Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 37

Morgunblaðið - 11.02.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Skipulögð fátækt Guðrún S. Gunnar Krisljánsdóttir Einarsson HÉR Á LANDI náði miðstýring og skömmtunarkerfí meiri tökum en víðast hvar annars staðar í hin- um vestræna heimi. Þó mikið hafi miðað í átt til frjálsræðis er enn margt sem ekki hefur náð að að- laga sig breyttum tímum. Þar á meðal eru kaup og saia á hluta hinnar hefðbundnu landbúnaðar- framleiðslu, svo sem mjólk og kindakjöti. Búvörusamningurinn sem gerð- ur var 1991 olli verulegum breyt- ingum. Meðal annars hætti ríkið að bera ábyrgð á sölunni og viss samábyrgð kom í staðinn innan greinarinnar. Ef við tölum um kindakjöt og sölu þess þá sýnir það sig að þessi samábyrgð hefur undarlegar hliðar. Þegar einhveij- um gengur vel að selja og selur allt sitt kjöt vel fyrir haustið, fær hann þá að njóta þess, færa út kvíamar og efla sitt fýrirtæki? Nei, hann verður að draga hina sem illa hefur gengið að selja á árinu og selja fyrir þá. Það sér hver maður að ekki er þetta hvetj- andi, hvorki fyrir viðkomandi af- urðastöð né framleiðendur. Okkur er sem við sæjum framan í þann bakarann í bænum sem væri sagt, þegar ljóst væri að hann seldi grimmt og væri að auka sína markaðshlutdeild, að nú yrði hann að hætta að baka og selja fyrir hinn bakarann sem gengi illa að selja sitt brauð. Það var ljóst fyrir- fram að þessi höft sem enn em fyrir hendi yrðu greininni fjötur um fót. Enda er það að koma bet- ur og betur í ljós. Það var rökrétt, fyrst ríkið bar ekki lengur ábyrgð á sölunni, að gera hvem framleið- anda ábyrgan fyrir sinni sölu. Beingreiðslumar hefði átt að festa og hafa þær óháðar framleiðslu. Þeir sem ekki treystu sér til að framleiða fyrir markaðsverð hefðu getað hætt en samt haldið svipuð- um tekjum og þeir höfðu. Síðan þessi samningur var gerður hafa laun sauðfjárbænda lækkað um Að kalla þann sem gefur af góðri uppskeru sauðaþjóf, segja þau Guðrún S. Kristjáns- dóttir og Gunnar Einarsson, er dæmi- gert fyrir andléysi kerfisþrælanna. 50% og aftur verður skerðing í haust. í skýrslu frá Ríkisendurskoðun kom fram að eitt meginmarkmið búvörasamningsins, það að auka hagræðingu í sauðfjárrækt, hafi ekki gengið eftir. Þróunin hafí orð- ið sú að dregið hafí úr framlegð. Við þessar aðstæður mætti ætla að forsvarsmenn bænda væra að gera allt til að breyta þessum samningi. Svo er ekki, þeir beijast á móti breytingum. Vegna þess að þeir dásömuðu svo þennan samn- ing þegar hann var gerður, má engu breyta í dag. Fátæktin er að grípa æ fleiri sauðfjárbændur og bændaforastan á ekki önnur ráð en að auka enn miðstýringuna. Því er haldið að bændum að í samkeppni beijist menn innbyrðis, allir tapi. Fyrirtæki, þá gildir einu hvort það er sauðfjárbú eða versl- un, verður að haga verðlagningu þannig að það sé rekið með hagn- aði, annars koðnar það niður og deyr. Það era vissulega til dæmi um það að menn fjárfesti og tapi öllu vegna mikillar samkeppni. Forastumenn bænda virðast halda að það sé almennt þannig í hinum vonda heimi fijálsrar verslunar og viðskipta, að fyrirtæki byiji með mikið eigið fé sem þau tapi smátt og smátt í samkeppni hvert við annað. Því er líka haldið fram, að vegna offramboðs sé ekki hægt að leyfa fijálsa samkeppni í sölu á kinda- kjöti. Það er rétt að það hefur verið offramboð á kjöti hér á landi í