Morgunblaðið - 14.01.1995, Page 14
14 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FJÖLNIR Torfason, framkvæmastjóri og aðaleigandi Eðalíss, sést
hér handsala samstarfssamninginn við fulltrúa Arctic Marketing.
Eðalís selurjökul-
ís til Bandaríkjanna
FYRIRTÆKIÐ Eðalís hf. í Hafnar-
fírði hefur hafíð samstarf við þrjú
bandarísk fyrirtæki, Arctic Market-
ing, Tri Star Packaging Inc. og Glop-
ak Inc. um markaðssetningu á jökulís-
molum í neytendaumbúðum í
NAFTA-löndunum. Var samstarfs-
samningur þar að lútandi undirritaður
á miðvikudag. Fyrsta sendingin fer
vestur um haf um mánaðamótin
mars-apríl nk., segir í fréttatilkynn-
ingu.
Eðalís hefur undanfarin tvö ár
unnið að þróun framleiðslutækja og
umbúða fyrir jökulís til útflutnings.
ísinn er tekinn úr Breiðamerkuijökli
og hefur fram til þessa verið fluttur
til Hafnarfjarðar til úrvinnslu og
pökkunar. Fjölnir Torfason, fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi, segist
binda miklar vonir við að árangur
náist í sölu á Bandaríkjamarkaði enda
sé þar gífurlega stór markaður fyrir
ís til manneldis. Isinn úr jökiinum sé
náttúruleg afurð, molamir stærri en
almennt gerist auk þess sem hann
kæli betur en annar ís. Hafí góð við-
brögð fengist við ísnum á innienda
markaðnum en hann var um skeið á
boðstólum í verslunum Hagkaups.
Reksturinn hefur hingað til verið
fjármagnaður með eigin fé en hlutafé
félagsins er alls 20 milljónir króna.
Segir Fjölnir að fyrirtækið hafí ekki
fengið neina fyrirgreiðslu banka og
hún standi raunar ekki tii boða jafn-
vel þótt tryggingar fyrir lánum hafí
verið fyrir hendi. Stefnt sé að því að
flytja framleiðsluna til Hornaflarðar
og ráðgeri Homaíjarðarbær að leggja
fyrirtækinu til allnokkurt viðbótar-
hlutafé.
Fjárfestingarfélagið Skandia blandar sér í slaginn
um hlut Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyrar 8
Enginn kvótí verði
fluttur frá Akureyri
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Skan-
dia hf. hefur fyrir hönd umbjóðenda
sinna lýst sig reiðubúið til viðræðna
við bæjarstjórn Akureyrar um hugs-
anlega sölu bæjarins á 53% hlut sín-
um í Útgerðarfélagi Akureyrar.
Þar með hafa sex aðilar lýst yfir
áhuga á hlut Akureyrarbæjar í ÚA,
Samheiji, KEA, Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, starfsmenn ÚA, Líf-
eyrissjóður Norðurlands ásamt fleiri
fjárfestum og síðast Skandia í um-
boði hóps fjárfesta.
„Umbjóðendur okkar em breiður
hópur íýrirtækja og lífeyrissjóða,"
sagði Árni Oddur Þórðarson hjá
Skandia í samtali við Morgunblaðið.
„Við höfum jafnframt leitað eftir
samstarfi við starfsfólk ÚA varðandi
hugsanleg hlutafjárkaup, enda er
enginn vilji væntanlegra íjárfesta,
sem Skandia er umboðsaðili fyrir,
tii þess að flytja fyrirtækið frá Akur-
eyri. Fjárfestarnir telja að á Akur-
eyri séu hagkvæm skilyrði til útgerð-
ar og eru tilbúnir til þess að festa
í samþykktir féiagsins að ekki komi
til flutninga á kvóta frá Akureyri,
hvorki að hluta né öllu lejiti."
Árni Oddur sagði ennfremur að
fulltrúar frá Skandia og bæjarstjórn
Akureyrar myndu hittast til við-
ræðna í næstu viku. Eins og fram
kemur í frétt á Akureyrarsíðu Morg-
unblaðsins í dag hefur bæjarstjórnin
skipa fimm manna nefnd til við-
ræðna við þá aðila sem sýnt hafa
áhuga á hlutabréfum bæjarins í ÚA.
Eftir að niðurstöður þeirra viðræðna
liggja fyrir mun bæjarstjórnin taka
afstöðu til þess hvort hlutabréfín
verða seld.
A T& T sækir fram í Evrópu
Bonn. Reuter.
EVRÓPSKA tölvuþjónustan Europe
Online S.A. og Interchange Online
Network, sem nýlega komst í eigu
AT&T, hafa myndað með sér banda-
lag til þess að ráða lögum og lofum
í evrópskum tölvuheimi og margm-
iðla iðnaði.
