Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐÍÐ A Akærður fyrir far- símasvik RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur fertugum manni sem gefið er að sök að hafa framið fjársvik og hagnast um 200 þúsund með því að nota óskráðan farsíma og skrá símnotkun sína á reikning um það bil 50 fyrirtækja. Brot mannsins voru framin á fyrrihluta síðasta árs. Hann hafði endurforritað farsíma sinn þannig að 200 þúsund króna símnotkun hans, sem fólst að miklu leyti í sím- tölum milli landa, skráðist á reikn- ing annarra. Upp komst um málið eftir að opinber stofnun, sem fékk sundurliðaðan reikning fyrir sinni farsímanotkun sá að innheimt var fyrir samtal sem ekki gat staðist að væri á hennar vegum. Hefur játað Maðurinn hefur tæknimenntun á þessu sviði og hafði orðið sér úti um sérstakan talnakvóta hjá aðilum sem stunda misferli af þessu tagi erlendis. Ekkert kom fram sem benti til að hann hefði endurforritað aðra síma en sinn eigin. Manninum hefur verið birt ákær- an, en hann hefur játað sakargiftir að mestu leyti. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni. -----»-♦ ♦---- Raforka gefur vel í aðra hönd ÁRLEGAR hreinar tekjur af ódýr- ustu 20.000 gígawattstundum, sem talið er mögulegt að framleiða hér á landi yfír endingartíma vatnsafls- stöðvanna gætu að jafnaði orðið um 10,3 milljarðar að því er kom fram í máli Jakobs Björnssonar, orkurhála- stjóra, á ráðstefnu Verkfræðingafé- lagsins um virkjanir norðan Vatna- jökuls. Jakob sagði að upphæðin yrði 26,55 milljarðar eftir afskriftartíma og væri nánast einstakt að atvinnu- grein skilaði jafn miklum tekjum eft- ir að kostnaður hefði verið greiddur. Jakob miðaði við 4,5% raunvexti á ári, 40 ára afskriftartíma vatnsafls- stöðva, 80 ára endingartíma og 0,7% af stofnkostnaði til árlegs rekstrar. Miðað var við 1,45 krónur á kílóvatt- stund. Jakob hélt því fram í ræðu sinni að íslendingar hefðu ekki efni á því að nýta ekki vatnsorkuna meira en þegar hefði verið gert, einkum með tilliti til þess að á sama tíma og spáð væri 2,5% hagvexti á hinum Norður- löndunum væri aðeins spáð 1,5% hagvexti hér á landi á ári næstu árin. éZ ímm Nýjarvömráútsöluverði Gerðu ævintýraleqa góð kaup ^YfirSOO tilbooá nýjum vórum Aðeins þessa fjóra daga KRINGMN 5»- MEÐ blaðinu í dag fylgir 8 síðna biaðauki frá Kringiunni, „Kringlu- kast“. --------- Lækkun á verði afurða úr úthafskarfa líkleg í ár ALLAR líkur benda nú til mikillar aukningar á veiðum og vinnslu á úthafskarfa. Karfinn er að mestu seldur hausaður og heilfrystur til Japans, en þar eru nú um 12.000 tonn af karfa í birgðum frá Rússum. Japanskir kaupendur hafa verið að þrýsta á Rússæ um allt að 30% verðlækkun á afurðum úr úthafskarfa á þessu ári. Viðræður íslenzkra útflytjenda við kaupendur í Japan eru að hefjast, en verði þróunin á þessari vertíð svip- uð og í fyrra má búast við 10 til 15% verðlækkun á karfanum, sem seldur er til Japans. Halldór G. Eyjólfsson, markaðsstjóri hjá SH, segir að gæði karfans af íslenzku skipunum fari stöðugt vaxandi. Skipstjórarnir hafi náð tökum á því að fara þannig í torfumar að þeir fái betri karfa upp en áður og vinnslan gangi mjög vel. Svo virðist sem bezt gangi að selja 7 kílóa öskj- ur, en önnur framleiðsla safnist frekar upp. Nú sé nánast búið að selja alla íslenzku framleiðsluna frá því í fyrra og unnið sé að frekari sölu. Tekizt Töluverðar birgðir af karfa frá Rússum í Japan hafí að semja fyrirfram um sölu á 1.500 tonnum á þokkalegu verði og reynt sé að ná fleiri slíkum samningum. Mest hausað og slægt Megnið af karfanum var hausað og slægt um borð í fyrra, en við þá vinnslu er nýtingin um 50%. Því má ætla að framleiðslan í fyrra hafi verið nálægt 25.000 tonnum og er búizt við mik- illi aukningu í ár. SH flutti í fyrra út um 14.000 tonn af þessum afurðum og jafnvei er búizt við að útflutningur þess geti numið meiru en 20.000 tonnum á komandi vertíð. Þróunin í verði undan- farin ár hefur verið sú, að við upphaf vertíðar hefur fengizt svipað verð og í lok þeirrar síðustu, en verðið hefur jafnan farið lækkandi eftir því, sem liðið hefur á sumarið. Hins vegar hefur geng- ishækkun jensins dregið úr áhrifum verðlækkan- anna. Flökun á karfanum aukin Á síðustu vertíð lækkaði verðið að meðaltali um 10 til 15% frá upphafi til loka hennar, mis- jafnt eftir stærðum. i fyrra var meðalverð á haus- aða karfanum nálægt 100 krónum og gæti því lækkað um 10 til 15 krónur. Nú má búast við því að karfinn verði flakaður í vaxandi mæli, bæði um borð í frystiskipunum og í landi. Veiðar ísfisktogara gengu vel í fyrra og náðust góð tök á vinnslunni í landi. Mikil aukning er fyrirhuguð í landvinnslu á úthafskarfa, en flök- in af honum fara ýmist roðflett og beinlaus til Þýzkalands eða með roði til Bandaríkjanna. Þar erum við í samkeppni við Kanadamenn, sem hafa verið að kaupa heilfrystan karfa til frekari vinnslu og innflutnings til Bandaríkjanna. 