Morgunblaðið - 14.01.1995, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HULDA
PÁLSDÓTTIR
+ Hulda Pálsdótt-
ir fæddist á
Guðlaugsstöðum í
Blöndudal 21. ágúst
1908. Hún lést í
Héraðssjúkrahús-
inu á Blönduósi 9.
janúar 1995. For-
eldrar hennar voru
Páll Hannesson
bóndi á Guðlaugs-
stöðum og kona
hans Guðrún
Björnsdóttir. Systk-
ini Huldu eru:
Hannes, bóndi á
Undirfelli, síðar
sljórnarráðsfulltrúi í Reykjavík
(látinn), Bergur, (lést ungur).
Björn, alþingismaður og bóndi
á Löngumýri, Guðmundur,
bóndi á Guðlaugsstöðum (lát-
VORIÐ 1947 var ég ráðin til hjón-
anna á Höllustöðum í Blöndudal,
þeirra Huldu Pálsdóttur og Péturs
Péturssonar, og átti að annast þar
barnagæslu og snúninga um sumar-
ið. Ég hafði mikið heyrt talað um
Blöndudalinn, og þá sér í lagi Guð-
laugsstaði, ættaróðalið, þar sem
sama ættin hafði setið svo öldum
skipti.
Móðir mín, Anna Guðmundsdótt-
ir og Hulda voru bræðradætur.
Faðir Huldu, Páll Hannesson, bjó
lengst af sínum búskap á Guðlaugs-
stöðum sem var annálað menning-
arheimili og bjó hann þar enn, aldr-
aður höfðingi, þegar ég kom í dal-
inn, en afi minn, Guðmundur, hafði
látist árinu áður. Milli bræðranna
frá Guðlaugsstöðum, Páls bónda og
Guðmundar Hannessonar prófess-
ors, var afar náið og innilegt sam-
band. Þeir skrifuðust á alla ævi og
hafa mörg bréf þeirra varðveist.
Ég hafði aldrei áður farið að
heiman og var hálfkvíðin fyrir
ferðalaginu og sumrinu. Hélt ég nú
með áætlunarbflnum sem leið lá
norður á Blönduós. Þar hitti ég
Pétur bónda. Hann hafði ekið Svín-
vetningabrautina á jeppa til að
sækja mig. Tæplega held ég að sá
vegur þætti ökufær nú á dögum.
Við tókumst öðru hvoru á loft í jepp-
anum, rákumst upp í þakið og hrist-
umst til og frá. Brúin yfir Blöndu
hafði ekki 'verið byggð á þessum
tima en vegurinn hinum megin
Blöndu og Svartár sem lá fram
Langadalinn var þó stórum skárri
en Svínvetningabrautin, enda þjóð-
vegur. En sá böggull fylgdi skamm-
rifí að hefði ég haldið áfram með
áætlunarbílnum fram Langadalinn
hefði ég einhvern 'veginn orðið að
fá far að kláfnum og fara í honum
yfir Blöndu. Öðru vísi var ekki unnt
að komast yfir ána. Ég var nú held-
ur fegin að þurfa ekki að standa í
slíkum stórræðum, enda bæði
kjarklítil og lofthrædd.
Komið var myrkur þegar við
náðum á áfangastað. Húsmóðirin
Hulda stóð í dyrunum alvarleg en
viðmótshlý. Mér leist strax vel á
hana og bömin fjögur, þijá drengi
og eina stúlku, öll björt yfírlitum
og upplitsdjörf, Sérstaklega leist
mér vel á Pétur litla, sem ég átti
að gæta, rólegan hnokka og yfir-
vegaðan. Hann sagði fátt framan
af, en þeim mun gáfulegra fannst
mér það sem hann sagði. Þá var
iðulega á bænum í fóstri Páll Hann-
esson, systursonur Huldu, sonur
Árdísar Pálsdóttur, ýmist með móð-
ur sinni eða einn. Hann var ári eldri
en Pétur litli.
Sumrin mín á Höllustöðum urðu
þijú. Hulda og Pétur voru góðir
húsbændur og frábærir uppalendur.
'Þau voru vinnusöm, en ætíð hlý og
nærgætin við börn, fullorðna og
dýr. Pétur var eitt mesta ljúfmenni
sem ég hef kynnst, jafnframt því
að vera ótrúlegur vinnuþjarkur.