áraraðir. Kindalqötsframleiðslan hefur verið undir strangri miðstýr- ingu um magn og verð. Þó ótrú- legt megi virðast, hefur þeirri stýr- ingu verið hagað eins og kinda- kjötsmarkaðurinn væri einhver sérmarkaður óháður öllu öðra. Aðrir kjötframleiðendur, eins og t.d. svínakjötsframleiðendur, hafa þrátt fyrir fullan kjötmarkað stækkað búin og byggt ný. Þeir hafa með nýjustu tækni stóraukið framleiðslu á starfsmann og getað selt allt með því að lækka verð meira en við sauðfjárframleiðendur höfum gert. Þessi uppbygging í svínarækt hefði aldrei orðið ef verð á öllu kjöti hefði verið háð fram- boði og eftirspurn. Það er að vísu rétt að svín henta til verksmiðjuframleiðslu, en kind- ur ekki. Það era aftur á móti mikl- ir möguleikar á að auka fram- leiðslu á ársverk í kindakjötsfram- leiðslu. Það má til gamans nefna að í kringum 1960 birtist grein í Tímanum um fjármann í Gunnars- holti sem gaf 1.000 kindum þar og svo 150 heima hjá sér í frítím- anum. Árangur þessarar stýringar er, að þrátt fyrir miklar tækni- framfarir þarf að fara áratugi aft- ur í tímann til að benda"á mögu- leika greinarinnar. Það sem við sauðfjárframieið- endur eram að gera minnir óneit- anlega nokkuð á það sem prentar- ar í Bretlandi gerðu. Þeir stóðu þétt saman og vora ekki til við- ræðu um að taka upp nýja tækni sem var að gerbylta allri prentun. Þeir misstu síðan vinnuna í stóram hópum þegar prentunin var flutt annað. Samkvæmt skilgreiningu bændapressunnar era þeir sem selja framhjá kerfínu sauðaþjófar. Það er vissulega bölvað ólán að það skuli vera til svartur markaður á kindakjöti. Framhjásala er aftur á móti afleiðing en ekki orsök. Svarti markaðurinn dregur sjálf- sagt eitthvað úr sölu á kindakjöti í búðum en það er alls ekki hægt að setja samasemmerki á milli að fyrir hvert kíló sem er selt eða gefíð framhjá, dragi það jafnmikið úr sölu annars staðar. Þessi sala eykur án efa heildameysluna. Að kalla einhvem sem gefur af góðri uppskera krökkunum sínum sem era i skóla eða skítblönkum göml- um frænda sínum kjöt, sauðaþjóf, er dæmigert fyrir andleysi kerfis- þrælanna. Svarta markaðnum hef- ur tekist að koma kostnaði sem leggst á vörana frá því hún fer frá bóndanum þangað til hún kemur til neytendans, niður í það sem við hinir þyrftum að ná honum. Nú er rekinn áróður af kerfínu meðal bænda fyrir því að koma á allshetjar kjötsamsölu. Það væri með því verra sem gæti hent okk- ur bændur ef þetta tækist. Stórt skref afturábak. Það er vonandi að aðilum vinveittum bændum og neytendum takist að koma í veg fyrir það. í dag höfum við marga mark- aði, hvítan, svartan og útflutnings- markað. Kjötmarkaður þar sem allt kjöt eða veralegur hluti þess væri selt væri miklu farsælli lausn. Það mætti hugsa sér aiisheijar búvöramarkað þar sem flestar af- urðir bænda yrðu seldar. Ef ein- hveijir treystu sér til að kaupa kjöt á þessum markaði til að flytja það út væri þeim það vitanlega heimilt. Það er líka löngu tímabært að bjóða út mjólkurfram- leiðsluna. Það þykir sjálfsagt að hafa óbein áhrif á verð á t.d. ijármagns- mörkuðum. Það kæmi vel til greina að flytja út með einhveijum styrkjum hluta af kindakjötinu til að verðið færi ekki allt of neðarlega. Þó við hér á Daðastöðum höfum sett meira kjöt í útflutning en flestir, eram við ekki viss um að útflutningsbætur séu lausn á vandanum ef áfram er viðhaldið vonlausu skipulagi. Það er