Morgunblaðið - 02.02.1995, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Dýrmætt en ódýrt
EIN leið til bættrar
heilsu felst í því að
minnka sykurneyslu.
Ungir íslendingar
borða hundrað grömm
af hvítasykri á dag.
Helmingur sykursins
sem ungmennin setja í
sig er úr gosdrykkjum
og tæplega helmingur-
inn af þeim sykri sem
fullorðnir borða sömu-
leiðis, ef tekið er mið
af rannsóknum Mann-
eldisráðs á undanförn-
um árum. Þess vegna
minnkar sykumeyslan
vemlega ef við spöram
okkur gosdrykkja-
þambið og drekkum hreint vatn í
staðinn. íslenskt vatn er svaladrykk-
ur sem hefur gleymst, það er dýr-
mætur vökvi sem stendur okkur öll-
um til boða ódýrt.
Vatn er lífsnauðsynlegt
Við fáum vatn bæði með neyslu
matar og drykkjar. Maturinn eða
föst fæða eins og brauð, ostur, fisk-
ur og kartöflur veitir tæpan hálfan
lítra af vatni daglega og meira ef
mikið er borðað af vatnsríku græn-
meti og ávöxtum. Grautar, skyr,
jógúrt og súpur bæta síðan svolitlu
við þessa tölu. Stærstan hluta þessa
lífsnauðsynlega efnis, vatnsins,
fáum við með drykkjarneyslunni, eða
einn til tvo lítra á dag.
Við skulum nú að gamni nota
niðurstöður rannsókna Manneldis-
ráðs til þess að skoða hvemig við
íslendingar uppfyllum þessa vatns-
þörf. Vinsælasti drykkurinn meðal
fullorðinna er kaffi, en þeir drekka
að meðaltali sex desilítra af því dag-
lega. Sykraðir gosdrykkir eiga vinn-
inginn meðal stálpaðra bama og
unglinga og drekka þeir um hálfan
lítra daglega af þessum drykkjum.
Krakkar drekka lítið sem ekkert af
kaffi en fullorðna fólkið drekkur
gos, þó í minna magni en unga fólk-
ið, eða rúmlega tvo desilítra á dag.
Fullorðnir drekka daglega um hálfan
lítra af mjólk og undanrennu og tíu
til fimmtán ára börn níu desilítra.
Bæði böm og fullorðnir drekka að
meðaltali einn desilítra af ávaxta-
safa á dag og tvo af hreinu vatni.
Dagleg drykkjarneysla meðal full-
orðinna og tíu til fimmtán ára bama
er að jafnaði 1,7 desilítrar á hvern
einstakling, eða átta til tíu venjuleg
glös, og þar af er eingöngu eitt glas
af hreinu vatni.
Það þarf vart að skýra að þessar
tölur era nefndar til að lýsa því
hvernig neyslan er að jafnaði, en
breytileiki er mikill til dæmis milli
kynja og einstakra aldurshópa. Karl-
ar drekka að jafnaði meira af kaffi,
gosi og mjólk, en minna af vatni en
konur. Kaffineyslan er mest meðal
fólks milli tvítugs og fimmtugs og
minni bæði meðal þeirra sem eldri
eru og yngri, gosneysl-
an er eins og áður sagði
mest meðal ungs fólks,
tíu til nítján ára.
Mikið af sykri
Hver desilítri af
venjulegum sykraðum
gosdrykk veitir um það
bil tíu grömm af sykri
og hálfur lítri þess
vegna fimmtíu grömm
af sykri. Sykurneysla
skólabarna og unglinga
er mikil, eða að jafnaði
um hundrað grömm af
strásykri á dag. Og
gosdrykkir veita um
helming þessa sykurs.
Ef reiknað er með þeim sykri sem er
í ýmsum fæðutegundum frá náttúr-
unnar hendi, borðar hvert barn auð-
vitað enn meira, en sá sykur er hins
vegar ekki talinn slæmur frá heilsuf-
arslegu sjónarmiði.
Hundrað grömm af hvítasykri
Sykur er næring fyrir
bakteríur, segir Inga
Þórsdóttir. Þær eru
þekktar undir nöfnun-
um Karíus og Baktus.
veita um 400 hitaeiningar sem er
um 15 hundraðshlutar af heildar-
orkuneyslu unglinganna. Næring-
arríkt mataræði sem veitir hæfilega
heildarorku getur sjaldan innihaldið
meiri sykur en sem svarar tíu hundr-
aðshlutum orkunnar. Meiri sykur-
neysla leiðir oft til ofáts auk verra
mataræðis hvað varðar samsetningu
næringarefna. Þar að auki veldur
mikil sykurneysla tannskemmdum.