Stórar landspildur voru ruddar og
þeim breytt í ræktað land þessi ár
sem ég var þarna. Eldri drengimir
fóm snemma að hjálpa til. Pétur
var ósérhlífínn með afbrigðum og
inn), Halldór, bún-
aðarmálastjóri (lát-
inn) og Árdís, hár-
greiðslukona í
Reykjavík (látin).
Hulda giftist Pétri
Péturssyni frá
Steiná í Svartárdal
2. júní 1933. Þau
reistu bú á Höllu-
stöðum í Blöndudal
og bjuggu þar upp
frá því. Pétur lést
1977. Börn þeirra
eru: Páll, alþingis-
maður og bóndi á
Höllustöðum, Már,
dómari í Hafnarfirði, Hanna
Dóra, kennari í Kópavogi og
Pétur, læknir á Akureyri. Utför
hennar verður gerð frá Svína-
vatnskirkju i dag.
á hann hlóðust einnig trúnaðarstörf
í sveitarfélaginu. Hann var meðal
annars lengi hreppstjóri.
Þegar Pétur litli fór að verða fær
í flestan sjó varð ég smám saman
að fullgildri kaupakonu og vom
mér nú falin ýmis verkefni. En eng-
in sem vom mér ofviða. Þess var
gætt.
En lífið á Höllustöðum var ekki
alltaf vinna. Á sólbjörtum sunnu-
dögum var lagt á góða gæðinga
Höllustaðaheimilisins, haldið til
kirkju að Svínavatni eða Auðkúlu,
riðið fram í Guðlaugsstaði eða í
Eiðsstaði og þegnar góðgerðir,
smalað og farið í réttir. Þetta urðu
kaupstaðarbaminu ógleymanlegar
ævintýraferðir. Ég ætlaði mér síðan
lengi vel að eignast hest eða hesta.
Mér fannst hesturinn vera konung-
ur dýranna.
Húsmóðirin Hulda varð mér,
unglingnum, ráðgáta. Ég hafði
aldrei kynnst svona konu. Hún gat
allt, gerði allt, kom mjólk í mat og
ull í fat, milli þess sem hún hug-
leiddi eilífðarmálin. Hún gaf sér líka
góðan tíma til þess að tala við böm-
in. Hún vitnaði óspart í þjóðskáldin
og fylgdist með öllum þjóðþrifamál-
um og menningarstraumum. Hún
hafði stundað nám við Menntaskól-
ann á Akureyri og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi. Hugur hennar hefði
sannarlega staðið til frekara náms
og hún nýtti sinn tíma áreiðanlega
betur en flestir. Ámm saman stóð
hún í bréfaskriftum við ýmsa sem
hún hafði kynnst á námsámm sín-
um, þar á meðal skólameistarahjón-
in á Akureyri. Ekkert strit eða erf-
iði gat bælt fróðleiksfýsn hennar
né ótakmarkaðan áhuga á skáld-
skap, þjóðlegum fróðleik og öðmm
andlegum verðmætum. Hún var
ákaflega vel ritfær og eftir hana
liggja margar afar merkar greinar
um menn og margvísleg málefni.
Árið 1959 vildi svo skemmtilega
til að Hulda var stödd í Reykjavík
þegar við Stefán Hermannsson
héldum brúðkaup okkar. Var hún
að sjálfsögðu heiðursgestur. Ýmsir
vinir föður míns voru þar viðstadd-
ir (hann hafðj látist árið 1957), Þar
á meðal Páll ísólfsson, Níels Dung-
al prófessor og fleiri. Dungal hafði
þá nýverið lokið við að skrifa bók
um trúmál sem heitir Blekking og
þekking. Þau Hulda áttu langt sam-
tal. Fólk tók til þess hve Hulda
hafði margt til málanna að leggja,
fylgdi sínum skoðunum fast fram
og gaf hvergi eftir. Árið 1975 urð-
um við hjónin fyrir þeirri sorg að
missa einkadóttur okkar 10 ára
gamla með sviplegum hætti.
Skömmu síðar barst mér bréf frá
Huldu frænku minni, sem mér var
ákaflega mikils virði að fá og hef
æ síðan haft einhvers staðar nálægt
mér. Upphaf bréfsins er á þessa
leið:
„Bestu þakkir fyrir síðast. Mig
langar til að skrifa þér, en veit þó
að eflaust get ég ekkert sagt við
þig, sem þú ekki þegar veist og
hefir gert þér ljóst. En hvíta blaðið,
sem ber boð milli sálna, er þó alltaf
dálítið lífsmark, og oftast velkomið.