ekkert algilt, en það er oft þannig að opinber afskipti fylgja svipuðum farvegi og hafa sambærilegar afleiðingar. Það á líkt við um kakórækt í Afríku, fisk*- veiðar í Norður-Atlantshafí og landbúnað hér eða annars staðar. Það er byijað að hvetja til fjárfest- inga, umfram það sem annars hefði orðið með til dæmis föstu verði, styrkjum og ódýram lánum. Á nokkram áram fer að bera á brest- um. Þá er viðkvæðið að það séu of margir lausir endar. Stýringin er hert, enn versnar ástandið. Það verður til svartur markaður. Þeir sem reka kerfíð tala þá um skort á samstöðu og félagsþroska. (Ulbricht sá þýski sagðist hafa vonlausa þjóð. Bændapressan á íslandi talar um að það séu marg- ir sauðaþjófar í sveitunum.) Það er farið að hvetja menn til að fylgj- ast með og klaga náungann. Arð- semi minnkar, eiginfíárstaðan hrynur og fátæktin kemur í kjöl- farið. Ef við horfum til baka er enginn vafí á að við sauðfjárbændur stæð- um betur í dag ef meginreglur verslunar og viðskipta hefðu ráðið skipulagi og sölu. Ef við horfum til framtíðar, með innflutning og harðnandi samkeppni í huga, getur það fyrirkomulag sem núna er alls ekki gengið. Höfundar eru búendur á Daðastödum. Bragi Ásgeirsson fer yfir strikið hefur enginn kennari það á valdi sínu að víkja nemanda úr skóla. Kennarar jafnt sem nemendur era bundnir af reglum skólans og það er skólastjórn sem tekur endanlegar ákvarðan- ir um brottvikningu nemenda. En Braga sjálfum væri ekkert á móti skapi þótt helmingur nemenda fengi að fjúka, ef ekki kæmu til, „Þokukenndar reglur fundarhalda- fíklanna, sem heiðra meðal- mennskuna, skoðanaleysið, þræl- Gunnar J. Árnason Morgunblaðinu og veitist að starfsfólki skólans með að- dróttunum og skröki til að reyna að koms höggi á það og gerE það tortryggileg frammi fyrir öllun lesendum blaðsins sem hafa takmarkað ar upplýsingar og inn sýn inn í starfsem skójans. Ég skrifa ekki þess ar línur í þeim tilgang að reyna að rökræð; við Braga Ásgeirsson MENN era ýmsu vanir þegar Bragi Ásgeirsson er annars vegar, en í grein sinni, „Kjarvalsstaðir - listaskólar", í laugardagsblaði Morgunblaðsins (4. feb.) keyrir um þverbak, jafnvel á hans eigin mælikvarða. Þar lætur hann falla ærumeiðandi ummæli og ósann- indi um samstarfsfólk sitt í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og talar af ótrúlegu ábyrgðarleysi um stofnun sem hann hefur starfað við um árabil. Hann ásakar kenn- ara um að leggja nemendur í ein- elti og vísa þeim úr skóla ef þeim dirfist að hafa aðrar skoðanir en kennarar í listum og pólitík. Orðrétt segir hann: „Hér telst einstefna í málum, listfræðingar og listheimspekingar fastráðnir og svo harðir í horn að taka, að jafn- vel efnilegum nemendum í verk- legum fögum er vikið úr skóla dirfist þeir að hafa aðrar skoðanir en þeir.“ Og hann bætir við að það sé „afdráttarlaus skylda kenn- ara að leggja ekki einstaka nem- endur í einelti fyrir aðrar skoðanir í listum og pólitík. Að mínu mati era þeir kennara óhæfír í starfí sem þannig ganga að nemendum." Þetta er fullkominn hugarburður í Braga Ásgeirssyni og hann veit vel sjálfur að hann getur ekki til- greint eitt einasta dæmi. Enda sóttann og þýlyndið ...