Sykur er næring fyrir bakteríur sem
þekktar era undir nöfnunum Karíus
og Baktus, en það er þó fyrst og
fremst neyslumunstrið sem sykurát-
inu fylgir sem ýtir undir eyðilegg-
ingu tannanna. Tíð sykur- og gos-
neysla sem veldur óæskilegum sýru-
breytingum í munni auðveldar bakt-
eríum aðgang að tönnunum.
Minna gos og betra heilsufar
Ef íslensk ungmenni breyta
neysluvenjum sínum og skipta um
svaladrykk, úr gosdrykk í vatn, eru
verulegar líkur á að heilsufar batni.
Sykurrík máltíð eða gosdrykkja-
þamb kemur oft í veg fyrir næring-
arríkari máltíð. Þetta kemur auðvit-
að verst út varðandi neyslu þeirra
næringarefna sem era af skornum
skammti í fæðinu almennt. Má þá
til dæmis nefna járn í fæði ungra
stúlkna og D-vítamín í fæði þeirra
sem ekki taka lýsi. Auk þess veitir
íslenskt mataræði Iítið af trefjaefn-
um, en athuganir hafa sýnt að syk-
urríku mataræði fylgir enn minni
neysla grófmetis og þar með trefja-
efna. Það má því ætla að aukin
vatnsneysla og minna gosþamb bæti
jámbúskap og minnki blóðleysi með-
al ungra kvenna. Auk þess mun slík
breyting á neyslunni minnka tíðni
ofáts og hægðatregðu hjá fólki al-
mennt. Bein áhrif minni sykurneyslu
myndu svo að auki sýna sig í bættri
tannheilsu.
Það er reyndar ekki bara sykur í
gosdrykkjum sem hefur slæm
heilsufarsleg áhrif. Nefna má að
gosdrykkir eru oft súrir, þótt sykur-
bragðið feli það reyndar, og lágt
sýrustig þeirra leikur glerung tann-
anna illa og eykur líkur á tann-
skemmdum. Og hvað eru gosdrykkir
eiginlega? í gosdrykk er kolsýrt
vatn, litarefni, rotvarnarefni, bragð-
efni og svo auðvitað sykur eða sætu-
efni. Og dæmi svo hver sem vill um
hollustugildið.
Að verða enn ríkari
Gosneysla barna og unglinga í
nágrannalöndum okkar er minni en
helmingur þess sem hérlendir jafn-
aldrar þeirra neyta. Hvernig stend-
ur á þessari gosdrykkjaást íslend-
inga? Eru auglýsingar gosdrykkja-
sala kraftmeiri hérlendis? Er ungt
fólk áhrifagjarnara? Er þekking og
áhugi fólks á hollustu kannski
minni? Er vatn dýrara eða bragð-
verra? Við vitum öll að sum þessara
svara standast engan veginn. Ekki
er hægt að láta hjá líða að nefna
eina skýringu enn, en hún er sú að
ótrúlega erfitt getur reynst að nálg-
ast vatn hérlendis og má þá til
dæmis nefna íþróttahús og skóla.
Nýlega fóru Norðmenn að flytja
neysluvatn til fjarlægra landa í stór-
um pokum sem dregnir eru, að ég
held, af enn stærri skipumr í frétt-
um kom fram að hér færi saman
mikil þörf fyrir hreint .vatn í öðram
löndum og gróðavon Norðmanna.
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig
þessi viðskipti munu ganga hjá
frændum okkar en þetta ætti þó að
minna okkur á ríkidæmið sem felst
í hreinu vatni. Við verðum enn rík-
ari ef við notum meira af því og
kennum börnum og unglingum að
nota íslenskt vatn.
Höfundur er dósent og forstöðu-
maður Næringarstofu Lsp.
Inga þórsdóttir
Hvernig’ tennur og venjur
erfa börnin okkar?
MARGIR hafa vafa-
laust velt því fyrir sér
hvemig tennur bömin
þeirra erfa. Ég hef í það
minnsta heyrt foreldra
segja: „Blessað bamið
hefur erft „lélegu"
tennumar mínar.“ Líf-
fræðilega erfum við öll
tennur foreldra okkar
en við megum ekki
gleyma því að við erfum
líka venjur sem geta
haft áhrif á tennurnar.
Þegar ég tala um
venjur í sambandi við
tennur á ég við hollt
og reglulegt mataræði og góða
munnhirðu til að viðhalda heilum
tönnum. Daglegt líf okkar byggist
að mestu leyti á venjum, því ég tel
æskilegt að við ásköp-
um okkur þær nauðsyn-
legu venjur sem við vit-
um að börnin okkar
erfa. Flestir vita að það
þarf að bursta tennurn-
ar minnst kvölds og
morgna til að fjarlægja
þær bakteríur (tann-
sýklu) sem myndast
daglega sem annars
geta valdið tannholds-
bólgum.