A
\
MINNIIMGAR
Eg held að eitthvert jákvætt svar
sé til við öllu, sem við mætum eða
reynum á lífsleiðinni; en stundum
er djúpt á því.
Kannast þú ekki við kvæði Matt-
híasar: Sorg? Það er alveg stórkost-
legt.“ ...
„Ef framhaldslíf er til, öðru vísi
en í minningunni og í niðjunum, er
ég sannfærð um það, að hinir fram-
liðnu vilja ekki að eftirlifandi ástvin-
ir gangi í sorg, heldur vilja þeir,
að þeirra sé minnst með kærleiks-
hug og fyrirbænum og þeir fái að
vera áfram hluti af lífí okkar. Það
virðist líka svo, að einhveijir góðir
andar vari fólk stundum við hættum
og jafnvel hjálpi því á þungri stund.
Vissan er víðs fjarri, en við verð-
um að vona, að einhver tilgangur
sé með þessu öllu saman, og gæfu-
barningurinn sé það ákjósanleg-
asta, eins og Sigurður skólameist-
ari sagði einhveiju sinni.
Ei vitkast sá er verður aldrei hiyggur,
hvert viskubam á sorgarbijóstum liggur.
í sorgarhafsdjúpi sannleiksperlan skín,
þann sjó máttu kafa, ef hún skal verða þín.“
Móðir mín og Hulda ræktu vel
frændsemi sína meðan báðar lifðu.
Kom Hulda oft í heimsókn á Hóla-
vallagötuna hin síðari ár þegar leið
hennar lá suður til þess að heim-
sækja börn sín sem hér búa. Móðir
mín lést árið 1987.
Um mánaðamótin ágúst-septem-
ber síðastliðin fékk ég eitthvert
hugboð um að ég yrði að fara og
sjá Huldu frænku mína. Við höfðum
reyndar rætt saman í síma skömmu
áður. Þá sagði hún eitthvað í þá
veru að hún væri ekki viss um að
hún lifði fleiri sumur. Ég hringdi
því í hana með dags fyrirvara og
boðaði komu mína. Þá endurtók
sagan sig frá 1947. Nema ég sett-
ist upp í eigin bifreið og ók greitt
á rennisléttum vegi í glaðasólskini
norður í Blöndudal. Aldrei hef ég
séð dalinn eins fagran og þarna í
sólskininu og ekki var að spyija að
móttökunum hjá þeim mæðgum,
Huldu og Dóru. Mér var boðið allt
það besta sem hægt er að bjóða
gesti, kjötsúpu og rófur og kartöfl-
ur beint upp úr moldinni. Síðan var
búið um mig í fallegu stofunni henn-
ar Huldu, sem var að mestu óbreytt
frá því ég kom þar fyrst, nema nú
hafði bæst við mikið af bókum og
myndum af fjölskyldunni. Hulda
leit mjög vel út og var bráðhress.
Ekki óraði mig fyrir því að innan
þálfs mánaðar myndi hún greinast
með alvarlegan sjúkdóm og ætti
skammt eftir ólifað.
Næsta dag var sama dýrðarveðr-
ið. Við Dóra gengum niður að
Blöndu, áin var friðsamleg og stillt.
Við Hulda kvöddumst svo skömmu
síðar í sólinni fyrir utan bæinn
hennar.
Blessuð sé mæt minning Huldu
á Höllustöðum.
Sigríður Jónsdóttir.
Með þessum sálmaversum langar
mig að kveðja ömmu mína, Huldu
Pálsdóttur:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hulda Pétursdóttir.
