Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 35 MINNINGAR hópur vina er snortinn samúð og söknuði. En svona er lögmál lífs og dauða gróandi starfs, hrörnun- ar, gleði og sorgar. Og lífið heldur áfram í þeirri mynd, sem vonir eru tengdar við, en enginn sér fyrir. Nú, á kveðjustund Brigittu, er okkur samferðamönnum og vinum efst í huga þakklæti fyrir sam- fylgdina. Fyrir það hvað hún var oft skemmtileg og hvað hún var tryggur vinur og góður Húnvetn- ingur. Við vissum líka um mikla reynslu þeirra hjóna er hafið tók son þeirra Guðmund í blóma lífsins og nú rétt fyrir jólin fórust bróðir og mágkona hennar út í Þýska- landi. En við vitum líka um ham- ingju þeirra yfir hinum börnunum, þeim Matthíasi og Rósu og blóm- legum hópi afkomenda. Og þræðir lífsins spinnast áfram. í upphafi nýs árs ber að minn- ast þess sem liðið er, en horfa fram á veginn. Það er öllum nauðsynlegt og gott og sérstaklega þegar alvar- an hefir knúið dyra, sem nú hefir orðið. Grímur Gíslason Kristur sagði: „Ég er upprisan og lífið, hver sem á mig trúir mun lifa þótt hann deyi.“ Brigitta var trúuð kona og hún mun halda áfram að starfa á öðru tilverustigi svo dugleg og starfsg- löð sem hún var. Engin hjón voru jafn samtaka við að taka á móti vinum og vanda- mönnum hvenær sem var og Brig- itta og Sigursteinn. Við minnumst ótal stunda á fallegu heimili þeirra, ýmist í fámennum hópi eða stór- veislum sem þau héldu oft. Þá var söngur og gleði ásamt rausnarleg- um veitingum. Brigitta var ljóðelsk og hafði yndi af fallegri tónlist, las einnig mikið af alls konar fróðleik. Hún aflaði sér menntunar á margan hátt á fullorðinsárum. Það var gaman að fylgjast með hve vel hún stóð sig í náminu. Hún veiktist og lést svo snögg- lega að við erum enn dofin eftir þetta mikla högg, hvað þá nánustu ættingjar hennar. Við spilafélagar hennar þökkum skemmtilegar stundir við spila- borðið og hve sjálfsagt henni þótti að aka með okkur innan og utan bæjar hvenær sem var. Við Helgi þökkum henni vináttu og tryggð á liðnum árum. Kæri Sigursteinn og fjölskylda. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Helga. Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fögur störf flyt ég þér að launum. (Sveinbjörn Beinteinsson.) Hvíl í friði, kæra vinkona. Helga E. Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast vinkonu minnar, Brigittu, með nokkrum orðum. Vinátta okkar hófst þegar hún kom til íslands í júní 1949, til að hjálpa mér á heimilinu. Hún gerði það með afbrigðum vel eins og allt sem hún kom nálægt, því hún var afar dugleg og ósérhlífin. Við höfðum aldrei sést fyrr en við hjónin fórum niður að höfn að taka á móti henni. Það voru marg- ar ungar stúlkur með skipinu. Eg kom auga á smávaxna stúlku sem skar sig úr. Það var eitthvað við hana sem mér leist svo vel á að ég óskaði þess að hún væri að koma til okkar. Það reyndist vera rétt og þar með hófst vinátta sem staðið hefur æ síðan. Brigitta varð mikili íslendingur í sér. Hún tók sér íslenskt föður- nafn eins og hér er siður og klædd- ist íslenskum búningi á hátíðum. Hér fann hún sína hamingju, Sigurstein lækni, mikinn ágætis- mann og eignuðust þau þrjú mann- vænleg og góð börn. Þau urðu fyr- ir þeirri sorg að missa yngsta barn sitt, Guðmund, sem drukknaði hér við strendur landsins. Vinátta og tryggð Brigittu var sérstök. Þó að oft hafi verið langt á milii okkar voru bréf og símtöl regluleg. Alltaf mundi hún eftir dögum sem skiptu máli og var tilbúin að samgleðjast og sýna samúð. Það er sárt að sjá á eftir góðri vinkonu á besta aldri, þegar ljóss- ins hátíð er nýafstaðin og nýja árið er að bytja með sínum vonum. Brigitta var afar trúuð kona og veit ég að það verður vel tekið á móti henni. Kæri Sigúrsteinn, Rósa, Matthí- as og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Með vinarkveðju, Rósa Ingólfsdóttir. Krabbameinsfélag Austur- Húnavatnssýslu var stofnað fyrir rúmum aldarfjórðungi, í nóvember 1968, ekki síst til að skipuleggja og annast krabbameinsleit í sýsl- unni. Kvenfélög sýslunnar áttu frumkvæði