Morgunblaðið - 11.02.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.02.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 33 AÐSEIMDAR GREINAR N áttúruvemd- arár Evrópu 1995 ÞAÐ BER að fagna þeirri ákvörðun Evrópuráðsins að efna til sérstaks náttúruvemdarárs árið 1995 meðal aðildarríkjanna. Með því er vakin athygli stjórnvalda og almennings á mikilvægi um- hverfis- og náttúruverndar og þess má vænta að þar með styrkist grundvöllur að öflugra samstarfí á þessum vettvangi þjóða á milli og að forráðamenn þeirra taki í ríkara mæli mið af umhverfísþætt- inum við allar meiriháttar ákvarð- anir. Umhverfísmál og náttúruvernd er umfangsmikill málaflokkur sem snertir flesta þætti mannlífsins. Þróun mála hefur orðið sú að úr- lausnir í umhverfísmálum eru meðal brýnustu verkefna á al- þjóðavettvangi, eins og fram kom á umhverfísverndarráðstefnunni sem haldin var í Ríó fyrir tveimur árum. Þjóðum heims er að verða æ ljósara að hreint umhverfí og óspillt náttúra séu hin verðmæt- ustu lífsgæði, sem hverri þjóð beri að varðveita og styrkja fyrir kom- andi kynslóðir. Kjörorð náttúru- verndarársins, sem er Hyggjum að framtíðinni — hlúum að náttúr- unni, undirstrikar þennan skilning. íslendingar hafa mikilla hags- muna að gæta varðandi virka framkvæmd umhverfís- og nátt- úruverndar. fmynd landsins út á við er hrein og óspillt náttúra og á þeim grunni er unn- ið að markaðssetn- ingu matvælavinnsl- unnar og ferðaþjón- ustunnar. Bætt um- gengni við landið og hafið er því ein mikil- vægasta forsenda þess að styrkja stöðu matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu í landinu. Hreint umhverfí og óspillt náttúra eru oft talin meðal verðmæt- ustu lífsgæða þjóðar- innar. Mengun hér á landi er tiltölulega lítil miðað við önnur lönd. Við höfum þó sofíð á verðinum og á mörgum stöðum á landinu blasa við erfið umhverfisvandamál og umhverfísslys. Þar ber hæst rýmun landgæða og stórfelld eyð- ing gróðurs og jarðvegs. Það sem skilur ísland frá flestum öðrum löndum er sú geigvænlega jarð- vegs- og gróðureyðing sem orðið hefur hér á landi og framhald verður á ef ekki verður snúist til vamar. Jarðvegur og gróður er náttúruauðlind sem okkur ber skylda til að veija og hlúa að. Við höfum bæði menntun og fjármagn til að takast á við þetta vandamál og það eigum við að gera, fyrr en síðar. í allri umfjöllun um markmið í umhverfis- málum hefur því ekki verið nægur gaumur gefínn, hve þýðingar- mikið það er, að dreg- ið verði úr sorpmynd- un, m.a. með aukinni endurnýtingu og endurvinnslu. í því sambandi tel ég að vel komi til álita að koma á skila- og/eða um- hverfísgjöldum. Nauð- synlegt er, að slíkum gjöldum sé beitt var- lega og þá einungis til að draga úr mengun og afla fjár til um- hverfisbóta. Sveitarfélög og fyrirtæki þurfa að auðvelda fólki að koma frá sér endurvinnanlegum úrgangi og stuðla þannig að meiri flokkun sorps hjá heimilum og fyrirtækj- um. Þá er einnig mjög brýnt, að förgun spilliefna verði tekin miklu fastari tökum en gert hefur verið fram til þessa. Skil á spilliefnum hér á landi eru með því allra minnsta sem gerist miðað vð nálæg lönd. Astæðan er sú, að sá sem skilar slíkum efnum til förgunar, hefur af því verulegan kostnað. Eina leiðin til að auka skilin verulega er að setja svokallað