Morgunblaðið - 02.02.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 02.02.1995, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. F’EBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Breskir atvinnurekendur Áratugir í sameigin- legan gjaldmiðil London. Reuter. TIM Melville-Ross, formaður sam- taka breskra atvinnurekenda, sagði í gær að það væru mörg ár, og í sumum tilvikum áratugir, þar til einstök ríki Evrópusambandsins uppfylltu kröfur Maastricht-sátt- málans um aðild að sameiginlegum gjaldmiðli Hann sagði að í þessum ríkjahóp væru Ítalía, Belgía, Spánn, Portúg- al og Grikkland. Jafnvel þó að ríkin uppfylltu kröf- umar væri svo margt ólíkt í hag- kerfum þeirra að það myndi tor- velda tilraunir til að taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil. Nefndi hann vaxtafyrirkomulag, húsnæðislán, almenn lánaviðskipti, dollaraútflutning, lífeyrissjóði sem dæmi um þætti er gerðu það „úti- lokað að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil. Melville-Ross sagði að Jacques Santer, forseti framkvæmdastjóm- arinnar, ætti að læra af mistökum forvera sína og ekki taka ákvarðan- ir sem væru í andstöðu við almenn- ingsálitið í aðildarríkjunum. Eddie George, bankastjóri Eng- landsbanka, varaði franska fjár- málamenn, í ræðu sem hann flutti í París, við of miklum æsingi við að taka upp sameiginlegan ESB- gjaldmiðil. Hann sagði að mismun- urinn á uppbyggingu hagkerfa Evr- ópuríkjanna myndi setja mikinn þrýsting á slíkt peningakerfi. Reuter Soares ávarpar Evrópuráðið MARIO Soares, forseti Portúgal, ávarpaði í gær fund Evrópu- ráðsins i Strassborg. Evrópusamn- ingar taka gildi •EVRÓPUSAMNINGAR við fjögur Austur-Evrópuríki, Tékk- land, Slóvakíu, Rúmeníu og Búlg- aríu, tóku gildi í gær. I samning- unum er kveðið á um pólitískar viðræður milli ríkjanna, hag- stæðari viðskiptakjör varðandi landbúnaðarafurðir og opnað fyrir fríverslun með iðnaðarvör- ur. Aþekkir samningar við Ung- veijaland og Pólland tóku gildi fyrir ári en þessir samningar eru taldir mikilvægt skref að Evr- ópusambandsaðild. •VLADIMÍR Lúkin, formaður rússneskar þingmannanefndar sem sækir fund Evrópuráðsins í Strassborg, sagði í gær að Rúss- ar væru sáttir við þá ákvörðun að aðild þeirra að ráðinu yrði frestað þar til lausn hefði fundist á deilunni í Tsjetsjníju. Hann sagði alla átján þingmenn nefnd- arinnar vera sammála þessu að Vladimir Zhírínovskíj undan- skildum. Hann hvatti þó til að talað yrði um „frestun“ aðildar en ekki „frystingu" þar sem síð- arnefnda hugtakið minnti um of á kalda stríðið. •í GREINARGERÐ frá sósíalist- um á Evrópuþinginu eriagt til að neitunarvald aðildarríkjanna verði afnumið við ákvarðanatöku í nær öllum málaflokkum. Elisa- beth Guigou, fyrrum Evrópuráð- herra Frakklands, sagði slíkar aðgerðir nauðsynlegar ef ESB ætti að Iifa af frekari fjölgun aðildarríkja. •LEON Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmda- stjórninni hefur hvatt til að sam- ‘ skipti Bandarílyanna og ESB verði endurmetin. Hann vill reyna að koma í veg fyrir við- skiptastríð vegna bananainn- flutnings til ESB en segir sam- bandið ekki reiðubúið að breyta bananareglum sínum í grundvall- aratriðum. Bandaríkjamenn telja reglur ESB mismuna framleið- endum í fyrrum evrópskum ný- lenduríkjum. • Framkvæmdastjórn ESB ræð- ir í næstu viku tillögur um að setja kvóta á erlent sjónvarps- efni. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, hef- ur látið hafa eftir sér að reyna megi aðrar aðferðir en kvóta til að tryggja hlut evrópskra kvik- mynda- og þáttagerðarmanna. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur látið í ljós efasemdir um að fyrirhugað samstarf skandinavíska flugfé- lagsins SAS og Lufthansa í Þýzkalandi standist samkeppnis- reglur. Frá þessu er sagt í dönsku viðskiptatímariti. • BORGARAR í Evrópusam- bandsríkjunum eru bjartsýnni á framtíðina en í fyrra, að því er fram kemur í könnun, sem fram- kvæmdastjórn ESB hefur látið gera. Rúmlega þriðjungur allra svárenda telur að árið 1995 yrði betra en 1994, og eru það 7 pró- sentustigum fleiri en töldu um þarseinustu áramót að nýja árið yrði betra en það gamla. Þeir, sem telja nýja árið verða verra, eru 27% og hefur þeim fækkað um átta prósentustig. Hins vegar töldu 53% að ekkert hefði breytzt í þeirra persónulegu fjármálum, og hafði þeim fjölgað um 4% frá seinasta ári. __________________ÚR VERIIMU__________________ Skýrsla Handsals, íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki Mun betri árangur 1994 en á nokkrum fyrri árum INNBQRGAÐHLUTAFÉ MiJliúnirkrtna 1989 1990 1991 1992 1993 SAMTALS Árnes 104 104 Grandi 29 219 0 132 380 Har. boovarsson £U4 £U4 Sildarvinnslan 90 110 200 Skagstrendlngur 222 222 Útg. Akureyringa 356 46 135 537 Vinnslustöðin 0 Þormóöur rammi 84 130 214 1861 Allar tölur m.v. verðlag 1994 VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Handsal hefur sent frá sér skýrsl- una íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki. Hún er úttekt á 8 sjávarútvegsfyrir- tækjum, sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum með samanburði á rekstri þeirra á árunum 1989 til 1994, miðað við milliuppgjör 1994. Samtals eiga þessi fyrirtæki um 17,9% af heildar úthlutuðum afla- heimildum, mældum í þorskígildum. Heildarmarkaðsvirði allra fyrir- tækja, sem skráð eru'á Verðbréfa- þingi Islands er um 33 milljarðar króna. Sjö af fyrirtækjunum átta, sem fjallað er um í skýrslunni, eru skráð á VÞÍ og er markaðsvirði þeirra um fimmtungur af markaðs- virði allra fyrirtækja, sem þar eru skráð. Heildarmarkasvirði sjávarút- vegsfyrirtækjanna 7 er um 6,8 milljarðar króna. Eigið fé þeirra er um 6 milljarðar og er markaðsverð- mæti þeirra því 13,1% hærra en eigið fé þeirra. Synt fram á aukna hagræðingu I skýrslunni er farið yfír þá þætti, sem mest áhrif hafa á rekstur og afkomu fyrirtækjanna. Sjávarút- vegsfyrirtækin hafa náð mun betri árangri á síðasta ári, miðað við milliuppgjör, en á fyrri árum. „Á sama tíma og afli helztu nytjateg- unda, einkum þorskafli, hefur dreg- izt saman - hafa félögin sýnt fram á frekari hagræðingu, aukningu á vinnsluvirði afurðanna, svo og aukna sókn í úthafsveiðar og veiði annarra fisktegunda. Aukinn hagnaður Þegar.framlegð sjávarútvegsfyr- irtækjanna er skoðuð er greinilegt að hagræðing hefur átt sér stað. Framlegð 1 (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði - sem hlutfall af rekstrartekjum) er nú að bilinu 19,3% - 25,8% oger meðal- tal um 21,5%. Á árinu 1993 var meðaltal um 20,8% og á árinu 1992 var meðaltal um 18,1%. Rekstrarhagnaður án fjár- magnsliða (Framlegð 2 - sem hundraðshluti af rekstrartekjum) gefur til kynna hóflega ijárfestingu því hér hefur einnig orðið bati: meðaltal 1994 er 11,7% samanborð- ið við 10,5% á árinu 1993. Hagnaður af