Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sigmundsbúnaður viðurkenndur 14ára baráttu lokið Vestmamiaeyjum. Morgunbladið. SIGMUNDSBÚNAÐUINN, sleppi- búnaður björgnnarbáta sem Sig- mund Jóhannsson hannaði, fékk í gær fullnaðarviðurkenningu Sigl- ingamálastofnunar ríkisins, en lokið er prófunum á búnaðinum hjá stofnuninni og stóðst hann þær all- ar. v Páll Hjartarson, aðstoðarsigl- ingamálastjóri, sagði að Siglinga- málastofnun myndi nú senda sam- gönguráðuneytinu tilkynningu um að Sigmundsbúnaðurinn væri viður- kenndur þannig að reglugerð um losunarbúnað björgunarbáta, sem hefði verið frestað gildistöku á, gæti þeirra vegna nú þegar tekið gildi þar sem viðurkenndur sleppi- búnaður lægi fyrir. Páll sagði, að búið væri að skrifa bréf til framleið- enda búnaðarins þar sem viður- kenning stofnunarinnar er staðfest, þannig að búast má við að fram- leiðsla geti hafist fljótlega því mörg skip eru í dag án sleppibúnaðar. Fjórtán ára barátta Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem verið hefur í framvarðasveit þeirra sem barist hafa fyrir viðurkenningu búnaðarins, sagði, að það hefði tek- ið ótrúlegan tíma að fá þetta mikil- væga björgunartæki viðurkennt. „Þetta hefur verið fjórtán ára bar- átta og ég vona að henni sé nú lok- ið. Það vantar sleppibúnað í fjöl- mörg skip í dag og ef það verður lögbundið að hafa þennan búnað um borð í öllum skipum fer Sig- ínundsbúnaðurinn í þau því hann er eini viðurkenndi sleppibúnaður- inn sem til er í dag. Við, sem höfum barist fyrir þessum búnaði, höfum alltaf verið vissir um ágæti hans. Þessi niðurstaða er fyrst og fremst sigur fyrir íslenska sjómenn og ég veit, að þessi búnaður á eftir að bjarga mörgum mannslífum þegar hann verður kominn í allan flot- ann,“ sagði Sigmar. Vetrarríki á Skálafelli ÞÓ AÐ sólin sé farin að hækka á lofti lætur Vetur konungur enn engan bilbug á sér finna. Kaldur andblær hans skilur víða eftir sig Iistaverk eins og glögglega má sjá á mastrinu á Skálafelli. Sólin gyll- ir hjarnið og bíður þolinmóð síns tíma. Sala a hlutabréfum Osvarar til Heimaafls hf. Lögmæti sölu bréf- anna verður skoðað Morgunblaðið/Karl Sæmundsson FORSETI bæjarstjórnar Bolungar- víkur gagnrýnir þá menn sem stofn- uðu hlutafélagið Heimaafl og keyptu óseld hlutabréf í Ósvör hf. Það leiddi til þess að bæjarsjóður missti meiri- hluta sinn í hlutafélaginu og forsend- ur fyrir sölu á eignarhlut hans í fyrir- tækinu til Bakka hf. brustu. Segir hann að það verði skoðað hvernig að sölunni var staðið og lögmæti hennar enda hafi lögmaður bæjarins talið að heimild til sölu bréfanna hafi verið fallin úr gildi. Bakki hf. í Hnífsdal gerði í síðustu viku kauptilboð í meirihlutaeign bæj- arsjóðs Bolungarvíkur í almennings- hlutafélaginu Ósvör hf. sem gerir út togarana Dagrúnu og Heiðrúnu og rekur einnig fískverkun ,á staðnum. Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjóm- ar, segir að meirihluti bæjarstjómar hafí talið fýsilegt að skoða tilboðið nánar. Með því að taka því hefði verið hægtáð minnka skuldir bæjar- sjóðs um fjórðung og losa bæinn út úr áhætturekstri. Ósvör hefði fengið Vestijarðaaðstoð, aukinn kvóta, auk- ið hlutafé og skuldir fyrirtækisins lík- lega minnkað. Þá hefði fyrirtækið keypt eignir Þuríðar hf. og aukið umsvif sín og umsetning hafnarinnar aukist. „Nauðvörn heimamanna“ Lárus Benediktsson, einn for- svarsmanna Heimaafls hf., sem keypti sig inn í Ósvör til að koma í veg fyrir