Morgunblaðið - 25.01.1995, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
'fiftFHLÖPURHAR i
STÝRlNGUm ERVebtíAR)
Tommi og Jenni
Af hverju þurfum við að fara í Svo að við getum lært
skólaferðalag? meira um náttúruna...
Einmitt það sem mig vant-
aði... að skoða rigningu í
návígi...
BRÉF
TLL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Samúðarkveðjur
til Súðavíkur
Frá 5. bekk Rosewood
Elementary School:
KÆRU vinir á íslandi.
Við fylltumst sorg er við fréttum
af hörmungunum sem riðu yfír Súða-
vík og því sendum við íbúunum þar
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
minnumst þeirra í bænum okkar.
Við höfum verið í sambandi við
Láru Stefánsdóttur í Reykjavík á
Intemetinu og í gegnum hana höfum
við kynnst íslandi og því dásamlega
fólki sem byggir þetta land. Island
og íslenska þjóðin er okkur því ávallt
ofarlega í huga í skólastofu okkar í
Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Við fengum fregnir af þessum
hörmungaratburði frá vinum okkar
á íslandi. Þótt við séum svo fjarri
viljum við koma því á framfæri við
íslendinga (og sérstaklega íbúa
Súðavíkur) að sorg ykkar er okkar
sorg einnig. Nú hyggjumst við huga
að því hvemig við getum komið ykk-
ur til hjálpar. Við ætlum að kanna
hvemig við getum sent hjálpargögn
sem bekkurinn getur safnað saman.
Margir nemenda minna hafa ritað
hugleiðingar sínar vegna náttúm-
hamfaranna í Súðavík. Þær munum
við senda Morgunblaðinu um sam-
skiptanetið, Intemet.
Við íbúa Súðavíkur viljum við
segja að um allan heim er að finna
fólk sem skilur þjáningar ykkar og
hugsar til ykkar með hlýju.
Vinir ykkar,
JAMIE WILKERSON
og bekkur hennarRosewood
Elementary School
Mrs. Wilkerson’s fifth grade, Rock
Hill, South-Carolina29732,Bandr.
Samúð vegna snjóflóða
VIÐ ERUM hér lítill hópur af Is-
lendingum sem hefur fengið sendar
fréttir af hörmungunum vestur á
Súðavík. Við erum miður okkar yfír
þessum hræðilega atburði og þeirri
átakanlegu reynslu sem hlutaðeig-
andi ganga nú í gegnum. Okkur
finnst við ósköp vanmáttug hér svo
fjarri heimaslóðum, en gátum ekki
látið hjá líða að freista þess að koma
samúð okkar með þessu fólki á fram-
færi gegnum Morgunblaðið. Okkur
langar bara að segja þeim eftirfarandi:
Við emm með ykkur í huga okkar
og hjarta. Við finnum sorg ykkar og
vitum að mannlegur máttur fær litlu
áorkað gegn beittum sársaukanum
sem þið nú megið þola. Þess vegna
biðjum við saman algóðan Guð á
himnum að veita ykkur liuggun í
þessum mikla harmi og að þið.mégið
fínna frið í hjörtum ykkar, mitt í
þessari erfíðu reynslu. Guð blessi
ykkur.
ÍSLENDINGAR
í SUÐUR-AFRÍKU.
Upplýsingar um
Intemettengingu
við Morgunblaðið
VEGNA fjölda fyrirspuma
varðandi Intemet-tengingu við
Mórgunblaðið, skal eftirfar-
andi áréttað:
Tenglng við helmasíðu
Morgunblaðslns
Til þess að tengjast heima-
síðu Morgunblaðsins, sláið inn
slóðina:
http://www.centmm.is/mbl/
Hér Iiggja ýmsar almennar
upplýsingar um blaðið, s.s net-
föng starfsmanna, upplýsingar
um hvernig skila á greinum til
blaðsins og helstu simanúmer.
Morgunblaðið á Internetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á Internetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengj-
ast heimasiðu Strengs hf. beint
með því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða
með því að tengjast heimasíðu
blaðsins og velja Morgunblaðið
þaðan.
Þessi þjónusta er endur-
gjaldslaus til 1. febrúar nk.
Sendlng efnis
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um Internetið
noti netfangið:
mhi@centrum.is. Mikilvægt er
að lesa vandlega upplýsingar
um frágang sem má finna á
heimasíðu blaðsins. Það tryggir
öruggar sendingar og einnig
að efnið rati rétta leið í blaðið.
Senda má greinar, fréttir,
auglýsingar og myndir eins og
fram kemur á heimasiðu blaðs-
ins.
Mismunandl tenglngar vlð
Internet
Þeir sem hafa Netscape/Mos-
aic-tengingu eiga hægt um vik
að tengjast blaðinu. Einungis
þarf að slá inn þá slóð sem
gefin er upp hér að framan.
Þeir sem ekki hafa
Netscape/Mosaic-tengingu
geta nálgast þessar upplýs-
ingar með gopher-forritinu.
Slóðin er einfaldlega slegin inn
eftir að forritið hefur verið
ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota a.m.k.
14.400 baud-mótald fyrir
Netscape/Mosaic tengingar.
Hægt er að nota afkastaminni
mótöld með Gopher-forrtinu.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.