Morgunblaðið - 14.01.1995, Síða 31

Morgunblaðið - 14.01.1995, Síða 31
" 'morg'unbLaðið AUÐUR TR YGG VADÓTTIR + Auður Tryggva- dóttir fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 1905. Hún lést í Garði 4. janúar síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Þórðar- dóttur og Tryggva Matthíassonar tré- smiðs á Skeggjastöð- um í Garði, sem bæði voru ættuð úr Kjós. Systkini hennar voru Gunnar og tvíbura- systurnar Hlíf og Nanna, sem öll eru látin. Auður giftist 1937 Birni Finnbogasyni kaup- manni og oddvita Gerðahrepps. Börn þeirra eru Björg, gift Vil- helm Guðmundssyni og Finn- bogi, kvæntur Eddu Karlsdótt- ur. Barnabörn hennar eru níu og barnabarnabörn sjö. Auður var organisti Útskálakirkju um 52 ára skeið, formaður kvenfé- lagsins Gefnar í Garði í 25 ár, söngstjóri og söngkennari um árabil. Útför hennar fer fram frá Útskálakirkju í dag. FRÁ því ég man fyrst eftir mér var Pella einn af föstu punktunum í til- verunni. Hún annaðist mig ómálgan í veikindum móður minnar, systur sinnar. Við það skapaðist samband sem aldrei rofnaði. Mér er nær að halda að hún hafí alltaf litið á mig sem sitt elsta barn, að minnsta kosti reyndist hún mér ævinlega þannig. Við fráfall hennar hrannast minn- ingarnar upp. Fyrsti pakkinn sem ég man eftir að hafa fengið á ævinni var frá Pellu. Það var um jólin 1939, í byrj- un stríðsins og við áttum heima austur á Eskifirði. í honum var jóla- gjöf, skip. Ekki herskip, heldur Rauða-kross skip. Mikið var það líkt henni að velja mér slíka gjöf á þeim tíma. Eftir að við fluttum til Njarðvíkur var eitt mesta tilhlökkunarefnið að fá að fara út í Garð til Pellu, til dæmis á skauta á Síkinu, ég tala nú ekki um að fá að vera yfir nótt. Ekki var heldur amalegt að fá hana í heimsókn. Hún var svo góð hún Pella og átti svo margt gott sem hún var óspör á að gefa. Aðeins einu sinni á ævinni man ég eftir að hún reiddist mér og segði mér til syndanna. Þær verðskulduðu ávítur hef ég reynt að láta mér að kenningu verða alla tíð síðan og munað betur en aðrar umvandanir. Ekki var ég heldur illa haldinn þegar ég varð þess aðnjótandi að vera þar á heimilinu heilan vetur á unglingsárum og stóð þannig á því að í Garðinum var þá eini staðurinn í Suðurnesjum þar sem haldinn var unglingaskóli. Þá öfunduðu systur mínar mig að fá að vera hjá Pellu vikum og mánuðum saman. Þessi ástúð og umhyggja hélt áfram og yfirfærðist á fjölskyldu mína eftir að hún varð til. Börnin mín urðu hennar barnabörn. Gjafmildi hennar, umhyggjusemi og þjónustulund var einstök og beindist ekki einungis að frændfólki og skylduliði, heldur að nánast öllum sem bar að garði, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Mér er minnisstæður Mangi á Mel. Hann hét fullu nafni Magnús Tobíasson, þrekvaxinn maður við aldur og bjó í litlum torfbæ skammt frá Skeggjastöðum og reri á árabát úr Gerðavör. Hann var svo forn í háttum að hann gekk á skinnskóm, eini maðurinn sem ég man eftir að hafa séð með slíkan fótabúnað. Hann kom við í eldhúsinu hjá Pellu með ýsu eða lúðu í soðið eftir hvern róð- ur og þáði oft góðgjörðir. Runki, sem gekk um og seldi Vik- una og Fálkann að ég held á öllum Suðurnesjum, var vikulegur gestur og átti sérstakan kökukassa. Margir aðrir.fastagestir komu í eldhúsið og svo voru það bílstjórarnir hjá Steind- óri, sem höfðu við- komu við búðina, og komu oftar en ekki upp í