Morgunblaðið - 25.01.1995, Side 38

Morgunblaðið - 25.01.1995, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ C tfUTAs 'S tANÐ JÖLAMERKI IW BARKAUmiDISSJÓÐUB rHOBVAlDSfNSFÉlACSIKS íói ííh.awíí im Hluti jólamerkjanna 1994. Jóla- og líknar- merki 1994 FRÍMERKI Jólamerki Thorvaldsenfélagsins, Framtíðarinnar, Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar, Líknarsjóðs Lions- klúbbsins Þórs, Kaþólska söfn- uðarins og Ungmennasambands Borgarfjarðar. ENN VIL ég halda þeim sið, sem tíðkazt hefur um mörg ár, að segja eitthvað frá þeim jóla- og líknarmerkjum, sem út koma fyrir hver jól. Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu hefur sem jafnan áður sent þættinum þessi merki og jafnframt upplýsingar um þau. Sigurður H. Þorsteinsson hefur lánað þættinum til myndatöku ein- tak af fyrsta íslenzka jólamerkinu. Færi ég þeim báðum beztu þakkir fyrir. Eins og lesendur muna e.t.v., hefur í þessum þætti um nokkur ár verið sagt frá lítilli könnun um notkun jólamerkja af ýmsum gerð- um á jólapóstinn. Ekki verður að þessu sinni staldrað við slíka könn- un. Hins vegar virðist mér alveg ljós af eigin reynslu, að notkun þess konar merkja fari síminnk- andi. Er ég sjálfur ekki í vafa um, að útgáfa sérstakra jólafrímerkja á sinn þátt í þessum samdrætti samfara því, að verð jólamerkja er full hátt, þegar miðað er við burðargjald póstsins. En því má ekki heldur gleyma, að hönnunar- og prentkostnaður er verulegur, og hann hefur að sjálfsögðu áhrif á verð merkjanna. Svo má ekki heldur gleyma því, eins og minnzt var á í fyrra, að margir kaupa þessi merki til styrktar góðum málefnum. Að þessu sinni komu út sex jóla- og líknarmerki, en Jólamerki Thorvaldsensfélagsins Það hefur oftsinnis komið fram í þessum þáttum, að Thorvalds- ensfélagið hóf útgáfu jólamerkja árið 1913. Frá þessu segir í Morg- unblaðinu 18. nóv. 1913. Má vel vera, að einhveijum lesenda blaðs- ins nú þyki gaman að sjá, hvað þá var sagt í blaðinu um þetta framtak. Læt ég því frásögnina koma hér óbreytta, en hún er á þessa leið: „Sú nýung er að gerast hér á landi, að gefin verða út svokölluð jólamerki, eins og venja hefir ver- ið erlendis síðustu 5 árin. Hefír Thorvaldsensfélagið tekið upp hugmyndina og fengið einkarétt hjá stjómarráðinu á útgáfu merk- isins um 10 ára tímabil. „Hvað eru jólamerki?" munu margir spyrja. Og í þessu sam- bandi skal sagt frá jólamerkjum, eins og þau tíðkast erlendis. Fyrir nokkrum árum fekk Hol- böll póstmeistari í Charlottenlund á Sjálandi þá hugmynd, að gefa út lítil frímerki - örlítið stærri en hin vanalegu burðareyrismerki á bréf. Fékk hann í lið með sér ýmsa málsmetandi menn í Dan- mörku, sem undir eins komu hug- myndinni í framkvæmd. Merkin voru prentuð og kölluð jólamerki. Tilætlunin var sú, að þeir sem bréf eða kort sendu um jólin til vina og kunningja, keyptu jóla- merkið fyrir að eins 2 aura, og létu það fylgja bréfínu. Allur arður af sölu merkisins gekk til berkla- hæla í Danmörku. Hafa síðan á hveiju ári verið gefin út jóla- aftur á móti átta í fyrra. Segir það einnig nokkra sögu um þá þróun, sem hér hefur orðið. Raun- ar hafði Ungmennafélag Dala- manna og Norður-Breiðfirðinga ætlað að slást í hópinn sem áður, en vegna mistaka fórst það fyrir í þetta sinn. Mun Ungmennafélag- ið gefa út merki að ári. Fyrst verður þá fyrir jólamerki Thorvaldsensfélagsins. A því er 50 ára lýðveldismerkið með ár- töiunum 1944-1994. Þannig minnist félagið þessa atburðar í sögu íslenzku þjóðarinnar. Næst kemur svo jólamerki Framtíðar- innar á Akureyri. Á því er mynd af stofnanda félagsins og fyrsta formanni þess, Þorbjörgu Stefáns- dóttur, en aldarafmæli hennar var einmitt á liðnu ári. Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar kemur þessu næst með líknarmerki sitt. Líknarsjóður Lionsklúbbsins Þórs gefur sem fyrr út merki til ágóða fyrir Tjaldanesheimilið í Mosfellsbæ. Er það með sömu mynd og und- anfarin ár af Dómkirkjunni í Reykjavík, en litasamsetning er breytt og svo kemur ártalið 1994. Kaþólski söfnuðurinn gefur í fímmta skipti út jólamerki, en þau hafa öll verið eins, einungis breytt um ártal. Þá er að lokum jóla- merki frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar, en það var stofnað 1912, svo sem fram kemur á merkinu. Borgfírðingar hafa kirkj- ur sem myndefni, og varð kirkjan í Hvammi í Norðurárdal nú fyrir valinu. Var hún reist árið 1880. í fyrra gaf Ungmennasambandið þessi merki bæði tökkuð og ótökk- uð, en nú er merkið ótakkað. Tel ég þetta framför, enda er of mik- ið sölubragð af því að hafa merk- in bæði tökkkuð og ótökkuð. Botí uuppt IJiMÍÖisr ’kf' z w r *« 4t> • Fyrsta jólamerkið 1913. merki, sem seljast í hundrað þús- unda tali, og við það hefír safnazt nóg fé til þess, að reisa nýtt berklahæli. Hugmyndin hefír verið tekin upp af ýmsum öðrum þjóð- um, og allsstaðar hefir jólamerkið fengið hinar beztu undirtektir manna. Thorvaldsensfélagið á sannar þakkir skilið fyrir að hafa flutt hingað þessa ágætu hugmynd. Hefír þetta félag og sýnt það í verkinu, að alvara fylgir gjörðum þess í hvívetna og væri óskandi að eigi yrði árangurinn minni í þetta sinn, en hann hefír orðið af öðrum fyrirtækjum þessa ágæta félags. Állur arður félagsins og bazar þess er notaður handa fá- tækum bömum, og er það sízt vanþörf í þessum bæ, að eitthvað sé gjört fyrir fátæk og veik börn. Ef vel ætti að vera, ætti ekkert það bréf að sendast héðan úr bænum, sem eigi bæri jólamerkið. Það kostar að eins 2 aura - og þá upphæð geta allir gefíð fátæk- um. - Carol.“ Jón Aðalsteinn Jónsson ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson SPENNAN var vægast sagt í lágmarki í úrslitum Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni, sem spiluð voru um síðustu helgi. Báð- ir undanúrslitaleikirnir unn- ust með yfirburðum og úr- slitaleikurinn milli VÍB og Landsbréfa var einstefna frá upphafí. Eftir 32 spil af 64 var staðan 99-28 sveit VÍB í vil, en slíkt forskot er nánast vonlaust að vinna upp. Enda fór það svo að Víb-veijar bættu við og unnu leikinn með 93 IMPa mun. Sveit VÍB er skipuð Ásmundi Pálssyni, Guð- laugi R. Jóhannssyni, Herði Amþórssyni, Karli Sigur- hjartarsyni og Emi Arn- þórssyni. Lítum á óvenju- legt spil úr síðustu lotunni: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á6 V ÁK9863 ♦ 73 ♦ Á108 Vestur Austur ♦ K97432 ♦ DG10 V D75 IIIIH * G104 ♦ 108 111111 ♦ - ♦ 74 ♦ KDG6532 Suður ♦ 85 ♦ 2 ♦ ÁKDG96542 ♦ 9 í opna salnum voru Guð- laugur og Örn í NS gegn Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjörnssyni: Vestur Norður Austur Suður S.