Morgunblaðið - 11.02.1995, Page 22

Morgunblaðið - 11.02.1995, Page 22
22 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR STUTTUR Japani; atríði úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka. Afturtil náttúrunnar KVIKMYNPIR St jörnubíó Á KÖLDUM KLAKA ★ ★ ★ Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Handrit: Friðrik Þór og Jim Stark. Framleiðandi: Jim Stark. Kvik- myndataka: Ari Kristinsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Hljóð: Kjart- an Kjartansson. Aðalhlutverk: Masat- oshi Nagase, Lili Taylor, Fisher Ste- vens, Laura Hughes, Gísli Halldórs- son. Ónnur hlutverk: Magnús Ólafs- son, Rúrik Haraldsson, Flosi Ólafs- son, Bríet Héðinsdóttir, Ari Matthías- son, Álfrún Örnólfsdóttir, Hallbjöm Hjartarsson, Katrín Ólafsdóttir, Jó- hannes grínari. Islenska kvikmynda- samsteypan hf. 1995. ALLAR myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar eru svokallaðar vegamyndir í eðli sínu. Þær lýsa hreyfingu frá einum stað til ann- ars fólks sem er utangátta í samfé- laginu og leitar sér samastaðar hvort sem það eru sjómenn á rangli í Reykjavík, gamalt fólk á leið til æskustöðvanna, ungur borgar- strákur sem kynnist fomum lífs- háttum í sveitinni eða Japani einn á ferð um ísland að halda minning- arathöfn um foreldra sína, sem létust hér fyrir nokkram áram. Japaninn er aðalpersónan í nýjustu mynd Friðriks Þórs, Á köldum klaka, sem framsýnd hefur verið í Stjömubíói. Og eins og aðrar myndir leikstjórans er þessi líka um drauga. Á köldum klaka lýsir einnig ferð úr tækniveröld nútímans yfír í framstæðari heim íslensku öræv- anna og vetrarríkisins sem Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður fílmar af miklu Iistfengi. Myndin er fyndin og skemmtileg úttekt á því hvemig Islendingar koma fyrir sjónir útlendingsins, nútíma- mannsins holdi klæddan, og hvem- ig hann upplifir kenjar lands og þjóðar. Margt af því er byggt á frábærlega myndrænum útfærsl- um eins og þeirri að setja karlakór upp á opinn vörubflspall þar sem hann syngur í snjókófínu við raust. Há dú jú læk æsland? er brenn- andi spumig; rígmontinn leigubfl- stjóri þarf skyndilega að bregða sér á jólaæfíngu; bílaútvarp bilar og spilar endalaust íslenska dæg- urtónlist og taugastrekktur amer- íkani öskrar: Þetta er íslenskur pyntingarklefí; íslenskir og amer- ískir sveitasiðir fallast í faðma á þorrablóti hjá Hallbimi Hjartar- syni. Þetta era stuttar og kómískar sögur sem raðast saman í eina heild og bregða upp eftirminnileg- um og broslegum spegli af íslend- ingum í vetrarham. Ein sagan gengur þó á skjön við efnið en minnir á að hér er stefnt á erlendan markað ekkert síður en íslenskan. Bandarísku leikaramir Fisher Stevens og Lili Taylor leika ameríska þjóðvega- ræningja á íslenska sveitaveginum. Þau fá far með Japananum og hverfa svo sporlaust úr myndinni. Það kemur heldur spánskt fyrir sjónir en er bara svo skemmtilegt innskot að einhvem veginn kemur það ekki að sök. Allt getur gerst í þessari mynd. Aðrir þættir era einnig einkennandi fyrir að hér er um samvinnuverkefni að ræða ætlað á erlendan markað. Leikar- amir með japönsku poppstjömuna Masatoshi Nagase í fararbroddi koma frá þremur löndum að ís- landi meðtöldu og allir tala ensku í myndinni. Er það leyst á nokkuð snyrtilegan hátt með íslendingana því það kemur fljótlega fram að allir hér geti bjargað sér á ensku, sem er satt og rétt. Einnig má búast við að sviðakjammaát og þorrablót sé útlendingum meiri upplifun og opinberun en innfædd- um. Mörg höfundareinkenni Friðriks Þórs koma fram í myndinni. Mynd- ir hans eru ekki aðeins um leit utangarðsfólksins að samastað heldur líka leit að einhverskonar uppgjöri við dauðann. Dauðinn svífur mjög yfir vötnum hér, land- ið er í vetrardvala og Japaninn kynnist íslenskum jarðarföram náið á ferð sinni og sjálfur er hann að kveðja látna ástvini sem Friðrik Þór stýrir með gullfallegum enda- punkti. Hið yfímáttúrulega er jafn raunverulegt persónum myndar- innar og raunveraleikinn en í einu magnaðasta atriði Á köldum klaka (það era alltaf eitt eða tvö ógleym- anleg i myndum leikstjórans) sýnir Álfrún Ömólfsdóttir mátt álfanna og megin. Myndin er á margan hátt andlega skyldust Börnum náttúrannar og virkar mjög vel sem gamansöm ferðasaga með al- varlegum undirtón. Leikaramir standa sig með prýði. Nagase er ekki gerandi í sögunni heldur áhorfandi og tekur það sem að höndum ber með stó- ískri ró austurlandamannsins, allt- af kurteis en líka undrandi á mönn- um og náttúra. Leikur hans er hófstilltur og lágstemmdur. Á köldum klaka er þroskasaga Jap- anans og með honum hverfum við úr farþegaþotunni yfír í æ frum- stæðari fararskjóta þar til hann er einn á gangi í auðninni. Stevens og Taylor er bráðskemmtilegt par sem á í eilífu rifrildi og Gísli Hall- dórsson er góður sem vís og vina- legur leiðsögumaður síðasta spöl- inn. Fjöldi íslenskra leikara kemur fram í smærri hlutverkum og fylla vel út í myndina. Vetrarríki íslands hefur ekki áður verið myndað af jafnmiklum glæsileik og Ari Kristinsson gerir hér en Ari hefur orðið einn okkar besti kvikmyndatökumaður með myndum Friðriks Þórs. Náttúra íslands birtist í vetrarham, köld og hijóstrag og falleg og verður ein af persónum myndarinnar. Tónlist Hilmars Amars Hilmars- sonar eykur sem fyrr áhrifamátt sögunnar og Kjartan Kjartansson nemur vel hljóð í bæði mönnum og náttúra. Arnaldur Indriðason Möppudýra- veislan KVIKMYNDIR St jörnubíó í DRAUMI SÉRHVERS MANNS Leikstjóri: Inga Lisa Middleton. Handrit: Inga Lisa uppúr smásögu Þórarins Eldjáms. Kvikmyndataka: Rafn Rafnsson. Tónlist: Siguijón Kjartansson. Leikmynd: Sigríður Sigurjónsdóttir. Búningar: María Ól- afsdóttir. Aðalhlutverk: Ingvar Sig- urðsson, Edda Heiðrún Backman, Eggert Þorleifsson, Jóhann Sigurð- arson, Hilmir Snær Guðnason og Maria Sigurðardóttír. ILM FILM. 1995. ÞAÐ sýnir styrk íslensku stutt- myndarinnar að ný stuttmynd, í draumi sérhvers manns eftir Ingu Lísu Middleton, er frumsýnd með nýrri bíómynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Á köldum klaka. Það sýnir líka styrk stuttmyndar Ingu Lísu sérstaklega, en hún er sú besta sem komið hefur í bíó hér síðan Óskar Jónasson frumsýndi Sér- sveitina. Myndin er byggð á skondinni sögu Þórarins Eldjáms (hann kem- ur örstutt fram í myndinni og Frið- rik Þór reyndar líka) en sögusviðið er Gildismat ríkisins, grá og gugg- in íslensk stofnun þar sem starfs- mann dreymir í bókstaflegum skilningi um að vinna happadrætti- svinning og verða ríkur en sam- starfsmennimir gera grín að því minnugir texta dægurlagsins, í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Inga Lísa hefur áður sent frá sér klippimyndina Ævintýri á okk- ar tímum, sérstætt og nákvæmlega unnið listaverk og sama natnin við smáatriðin sýnir sig í nýju mynd- inni. Hún beitir klippitækninni lítil- lega í draumaatriðum en gaman- semi og skemmtilegheit myndar- innar liggja í húmorískri stflfærsl- unni, litabeitingu og myndatöku. Stundum virkar myndin eins og teiknimyndasería. Allt innanstokks á stofnuninni er grátt, tölvur, borð, fatnaður starfsfólks, en persónu- legir munir eru í lit og af því draum- ar eru í einkaeigu eru þeir einnig í lit. Þessi frumlega og hugvitsam- lega samsetning setur mjög sér- stakan og gamansaman svip á myndina. Hún Qallar um trúna á drauma og draumaráðningar og hvernig draumar eru ekki teknir alvarlega nema einhver gróðavon sé í þeim. Koparbrúnn Ingvar Sigurðsson kemst illilega að því að þótt menn dreymi skít þarf það ekki endilega að tákna peninga. Ingvar er frábær í hlutverkinu fullur af sjálfbirgings- hætti og rykkjum og skrykkjum eðaltöffarans og aðrir leikarar búa til skoplegar persónur úr litlum hlutverkum. Edda Heiðrún er ræstitæknirinn sem trúir alfarið á drauma, Eggert Þorleifsson glottir að öllu saman og Jóhann Sigurðar- son er svona möppudýr sem talar löngunarfullur um eilífar fundar- setur. Þetta er sannkölluð möppudýra- veisla, fyndin og frábærlega út- hugsuð í öllum smáatriðum frá leik- stjóra sem á framtíðina fyrir sér. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.