Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.02.1995, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________LISTIR Kona á stjórnpalli Hljóðverk í Ráðhúsinu „Óður til Tjamarinnar“ TONLIST Háskólabíöi SINFÓNÍUHLJÓMS VEIT ÍSLANDS STJÓRNANDI ANNE MANSON Verkefni eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson og Jón Leifs. Fimmtudagur 23. febrúar. LOKATÓNLEIKAR Myrkra músíkdaga hófust á Langnætti Jóns Nordal, en Langnætti hefur unnið sér sess meðal verkefnavals hljómsveitarinnar og verður þar vafalaust um mörg ókomin ár, slík- um ágætum er það búið. Verkið er 20 ára, var samið 1975, og áberandi er hvað Jón hefur mikið vald á litrofi hljómsveitarinnar. 1 fyrsta skipti, að því ég best veit, stóð kona á stjómpalli Sinfón- íuhljómsveitar íslands, sú heitir Anne Manson, og segir hún í við- tali, að hún viti sjálf ekki hvort hún eigi að kalla sig breska eða ameríska. Því mætti benda henni á að ísland er staðsett nokkum veginn miðja vegu milli þessara tveggja landa og gæti vafalaust leyst þetta heimilisvandamál. Þótt Anne Manson sé enn ung að ámm hefur hún áunnið sér viðurkenn- ingu sem hljómsveitarstjóri og ekki hvað síst fyrir meðferð nútíma- verkefna. Hún sýndi enda strax að taktslag hennar er mjög skýrt og öraggt, dálítið „adademískt", eða eins og þýskarinn segir „eckig“ ANNE Manson og er oft æskulegt í nútímamúsik. Þótt Lágnætti væri vel spilað frá hendi hljómsveitarinnar, hefði ég kosið meiri mýkt og frelsi í flutn- inginn, nokkuð sem taktslagið vann kannske á móti. Enginn er fullkominn, allir eiga sínar feilnótur, enda era þær oft leiðin gegnum hreinsunareldinn. Skýringamar sem Atli Heimir gef- ur verki sínu „Lied ohne Worte“ (sbr. Mendelssohns Lied ohne Worte) í efnisskrá era skýrar og vinsælar, þar sem flestum hljóð- færaleikuranum era gefnar ein- leiksstrófur og minnir þá verkið á hið vinsæla konserto grossó-form. Þrátt fyrir ágæta saxófónleikara, Rascher Saxophone Quartet, var innihald verksins ekki auðfundið, né tilgangurinn með því sérlega skýr, og var hvorki einleikuram, hljómsveit né stjómanda um að kenna. Listamaður lifir fyrir þau góðu verk sem hann hefur skapt og þar er skerfur Atla Heimis stór. Eftir hlé kom svo verkið, sem margir biðu sérstaklega. Langt er síðan Snorri Sigfús Birgisson hefur sent frá sér hljómsveitarverk. Nú sendir hann Coniunctio, sem hann sjálfur segi um I efnisskrá, „gull- gerðarmenn miðalda nefndu það Coniunctio þegar andstæður rannu saman eða þegar reynt var að bræða einn málm úr tveimur. Verkið er skrifað fyrir stóra hljóm- sveit, þ. á m. 5 menn á ásláttar- hljóðfæri. Um flókna, nýja tón- sköpun er ekki hægt að skrifa af neinni ábyrgð eftir aðeins eina hlustun, en þessi sköpun hreif und- irritaðan. Verkið virðist mjög sam- viskusamlega unnið og tilfinningu fyrir hljómsveitinni virðist Snorri hafa í ríkum mæli. Áreiðanlega er hlutur stjómandans ekki auðveldur en Anne var þeim vanda sérlega vel vaxin. Undirritaður verður að láta nægja að óska Snorra til ham- ingju, við höfum eignast sinfóniker sem spennandi verður að heyra í næst. Myrkum músikdögum lauk með hljómsveitarverkinu Geysi op. 51 eftir risann í tónsköpun íslenskra, Jón Leifs. Hér magnaði hljómsveit- arstjórinn upp tóndrama höfundar- ins, svo að ekki gleymist í bráð, og hér sýndi Anne Manson ekki síst mátt sinn sem hljómsveitar- stjóri, og í verki sem að öllum lík- indum er hennar uppruna nokkuð fjarri. Ragnar Björnsson MAGNÚS Pálsson myndlistar- maður opnar sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 25. febrúar kl. 14. Verkið sem Magn- ús sýnir er hljóðverk og er eins konar óður til Tjarnarinnar. I kynningu segir: „Magnús Pálsson er einn af okkar þekkt- ustu myndlistarmönnum og hef- ur unnið með margvislegan efnivið við gerð verka sinna. Haldin var yfirlitssýning á verk- um Magnúsar á Kjarvalsstöðum í október 1994, þar sem óþijót- andi hugmyndaflug hans kom glöggt fram, ásamt fjölbreytileik í efni og útfærslu. Sýningin í Ráðhúsinu er haldin í boði íslandsdeildar Norræna GUÐRÚN Gunnarsdóttir myndlist- armaður og hönnuður flytur erindi á vegum Heimilisiðnaðarskólans í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 14. Þetta er annað erindið af fimm á þessu misseri í fyrirlestra- röð um hönnun, hefðir og hand- verk. Guðrún nefnir erindið List og listhönnun og sýnir litskyggnur af eigin verkun frá upphafi ferils síns, eða frá 1976 og fram á þennan dag. Litskyggnumar sýna þróun myndlistarbandalagsins en það er deild í samtökum norrænna myndlistarmanna á öllum Norð- urlöndunum. Fyrir þeirra til- stuðlanhefur árið í ár verið til- nefnt „Ár norrænnar myndlist- ar“ af Norrænnu ráðherranefnd- inni, en ráðherranefndin heldur fund sinn í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars. Sýningin er jafnframt liður í að kynna samtímalist og sam- starf norrænna myndlistar- manna. í framhaldi verður sýn- ing í Norræna húsinu í sumar, þar sem sett verða upp verk, jafnt utandyra sem innan eftir hátt á annan tug listamanna, ís- lenska og erlenda." hennar sem listamanns og hönnuð- ar. Guðrún er einn af brautryðjend- um þráðlistar hér á landi og hefur hún sýnt reglulega bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga sem háfa verið sendar til Norðurlandanna, Bandaríkjanna og Japan. Fyrirspurnir og umræður verða á meðan á litskyggnusýningunni stndur og að fyrirlestri loknum. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Norræna húsið Fyrirlestur um hönnun, hefðir o g handverk Renault Laguna — undurblíða, nýja víllidýrið frá Renault. 9 RENAULT RENNUR ÚT! Frumsýndur um helgina!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.