Europe Online fær hugbúnað frá
Interchange og hyggst keppa við
CompuServe, hið volduga, banda-
ríska einkatölvunet, um hylli vax-
andi ijölda evrópskra tölvunotenda
með því að höfða til óska þeirra um
evrópskt efni.
Vegna áherzlu Europe Online á
Evrópu og á tengslin við AT&T,
stærsta símafyrirtæki heims, telur
Europe Online sig hafa góða mögu-
leika á því að verða forystuafl í
margmiðla iðnaði álfunnar.
„Europe Online veitir þeim sem
fyrirtækið fær efni frá hagstæð
efnahagsleg skilyrði til þess að bjóða
evrópskum áhorfendum beina
margmiðla þjónustu,“ sagði Júrgen
Ziessnitz, framkvæmdastjóri Europe
Online, í yfirlýsingu.
Europe Online er í eigu voldugs
hóps fjölmiðla- og íjármálafyrir-
tækja, þar á meðal Burda Verlag
GmbH í Þýzkalandi, Matra-Hachette
Multimedia í Frakklandi, brezka út-
gáfufyrirtækjanna Pearson Plc, sem
á Financial Times, og Penguin Bo-
oks, og Meigher Communications í
Bandaríkjunum.
Sjálf er þjónustan á frumstigi.
Hluthafar munu bjóða nokkurt efni,
en Europe Online á einnig í samning-
um við önnur evrópsk fyrirtæki og
banka um alls konar beintengda
þjónustu, til dæmis almennar fréttir
og fréttir úr viðskiptaheiminum.
Þjónustan á að verða tilbúin um
mitt þetta ár á frönsku, ensku og
þýzku til að byija með.
Hrávara
Málmar hækka enn,
sumir á metverði
UTSALA
-herra-
GARÐURINN
Kringlunni
London. Reutcr.
VERÐ á helztu málmum hækkaði
enn í vikunni og sumir seldust á
nýju metverði. Sérfræðingar spá
hærra verði að meðaltali en í fyrra
— talsvert hærra verði í sumum til-
fellum. Framboð minnkar.
Töluverð hækkun varð á verði
góðmálma, sem hefur verið lágt að
undanförnu. Margt bendir til þess
að umrót á gjaldeyrismörkuðum
hafi leitt til aukinna málmkaupa,
þótt enn sé ekki um stóraukningu
að ræða.
Nánar um stöðuna á hrávöru-
markaði í vikunni:
KOPAR. Kínveijar héldu áfram
banni á koparútflutningi og sú hug-
mynd komst á kreik að þeir kynnu
að hefja á ný innflutning á kopar.
í gær virtist hækkunin nálgast met
það sem var sett í vikunni þegar
3,050 dollarar fengust fyrir tonnið,
hæsta verð í tæp sex ár.
ÁL.Minni birgðir stuðluðu að hæsta
verði í 4 1/2 ár í London, 2,080
dollarar. Framámenn í bandarísk-
um áliðnaði kváðust vissir um að
bandarísk stjórnvöld mundu standa
við samkomulag um að draga úr
framleiðslu. Þar með dró úr nokk-
urri ókyrrð á markaðnum.
GULL.Áukin eftirsþurn leiddi til
hærra verðs eftir lækkun í 375
dollara. Gjaldeyrisumrótið eftir
hrunið í Mexíkó jók söluna.
SILFUR.Náði sér aftur á strik þeg-
ar Mexíkómenn sögðu að þeir
mundu ekki selja silfur til þess að
ná jöfnuði.
HRÁOLÍA.Viðmiðunarverð traust-
ara eftir aukna eftirspurn eftir olíu
úr Norðursjó.
KAFFI.Skiptar skoðanir um hvort
Brasilía muni styðja fyrirætlanir
framleiðenda um að takmarka
birgðasendingar og hvort það hefði
áhrif. Slíkar bollaleggingar leiddu
til glundroða á markaðnum. Fundur
Alþjóðakaffiráðsins, ICO, í London
í næstu viku ææti að skýra málin.
KAKÓ.Tonnið seldist hæst á 1,028
pund tonnið, en lækkaði svo.
SYKUR.Deyfð á markaðnum leiddi
til lækkana eftir hækkanir. Beðið
eftir hugsanlegum kaupum Ind-
veija og Kínveija
HVEITI.Lítil hreyfing.
JURTAOLÍA. Geldur þess að
framboð virðist meira en flestar
nýlegar tölur sýna.
SJÓFLUTNINGAR Kostnaður við
sjóflutninga á hrávöru eins og
korni, járngrýti og kolum frá
fdramleiðslulöndum til neytenda-
markaða heldur áfram að aukast
Fraktvísitalæa Baltie Exchange
komst í 2,060 stig, sem er met, og
hækkaði um tæplega 4% í vikunni.
UTSALA 10-60% AFSLATTUR
Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur,
íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. Nýtt kortatímabil.
Opí&
laugardag
kl. 10-16
»hummel s
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655