Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 09.02.1995, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yiðræður VMSÍ og vinnuveitenda Langur samn- íngafundur FULLTRÚAR félaga innan Yerkamannasambands íslands (VMSÍ), þ. á. m. fulltrúar Dags- brúnar, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná- grennis (Flóabandalagsins), komu til fundar með samtökum vinnu- veitenda í húsnæði ríkissáttasemj- ara kl. 14 í gær til viðræðna um nýjan kjarasamning og stóðu fundir viðsemjenda yfír til kl. 19. Bjöm Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ, sagði að ekki væri neinn rífandi gangur í viðræðun- um en annar samningafundur yrði haldinn í dag. Horfir þunglega Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að umræðum um kauptryggingarmál fisk- vinnslufólks hefði verið haldið áfram í gær. Þar væri um að ræða mjög snúið mál en auk þess hefði verið rætt um sérkröfur annarra hópa. „Grundvallarvandamálið er að Verkamannasambandið kemur fram með kröfur af gamla taginu, sem eru mældar í tugum prósenta og ef það er virkilega ætlunin að standa á þeirri stefnumörkun, þá er það ósk um að innleiða hér aft- ur mjög mikla verðbólgu. Við munum kosta kapps um að ná þessu saman á öðrum grundvelli en þetta horfír þunglega," sagði Þórarinn. Morgunblaðið/Kristinn. BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, og Þórarinn V. Þórar- insson, formaður VSÍ, takast í hendur við upphaf samningafund- ar Verkamannasambandsins og samtaka vinnuveitenda í gær. Islenzkar sjávarafurðir verða áfram á höfuðborgarsvæðinu Vahð stendur um Reykjavík, Hafnarfjörð eða Kópavog HÖFUÐSTÖÐVAR íslenzkra ^jávarafurða hf. verða áfram á höfuð- borgarsvæðinu, þótt að minnsta kosti átta kaupstaðir úti á landi hafí sótzt eftir þeim. Þetta var ákveðið á stjómarfundi ÍS í gær. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að skoðað verði hvort einhver hluti starfseminnar verði færður út á land og tengdur rekstri framleiðenda ÍS. „Það var tekin ákvörðun um að vera hér á höfuðborgarsvæðinu í staðinn fyrir að setja sig niður í höfuðstað Norðurlands," sagði Benedikt. Hann sagði að þijú sveitarfélög kæmu til greina; Reykjavík, Kópavogur og Hafnar- fjörður. Benedikt segir að ekki hafí bor- izt formleg tilboð frá þessum sveit- arfélögum um fyrirgreiðslu, en öll hefðu þau sýnt áhuga á fyrirtæk- inu og viljað bjóða því að koma. „Við förum eftir því hvað er þén- ugast fyrir íslenzkar sjávarafurð- ir. Við þurfum að kaupa, leigja eða byggja og þurfum að fara yfír hvað er í boði og hvað hentar okkur bezt,“ sagði hann. Að sögn Benedikts höfðu Vest- mannaeyjabær, Suðumesjabær, Akranes, Sauðárkrókur, Akureyri, Dalvík, Húsavík og Egilsstaðir sýnt áhuga á höfuðstöðvunum, auk sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Óvissu starfsfólks eytt Hann sagði að rétt hefði þótt að gera út um staðsetningu fyrir- tækisins að þessu leyti, ekki sízt með tilliti til starfsfólksins, sem staðið hefði þétt við bakið á stjóm- endum. Það hefði orðið að eyða óvissu þess um framtíðina. Benedikt sagði að endanlegt staðarval færi fram í þessari viku eða næstu. Hann sagði að sam- kvæmt samningi ætti fyrirtækið að rýma núverandi húsnæði 1. ágúst næstkomandi og ætti hann ekki von á að því yrði breytt, þótt það væri heldur ekki útilokað. Þróun og eftirlit úti á land? Til greina kemur, að sögn Bene- dikts, að stjórn ÍS skoði hvort það henti rekstri fýrirtækisins að hafa eitthvað af rekstrinum úti á landi í samvinnu við annað slíkt. „Við gefum okkur góðan tíma til að skoða það með okkar fólki og okk- ar framleiðendum,“ sagði hann. Héraðsdómur Reykjavíkur Dæmdur fyrir svik í aug- lýsingu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fyrir nokkm dæmt 25 ára gamlan mann í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika en maðurinn auglýsti í Morgunblaðinu 10. apríl síðastliðinn í nafni tilbúins fyrir- tækis og bauð um 300 störf erlend- is gegn greiðslu. „Atvinnutækifæri lífs þíns“ Auglýsing mannsins birtist und- ir yfírskriftinni Atvinnutækifæri lífs þíns og þar var óskað eftir 90 manns til starfa við skemmtistað á vinsælum ferðamannastað á Spáni, 125 manns til starfa við fiskvinnslu í Mexíkó og 86 manns til sjómannsstarfa í Mexíkó. Ahugasamir áttu að senda upplýs- ingar ásamt 25-pundum til Global Employment Agency í London en fíárhæðin yrði endurgreidd þegar umsókn yrði síðan skilað. Eigendur fengu peningana aftur vegna mistaka í ákæra kom fram að tíu aðilar hafi látið blekkjast af auglýsingu mannsins og sent greiðslu til hins uppgefna auglýsanda. en vegna mistaka við póstdreifingu hjá um- boðsmanni mannsins í London vora peningasendingarnar ekki framsendar honum heldur vora þær gerðar upptækar og endur- sendar greiðendunum sem þess vegna urðu ekki fyrir tjóni. