Morgunblaðið - 02.02.1995, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 02.02.1995, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 31 < GUÐLAUG EIRÍKSDÓTTIR + Guðlaug Eiríks- dóttir fæddist í Hlíð í Lóni 19. ágúst 1894. Hún lést á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 25. jan- úar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jóns- son frá Hlíð í Lóni og Sigríður Bjarna- dóttir frá Viðfirði. Systkini Guðlaugar voru: Bjarni, kaup- maður í Bolungar- vík; Þorbjörn, bóndi í Kambseli í Álfta- firði; Guðmundur, bóndi í Kambseli og í Berufirði; Rósa, húsmóðir og saumakona á Djúpavogi; Sólveig, húsmóðir á Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Eirík- ur faðir Guðlaugar var áður kvæntur Þorbjörgu Jónsdóttur Erlendssonar frá Múla í Álfta- firði, og átti hann með henni þrjú börn sem lifðu: Hávarð, Mekkínu og Valgerði. Guð- laug giftist 1918 Brynjólfi Guð- mundssyni, f. 18.5. 1892, d. 1975, og bjuggu þau lengst af á Ormsstöðum í Breiðdal. Börn Guð- laugar og Brynjólfs eru: Guðmundur Þór, f. 1920, d. 1963, múrari í Reykjavík; Sigríður, f. 1922, húsmóðir á Orms- stöðum; Guðný, f. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Gyða, f. 1925, húsmóðir i Reykjavík; Guðrún, f. 1927, hús- móðir á Reyðarfirði. Afkomend- ur Guðlaugar eru fimmtíu og átta. Utför Guðlaugar verður gerð frá Heidalakirkju í Breiðdal í dag. SIGRÍÐUR Bjamadóttir, móðir Guðlaugar, þótti gáfuð og mikilhæf kona. I minningum sínum segir Guðlaug frá því að þegar heimilis- kennari var fenginn til að kenna bræðmm hennar, langaði hana til að læra að skrifa, en móðir hennar neitaði henni um það á þeirri for- sendu að stúlkur hefðu ekkert með það að gera, en bróðir hennar bjarg- aði málunum með því að gefa henni forskrift. Við sem nú lifum höfum gott af að staldra við og hugleiða þá miklu byltingu sem varð í mennt- unar- og jafnréttismálum á þeim hundrað árum sem Guðlaug Eiríks- dóttir lagði að baki. Eiríkur Jónsson var efnaður og bjó góðu búi á föðurleifð sinni, Hlíð, auk þess átti hann Reyðará og hluta úr Bæ í Lóni. Nú fór hann að kenna heilsubrests og var honum þá ráð- lagt að flytja að sjó. Hann keypti þá Papey af Lámsi ríka og flutti þangað vorið 1897 með sína stóm fjölskyldu. Hann rak sem fyrr stórt bú og fyrsta árið vora 16 manns í heimili. Veikindi Eiríks ágerðust uns hann lést 15. maí 1899, 48 ára að aldri. Eldri bömin vom þá uppkom- in, en Bjami sem var elstur yngri bamanna var aðeins 10 ára. Sigríð- ur bjó í Papey næsta ár og stóð Sigurður Þórðarson, maður Val- gerðar stjúpdóttur hennar, fyrir búinu. Vorið 1900 seldi Sigríður Papey og flutti þaðan með allt sitt fólk. Valgerður og Sigurður fluttu í Hamarssel með búið og hjá þeim vom Mekkín, Þorbjöm og Sólveig. Sigríður Bjamadóttir tók að sér heimilið á Reyðará því að húsmóðir- in þar var veik. Henni fylgdu þang- að til að byija með Guðlaug, Guð- mundur og Bjami. Þangað hafði hún og með sér eina kú sem þeir bræður unnu fyrir. Um haustið fór Guðlaug til Valgerðar og Sigurðar. Vorið 1901 tók Sigríður Bjarna- dóttir við búinu í Hamarsseli. Vom þá öll börnin hjá henni á ný. Næstu þijú árin er Guðlaug hjá móður sinni í Hamarsseli en réðst síðan til Mekk- ínar, systur sinnar, að Hálsi. Þar var hún vinnandi manneskja, mjólk- aði kýr, gætti bama og búfjár og vann að þjónustubrögðum. Guðlaug var ekki nema eitt ár á Hálsi. Þaðan fór hún til Ólafs læknis Thorlaciusar o g