Morgunblaðið - 14.01.1995, Side 40

Morgunblaðið - 14.01.1995, Side 40
40 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand ara en tómur þétt uppað geturðu póstkassi. heyrt öldunið. BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Málefni Austur- bæjarskóla Það sem snýr að yf irvöldum Frá Eiríki Brynjólfssyni: ÞAÐ ÞARF varla að segja lesendum frá því að Austurbæjarskóli hefur oft verið í fréttum í vetur. Þaðan af síður þarf að minna á að fréttirn- ar hafa ekki verið af ánægjulegu tilefni. Þvert á móti. Atburðirnir sem sagt hefur verið frá hafa verið bæði kennurum og nemendum til tjóns. Ég ætla ekki að fjalla um atburð- ina sjálfa né heldur rás viðburða síðustu ár enda er hún mér að mörgu leyti lokuð bók. Það virðist á hinn bóginn alveg Ijóst að vandamál hafa hrannast upp þar til í vetur að í algert óefni var komið. En hver á að hafa eftirlit með skólahaldi og sjá til þess að leið- rétta mál sem fara úrskeiðis? Mér finnst full ástæða til að víkja aðeins að yfirvöldum menntamála og hlut þeirra að þessu máli. Nokkur dæmi Haft hefur verið eftir fræðslu- stjóranum í Reykjavík að hann hafi ekkert getað gert vegna þess að hann hafi engar skriflegar kvartan- ir fengið. Þetta er rangt. Hann hef- ur fengið í hendur skriflega kvörtun frá foreldraráði skólans, auk munn- legra kvartana frá kennurum og foreldrum. Fyrir utan þau ósköp að fræðslustjóri sem veit af ófremdará- standi í einhveijum skóla á að mínu mati að rannsaka málið en ekki að bíða eftir skriflegri kæru. Þá var haft eftir fræðslustjóran- um í Reykjavík að hann gæti ekki vikið skólastjóra frá um stundarsak- ir nema fá tilmæli frá kennarafundi skólans. Þetta er rangt. Fræðslu- stjórinn þurfti ekki slík tilmæli. Mér flýgur í hug að hann hafi farið fram á þau til að hafa eitthvað að fela sig bakvið. Hann þurfti einungis að veita áminningu fyrst. Það virðist vera skilyrðið sem lög setja. Menntamálaráðherra hefur ógilt tilskipun fræðslustjóra um brott- vikningu skólastjórans og veitt hon- um veikindafrí. Hvorttveggja gerir hann í samræmi við lög og reglur skilst mér og ætla ekki að deila um það. En hvað svo? Aðstoðarskólastjór- inn er settur skólastjóri á meðan. Fínt. Honum ér vel treystandi fyrir því starfi en hver á að gegna starfi aðstoðarskóiastjóra á meðan? Svarið er: enginn! Einn maður að sinna tveggja manna starfi um óákveðinn tíma og það í skóla þar sem mál þarfnast skjótrar og farsællar úr- lausnar. Þetta er lausn menntamála- ráðherra. Hvílík lausn! Eitt af því sem ráðherra getur gert til að leiðrétta mistökin er að láta kennara skóians velja einn úr sínum hópi til að gegna stöðu að- stoðarskólastjóra um stundarsakir. Það er góð lausn enda er þar fullt af hæfu fólki. Yfirvöld hafa margbrugðist Sannleikurinn er sá að fræðsluyf- irvöld hafá margbrugðist í þessu máli. Þau hafa látið það viðgangast með aðgerðaleysi að vandamálin hafa undið upp á sig og hlaupið í þann óleysanlega hnút sem þau voru komin í. Þau hafa verið gjör- samlega ófær um að sinna eftirlits- hlutverki sinu. Þau hafa verið van- megnug að leiðrétta það sem aflaga hefur farið. Af síðustu fréttum verð- ur ekki annað séð en að yfirvöld ætli að halda áfram á þessari sömu braut klúðurs og ábyrgðarleysis. ' EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON, kennari við Austurbæjarskóla, Hagamel 24, Reykjavík. Allt er nú klám! Frá Ómari Ragnarssyni: UNDANFARIN misseri hef ég ver- ið í hópi þúsunda ánægðra áheyr- enda, sem flykkst hafa á skemmt- anir karlakórsins Heimis í Skaga- firði og notið þess í troðfullum sam- komusölum, bæði sunnan og norðan fjalla, að hiýða á fagran söng og góðan kveðskap kórfélaga, sem endurspeglaði skagfirska lífsgleði, listfengi, rómantík og ást á landi og þjóð. Ekki varð ég þess var að nokkur viðstaddra hneykslaðist yfir græskulausu vísnagamni, m.a. um hesta og knapa, sem kórfélagar fluttu á þessum skemmtunum í bland við sönginn, og í þættinum „Syngjandi bændur“ á Stöð tvö var reynt að skiia þessu á skjáinn. Það kemur mér því á óvart að sómakonu á Akureyri virðist hafa mislíkað svo stórlega að hún getur í tilskrifi í blöðum ekki einu sinni farið rétt með nafn þáttarins. Sorafengið orð- bragð i pistli hennar er varla haf- andi eftir: „klámkjaftar“, „karl- rembur".......ausa yfir landslýð ógeðslegum vísum“, „klámvísur", „óþverri", o.s.frv. Nú er það svo að hægt er að snúa flestu því, sem fyrir eyru ber, upp í klám, sé hugs- unarháttur þess, sem hlustar, klám- fenginn. Meira að segja nöfn okkar geta orðið að klámi ef menn vilja endilega leggja annarlega merk- ingu í þau og í ljósi þess þori ég varla að nefna nafn hinnar gagn- rýnu konu. Hún var heppin að heita ekki Guðríður. Hugsanlega gætum við þó orðið sammála um hin fleygu orð sem hinn virti prófessor, Jónat- an Þórmundsson, sagði þegar hann var spurður í sjónvarpi hvað væri klám og svaraði: „Það er bæði loðið °g teygjanlegt.“ Mín góða Sigríður, slappaðu nú aðeins af. Við lifum á íslandi á því herrans ári 1995, og á flestum öðrum stöðum átti ég von á því að fólk fyndi hættulegan óþverra en í vinsælli dagskrá karla- kórsins Heimis. Mér þykir leitt ef þessi þáttur, sem ég bar ábyrgð á, hefur haft þessi áhrif á þig. Það var erfitt að sjá það fyrir. í mestu vinsemd. ÓMAR RAGNARSSON.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.