spilliefna- gjald á spilliefni við innflutning til að kosta förgun efnanna. Förgun sorps og spilliefna og frárennslismál eru víða í slæmu ásigkomulagi. Margt jákvætt hef- ur þó verið framkvæmt undanfarin ár til að koma þeim málum í betra horf. Umfangsmiklar fram- kvæmdir standa yfír og eru fram- undan hjá mörgum sveitarfélög- um. Samhliða þeim verkefnum, sem hér hafa verið nefnd, verður jafnframt að leggja áherslu á átak í fegrunarmálum og bætta um- gengni við landið, uppgræðslu lands og skógrækt. Þáttur sveitar- félaga í þessum verkefnum á að vera mikill, ekki síst í samvinnu við einstaklinga og félagasamtök. Evrópuráðið hefur ákveðið að árið 1995 verði náttúruverndarár. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson hvetur sveitastjómir, skóla og almenning til átaks á náttúmverndarári. Á undanfömum árum hafa sveitarfélögin lagt stóraukið fjár- magn í umhverfisbætur á mörgum sviðum og er nærtækast í því sam- bandi að nefna kostnaðarsamar framkvæmdir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu varðandi úr- bætur í sorp- og holræsamálum. Víðar á landinu hafa sveitarfélögin ráðist í hliðstæðar framkvæmdir og er undirbúningur hafinn að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. samstarfi sveitarfélaga um sorp- hirðu og eyðingu sorps á einstök- um landshlutum. Viðleitni sveitarfélaganna til að vinna að úrbótum þarf að njóta stuðnings umhverfisyfirvalda og skilningur þarf að vera á því, að aðstæður sveitarfélaganna eru misjafnar bæði af fjárhagslegum og landfræðilegum ástæðum. Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfísráðuneytið hafa að undanförnu átt gott samstarf um ýmsar aðgerðir í umhverfismálum sem í framtíðinni munu skila betri árangri í umhverfís- og náttúru- vernd. Til að aukinn árangur náist í umhverfis- og náttúruvernd þurfa allir aðilar að leggjast á eitt, sveit- arfélög, ríki, félagasamtök og al- menningur. Sú skipan mála hlýtur jafnframt að vera eðlilegust, að framkvæmdin og ábyrgðin sé í höndum þeirra er mestra hags- muna hafa að gæta og næst við- fangsefninu standa. Þeim aðilum er jafnframt best treystandi til að leysa málin farsællega. Samband íslenskra sveitarfé- laga hyggst leggja sinn skref til náttúruvemdarárs Evrópu 1995 með því að miðla upplýsingum um náttúruverndarárið til allra sveit- arstjórna á íslandi og hvetja þær til aðgerða og samvinnu við fé- lagasamtök, skóla og almenning innan sinna umdæma í þágu þessa mikilvæga verkefnis. Jafnframt mun sambandið taka þetta mál til sérstakrar umflöllunar á fulltrúar- ráðsfundi sínum sem haldinn verð- ur í júní nk. í tengslum við 50 ára afmæli Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Höfundur er bæjarfulltrúi og form. Samb. ísl. sveitarfélaga. » I taám Nýr umboðsaðili SCANIA Frá og með 11. febrúar 1995 er Hekla hf. nýr umboðsaðili fyrir SCANIA bifreiðar á íslandi. Hekla býður SCANIA eigendur velkomna í hóp viðskiptavina sinna. Við munum kappkosta að veita nýjum og eldri SCANIA eigendum góða þjónustu. Véladeild Heklu mun sjá um alla þjónustu við SCANIA eigendur. Símanúmer véladeildar eru eftirfarandi: • Söludeild 569 5710 • Verkstæði 569 5740 • Varahlutir 569 5750 • Fax 569 5788 HEKLA 6e&t/ Laugavegi 170-174, simi 569 5500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.