“ Og þetta er aðeins örlítið sýnishorn af þeim svívirðingum sem hann eys yfír samstarfsfólk sitt. Já, samstarfs- fólk sitt, því það vill þannig til að fáir, ef nokkrir, hafa kennt jafn lengi og reglulega við MHI og Bragi Ásgeirsson. Ekki hefur hann fyrir því að leggja fram kvörtun um meðferð á nemendum, eða starfsaðferðum innan skólans, ekki leitar hann skýringa eða legg- ur fram óskir um breytta skipan mála við aðra kennara. Þess í stað misnotar hann aðstöðu sína á enda hafa þeir sem það hafa reynt á síðum blaðsins komist að því að það er tilgangs- laust. Nei, ég vil vara lesendur Morgunblaðsins við að taka öllu trúanlega sem það les í greinum hans. Og ef grein hans er nokkur mælikvarði þá hefur hann glatað öllum trúverðugleika sem list- gagnrýnandi og greinarhöfundur. Ein af þeim grillum sem Bragi Ásgeirsson gengur með og þreyt- ist ekki á að lýsa, er sú að það sé til hópur listfræðinga og heim- spekinga sem eigi sér það eitt markmið í lífínu að boða einhveija hugmyndafræði, heilaþvo nem- endur og kremja alla listamenn Ég hefi meiri trú á les- endum Morgunblaðsins en svo að þeir gleypi við slíkri vitleysu, segir Gunnar J. Árnason, sem hér svarar Braga Ásgeirssyni gagnrýn- anda Morgunblaðsins. sem ekki þýðast þá undir hæl sín- um hvar sem til þeirra næst. Ég ætti að þekkja það. Um sjálfan mig sagði hann eftirfarandi, eftir að hafa gert mér upp fáránlegar skoðanir, í grein í Morgunblaðinu í ágúst síðastliðinn: „Slíkir tala einmitt um frelsi tjáningarinnar um leið og þeir valta yfír öll gildi sem þeim era ekki þóknanleg og spotta þá og grafa undan þeim sem þau aðhyll- ast, telja þá jafnvel líkþráa. Satt að segja hafa slíkir haft enda- skipti á hugtökunum íhaldsemi og tjáningarfrelsi í listum og þannig telja þíeir alla list úrkynjaða sem ekki fellur að þeirra níðþröngu skoðunum." Ég svaraði þessu ekki á sínum tíma. Hvemig á líka að svara jafn geðvonskulegu rausi sem þar að auki er byggt á uppspuna? En ég er ekki sá eini sem hefur þurft að þola aðdróttanir, háðsglósur og skæting sem hann lætur fjúka í greinum sínum og laumar oft með í listgagnrýni, svona rétt til að krydda skrif sín. Hann virðist haldinn blindri fyrirlitningu á list- fræðingum og öðram mennta- mönnum og eignar þeim allt sem aflaga fer í heimi listarinnar. Flestir hafa kosið að láta þetta framhjá sér fara, því sjaldnast nefnir hann nöfn eða tilgreinir dæmi og málflutningurinn er yfír- leitt mótsagnakenndur og ragl- ingslegur. Þeim sem til þekkja veitist þó ekki erfítt að lesa milli línanna. Smám saman venst mað- ur þessum skrifum hans og hættir að taka eftir þeim öðra vísi en sem óþægilegu suði sem er sífellt í bakgrunninum en sem manni lær- ist að ergja sig ekki yfír. Það er annars kostulegt að hlusta á Braga Ásgeirsson tala um tjáningarfrelsi og misnotkun á því. Hann, sem kennt hefur við MHÍ lengur en nokkur annar, ver- ið aðalgagnrýnandi Morgunblaðs- ins um áratugi og notað hvert!' tækifæri til að úthúða þeim sem falla ekki í kramið hjá sér í greina- skrifum og listgagnrýni, undir yf- irskini hlutlægrar og ábyrgrar gagnrýni. Það má vera að öllum séu tryggð réttindi til að tjá sinn huga, en sumir eru í betri aðstöðu en aðrir til að notfæra sér þann rétt. Tilvitnunin frá því í ágúst rifjað- ist upp fyrir mér þegar hann lét orð falla í lok greinar sinnar á laugardag þess efnis, að ýmsir, lærifeður innan skólans hljóti að vera fullkomlega úrkynjaðir. Ég hef meiri trú á lesendum Morgun- blaðsins en svo að þeir gleypi við jafn dæmalausri vitleysu. Höfundur er heimspekingur og kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.