að stofnuninni en Sigursteinn Guðmundsson héraðs- læknir var kosinn fyrsti formaður- inn. Hann naut frá upphafi mikils stuðnings frá konu sinni, Brigittu Vilhelmsdóttur, sem kvödd er í dag. Hún var driffjöður í leitar- starfi Krabbameinsfélagsins og átti mikinn þátt í því að Húnvetn- ingar gátu lengi státað af bestu mætingu á landinu. í tilefni af tíu ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Hún- vetninga tók Brigitta, sem þá var gjaldkeri stjórnarinnar, að sér að safna nýjum félögum, í samvinnu við kvenfélögin. Árangurinn var einstakur. A þremur mánuðum þrefaldaðist félagafjöldinn og fé- lagið hefur síðan verið fjölmenn- asta krabbameinsfélagið á landinu, miðað við íbúafjölda. Félagið lét sitt ekki eftir liggja þegar safnað var fé undir kjörorðinu Þjóðarátak gegn krabbameini og þar lögðu •læknishjónin sig fram af alefli. Brigitta var oft fulltrúi á aðal- fundi Krabbameinsfélags íslands og beitti sér af sinni alkunnu at- orku í baráttunni gegn krabba- meini, meðal annars að tóbaks- vömum í skólum, sem hún sinnti af einstökum áhuga og fómfýsi. Krabbameinssamtökin hafa nú misst öflugan liðsmann. Ég sendi samúðarkveðjur til Sigursteins og fjölskyldu hans. Jón Þorgeir Hallgrímsson, formaður Krabbameinsfélags íslands. Fleiri minningargreinar um Brigittu Vilhelmsdóttur bíða birtingar og munu birtast hér íblaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær móðir mín, SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Miðleiti 4, Reykjavík, sem andaðist 8. janúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. janúar kl. 15.00. Elfa-Björk Gunnarsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ÁSTUÞORVARÐARDÓTTUR frá Gróttu. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Guðrún Haraldsdóttir, Gunnlaugur P. Steindórsson, Þorvarður H. Haraldsson, Nanna Haraldsdóttir, Einar Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LILJA KARLSDÓTTIR, Efstasundi 64, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 12. janúar. Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Gísli Sigurðsson, Linda Rós Guðmundsdóttir, Lilja Dögg. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA HJALTADÓTTIR, Hamragerði 27, Akureyri, lést þann 13. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sverrir Valdimarsson, Inga Þóra Svei risdóttir, Gauti Friðbjörnsson, Ellen Sverrisdóttir, Antonio Mendes og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést 9. janúar sl., verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafn- arfirði, mánudaginn 16. janúar kl. 13.30. Kristfn Bjarnadóttir, Sigurður B. Stefánsson Stefán Bjarni Sigurðsson, Sveinn Birgir Sigurðsson. t Elskulegur eiginmaður minn, EINAR VAGN BÆRINGSSON pípulagningameistari, Miðbraut 19, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 11. janúar. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Ásta Árnadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SIGURÐSSON, skipstjóri, lést 12. janúar 1995. Svanhvít Svala Kristbjörnsdóttir, Skúli Bjarnason, Hugrún Ólafsdóttir, Guðlaugur Bjarnason, Guðlaug Harðardóttir, Karólfna Bjarnadóttir, Brynjar Smári Rúnarsson, Sigrún Bjarnadóttir, Guðbjörg Bjarnadóttir, Guðrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir, FRIÐGEIR SUMARLIÐASON, Jakaseli 44, Reykjavik, lést sunnudaginn 8. janúar. Útför hins látna fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 16.janúarkl. 13.30. F.h. aðstandenda. Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir, Pétur Ólafur Ólafsson, Sumarliði Arnar Hrólfsson, Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir, Veigar Friðgeirsson og systkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar og móðursystur, JÓNU FR. JÓNASDÓTTUR, Sjafnargötu 7. Unnur Jónasdóttir, Gunnfriður Hermannsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föðursystur okkar, STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Skammadalshóli, Mýrdal. Guð blessi ykkur öll. Stefán Þór Kjartansson, Guðfinna Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.