eldhús í kaffí. Pella og Björn voru um margt ólík hjón, en í gestrisni og greiðasemi voru þau samhent eins og einn maður. Búðin á neðri hæðinni var í raun aldrei lokuð. Það þótti ekki tiltökumál að komið væri eftir ein- hveiju smáræði eða til að sækja Moggann, hvenær sem var, burt- séð frá almennum opnunartíma sölubúða. Oftar en ekki lenti það á Pellu að sinna því kvabbi. Á heimilinu var afar gestkvæmt. Þar var miðstöð samskipta í Garðin- um. Hreppsnefndarfundirnir voru haldnir í stofunni, en Björn var odd- viti. Á kvöldin komu menn til að spjalla og jafnvel að taka í spil: Þórður í Gerðahúsinu, Sveinbjörn í Kothúsum, séra Eiríkur á Útskálum, Gísli á Sólbakka, Guðmundur á Rafnkelsstöðum, Jóhannes á Gauks- stöðum og aðrir höfðingsmenn. Ekki var að því að spyrja hver sá um veitingamar. Og á neðri hæðinni bjuggu afi minn og amma í skjóli dóttur sinnar frá árinu 1942 til dauðadags. Þær voru þijár, systurnar á Skeggjastöðum, Auður, Hlíf og Nanna. Nú em þær allar látnar. Enda þótt þær væru að mörgu leyti ólíkar persónur og ættu mismunandi ævikjör voru þær alla ævi einstak- lega samrýndar og samheldnar. Það var ekki síst Pellu að þakka. Pella varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að börnin hennar stofnuðu sín heimili í næsta nágrenni við hana og þar óx upp stór hópur barna- barna og barnabarnabarna sem öll voru hænd að henni og sýndu mikla ræktarsemi. Það kom ekki síst í ljós í veikindum hennar undir það síð- asta. Ég á Pellu mikið að þakka. Ég kveð hana með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún hefur verið mér og mínu fólki. Buggu, Finnboga og fjölskyldum þeirra sendum við Siglinde mín inni- iegar samúðarkveðjur. Tryggvi Sigurbjarnarson. Við systkinin áttum því láni að fagna að alast upp í návist ömmu okkar og afa. Það er okkur ómetan- legt að hafa fengið að njóta sam- vista við svo góðar mannneskjur sem þau bæði voru. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þau svo lengi meðal okkar, en afi okkar, Björn Finnboga- son, lést árið 1989, 86 ára gamall og nú hefur amma okkar, Auður Tryggvadóttir, kvatt þennan heim, 89 ára gömul. Heimili ömmu og afa á Gerðavegi 1 stóð okkur ávallt opið. Þar gistum við oft og áttum ánægjulegar stund- ir. Amma hafði í mörgu að snúast. Þau afi ráku verslun, hún var org- anisti í Útskálakirkju og söngkenn- ari við Gerðaskóla. Auk þess var oft gestkvæmt á heimilinu. Þrátt fyrir annríkið gaf hún sér alltaf tíma til þess að sinna barnabömunum sín- um. Hún gerði allt til þess að okkur liði sem allra best. Hún eldaði uppá- haldsmatinn okkar og bakaði uppá- haldskökurnar. Hún spilaði við okk- ur, las fyrir okkur sögur og ljóð, réð með okkur krossgátur og lék fyrir okkur á orgelið sitt. Oft nutum við aðstoðar ömmu við heimanámið, en hún var víðlesin og fróð. Hún var einstaklega vel að sér í tungumálum. Við gátum leitað til ömmu með öll okkar vandamál, .stór og smá, hvenær sem var, hún var alltaf til staðar. Hún kunni þá list að hlusta, var ráðagóð og veitti okkur uppörv- un og hvatningu. Hún hafði áhuga á öllum viðfangsefnum okkar, námi, MINNINGAR starfi og áhugamálum. Hún var afar umhyggjusöm og góð. Hún var ein- stök amma. Síðustu fjóra mánuði dvaldi amma okkar á Garðvangi í Garði. Þar naut hún umönnunar yndislegs starfs- fólks og viljum við færa því hugheil- ar þakkir. Einnig viljum við þakka móður okkar fyrir það, að hafa með sér- stakri umhyggju annast ömmu okk- ar hin síðari ár og þannig gert henni mögulegt að dveljast á heimili sínu eins lengi og kostur var. Við þökkum elsku ömmu okkar fyrir allar góðu samverustundirnar og allt það sem hún gerði fyrir okk- ur. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum góðan Guð að geyma hana og blessa minningu hennar. Þú varst mér ástrik, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú, og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (S.S.) Auður, Björn, Hildur og Atli. Leiðir okkar Auðar Tryggvadótt- ur lágu fyrst saman arið 1952 er ég var kjörinn prestur í Útskála- prestakalíi, eftir að sr. Eiríkur Brynjólfsson, sem í 24 ár hafði þjón- að prestakallinu með reisn og skör- ungsskap, fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Vesturheims. Sem ung stúlka, líklega um tví- tugt, gerðist Auður organisti við Útskálakirkju, enda hafði hún lært orgelleik hjá þjóðkunnum tónlistar- mönnum, svo sem Páli ísólfssyni og Sigvalda Kaldalóns. Þetta vandasama og á margan veg erfiða starf stundaði Auður af einstakri alúð og trúmennsku í meira en hálfa öld. Ég kynntist henni því ekki fyrr en hennar langi starfstími var vel hálfnaður. En af 25 ára kynnum þekkti ég vel til hennar verka á þessu sviði, enda ljóst að prestur og organisti þurfa ætíð að hafa náið samstarf. Mér var því vel kunnugt um hversu vel og sam- viskusamlega Auður stundaði þetta starf. Auður bar í sannleika uppi söng- líf kirkjunnar með miklum ágætum. Því til sönnunar vil ég gjarnan geta þess, að fyrrverandi safnaðarfull- trúi, sem sjálfur hafði verið söng- stjóri og organisti um skeið, sagði mér, að í eina tíð hefði kirkjukór Útskálakirkju verið talinn besti kirkjukór á Suðurnesjum. Þá skal þess og getið, að Auður var söng- kennari við Gerðaskóla í fjölda ára og tók gjarnan með sér hóp þaðan til að syngja við barnaguðsþjón- ustur. En þótt Auður helgaði Útskála- kirkju fyrst og fremst tónlistar- kunnáttu sína, skal því ekki gleymt að hún var ávallt boðin og búin til starfa hvenær sem til hennar var leitað. Á ég þá ekki aðeins við undir- leik við kirkjulegar athafnir utan hinnar venjulegu guðsþjónustu, heldur var hún jafnan kölluð til að spila við svo mörg önnur tækifæri, svo sem við skólasetningu og skóla- slit, á stúkufundum, jólatréskemmt- unum, á félagsfundum og samkom- um í byggðarlaginu. Var Auður alla tíð sérstaklega samvinnulipur og fús, þegar hún var beðin um slíka þjónustu, hvort heldur var á vegum kirkjunnar eða við önnur tækifæri. Þessa hluti þekkti ég vel sem náinn samstarfsmaður og get ég vart hugsað mér persónu sem betra var að vinna með en Auði Tryggvadótt- ur. Fyrir þetta ágæta samstarf í aldarfjórðung vil ég þakka Guði af heilum huga nú þegar hún er kvödd hinstu kveðju. Ég veit þá einnig, sem fyrrverandi sóknarprstur, að ég má flytja henni hjartans þakkir safnaðar og kirkjukórs Útskálakirkju fyrir ómetanlegt og fórnfúst starf í meira en hálfa öld. Þá var Auður formaður kvenfé- cdj f.m i:;)ác • iar11a_ Ut LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 31 lagsins Gefnar hátt á þriðja áratug. En kvenfélagið hefur ávallt borið kirkju sína mjög fyrir brjósti og gefið henni margar góðar gjafir. Er ekki að efa að í þessum efnum hefur krikjan notið áhrifa Auðar, góðvildar hennar og gjafmildi, mannkosta, sem hún hafði til að bera í ríkum