'i.KtWSV.U ff ■ < <11 v : M ¥ ;) ■ c - ' í*' S KENNARAR fjölmenntu á útifund á Ingólfstorgi í gær og gengu síðan fylktu liði á fund fjármálaráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Samningafundur í kennaradeilunni í dag SAMNINGANEFNDIR kennarafé- laganna og samninganefnd ríkisins (SNR) koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Lítið hefur þokast í kennaradeilunni frá því SNR lagði fram tilboð til kennara 19. febrúar sl. og hefur verkfall kennara nú staðið í 18 daga. SNR sendi í gær frá sér minnis- blað um tilboðið frá 19. febrúar. Þar kemur fram að meðalmánaðar- laun kennara í HÍK séu nú 94.400 kr. og í KÍ 86.800 kr. Samkvæmt tilboði SNR yrðu þau 109.700 kr. hjá HÍK og 100.200 kr. hjá KÍ. Til samanburðar segir að meðalmánað- arlaun annarra BHMR-félaga séu nú 102.300 kr. en yrðu með al- mennum hækkunum 108.400 kr. Tillögunni gerð lítil skil Indriði H. Þorláksson, varafor- maður SNR, segir að í þessum sam- anburði sé gert ráð fyrir að allar hækkanir til handa kennurum séu komnar til framkvæmda og miðað sé við 6% hækkun á taxta BHMR. Hann segir að samninganefndar- menn hafi séð ástæðu til að taka saman minnisblað um tillöguna því hún hefði verið að þróast auk þess sem þeim fyndist að viðsemjendur þeirra hefðu slitið hana úr sam- hengi og gert henni lítil skil í þeim blöðum sem þeir hefðu sent sínum félagsmönnum. Óeðlilegur samanburður Elna K. Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, segir samanburð á þessum forsendum óeðlilegan. Þ.e.a.s að bera saman annars vegar dagvinnulaun annarra háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, sem séu allir með lausa samninga, og miða við að þeir fái sömu hækkun og aðrir og nái engu út úr sérkjaraviðræðum og hins vegar kjör kennarafélaganna eins og þau gætu orðið í ágúst 1996. Aðspurð um framhaldið í deilunni sagðist Elna gera sér vonir um að fundur með Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra í gærmorgun myndi skila einhverju auk þess sem hún vonaðist eindregið til að málin yrðu rædd á ríkisstjómarfundi í dag þannig að hreyfing komist á. Ungir kennarar eiga einungis kost á 70% starfi Kennarar fjölmenntu á útifund á Ingólfstorgi í gær. Þaðan gengu þeir fylktu liði á fund fjármálaráð- herra og afhentu honum kröfu fundarins um að gengið verði til samninga um bætt kjör. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, sagði á fundinum að ef ekki yrði tekið á launamálum kennara, sérstaklega í tengslum við einsetningu grunn- skólans, stæðu ungir kennarar frammi fyrir því að verða að taka að sér 60-70% starf og fá fyrir það 48—56 þúsund krónur á mánuði. Hann vísaði til skýrslu mennta- stefnunefndar þar sem segir: „Gera verður kröfu um að kennarar sinni kennslu sem aðalstarfi og fái greitt miðað við það.“ Eríkur sagði að það væri krafa kennara að ríkisvaldið stæði við menntastefnu sína, líka þann hluta hennar sem fjallaði um nauðsyn þess að leiðrétta laun og starfsað- stæður kennara. Virkjanir RARIK á Austurlandi Orku- vinnsla mun minniení meðalári ORKUYINNSLA helstu virkj- ana RARIK á Austurlandi er nú innan við þriðjungur af því sem gerist í meðalárferði. Framleiðsla í Lagarfossvirkj- un er nú 1,28 gígavattstundir (GWh) á móti 4,66 GWh á sama tíma í fyrra eða 28%, en í fyrra var orkuvinnslan líkari því sem gerist í meðalárferði. Fram- leiðsla í Grímsárvirkjun er nú 0,58 GWh á móti 2,01 í fyrra eða 29%. Samkvæmt upplýsingum frá Heimi Sveinssyni hjá Rafmagn- sveitum ríkisins, Austurland- sveitu, hefur af þessum sökum skort afl frá þessum virkjunum á mestu álagstímum, þ.e. frá því snemma morguns til síðla kvölds. Aflgetan er um 11 MW þegar nægjanlegt vatn er fyrir hendi en hefur nú í febrúar og byijun mars verið mun minna '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.