Priestley.
Sýn. lau. 7. jan. kl. 20.30.
Miðasalan opin virka daga kl. 14-18,
nema mánud. Fram að sýningu sýning-
ardága. Sími 24073.
Flugfélagið Loftur
óskar landsmönnum til
sjávar og sveita
árs ogfriðar
og alls hins besta
á komandi árum.
FOLK
FÓLK í FRÉTTUM
Féll í kramið
►SÖNGKONAN Michelle Gayle
lenti í óskemmtilegri uppákomu
þegar hún tróð upp á tónleikum
á dögunum. „Allt í einu féll pilsið
mitt niður á hæia og allt ætlaði
um koll að keyra, svo mikil voru
fagnaðarlætin hjá áhorfendum.
Þeir héldu að þetta væri hluti af
skemmtuninni, sem átti svo sann-
arlega ekki að vera,“ segir Gayle.
Ný hlið
á Nastössju Kinski
LEIKKONAN Nastassja Kinski
hefur líka setið fyrir á Ijósmynd-
um við góðan orðstír.
VIÐ fyrstu sín virð-
ist Roseanne vera
þarna ljóslif-
andi komin,
en við nán-
ari athug-
un má sjá
að þetta
er Tom
Arnold.
I ýmsum
gervum
LEIKARINN Tom Amold
hefur verið mikið í frétt- .
um á þessu ári í kjölfarið j
á skilnaði sínum við leik-
TOM í hlutverki Mic-
haels Jacksons.
konuna Roseanne. Þau hafa nú til-
kynnt að þau ætli að giftast aftur,
að þessu sinni öðrum mökum. Arn-
old giftist 21 árs yngismey að nafni
Julie Champnella 22. júlí næstkom-
andi, en Roseanne giftist lífverði sín-
um Ben Thomas á degi heiiags Va-
lentínusar í febrúar.
Nýlega brá Tom Arnold á leik
fyrir tímaritið Esquire og hermdi
eftir nokkrum heimsfrægum persón-
um, þar á meðal fyrrverandi eig-
ARNOLD í hlutverki Carlosar
eða sjakalans.
inkonu sinni Roseanne. Ekki er hægt
að segja annað en að honum farist
það bara ágætlega úr hendi.
Nýr
stíll
►HJÓNIN Tom Cruise og Nicole
Kidman hafa breytt um svip eins
og sést á meðfylgjandi myndum,
en þær voru teknar með tveggja
ára millibili. A nýrri myndinni sem
er fyrir ofan sést að Cruise er
kominn með síðan lubba og skegg
á meðan Kidman hefur slétt úr
hárinu. Þau eru líka alltaf jafn
ástfangin af hvoru öðru, sem þyk-
ir víst næsta fágætt í Hollywood.
„Við elskum hvort annað/‘ segir
Cruise í nýlegu viðtali. „Ég get
ekki hugsað mér líf án Nicole. Við
munum alltaf deila lífinu saman.“
Heima um
áramótin
►DANA Delaney hefur vakið
mikla athygli fyrir Ieik sinn í eró-
tísku myndinni Exit to Eden og á
næsta ári leikur hún í myndinni
„Live Nude Girls“. En hvað fer
mest í skapið á henni. „Frídagar
eins og dagur heilags Valentínus-
ar og gamlárskvöld, þegar maður
er skikkaður til að skemmta sér,
fara í taugarnar á mér. Ég mæli
eindregið með því sem ég gerði
síðasta gamlárskvöld. Það er mjög
ánægjulegt að vera bara heima
við, Ieigja góða myndbandsspólu
og kaupa kampavín og kavíar. Það
yar hreint frábært.
NASTASSJA Kinski öðlaðist frægð
fyrir allt annað en að leika í hasar-
myndum. Hún er þekktust fyrir leik
sinn í kynngimögnuðum og oft eró-
tískum kvikmyndum á borð við
„Tess“, „Ca.t People“ og „Harim“.
Nú hefur hún söðlað um og leikur
á móti Charlie Sheen í hasarmynd-
inni „Terminal Velocity“, sem tekin
verður til sýninga hér á landi í jan-
úar, en myndin fjallar um fífldjarfan
fallhllfastökkvara.
„Framleiðendur myndarinnar
höfðu mig ekki aldeilis í huga fyrir
þetta hlutverk," segir Nastassja. „Ég
þurfti að koma að máli við þá tvisv-
ar og fara I leikprufu áður en ég
varð fyrir valinu. Það er erfitt fyrir
mig að fá hlutverk af þessu tagi
vegna þess að búið er að festa mig
í ákveðinni rullu. Ég bytjaði ung að
leika í kvikmyndum þar sem ég þurfti
að fækka fötum og hef eingöngu
fengið slík handrit upp í hendurnar
síðan. Sú staðreynd að ég skuli enn
vera að er svolítið furðuleg og ég
er hreint ekki viss um hvort það sé
leikhæfileikum mínum að þakka eða
einhveiju öðru.“
CHARLIE Sheen og Nastassja Kinski í hlutverkum sínum í
„Terminal Velocity“.