mæli. Þessara mann- kosta Auðar naut þó ekki aðeins kirkjan heldur margir fleiri, meðal annarra börn okkar hjóna. Auður var einnig húsmóðir á myndarheimili, þar sem mjög var gestkvæmt. Maður hennar var odd- viti í áratugi, en gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit- arfélag sitt. Það átti því margur erindi á þetta heimili. Var því við- brugðið, hversu gestrisni þeirra hjóna var mikil. Þessum hluturn var ég vel kunnugur, því að ósjaldan lá leið mín þangað, og ekki fór ég þaðan fyrr en ég hafði þegið rausn- arlegar veitingar, auk þess að njóta alúðar og viðmótshlýju húsbænda. Ég tel að það lán og gæfu að hafa í aldarfjórðung átt að nánasta samstarfsmanni þessa mannkosta- konu, Auði Tryggvadóttur, sem ávallt var reiðubúin til þjónustu við kirkjuna sína og hvenær sem krafta hennar og tónlistarhæfileika var þörf meðal sveitunga sinna. Mikilhæf heiðurskona er kvödd í dag. Blessuð sé minning hennar. Börnum hennar og ástvinum öllum vottum við hjónin innilegustu samúð. Guðm. Guðmundsson. Að heilsast og kveðjast er lifsins saga og kveðjustundinni fylgir ávallt söknuður, eins þótt við vitum að hún hafí verið tímabær. Þannig er það nú þegar Auður Tryggva- dóttir kveður okkur. Við hljótum að samgleðjast henni að hafa nú, eftir erfið veikindi, fengið að fara í þá ferð sem bíður okkar allra. Við kveðjum samt með söknuði en þó ekki síður þakklæti. Auður Tryggvadóttir var lágvax- in kona en hún var samt stór kona. í mínum huga var hún ein af mátt- arstólpunum í Garðinum og þótt ég hafi varla komið þangað nema sem gestur nú í aldarfjórðung trúi ég að flestir Garðbúar geti verið mér sammála. Hún var organisti við Útskálakirkju um árabil, rak versl- un með eiginmanni sínum, Birni Finnbogasyni, og hélt heimili, þar sem var ævinlega mikill gestagang- ur, ekki síst vegna þess að Björn var oddviti Gerðahrepps í fjölda- mörg ár. En sem barn í Garðinum var ég ekkert að velta fyrir mér fjölhæfni og dugnaði þessarar konu, svona var bara hún Auður. Fyrir mér var • hitt mikilvægara að úr augum hennar skein ævinlega svo mikil hlýja og ég vissi að ég var alltaf veíkomin á heimili hennar. Fyrir það langar mig nú að þakka. Fyrir margt löngu fékk þá hugdettu að læra á píanó eins og besta vin- kona mín. Móðir mín var vitur kona og vissi sem var að trúlega yrði áhuginn endasleppur. Ekkert píanó var á heimilinu en hinsvegar orgnl og því samdi hún við Auði um að kenna stelpunni undirstöðuatriði í orgelleik, það mætti síðan yfírfæra á píanóið ef áhuginn entist. Ég á ennþá lítið kver sem Auður kenndi mér eftir og ég kann ennþá, svona nokkurnveginn, að spila Nú blikar við sólarlag. Áuður entist lengur en ég, hún tók alltaf jafn vel og hlýlega á móti mér og virtist eiga til endalausa þolinmæði. Fyrir það vil ég þakka. Ég vil líka þakka fyr- ir stundirnar í eldhúsinu þegar pabbi og Björn sátu í stofunni og ræddu sveitarstjórnarmál og aðra pólitík en ég læddist fram í eldhús til Auðar og fékk mjólkurglas og marmaraköku. Þar ræddum við saman, hún spurði - af áhuga og einlægni - og stjórnaði samræðum sem gerðu það að verkum að mér fannst við vera jafningjar. Stundum fór ég ein í heimsókn til Auðar og fékk mjólkurglas og marmaraköku og í endurminning- unni arkar kotroskinn stelpuhnokki upp veg áleiðis heim og finnur til sín. Hún Auður talaði nefnilega við mig eins og ég væri fullorðin. Fyrir það vil ég