Við brotthvarf ástvinar kemst rót
á hugann þó viðkomandi hafi í lang-
an tíma undirbúið og rætt brottför
sína frá þessu lífi af mikilli yfírveg-
un og íhugun eins og afasystur
minni Huldu Pálsdóttur húsmóður
á Höllustöðum var lagið. Hulda
frænka verður kvödd í dag, 86 ára
að aldri og vil ég þakka henni þann
vinskap og umhyggju sem hún
sýndi mér. Það var mikil gæfa að
fá að njóta samvista við hana. Mig
langar að minnast hennar í nokkr-
um orðum, þó erfitt sé að finna orð
við hæfi þegar um svo merka kona
er að ræða. Einkum veldur það
hugarangri að líklega hefði hún lít-
ið verið hrifín af slíku uppátæki
vegna hógværðar sinnar. Hún var
lítið fyrir að ræða um sig og sína
hagi en fyrir öðrum bar hún mikla
umhyggju. Fylgdist hún jafnan vel
með og lagði fram mikla aðstoð í
orði og verki. Hjá Huldu var aldrei
komið að tómum kofunum. Alltaf
fór maður léttur í lund og mikið
fróðari frá henni. Minnisstæð er
síðasta heimsóknin til hennar á
sjúkrahúsið á Blönduósi í nóvem-
ber, þar sem hún dvaldi síðustu
mánuðina. Þá fjallaði hún um heima
og geima, þetta líf og annað líf, af
sama áhuga og ævinlega og gerði
að gamni sínu, þó þrekið væri farið
að dvína. Það var erfitt að gæta
þess að heimsóknirnar yrðu ekki
of langar, því tíminn var alltaf of
stuttur þegar frænka var komin á
fljúgandi ferð. Hún var fljúgandi
mælsk og virtist hafa áhuga og
skoðun á flestu því sem snertir lífíð
og tilveruna. Það var verst hve langt
í burtu hún var, en úr því leysti
hún eins og öllu öðru. Hún skrifaði
bréf og notaði símann. Skriftir voru
henni mjög eðlilegar eins og allt sem
hún tók sér fyrir hendur. Ég minn-
ist þess að bréfín frá Huldu frænku
voru opnuð með vissri viðhöfn og
eftirvæntingu. í þeim gat maður
búist við nákvæmri og hápólitískri
þjóðmálalýsingu, fréttum af ætt-
ingjum, dýrunum og gróðri og jafn-
velljóði.
Ég minnist Huldu fyrst þegar
hún var um fímmtugt. Hún var
gift móðurbróður mínum Pétri Pét-
urssyni og bjuggu þau á Höllustöð-
um í Blöndudal. Þau tóku mig sem
sumarbarn 10 ára gamla og dvaldi
ég hjá þeim næstu sumur í góðu
atlæti. Þessi dvöl er mér mjög dýr-
mæt og eftir því dýrmætari sem
lengra frá líður. Þau hjón voru
merkishjón, ólík að upplagi og mikl-
um mannkostum gædd. Þau eign-
uðust fjögur börn sem öll luku námi
frá Menntaskólanum á Akureyri.
Sá skóli var henni alltaf ofarlega í
huga. Þaðan lauk hún gagnfræða-
prófí á uppvaxtarárum sínum og
nefndi hún oft Gagnfræðaskólann
á Akureyri. Læddist stundum að
manni sá grunur að hún hefði geng-
ið menntaveginn ef tækifæri hefði
gefíst og tíðarandinn verið annar.
Fjöldi barna og unglinga dvaldi hjá
þeim hjónum á sumrin og sum einn-
ig að vetrinum en sjaldnast nema
eitt eða tvö í einu.
Hulda var húsmóðirin og brá sér
sjaldan af bæ eins og títt var um
húsmæður til sveita. Hún var fasti
punkturinn sem alltaf var til staðar
og það var sjálfsagt. Hún vann eins
MÉR er ljúft að minnast móðursyst-
ur minnar Ástu með þessu fáum
línum. Mínar minningar eru mest
bundnar við tíðar heimsóknir í Litla-
Bæ þar sem Ásta og fjölskylda
hennar þjuggu þá, en þangað leit-
aði hugurinn eftir að skóladegi lauk,
þá var ekki sú byggð sem nú er
og strætisvagnaferðir strjálar. Á
og allir hörðum höndum en aldrei
með hamagangi. Oft undraðist ég
hvað hún komst yfír. Fyrir utan alla
vinnuna við heimilið saumaði hún
mikið og pijónaði og einhver tímann
hlaut hún að lesa þann fróðleik sem
hún miðlaði til annarra. Að kenna
var henni eðlilegt. Hún var kennari
um tíma áður en hún giftist og eft-
ir það nutu allir þeir sem á Höllustöð-
um voru þessara hæfíleika hennar,
hvort sem það var til bóklegs eða
verklegs náms. Það var með ólíkind-
um hvemig hún fór að þessu. Áður
en maður vissi var hægt að pijóna
hæla og þumla án þess að fínna
fyrir tilsögn. í sláturtíðinni fékk
maður verk í hendur eitt og eitt í
einu en aldrei það sama. Að lokum
var maður fullnuma og gat tekið
slátur við frumstæð skilyrði og
Hulda víðsfjarri í öðru landi. Hún
skynjaði vel hvenær nóg var komið
og skildi að stundum var stutt í
þolinmæði unga fólksins. Hún talaði
við okkur eins og jafningja af hrein-
skilni og alúð. Hún var ráðagóð og
hafði gott lag á okkur.