Ragnhildar Pétursdóttur Eggerz. Hjá þeim var hún í þijú ár og leið vel. Þar lærði hún ásamt öðmm bömum á heimilinu og sjálfur lækn- irinn lét þau lesa, skrifa og reikna. Læknishjónin bjuggu í Búlands- nesi og síðasta veturinn fyrir ferm- ingu gekk Guðlaug út á Djúpavog í skóla. Séra Jón Finnsson fermdi hana. Nú lá leiðin til Reykjavíkur, til dr. Bjöms Bjamasonar, móður- bróður hennar. Þegar suður kom var Gyða, kona Björns, farin til ísa- fjarðar, því að hjónin ætluðu að vera þar um sumarið. Þau komu Guðlaugu fyrir á heimili Hannesar Hafstein. Þar var svo Guðlaug um sumarið eins og ein af flölskyld- unni. Um haustið fór hún til Gyðu og Bjöms og var í kvöldskóla um veturinn. Veturinn eftir byijaði hún í Verslunarskólanum, en þá gerði vart við sig augnveiki og varð hún því að hætta. Bjöm frændi hennar kom henni þá í íþróttafélagið Iðunni. Um vorið vom 12 stúlkur valdar til að sýna 17. júní á íþróttavelli Vesturbæjar og var Guðlaug ein í þeim hópi. Vorið 1913 réðst Guðlaug til Júl- íusar Guðmundssonar og Elínar Magnúsdóttur í Kaupmannahöfn. Þessi hjón reyndust henni mjög vel. Þegar hún fór frá þeim vann hún á saumastofu um tíma. Vorið 1916 fór Guðlaug heim til íslands með Ceres og kom upp á Fáskrúðsíjörð. Móðir hennar bjó þá á Karlsstöðum á Beruijarðarströnd, og þangað var förinni heitið. Hún fór að mestu fótgangandi suður í Breiðdal og hitti þar móður sína og urðu þær samferða i Karlstaði. Sum- arið eftir réðst hún kaupakona til Þorsteins Stefánssonar á Þver- hamri. Þar kynntist hún fyrst Brynj- + Ástkœr eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON vélfræðingur, Lágholti 11, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vin- samlegast láti Reykjalund njóta þess. Anna Jóna Ragnarsdóttir, Úlfhildur Guðmundsdóttir, Úlfhlldur Guðmundsdóttir, Sveinn Val Sigvaldason, Anna Ýr, Ingveldur og Karitas, Sigrún Guðmundsdóttir, Pétur U. Fenger, Úlfhildur, GeirTorfi og Kristjana, Jóhannes Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Anna Björk Jónsdóttir. MIÍMNIIMGAR ólfí Guðmundssyni, sem síðar varð eiginmaður hennar. Haustið 1918 giftust þau, Guðlaug og Brynjólfur. Brynjólfur átti hlut í Þverhamri og þar bjuggu þau fyrstu sex árin, en fluttu síðan að Kambseli í Álfta- firði. Bömin vom þá orðin tvö, Guð- mundur og Sigríður. í Kambseli fæddist Guðný. Árið 1925 fluttust þau að Ormsstöðum í Breiðdal og þar fæddust Gyða og Guðrún. Þá flutti Sigríður Bjamadóttir, móðir Guðlaugar, til þeirra og var hjá þeim í 15 ár. Guðlaug og Brynjólfur ráku gott og gagnsamt bú þar sem snyrti- mennska og reglusemi ríkti utan- bæjar sem innan. Börnum sínum bjuggu þau gott veganesti og hafa þau öll kynnt sig sem nýtir og virt- ir þegnar í þjóðfélaginu. Guðlaugu nægði ekki að fegra heimili sitt innanhúss. Hún kom upp fögram og hlýlegum gróðurreit við húsið. Þar gróðursetti hún tré og blómjurtir og undi sér marga stund við að hlynna að þessum vinum sín- um. Það þykir ef til vill ekki merki- legt nú að sjá skrúðgarð við sveitabæ, en á fyrstu búskaparárum Guðlaugar og Brynjólfs þótti slíkt ónauðsynlegt og var ekki algengt. Guðlaug tók allmikinn þátt í fé- lagsmálum, var t.d. um skeið í stjóm Líknarfélagsins Einingar. Þetta fé- lag var mjög merkilegur félagsskap- ur sem í vom bæði karlar og kon- ur. Konur í Breiðdal munu þó eink- um hafa borið upp starfsemi þess. Um langt árabil hélt það samkomu 17. júni. Sú samkoma var sótt allt frá