Morgunblaðið - 14.01.1995, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGVNBLAPm
MARISA.TOMEI R.OBER.T DOWNEYJR
★★★
MORGUNPÓST4JIRINN
HX
ÞRIR
Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar
threesome
Sýnd kl. 9 og 11. b. i 12 ára.
KARATESTELPAN
Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 350
Mioaverð kr. 550.
Sýnd kl. 7.
Síðustu sýningar.
16500
STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065
Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun.
Verðiaun: Only you bolir og
boðsmiðar á myndir í STJÖRNUBÍÓI.
Verð kr. 39,90 mín.
AÐEINS ÞU
MARISA TOMEI
ROBERT DOWNEY JR.
BONNIE HUND, JOAQUIM
DE ALMEIDA, FISHER STEVENS (COLD FEVER)
í frábærri rómantískri gamanmynd.
Hlátur — grátur og allt þar á milli.
í leikstjórn stórmeistarans
NORMANS JEWISON
Sýnd, 5, 7, 9 og 11.
Einheijar
í golfí um sex
hundruð
► SEX hundruð íslendingar
hafa farið holu í höggi á golf-
vellinum. Einherjar, en svo kall-
ast þeir sem það afrek vinna
komu saman 30. desember þar
sem nýir klúbbfélagar voru
boðnir velkomnir. Alls urðu þeir
62 á sl. ári sem er það mesta
frá upphafi. Fjölgun hefur verið
mikil á síðustu árum og geta
má þess að árið 1973 voru ein-
herjar aðeins um fimmtíu tals-
ins. Á myndinni má sjá hluta
af hópnum sem fór holu í höggi
á síðasta ári.
Golfmót
TERENCE Stamp í hlutverki kynskiptingsins Bernadette,
uhí l\elaiua
Laugardag:
10-16 (báða
Sonnuda^.
U\. 12-17 íKv.
Herradeild:
Leburjakkar frá 9.900
Peysur 5.900, nú 2.900
Rúllukragapeysur 2.900, nú 990
Stakir jakkar Charlys 15.900/16.900,nú 9.900
Jakkaföt frá 9.900
Uppreimaöir skór frá 3.900 j
I.ois gallabuxur 3.900
Dömudeild:
Peysur 5.900, nú 3.500
Bolir 3.900, nú 1.900
Skór 6.900, nú 4.900
Skór 5.900, nú 3.900
Lois gallabuxur 3.900
Háhælaskór 3.900/4.500, nú 1.900
Snyrtivörudeild:
★ 20% afsláttur af öllum náttfötum
★ 10% afsláttur af öllum ilmvötnum
Laugavegi, sími 17440
Kringlunni, sími 689017
Stamp stór-
stjarna á ný
BRESKI kvikmyndaleikarinn Ter-
ence Stamp skaust öllum á óvart á
nýjan leik upp á stjörnuhimininn
þegar hann fór með hlutverk kyn-
skiptingsins Bemadette í ástralska
smellinum Priscilla: Drottning eyði-
merkurinnar, sem nú er sýnd í Há-
skólabíói. Fyrir frábæra frammistöðu
sína í myndinni hefur Stamp verið
tilnefndur til Golden Globe verðlaun-
anna sem afhent verða 31. jariúar
næstkomandi í Hollywood, en auk
þess var myndin sjálf tilnefnd til
verðlauna sem besta söngva- og
gamanmyndin.
Stamp varð á sínum tíma frægur
svo að segja á einni nóttu þegar
hann lék á móti Peter Ustinov í
myndinni Billy Budd árið 1962. Árið
1965 lék hann í spennumyndinni The
Collector, sem var ein fyrsta myndin
sem gerð var um raðmorðingja, og
1967 lék hann svo á móti Julie
Christie í Far From The Madding
Crowd, og þar með var hann orðinn
að einskonar persónugervingi sjö-
unda áratugarins. Á þessum árum
lék Stamp í myndum nokkurra helstu
kvikmyndaleikstjóra tímabilsins, t.d.
William Wyler, Joseph Losey, Fed-
erico Feliini, Pier Paolo Pasolini og
Peter Brook. En þegar þessum at-
hafnasama áratugi lauk má segja
að Stamp hafí sjálfum verið öllum
lokið, því hann nánast hvarf af sjón-
arsviðinu næsta áratug. Sögusagnir
hermdu að hann hefði gengið af
göflunum og farið á bólakaf í eiturly-
fjaneyslu, og sjálfur viðurkennir
hann að einhver flugufótur sé fyrir
því. En hann segir að brotthvarf sitt
úr kvikmyndum hafí þó fyrst og
fremst stafað af því að honum hafi
einfaldlega ekki boðist nein hlutverk
og því hafí hann lagt land undir fót
og farið í skoðunarferð um heiminn.
„Af því að ég var horfinn af sjónar-
sviðinu spunnust allskyns furðuleg-
ar sögusagnir um afdrif mín, og
þannig átti ég til dæmis að vera
heilaskaddaður á hæli í Sviss eða
sestur að í helli á Indlandi í stans-
lausri vímu,“ sagði Stamp í nýlegu
blaðaviðtali.
Tíu árum seinna, eða árið 1978,
skaut Stamp svo öllum á óvart upp
kollinum á nýjan leik í kvikmyndum,
en þá birtist hann skyndilega í stórs-
mellinum Superman. Aðdragandi
þess segir Stamp að hafí verið sá
að þegar hann var staddur á ferða-
lagi á Indlandi hafí honum skyndi-
lega borist skilaboð frá leikstjóra
myndarinnar, Richard Donner, sem
boðið hafí honum hlutverk í tveimur
Supermanmyndum með Marlon
Brando, og svo sannarlega hafí hann
ekki þurft að hugsa sig tvisvar um.
Þetta varð til þess að Stamp fóru
að berast hin og þessi hlutverk og
má þar meðal annars nefna auka-
hlutverk í Wall Street Olivers Stone,
The Hit, sem Stephen Frears gerði,
og The Sicialan, sem Michael Cimino
leikstýrði. Hann hefur á þessum tíma
einnig fengist við ritstörf, og eftir
hann liggja meðal annars sjálfsævi-
saga í þremur bindum og skáldsagan
the Night sem út kom 1993.
Stamp segir að hlutverk kynskipt-
ingsins í Priscillu hafi verið hið mest
krefjandi sem hann hefur tekið að
sér til þessa, en hann segist hins
vegar ekki búast við að taka að sér
annað slíkt þar sem hann forðist all-
ar endurtekningar. Næst mun hann
taka að sér hlutverk fíðluspilandi
kynlífsráðgjafa í kvikmyndinni Bliss
sem nýliðinn Lance Young kemur til
með að leikstýra. Hann segist ekkert
vera smeykur við að leika í mynd
óþekkts leikstjóra og vísar hann í
því sambandi til þess að Priscilla
hafí aðeins verið önnur kvikmyndin
sem Stephan Elliot leikstýrði. Stamp
sem nú er 55 ára segir auk þess að
á þeim aldri vilji menn helst fá að
taka að sér einungis þau verkefni
sem þeir hafi áhuga á og líki við,
og einmitt það eigi við hlutverk hans
í Bliss þar sem hann verður umvaf-
inn fögrum konum.