Minningin um Huldu verður
margbrotin. í mínum huga var hún
fyrst og fremst hógvær, natin, rök-
föst og skemmtileg. Hún hafði ríka
réttlætiskennd og hugsaði málin vel
og hafði gild rök fyrir öllu sem hún
hélt fram. Hún bar mikla virðingu
fyrir náttúrunni og þótti mjög mið-
ur þegar nærri henni var gengið í
landinu sem hún þekkti best. Hún
var sanngjam umhverfissinni og
mat mjög frelsi og sjálfstæði þjóð-
innar. Síðustu árin var hún mikill
andstæðingur Evrópustórveldisins
og fylgdist vel með gangi þeirra
mála eins og reyndar öllu öðm sem
sneri að velferð fólks. Hún var
margfróð um íslenska þjóðhætti og
óspör á að segja frá lifnaðarháttum
fyrri tíma. Til allrar gæfu náðist
að skrifa eitthvað af því niður. Mik-
ið dálæti hafði hún á Hannesi afa
sínum á Eiðstöðum, og vitnaði oft
í hann þegar við spjölluðum um lifn-
aðarhætti fyrri tíma.
Á síðari hluta ævinnar fór líkam-
leg heilsa hennar að bresta. Hún
fékk bót á sumu en öðm lifði hún
með án þess að kveinka sér. Hún
lærði að vélrita á fullorðinsárum til
að hafa eitthvað að gera að eigin
sögn þegar hún hætti að geta saum-
að og lesið vegna sjónleysis. Þrátt
fyrir stöðugt versnandi sjón gat hún
að mestu pijónað og lesið fram
undir það síðasta. Hún mat það
mikils að geta verið að gagni og
síðustu árin undi hún sér vel heima
og hafði mikið dálæti á langömmu-
börnunum sínum sem koma til með
að sakna langömmu eins og við öll
sem hana þekktuin. Við sem eldri
erum varðveitum ljúfar minningar
um ömmu, mömmu, frænku og
traustan vin um ókomna tíð.
Þóranna Pálsdóttir.
heila tímanum fór vagninn að Nýja-
Bæ, sem nú er horfínn og á hálfa
tímanum að Mýrarhúsaskóla. En
það hafði það í för með sér, ef sá
vagn var tekinn og krían var með
sinn varptíma á svæði gegnt Bolla-
görðum, að tekið var á sprett frá
Valhúsahæð og linnti ekki fyrr en
að Nýja-Bæ var komið. En þetta
ÁSTA
ÞORVARÐARDÓTTIR
+ Ásta fæddist í
Gróttu á Seltjarn-
arnesi 9. ágúst 1902.
Hún lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 20. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorvarður Einarsson
vitavörður í Gróttu,
ættaður frá Stöðlum í
Olfusi, og Guðrún
Jónsdóttir frá Mora-
stöðum í Kjós. Þau
eignuðust fjögur börn:
Guðrúnu, Albert, Vil-
borgu og Ástu. Einnig
tóku þau sér kjördótt-
ur, Sigríði, og er Ásta síðust
þeirra til að kveðja þennan
heim. Ásta gift-
ist Haraldi Jóns-
syni frá Mörk við
Bræðraborgar-
stíg 13. janúar
1927 og eignuð-
ust þau þrjú
börn: Guðrúnu,
gift Gunnlaugi
P. Steindórssyni
og eiga þau tvo
syni, Þorvarð og
Nönnu, gift Ein-
ari Sigurðssyni
og eiga þau þijá
syni.
Langömmubörn-
in eru orðin átta. Útför Ástu
fór fram í kyrrþey.