Fáskrúðsfírði til Djúpavogs og jafnvel ofan af Héraði. Fólk hlakk- aði til allt árið að fara á Eininguna, eins og það var kallað. Þegar ég var 12 ára sótti ég í fyrsta sinn þessa samkomu og man þá eftir Guðlaugu og fleiri mætum konum úr Breiðdal, sem ég átti eftir að kynnast síðar. Guðlaug var einnig í fyrstu stjóm Skógræktarfélags Breiðdals. í fleiri félögum starfaði hún og þótti alls staðar liðtæk. Við fráfall Guðlaugar Eiríksdótt- ur hvarflar hugurinn heim, í Breið- dal, til þess tíma er ég kom þar öllum ókunn og án frændgarðs inn- an sveitar. Eg minnist þess, að skömmu eftir að ég kom í sveitina, boðuðu gestir komu sína og ég varð að taka á móti þeim. En svo stóð á að ég sá fram á að ég gat ekki gert það skammlaust. Hvað átti ég að gera? Til hvers átti ég að leita? Ég leitaði til Guðlaugar á Ormsstöð- um og það kom á daginn að ég fór ekki húsavillt. Hún leysti vandann og kom ekki upp um ómyndina. Við áttum oft ánægjulegar stund- ir á heimili þeirra hjóna og þurftum oft til þeirra að leita og alltaf var það jafn notalegt. Þegar börnin vom lítil veiktist ég og vegna þess að óttast var að um smitsjúkdóm væri að ræða, var ekki auðvelt að biðja um hjálp. Þá kom Sigríður, dóttir Guðlaugar, og sótti telpuna okkar, sem var á öðm eða þriðja ári og þær mæðgur höfðu hana á meðan ég var undir læknis hendi. Slíkur var drengskapur þessa fólks. Sigríður Brynjólfsdóttir átti ætíð heima hjá foreldmm sínum. Hún giftist ekki en átti eina dóttur, Sig- rúnu Bjömsdóttur, sem ólst upp hjá henni á Ormsstöðum, undir handar- jaðri afa og ömmu. Ég hygg að Guðlaug og Brynjólf- ur hafi talið sig lánsmanneskjur. En enginn lifir Ianga ævi án þess að verða fyrir áföllum. Einkasonur þeirra hjóna fórst af slysförum á besta aldri, en ég held að þyngsti og sárasti harmurinn hafi verið kveðinn að ijölskyldunni þegar Sig- rún Bjömsdóttir féll frá árið sem hún fermdist eftir erfiða sjúkdómslegu. Heimili Guðlaugar og Brynjólfs var á Ormsstöðum í hálfa öld, en Brynjólfur lést 16. , apríl 1975. Tveimur ámm áður hafði Sigríður dóttir þeirra tekið við búinu. Guð- laug átti enn nokkur starfsár eftir. Á sumrin var glaðværð bg umsvif á heimilinu. Bamabömin komu og fleiri til að hjálpa við heyskapinn. En eins og að líkum lætur kom að því að Sigríður þurfti að annast móður sína og það gerði hún meðan unnt var þar til fyrir þremur áram að Guðlaug fór á sjúkrahús á Seyð- isfirði og þar dvaldi hún uns yfír Iauk. Guðlaug naut ekki mikillar skóla- göngu, en allt fas hennar og traust skaphöfn bar vitni um menntun, menntun sem hún hlaut í skóla lífs- ins á góðum heimilum. Um leið og ég þakka Guðlaugu árin sem við áttum samleið votta ég aðstandend- um hennar samúð. Guð blessi minn- ingu hennar. Anna Þorsteinsdóttir. Hún amma mín er dáin, eina amman sem ég þekkti. Minningam- ar sækja að. Ég — lítil stelpa í sveitinni hjá ömmu og afa, stend við gluggann í herberginu þeirra og leik mér að því að drepa litlar húsflugur sem flökta um gluggann í sólskininu. Amma kemur að mér og segir: „Elsku Bryndís mín — þær em lif- andi eins og þú!