„Sífellt nart skemm-
ir tennur" er staðreynd
sem við öll ættum að
huga betur að. í hvert
sinn sem við látum bita upp í okkur
myndast sýra, sama hversu bitinn
er lítill. Munnvatnið sér síðan um
að hreinsa burt sýruna en þá verð-
um við að láta vera að borða eða
drekka annað en vatn sem sjaldnast
yfir daginn, sjá sykurklukku. At-
hugið að magnið af fæðunni skiptir
ekki máli, heldur tíminn sem hver
máltíð tekur og hversu oft er borð-
að. Efnasambandið baktería + syk-
ur verður sýra sem veldur tann-
skemmdum.
Þriðji febrúar er tannverndardag-
urinn, af því tilefni vil ég hvetja alla
landsmenn, ekki síst foreldra, til að
endurskoða matarvenjur sínar.
Með því að hafa reglulegar mat-
arvenjur og munnhirðu stuðlum við
að minni tannskemmdum, minni
fjárútlátum, ánægjulegri samveru-
stundum og heilbrigðara lífi.
Hollar venjur — heilar tennur!
Höfundur er tannfræðingur.
Guðný Ævarsdóttir
Rangar áherslur
í skattamálum
SKATTAMÁL era meðal mikil-
vægustu kjaramála. Þó ekki þannig,
að skattar eigi að vera sem lægstir,
heldur að reynt sé að dreifa byrðun-
um með sem réttlátustum hætti og
þannig, að ekki trufli gangverk sam-
félagsins. Hins vegar er öllum al-
menningi hagfellt, að ríkið afli
nægilegra tekna til þeirrar þjónustu,
sem því er ætlað að veita. Eðlilegt
er, að fólk í fullri vinnu greiði að
jafnaði nokkurn beinan skatt, jafn-
vel þótt af litlum launum sé, til
þess að það sé meðvitað um framlag
sitt til samfélagsins. Almenningur á
hins vegar kröfu á, að vel sé farið
með skatttekjurnar. Mest skortir á,
að nægilega miklu sé kostað til
menntamála. Því fé sem aflað er
með sérstakri skattlagningu á bens-
ín til eflingar atvinnu
væri, bæði í bráð og
lengd, tvímælalaust
betur varið til að afla
þekkingar og miðla
henni en til ævintýra-
legra umferðarmann-
virkja. í skólakerfið
vantar milljarða. Ég
bendi til dæmis á grein
Ólafs Ólafssonar land-
læknis í Mbl. 20. des.
sl. um nauðsyn aukinn-
ar tæknimenntunar.
Reyndar leikur sterkur
grunur á, að markmið-
ið hafi verið að skaffa
verktökum viðfangs-
efni fremur en að
draga úr atvinnuleysi.
Samkvæmt því sem sést og heyr-
ist í ijölmiðlum leggur verkalýðs-
hreyfingin einkum áherslu á hækk-
un skattleysismarka og afnám tví-
sköttunar lífeyris. Hið síðartalda er
sanngirnismál, en Iítilvægt. Hið
fyrrtalda getur vegið þungt, en er
umdeilanlegt.
Því er haldið á lofti, og ég held
að flestir trúi því, að með stað-
greiðslu tekjuskatts sé uppgjöri
hans að jafnaði lokið. T.d. er haft
eftir Bolla Þ. Bollasyni í Mbl. 16.
des. sl.: „Frádráttarliðir [t.d. lífeyr-
issjóðsiðgjöld] myndu ragla stað-
greiðslukerfið, taka yrði upp eftirá-
sköttun að hluta á nýjan leik. Það
yrði stílbrot á núverandi kerfí, á
sama hátt og hátekjuskatturinn."
Þetta má ef til vill kalla hálfsann-
leik, en „hálfsannleikur oftast er
óhrekjandi lygi“. í tekjuskatts-
kerfínu era skerðingarliðir vegna
barnabóta, vaxtabóta og húsaleigu-
bóta. Þessir liðir, sem ná til fjölda
skattgreiðenda, era endanlega gerð-
ir upp eftir á. í stuttu máli sagt
hafa þeir þau áhrif, að hjá hjónum,
sem era að greiða af húsnæðisskuld-
um og/eða eiga böm, er skattlagn-
ingin 48-70% en ekki 42% (41,84%)
af tekjum frá skattleysismörkum
upp í 201.000 (1 bam) til 231.000
(4 börn, og 34.400 í viðbót fyrir
hvert bam úr því) samanlagt hjá
báðum. Miðað er við það sem gilti
1994. Álagningin er því meiri sem
börnin era fleiri, sjá upplýs-
ingabækling Skattstofunnar og
grein eftir mig sem birtist í Mbl.
