Morgunblaðið - 11.02.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.02.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁHRIF ESB-AÐILDAR Á NORÐURLANDASAMSTARF Þrír íslendingar í þjónustu norrænu ráðherranefndarinnar um norrænt samstarf Samstarfið breytist en er áfram nauðsynlegt Morgunblaðið/jt NOKKRIR íslendingar starfa hjá Norrænu ráðherranefndinni í Store Strandstræde skammt frá Nýhöfninni í Kaupmannahöfn. Þremenningarnir á myndinni eru deildarstjórar og eru frá vinstri: Gunnar Sandholt, Tryggvi Felixson og Ólafur Kvaran. Hvað verður um samstarf Norðurlandanna ef flest þeirra verða komin í ESB efbir fáein ár? Þrír íslendingar sem starfa hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn velta því fyrir sér og lýsa helstu þáttum í starfí sínu en í samtali við Jóhannes Tómasson kemur fram að þeir telja að samstarfíð verði ekki síður mikilvægt þótt það breytist með aðild fleiri þjóða að ESB. AÐILD Svíþjóðar og Finn- lands að Evrópusam- bandinu mun breyta áherslum í norrænu samstarfi; það gæti aukist á sum- um sviðum og ef til vill minnkað á öðrum en það verður áfram jafn nauðsynlegt. Norðurlöndin hafa góða aðstöðu til að leggja línur og ráða framvindu mála í sam- starfí við aðrar Evrópuþjóðir innan ESB. Samstarfið hefur breyst á síðustu árum og nægir þar að nefna stóraukinn áhuga landanna á samstarfi við Eystrasaltsríkin. Þetta sögðu þeir Tryggvi Felix- son, Ólafur Kvaran og Gunnar Sandholt, sem starfa allir sem deildarstjórar eða ráðgjafar hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmannahöfn, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Þeir telja að samstarf Norðurlandanna verði áfram náið og mikið eins og verið hefur í áratugi, bæði á sviði hins opinbera og hinna fjölmörgu félagasamtaka. „Hlutverk mitt er að aðstoða við samstarf fjármála- og sam- gönguráðherra og undir það falla til dæmis samskipti við Norræna fjárfestingabankann og Norræna hagrannsóknaráðið en Islendingar hafa haft margvíslegt gagn af samstarfí um þessa málaflokka," segir Tryggvi Felixson sem starfað hefur í Kaupmannahöfn síðustu þijú árin. „Ráðherranefndin legg- ur meginlínur í þessu starfi og með auknum áhuga á Eystrasalt- slöndum hafa komið upp ýmis verkefni þar, til dæmis tækni- aðstoð og ráðgjöf varðandi í'jár- festingar sem öll Norðurlöndin hafa tekið þátt í. Nú er í gangi sérstakt átak um þessar fjárfest- ingar þar sem bæði Norræni fjár- festingabankinn og Evrópski þró- unarbankinn koma við sögu.“ Á sviði samgöngumála segir Tryggvi að Norðurlöndunum sé nauðsynlegt af landfræðilegum ástæðum að starfa náið saman: „Löndin þurfa til dæmis að vera samstiga í uppbyggingu í vega- málum, ákveða sameiginlega hveijar skuli vera aðalleiðir um löndin. Nú liggur til dæmis fyrir að ákveða hvernig leggja skuli aðalleiðir um Norðurkollu en þetta á bæði við vega- og járnbrauta- samgöngur. Islendingar koma kannski ekki beint við sögu í þess- um efnum en þeir hafa notið góðs á öðrum sviðum samgöngumála, t.d. hvað varðar upplýsingar og rannsóknir um umferðaröryggis- mál. Það sama má segja um at- vinnu- og efnahagsmál, Norður- löndin hafa leitað sameiginlegra lausna á sameiginlegum vanda- málum. íslendingar geta haft mik- ið gagn af samstarfí við stórþjóðir gegnum Norðurlöndin þótt þau gangi flest í ESB,“ segir Tryggvi ennfremur. Samvinna og verkaskipting Gunnar Sandholt er deildar- stjóri þeirrar deildar sem annast félags- og heilbrigðismálasam- vinnuna en undir hana falla m.a. samningar landanna um gagn- kvæm félagsleg réttindi. „Þeir samningar eru orðnir svo sjálf- sagðir að menn gleyma því að ekki er mikið flóknara mál að flytja frá Ólafsvík til Óðinsvéa en frá Hólmavík til Hafnarfjarðar,“ segir Gunnar. Reglur Evrópska efnahagssvæðisins koma nú að mestu í stað þessara samninga. Nokkrir hópar falla þó utan evr- ópsku reglnanna, til dæmis þeir sem ekki hafa áunnin réttindi frá vinnumarkaðnum. Því hefur reynst nauðsyn að útbúa nýja samninga til að tryggja rétt þeirra. „Deildin sér einnig um rekstur nokkurra samnorrænna stofnana og verkefna á sviði heilbrigðis- og félagsmála," bætir Gunnar við og nefnir til dæmis Norræna heilsu- vemdarháskólann og háskóla fyrir stjómendur í félagsmálaþjón- ustunni, en báðir skólarnir eru í Gautaborg og hafa margir Islend- ingar sótt þangað framhalds- menntun. „Þriðji skólinn sem er fyrir starfsfólk í málefnum dauf- blindra, þeirra sem eru hvort tveggja blindir og heyrnarlausir, er í Alaborg. Hann er stjömudæmi um vel heppnaða norræna sam- vinnu. Löndin reka saman mjög sérhæfða stofnun sem þjónar fáum einstaklingum í hveiju landi. Ávinningurinn er augljós