“ ég man enn hvað mér varð illa við. Síðan hafa flugur verið vinir mínir. Ég — unglingur, hlusta á ömmu segja frá því þegar hún kom til Reykjavíkur 15 ára gömul og bjó um tíma hjá Hannesi Hafstein. Fór síðan til Kaupmannahafnar í vist til dóttur landshöfðingjans, Magnúsar Stephensen. Þá, fannst mér amma tilheyra Islandssögunni. Ég — fullorðin, sé hana fyrir mér í tágastólnum við gluggann sem flugumar áttu. Stífuð damask- þurrka breidd yfír kjöltuna, einn vindlingur púaður — bara einn. Háleit og dreymandi á svip. Þá skynjaði ég ömmu sem hefðarkonu. Kaupmannahöfn var ævintýri lífs hennar. Hvert smáatriði geymdi hún^ í minningunni. Það var unun að hlusta á ITana segja frá og sjá glampann í augunum. Nú er amma komin til hans afa sem hefur beðið lengi. Ég veit að þessi síðasta ferð hefur ekki verið henni erfíð. Starfsfólkinu á sjúkra- húsi Seyðisfjarðar vil ég þakka frá- bæra umönnun. ég veit að þar mæli ég fyrir munn okkar allra í fjölskyldunni. Elskulegheitin og umhyggjan þar gleymist seint. Bryndís Skúladóttir. Hillir upp í aftanskini ævistarfið mikilsvert. Þ6 er lagst í þagnargildi það, sem allra best var gert, verður aldrei opinbert. (Heiðrekur Guðmundsson) í dag emm við aftur komin f Breiðdalinn en þó ekki til sumar- dvalar eins og í æsku heldur til að fylgja þér, amma og langamma, Guðlaug Eiríksdóttir, hinsta spölinn. Okkur hefur reynst það ómetanlegt veganesti í lífínu að hafa dvalið á sumrin á Ormsstöðum hjá þér, afa og Siggu frænku. í minningunni fannst okkur þú, amma, alltáf vera svo mikil „heimsdama" enda sagðir þú okkur svo oft sögur frá þriggja og hálfs árs dvöl þinni í Kaupmannahöfn þegar þú varst ung, en þaðan áttir þú svo margar góðar minningar. Þú varst óþreytandi að innræta okkur trúrækni og heiðarleika og ófá vom þau skiptin sem þú settir ofan í við okkur við matarborðið vegna borðsiða okkar unglinganna. Þú vildir að við tyggðum matinn vel og vandlega og oft reyndi það á þolrifin í okkur matgráðugum ungl- ingunum að bíða eftir eftirréttinum sem kom ekki fyrr en þú varst sjálf búin að tyggja hvem bita minnst 30 sinnum. Þetta var okkar stóra lexía í þolinmæði og tillitssemi. Við munum eftir þér í fallega garðinum sem þú ræktaðir svo vel í orðsins fyllstu merkingu en þar áttum við margar góðar stundir saman. Hann ber þess vott hve umhyggjusöm þú varst og framsýn. Sunnudagarnir koma sterkt fram í minningunni en þá varst þú ávallt uppáklædd og hátíðarbær ríkti hjá þér á Ormsstöðum. Við vitum að þér líður vel núna, amma mín, og að langþráður endur- fundur ykkar Brynjólfs er kærkom- — inn. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Guð geymi þig, elsku amma og langamma. Gunnsteinn, Sigrún, Skúli, Guðný, Sif Qg Hrund. Vöruvernd og einkaleyfi í Bandaríkjunum sem vopn í samkeppni og samningum Föstudaginn 3. febrúar nk. mun J. E. Kenney, lögfræðingur frá virtri lögmanns- stofu í Bandaríkjunum, halda fyrirlestur um vöruvernd og einkaleyfi. Tilgangur fundarins er að kynna hvernig vöruvernd og einkaleyfi geta nýst í samningum og samkeppni í Bandaríkjunum. Lögmannsstofan Bacon & Thomas hefur sérhæft sig á þessu sviði síðan árið 1920. J. E. Kenney hefur starfað þar í 30 ár og meðal annars unnið fyrir stoðtækjasmíði Össurar hf. Fundurinn fer fram á Hótel Islandi í fundarstofu á 2. hæð föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00 til 17.00. Skráning fer fram hjá Ráðgarði, Nóatúni 17, í síma 561 6688. Þátttökugjald er kr. 4.000 og innifalið er kaffi og létt meðlæti. Fundarstjóri verður Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. RÁEXiAREXJR hf. ST]ÖRNUNARCXj REKSTRARRÁDG)CH: Nóatúni 17 Sími 561 6688. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Hallveigarstíg 1 Sími 551 7272

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.