reglulegri starfsemi (Framlegð 3 - sem er hundraðs- hluti af rekstrartekjum) hefur batn- að verulega það sem af er árinu 1994, er nú að meðaltali 4% en var 2,1% á árinu 1993,“ segir meðal annars í skýrslunni. I niðurstöðu skýrslunnar segir meðal annars að verði aflaheimildir auknar, muni afkoma allra fyrir- tækjanna að öllum líkindum batna, en einnig muni frekari hagræðing hafa jákvæð áhrif á afkomu þeirra. Drangavík VE 555. Morgunblaðið/Sigurgeir Lögfræðingar sjávarútvegsráðuneytisins og LÍÚ _ A Telja Islandsbanka réttbæran eiganda kvóta Drangavíkur DEILDARSTJORI í sjavarutvegs- ráðuneytinu, lögfræðingur hjá Is_- landsbanka og skrifstofustjóri LÍÚ eru á einu máli um að íslandsbanki hljóti að vera réttbær eigandi afla- hlutdeildar togbátsins Drangavíkur VE enda sé almenna reglan við eig- endaskipti að fiskiskipi sú að afla- hlutdeild þess fylgi. Sem kunnugt er tók bankinn skipið upp í skuldir á síðasta ári og hefur eignast það með úrskurði Hæstaréttar. Sigurður Ingi Ingólfsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og fyrrum eigandi Drangavíkur er hins vegar á önd- verðum meiði og telur að varanlegar aflaheimildir skipsins tilheyri sér, eins og fram kom í Verinu í gær, enda hafi þær ekki verið veðsettar. Hyggst hann kæra málið til sjávar- útvegsráðuneytisins. Ekki samið um annað Björgvin Jónsson hjá lögfræði- deild íslandsbanka segir að enginn vafi leiki á að aflahlutdeild Dranga- víkur sé eign bankans. Skipið hafi venð selt á nauðungaruppboði og samkvæmt 2. mgr. laga um stjórn fiskveiða fylgi aflahlutdeild skipi við eigendaskipti. Um annað hafi ekki verið samið. „Mér virðist fyrrum eig- andi byggja mál sitt á því að afla- heimildin hafi ekki verið seld sér- staklega á uppboðinu en þar sem hún fylgir skipinu gerðist þess ekki þörf. Það eru því engar forsendur fyrir þessari kæru til sjávarútvegs- ráðuneytisins." „Ég hef ekki sett mig inn í málið en telji Sigurður sig eiga tilkall til aflahlutdeildarinnar gæti verið að einhverjir samningar blandist inn í málið. Það þekki ég hins vegar ekki og vil því ekki úttala mig um málið. Almenna reglan er hins vegar sú að við eigendaskipti fylgir aflahlut- deildin skipunum,“ segir Þórður Eyþórsson deildarstjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu. Fylgja veði skipsins Jónas Haraldsson skrifstofustjóri LIÚ sér ekki á hvaða forsendu Sig- urður Ingi telur sig geta aðskilið skipið og kvótann; óheimilt sé að taka veð í aflaheimildum og þær fylgi því veði skipsins. Hann segir að aflahlutdeild Drangavíkur fylgi lögrim samkvæmt skipinu og því sé óhugsaodi að Sigurður geti haldið þeim erfir. „Hefði Sigurður ákveðið að selja skipið frjálsri sölu hefði hann getað tekið kvótann út. Skipið fór hins vegar á uppboð og kvótinn er innifalinn í uppboðsandlaginu." Jónas þekkir dæmi þess að út- gerðarmenn hafi tryggt sig gagn- vart veðhöfum með því að láta þriðja aðila geyma fyrir sig aflahlutdeildina enda læsi veðhafarnir klónum í hana um leið og skipin. í þessu tilviki er Jónasi ekki kunnugt um þinglesna eignaraðild þriðja aðila og kveðst ekki vita betur en að þetta séu varan- legar aflaheimildir Drangavíkurinn- ar. „Ég veit ekki til þess að Sigurð- ur Ingi hafi fært kvótann yfir af öðru skipi og sé því ekki að hann geti rökstutt það á neinn hátt hvers vegna hann á að eiga þennan kvóta.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.