og hag- kvæmnin mikil enda stofnunin í forystu í Evrópu á sínu sviði. íslendingar hafa nýtt sér rann- sóknir, athuganir og aðstöðu hjá norrænum stofnunum, sjáðu til dæmis norrænu lyfjanefndina, en landinn hefur líka lagt sitt af mörkum. Heilsuverndarháskólinn gengur t.d. gegnum mikla end- urnýjun lífdaga um þessar mundir undir traustri forystu Davíðs Á. Gunnarssonar spítalaforstjóra sem er stjómarformaður skólans. Nýtt verkefni sem komin er góð reynsla á er Þróunarsjóður hjálpartækja fyrir fatlaða sem styður nýsköpun og vöruþróun einkum með hátæknileg hjálpar- tæki sem eru til dæmis í sam- keppni við evrópsk. Þetta hefur þýðingu fýrir norrænan hjálpar- tækjaiðnað, en þó ennþá fremur þýðingu fyrir framgang siðferði- legra hugmynda sem ekki mega verða undir við evrópska samrun- ann. Grundvallarmunur er t.d. ráð- andi í hugmyndum Norður- landabúa og einkum Suður-Evr- ópubúa um fötlun. Með grófri ein- földun má segja að portúgalskur hjólastóll sé smíðaður til hagræðis fyrir þann sem ýtir honum. Nor- rænn stóll miðast hins vegar við að helst þurfi enginn að ýta!“ Þá segir Gunnar að staðlar muni verða ráðandi um gæði vöru og þjónustu í Evrópu og á Norður- löndum á næstu árum hvað sem líði aðild einstakra landa, til dæm- is á sviði hvers kyns tækja sem notuð eru í heilbrigðiskerfinu bæði til meðferðar og endurhæfingar. „Meira en 700 slíkir staðlar eru nú í smíðum. Þar verða Norður- löndin að gegna lykilhlutverki til að ná gæðastöðlum á hærra svið en verið hefur með ýmsum öðrum Evrópuþjóðum. Það getur senni- lega aðeins gerst með sameigin- legu átaki landanna. Það gefur augaleið að með sam- starfi sem þessu, sérhæfíngu og skynsamlegri verkaskiptingu, geta þjóðirnar sparað sér fjármuni og þetta kemur ekki síst íslendingum til góða sem oft hafa ekki burði til að koma einir á fót öflugum stofnunum.“ ■ íslendingar geta haft mikið gagn af samstarfi við stórþjóðir gegnum Norður- löndin þótt þau gangi flest í ESB ■ Samningar um félagsleg réttindi eru orðnir svo sjálfsagðir að menn gleyma því að ekki er mikið flóknara mál að flytja f rá Ólafsvík til Oðinsvéa en frá Hólmavík til Hafn- arfjarðar ■ Portúgalskur hjólastóll er smíð- aður til hagræðis fyrir þann semýt- ir honum. Nor- rænn stóll miðast hins vegar við að helst þurfi enginn að ýta! ■ ESB-aðild ætti að brýna Norður- landaþjóðir til að halda enn betur saman á sviði menningarmála Aukin menningar- samvinna Á sviði mennta- og menningar- mála er samstarf Norðurlanda einna mest og er áætlað að veija til þess um þremur milljörðum ís- lenskra króna á þessu ári. í menn- ingardeildinni starfa 25 manns og segir Ólafur Kvaran deildarstjóri að ákveðið hafi verið að auka þetta samstarf á næstu árum. Þannig hafí norrænu menningarmálaráð- herrarnir tekið frumkvæði að ýms- um nýjum málaflokkum á síðasta ári. „Hlutverk okkar sem starfa hér í menningarmáladeildinni er að hrinda í framkvæmd þeirri menningarpólitísku stefnu sem ráðherranefndin markar. Ég hef hér í stofnuninni umsjón með lista- sviði, sem er samstarf norrænna listnefnda og stofnana, sem veita styrki til ýmissa verkefna og hafa til ráðstöfunar um 200 milljónir íslenskra króna árlega. Þetta á við um samstarf á sviði bókmennta, myndlistar, tónlistar og leiklistar og ýmis samstarfsverkefni tengd þessum listum. Síðan fellur undir starfssvið mitt að hafa umsjón með Norrænu listamiðstöðinni á Sveaborg í Finn- landi sem fyrst og fremst framleið- ir farandsýningar um Norðurlönd og Norrænu safnanefndinni sem er ný nefnd á vegum ráðherra- nefndarinnar. Hún á að koma á auknu samstarfí milli lista- og menningarsögulegra safna bæði hvað varðar samvinnu um sýning- ar og rannsóknir. Ég tel mjög mikilvægt að menningarsamstarf Norðurlandanna haldi áfram ekki síst þegar þrjú eða fjögur Norður- landanna verða komin í ESB og sé raunar ekki annað en að það ætti fremur af ýmsum ástæðum að eflast því að aðild ætti að brýna þessar þjóðir til að halda enn bet- ur saman á þessu sviði.“ Ólafur segir að norrænt menn- ingarmálasamstarf sé íslending- um mikilvægt: „Við höfum fengið mikið út úr þessu samstarfi og við höfum líka mikið fram að færa. Það á bæði við um samskipti lista- manna á hinum ýmsu sviðum og samvinnu stofnana og félagasam- taka. Af nýjum og spennandi verk- efnum sem menningardeildin hef- ur haft frumkvæði að og auglýst nýverið má nefna ferðastyrkja- kerfi fyrir unga listamenn innan allra listgreina og er ætlað að auðvelda ungum listamönnum að ferðast innan Norðurlandanna." Höfundur er sjálfstætt storfandi blaðamaður sem skrifar að staðaldri fyrir Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.