þakka. Þegar ég kvaddi var alltaf laumað í lítinn lófa sæl- gæti í poka úr búðinni enda Auður búin að fínna upp bland í poka löngu áður en nokkur hafði heyrt á slíkt minnst og ég naut góðs af. Fyrir það vil ég þakka. Eftir að foreldrar mínir fluttu úr Garðinum og ég var komin austur á land, héldum við áfram að fara í heimsókn til Auðar og Björns og nú var komið að mér að sitja í stofunni með pabba og Birni og ræða pólitík en bömin mín sáu og fundu strax hlýjuna frá Auði og læddust fram í eldhús þar sem þau fengu mjólkurglas eða gos og köku. Og ég endurlifði bemsku mína þegar ég horfði á Auði ræða við þau eins og þau væru fullorðin. Og ég horfði á þau heillast af stig- anum alveg eins og ég hafði gert, þessum langa, langa stiga sem í augum barnsins var næstum því óendanlegur og alveg beinn. Svona stigar geta verið alveg ómótstæði- legir. Ég vil þakka fyrir mig, fyrir börnin mín, sem fengu að koma í eldhúsið til þín, fyrir ævilanga vin- áttu þína í minn garð og ekki síður foreldra minna. Ég veit að ástvinir taka á móti þér á sígrænum engjun- um hinum megin en héma megin standa einnig ástvinir og sakna og syrgja. Þeim votta ég einlæga sam- úð mína. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín; þinn almáttugan ástarvæng íát yfírskyggja mína sæng. (Matthías Jochumsson) Inga Rósa Þórðardóttir. Kveðja frá Kvenfélaginu Gefn Sælir em dánir, þeir, sem í Drottni deyja, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim. Látin er kær vinkona mín og sam- starfskona í áratugi á fleiri en einum vettvangi, Auður Tryggvadóttir í Gerðum. Um árabil hefur hún sett sterkan svip á byggðarlagið okkar með fjöl- breyttum störfum fyrir samfélagið. Áhrifa þess gætir um ókomna fram- tíð. Mér er ljúft að minnast hennar með nokkrum orðum og þakka sér- staklega fyrir störf hennar í kvenfé- laginu Gefn, sem hún var félagi í í sextíu ár, þar af tuttugu og fimm ár formaður. Félagið mun lengi búa að því, sem Auður var því sem for- maður, ljúfmennska og lipurð voru einkenni forustu hennar. Þó hún léti ' af formannsstarfinu eftir tuttugu og fimm ár, bar hún ávallt hag félags- ins fyrir bijósti og vildi veg þess sem mestan. Eftir að hún hætti að geta sótt fundi, fylgdist hún samt vel með störfum félagsins og var því innan handar um eitt og annað. Á formannsárum Auðar voru mik- il og vaxandi umsvif hjá félaginu, mikið um tímafrekar fjáraflanir og stórar skemmtanir. Þegar leikskól- inn Gefnarborg sem félagið byggði og rak í fímmtán ár tók til starfa árið 1971 kom það í hennar hlut að sjá um reksturinn að öllu leyti fyrstu árin. Félagsfundina hafði Auður á heimili sínu í átta ár, var þá veitt ^ rausnarlega að fundum loknum. Þegar minnst er starfa Auðar fyr- ir kvenfélagið Gefn, gleymist ekki eiginmaður hennar Björn Finnboga- son, sem var mikill vinur og velunn- ari félagsins, það kom m.a. fram i margháttaðri aðstoð og fyrirgre- iðslu, sem ávallt stóð til boða þegar á þurfti að halda. Þau hjón voru bæði heiðursfélagar Gefnar. Á kveðjustund er þökk og virðing efst í huga. Ástvinum öllum er vott- uð innileg samúð. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur lif og líknarráð hún ljómar heit af Drottins náð. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort strið, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Joch.) Sigrún S. Oddsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.