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og taldi dómari að hæfíleg refsing væri 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Auk þess var honum gert að greiða allan sakarkostnað. Óánægja innan víkingasveitar Misjafnt hvort kennaraverkfall nær til einkaskóla Kennarar í Mið- skóla o g Tjarnar- skóla ekki í verkfall ÓÁNÆGJA er innan sérsveitar lögreglunnar í Reykjavík, víkinga- sveitarinnar svonefndu, í kjölfar breytinga sem gerðar háfa verið á starfsumhverfi hennar og fela m.a. í sér breytingar á vinnutíma og launaskerðingu til hinna 18 lögreglumanna sem sveitina mynda. Böðvar Bragason lög- reglustjóri kveðst ekki kannast við óánægju innan hennar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins blossaði óánægja sér- sveitarmanna upp í kjölfar þess að lögreglustjóri ákvað að fara að tillögum starfshóps innan embættisins í þá veru að sérsveit- armenn skyldu ganga sömu vaktir og almennir lögreglumenn. Launabilið minnkar Undanfarin ár hafa sérsveitar- menn gengið sólarhringsvaktir líkt og almennir lögreglumenn en sam- kvæmt eigin kerfí, sem er ólíkt mjög umdeildu vaktakerfí al- mennrar löggæslu. Þetta fyrir- komulag hefur m.a. valdið tog- streitu við yfírmenn almennu lög- reglunnar. Jafnframt þessum breytingum hefur verið ákveðið að skera niður ýmis fjárframlög til sérsveitarinn- ar, þar á meðal þjálfunartíma, og samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins getur niðurskurðurinn numið 20-30%. Meðlimir sveitar- innar hafí haft einna hæst laun lögreglumanna en eftir þær breyt- ingar, sem gerðar verða og skerði ýmsar greiðslur til þeirra, minnki það bil verulega. í kjölfarið hafa nokkrir meðlim- ir sérsveitarinnar sótt um flutning til annarra starfa innan lögregl- unnar og aðrir hugsa sér til hreyf- ings að sögn viðmælenda blaðsins í hópi sérsveitarmanna. Auk þess- ara breytinga þykir lögreglumönn- unum að starfsemi sérsveitarinnar hafi notið lítils skilnings lögreglu- yfírvalda, sem ekki hafí tekið af skarið um hvert hlutverk sveitar- innar skuli vera eða hvort hún skuli yfirhöfuð starfrækt. „Mönn- um er farið að fínnast að þeir líði fyrir að gefa sig í þetta, frekar en að þeir njóti þess,“ sagði sér- sveitarmaður við Morgunblaðið í gær. Jón Fr. Bjartmarz, aðalvarð- stjóri og yfírmaður sérsveitar lög- reglunnar, vildi ekki ræða þetta mál við Morgunblaðið í gær. Kannast ekki við óánægju Böðvar Bragason lögreglustjóri kveðst ekki kannast við óánægju innan sérsveitar lögreglunnar. Hann hafí þingað með sveitinni í samtals á fjórðu klukkustund um þessi mál og geri ráð fyrir að meðlimir hennar geri sér grein fyrir því, eins og aðrir starfsmenn embættisins, að samdráttur hafí átt sér stað. Ekki sé hægt að minnka fjár- framlög til lögreglunnar í Reykja- vík mörg ár í röð án þess að það komi áþreifanlega niður einhvers staðar. Menn hafí vitaskuld mis- jafnar skoðanir á niðurskurði, eft- ir því hversu nálægt hveijum og einum hann er. BOÐAÐAR verkfallsaðgerðir Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags myndu hvorki hafa áhrif á skólastarf í Miðskóla né Tjarn- arskóla. Stjórnir skólanna eru viðsemjendur kennara á hvorum stað. Óvíst er hvort verkfallið hefur áhrif á skólastarf í Landa- kotsskóla. Verkfallið nær til ísaksskóla og Verslunarskólans. Hjá Þorsteini Kristinssyni, trúnaðarmanni kennara í Mið- skólanum, fengust þær upplýs- ingar að kennarar við skólann væru hvorki í KÍ eða HÍK. Skól- inn væri sjálfseignarstofnun og kennararnir semdu við stjórn hans. Átta kennarar kenna um 50 nemendum á aldrinum 9 til 13 ára í Miðskólanum. Margrét Theodórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, sagði að kennarar semdu við skólann og myndu ekki leggja niður störf kæmi til verkfalls. Skóla- starf ætti að vera með eðlilegum hætti að því frátöldu að gert væri ráð fyrir að sundnámskeið nemenda í SundhöIIinni félli nið- ur. Átta kennarar kenna um 70 nemendum á aldrinum 13 til 15 ára í Tjarnarskóla. Óvíst tneð skólastarf í Landakotsskóla Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um hvort skólastcirf fellur niður í Landa- kotsskóla ef verkfall verður að veruleika. Tíu kennarar starfa við skólann og eru þeir ýmist í KI eða ófélagsbundnir. Nemend- ur eru hátt á annað hundrað. , Verkfall myndi ná til kennara í ísaksskóla, sem eru í KÍ, og kennara við Verslunarskólann sem ýmist eru í KÍ eða HÍK.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.