13. des. sl. Hjá fólki í leiguhúsnæði
er álagningin 18 .prósentustigum
hærri (á þrengra bili þó), og að
meðtaldri greiðslu í lífeyrissjóð,
stéttarfélagsgjaldi og tekjutengdri
afborgun af námsláni getur frá-
drátturinn orðið 97-100%. Til ein-
földunar sleppi ég skattlagningu
einhleypra.
Annar hálfsannleikur (= lygi) er,
að skattleysismörk séu um 57.000.
Það lætur þó nærri hjá bamlausu
fólki. Hjá fólki með börn á fram-
færi era þau um 46.500, þá tekur
við 7-22% skerðing á barnabóta-
auka, sem frá sjónarmiði skattgreið-
andans er auðvitað ekkert annað
en hreinræktaður tekjuskattur.
Reyndar getur orðið skerðing á
vaxtabótum við enn lægri tekjur,
en það er annað og meira vanda-
mál, ef fólk með svo litlar tekjur
þarf að standa skil á afborgunum
af húsnæðisskuldum.
Ég leyfí mér að fullyrða, að um-
bylting þess kerfís, sem ég hef lýst
í mjög grófum dráttum, sé hið mikil-
vægasta sem nú er um að ræða til
kjarabóta almennings. Hún myndi
fela í sér flutning skattbyrði frá
fólki með börn á framfæri og minna
en 100.000 á mann í mánaðartekjur
til þeirra sem hafa mun meira, og
e.t.v. einhverja lækkun tekjuskatts
í heild. Ég tel ekkert óeðlilegt, að
skattleysismörk séu lág, ef álagn-
ingin er hófleg næst þeim. En það
má ekki eiga sér stað, að álögur séu
þyngri á lágtekjur en hátekjur. Ef
menn vilja haida tekjutengdum
barnabótum er einföld lausn, að
skerðingin sé t.d. 2% af jaðartekjum
vegna hvers barns þar
til hinar tekjutengdu
bætur era upp urnar,
en þá taki við samsvar-
andi hátekjuskattur. Ef
þessi tekjutenging nær
til allt að fjögurra
barna þyrfti hátekju-
skatturinn að vera
minnst 8% í stað 5%
eins og nú er. Miðað
við 90.884 kr. á bam á
ári og að mörk hátekju-
skatts séu 500.000 hjá
hjónum eins og verður
1995, þyrfti skerðingin
að byija við rúm
120.000, eða 60.000
hjá hvoru hjóna, þ.e.
rétt um skattleysis-
mörk eins og þau verða. Þessi leið
fellur betur að staðgreiðslukerfínu
en núgildandi aðferð. Auðvitað
koma margar aðrar leiðir til greina,
til dæmis að skerðingin komi i
áföngum eða jafnt og sígandi, og
einfaldar lausnir eru ekki alltaf best-
ar.
Umbylting skattkerfis-
ins er hið mikilvægasta,
að mati Hólmgeirs
Björnssonar, sem nú
er um að ræða til al-
mennra kjarabóta.
Nokkur orð um tvísköttun lífeyr-
is. Hún er óveraleg vegna þess, að
tekjur lífeyrisþega eru að megin-
hluta undir skattieysismörkum.
Kórvilla margra þeirra, sem um
þetta Ijalla, er að þeir setja þetta
upp eins og jafnvægi í bókhaldi,
ekki sem rekstrardæmi. Vandi
skattgreiðandans er ekki þessi tví-
sköttun, heldur að með núverandi
kerfí er hann að greiða skatt af
tekjum sem hann fær ekki í hendur
og hefur ekki ráðstöfunarrétt yfir.
Staðgreiðslan er því í rauninni
43,70%, ekki 41,84%, og þeir sem
bera 60-70% skatt eða meira er
íþyngt mjög mikið með skattlagn-
ingu lífeyrissjóðsiðgjaldsins. Afnám
tvísköttunar er ekki það sama og
minnkun skattheimtu. Það er því
alveg ástæðulaust að reikna með,
að skatttekjur minnki um 1,8-2.0
milljarða, ef lífeyrissjóðsgreiðslur
verða undanþegnar skatti eins og
Bolli Þ. Bollason gerir í áðurnefndu
viðtali. Hins vegar færðist skatt-
lagningin að einhvetju leyti af grann-
launum á aukatekjur, sem ekki er
greitt af í lífeyrissjóð.
Og að endingu smámál. Skattar
af orlofsgreiðslum ættu ekki að
gjaldfalla fyrr en launþeginn fær þær
í hendur. Onnur leið væri að lækka
greiðsluna inn á orlofsreikninginn
sem staðgreiðslunni nemur. Núver-
andi kerfí felur í sér fyrirfram-
greiðslu á skatti, ekki staðgreiðslu.
Höfundur er tölfræðingur hjá
Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins.
Hólmgeir
Björnsson