Þ, Ö.A. J.B. G.RJ. 2 tígiar* 2 hjörtu 4 spaðar 6 tiglar Pass 7 tíglar Pass Pass Pass * MULTI, þ.e. veikir tveir í lyarta eða spaða. I opna salnum voru Ás- mundur og Karl í AV, en Guðmundur P. Amarson og Þorlákur Jónsson í NS. Ás- mundur taldi spaðalitinn full gisinn til að vekja á veikum tveimur og þar með fengu NS meira rými til rannsókna: Vestur Norður Austur Suður Á.P. ÞJ. K.S. G.P.A. Pass 1 hjarta 3 lauf 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 5 grönd Pass 7 tíglar Pass Pass Pass Leikurinn hvorki vannst né tapaðist á þessu Var Davíð bara að plata? MIG langar að vita hvern- ig eigi að standa að breyt- ingu á niðurfellingu á ekknaskatti og hvort búið sé að afnema tvísköttun á lífeyrissjóðsgreiðslur. Davíð Oddsson sagði fyrir áramótin að fella ætti niður þessa skatta, en eitthvað virðist lítið um efndir í þessum málum. Nú langar mig að fá skýr svör við því hvemig þessu verður háttað. Ég kannaði málið niðri í Tryggingastofnun og fékk þau svör þar að þessi niðurfelling væri aðeins fyrir sjötíu ára og eldri. Er þetta rétt? Það er sama hvert ég sný mér til að fá svör, enginn virðist vera með þetta á hreinu. Margrét Guðnadóttir Hækkun fasteignagjalda ÞRÁTT fyrir loforð R-list- ans þess efnis að ekki verði lagðir meiri skattar á almenning hafa fasteig- nagjöidin hækkað svo um munar. í fyrra voru fast- eignagjöldin mín 48.000 en hafa hækkað upp í 61.556 fyrir þetta ár. Á íbúðina mína, sem er um 70 fm, var lagt 11.471 krónu holræsa- gjald, og bílskýli sem fylg- ir henni slapp ekki heldur, en á það var lagt 1.145 krónur. Ef þetta er ekki skatt- ur, hvað er það þá? Sigríður Björnsdóttír, Skúlagötu 40a, Sjálfsagður öryggis- og menningar- skattur RÉTT eins og Vegagerð- in, símaþjónusta og raf- orkufyrirtækin er Ríkisút- varpið almenningseign; þjónustufyrirtæki sem samhyggja fólks sér fyrir rekstrarfé. Nú, þegar ís- lensk náttúra hefur minnt óþyrmilega á sínar dekkstu hliðar, sjá von- andi sem flestir að RÚV þarf allra stuðning til þess að halda úti sem bestu miðlunarkerfi og upplýs- ingaöflun. Ný langbylgju- stöð og öruggara dreifi- kerfí fyrir alla útvaps- og sjónvarpsmiðla kostar hundruð milljóna króna. Öll eigum við að greiða lögboðið afnotagjald með góðum huga, einnig þeir sem harðast hafa barist gegn því. Við megum svo ekki heldur gleyma því að 200-400 milljónir króna sem ganga til inn- Iendrar dagskrárgerðar (hvernig svo sem stundum tekst til) er sjálfsagður menningarskattur; líkt og sá skattur sem rennur t.d. til sérskóla landsmanna. Öryggismál eru hafín yfir samkeppni en menningar- starf er það ekki. í menn- ingarstarfí, aftur á móti, verður að tryggja að ýtt sé undir málrækt, nýja vaxtarbrodda, alhliða fjöl- breytni o.fl., samhliða samkeppninni. Það getur þjónustufyr- irtæki með góðri stjórn, í sameign almennings. Ari Trausti Guðmundsson Tapað/fundið Lyklar fundust FJÓRIR lyklar í leður- hulstri fundust í Stigahlíð sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 687215 á kvöldin. Filma fannst í sumar ÁTEKIN fílma fannst við Tjörnina 17. júní sl. Upp- lýsingar í síma 687215 á kvöldin. Húfa tapaðist KONA sem tók leigubíl frá Hótel Sögu vestur á Framnesveg um kl. 13 föstudaginn 20. janúar gleymdi húfu í sætinu. Hún er drapplituð með tveimur laufum í hnakka úr sama efni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 73377. Úr fannst KVENÚR fannst í Þing- holtsstræti, nær Lauga- vegi, aðfaranótt sl. laugardags. Upplýsingar í síma 25125. Poki í Norðurleið STÓR poki merktur IKEA tapaðist í Norðurleiðarr- útunni sunnudaginn 15. janúar sl. Viti einhver um pokann er hann beðinn að hringja í síma 95- 36578. SVART úr af gerðinni Raymond Weil tapaðist sl. laugardagskvöld, líklega á Laugavegi. Úrið var eig- andanum kærkomin gjöf og eru allar upplýsingar um það vel þegnar í síma 620275. Fundarlaun. Pils töpuðust TVÖ síð pils, annað bláró- sótt og hitt brúnt pijóna- pils, hneppt- á hlið, töpuð- ust, mögulega á ferðalagi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur í haust. Kannist einhver við að hafa fundið þessi pils, annaðhvort á Húsavík eða í Reykjavík, er hann vin- samlega beðinn að hafa samband í síma 96- 41714. Gæludýr Kettlingur GRÁBRÖNDÓTT 12 vikna læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 655445. Kettlingur óskast VIL eignast kettling af norskum skógarkattaætt- um. Má vera blandaður. Upplýsingar í síma 22540 eftir kl. 18. Víkveiji skrifar... að var ýmislegt fróðlegt, að mati Víkverja, sem kom fram í samtali Morgunblaðsins sl. sunnu- dag, við Birgi Isleif Gunnarsson, seðlabankastjóra, formann banka- stjórnar Seðlabanka íslands. Vík- veiji getur þó ekki stillt sig um að lýsa öðrum skoðunurn, en þeim sem fram komu hjá seðlabankastjóra, þar sem hann tjáði sig um afkomu- vanda íslenskra viðskiptabanka og beinlínis hrósaði þeim í samanburði við banka á Norðurlöndum, sem áttu í miklum erfiðleikum fyrir svona tveimur til þremur árum. xxx Orðrétt sagði Birgir ísleifur: „Varðandi stöðu bankanna yfirleitt vil ég benda á að þeir hafa oft verið gagnrýndir fyrir of háa vexti. Vaxtastig bankanna hefur auðvitað mótast af þeirra afkomu því þeir hafa þurft að vinna sig sjálf- ir út úr sínum vanda. Mér finnst að menn þurfí að virða það við ís- lenska bankakerfið að það er sjálft að vinna sig út úr vandanum öfugt við banka á Norðurlöndum sem hafa þurft á miklu fjármagni að halda frá ríkinu. M.ö.o. borguðu skattgreiðendurnir beint fyrir tap bankanna í þessum löndum.“ Vík- veiji er þeirrar skoðunar, að það sé í raun og veru miklu réttlátari ráð- stöfun, að fara Norðurlandaleiðina, og láta skattgreiðendur alla greiða útlánatöp bankanna, en ekki ís- lensku leiðina, þar sem lánastofnan- ir hafa níðst á viðskiptavinum sín- um, vel að merkja, þeim sem í skil- um standa og látið þá eina um að fjármagna töpin, sem iðulega hafa verið afleiðing rangra ákvarðana bankastjórnenda. xxx Hvað er svona sjálfsagt við það, að viðskiptavinir bankanna, sem í skilum standa, þurfi einir að axla þær byrðar, sem miklum út- lánatöpum bankanna fylgja? Sér- staklega vill Víkveiji taka það fram, að hann telur það vera hróplegt óréttlæti, að slíkur háttur skuli vera hafður á, þegar um ríkisbanka er að ræða. Þar eru pólitískt ráðnir bankastjórar við völd og þar eru pólitískt kjörin bankaráð einnig. Er þá ekki fullkomlega eðlilegt, að það séu þeir sem kusu slíkar banka- stjórnir yfir sig, sem borgi brúsann, þegar afskriftir eru miklar, en ekki bara þeir sem eru í viðskiptum við viðkomandi banka? Segja má, að öðru máli gegni um einkabanka, því þar eiga eigendurnir þess kost, að reka þá stjórnendur sem bera ábyrgð á óhóflegum útlánatöpum. XXX Víkveiji er þeirrar skoðunar, að viðskiptabankamir eigi alls ekki skilið það hrós, sem seðla- bankastjóri gefur þeim í áðurnefndu viðtali og það sé nánast hlægilegt, að tala um að bankakerfið sé sjálft að vinna sig út úr vandanum. Því ef það væri rétt, sæju skuldunautar bankanna, sem i skilum eru, árang- ur af þeirri vinnu bankanna í formi lægri vaxta, aukinnar hagræðingar, lækkunar rekstrarkostnaðar og í öðrum þess háttar aðgerðum, sem þýddu í raun og veru að bankakerf- ið væri sjálft að vinna sig út úr vandanum. Þvert á móti sjá þeir okurvexti, í nánast verðbólgulausu þjóðfélagi, þar sem viðskiptavinun- um er sendur tapreikningur bank- anna í allt of háum vaxtamun, háum þjónustugjöldum og fleiru. Það eru því viðskiptavinir bankakerfisins sem eru að vinna kerfið út úr vand- anum, en ekki kerfið sjálft.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.