sölu á hlut bæjarins, segir að stofnun fyrirtækisins hafi verið nauðvörn heimamanna til að tryggja áframhaldandi yfírráð yfir veiði- heimildum Ósvarar og koma í veg fyrir brask með fjöregg byggðar- lagsins. Aðalbjörn Jóakimsson, aðaleig- andi Bakka hf., segir að málinu sé lokið af sinni hálfu. Fjárfestar hafi verið reiðubúnir að setja mikla fjár- muni í atvinnulíf í Bolungarvík og nú verði Bolvíkingar að fá þessa peninga annars staðar. Ágúst Oddsson segir að hlutabréf bæjarsjóðs í Ósvör séu enn til sölu og vekur athygli á því að ekki þurfi stóran hlut á móti til að mynda meirihluta. ■ Látið reyna á/32 Milljónir sparast vegna Internets SKJOL vegna Reykjavíkurfundar um mengun frá landstöðvun á veg- um Umhverfísstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, eru send um Int- ernetið til höfuðstöðva UNEP í Nairobi þar sem þau eru þýdd. Með þessu sparast kostnaður upp á rúm- lega þrjár milljónir króna sem ella hefði þurft að greiða vegna ferðar 6 þýðenda hingað til lands. Elisabeth Dowdeswell yfirmaður Umhverfisstofnunarinnar, segir ís- lendinga fimm árum á undan stofn- uninni í tölvutækni og lætur afar vel af ráðstefnuhaldinu hér á landi. Hans J. Gunnarsson annast tölvumálin fyrir Kynningu og markað, KOM, sem stendur fyrir skipulagningu á ráðstefnuhaldinu. Hans segir að skjöl sem þurfi að þýða séu send seint að kvöldi um Internetið til Nairobi og taki það um 17 mínútur að senda 30 blað- síðna skeyti á þann hátt. Snemma daginn eftir berist þýðing á skjöl- unum sömu leið til baka og þeim er dreift til þátttakenda á ráðstefn- unni. ■ 70% af mengun/12 Vlll bjóða Islendingum tímabundinn þorskkvóta í Barentshafi Lítill stuðninsfur í Noregi ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra seg- ir að hugmynd norska stjórnmálamannsins Sveins Ludvigsen um að Norðmenn veiti íslend- ingum 30 þúsund tonna þorskkvóta í norskri efnahagslögsögu í Barentshafí, sé mjög áhuga- vert innlegg í málið þó hún sé byggð á öðrum grunni en íslendingar hefðu í viðræðum við Norðmenn. Norðmenn sýni íslendingum samstöðu Svein Ludvigsen er einn af forystumönnum llægriflokksins og formaður atvinnumálanefnd- ar norska Stórþingsins. Hann telur að Norðmenn ættu að sýna Islendingum samstöðu þegar þorsk- stofn við landið sé kominn í sögulegt lágmark. Á móti muni íslendingar hætta veiðum í Smug- unni í Barentshafi og á Svalbarðasvæðinu. Legg- ur Ludvigsen til að kvóti verði veittur til fimm ára á meðan þorskstofninn við Island er byggð- ,4ir upp að nýju. Hann vísar því á bug að í slíku Loði felist viðurkenning á rétti íslendinga til að veiða þorsk í Barentshafi og hann nefnir þær veiðar enn sjóræningjaveiðar. Tillögu Ludvigsen hefur ekki verið vel tekið hjá fulltrúum hinna norsku stjórnmálaflokkanna svo og sjómönnum og hagsmunasamtökum. Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra hafnar henni alfarið. Telur hann að tillaga Ludvigsen geti veikt málflutning Norðmanna í samninga- viðræðum við íslendinga. Þá lýsir hann undrun sinni á því að Ludvigsen skuli ekki hafa haft samráð við utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytið. Robert Hansen, formaður sjómannasamtak- anna í Troms-fylki, segir ekki koma til greina að úthluta Islendingum ókeypis þorskkvóta, ekki síst með tilliti til þess hvernig íslenskir sjómenn hafi hagað sér i Barentshafinu undanfarin ár. Þá bendir hann á að skip frá öðrum löndum séu einnig að veiðum í Smugunni og á Svalbarða- svæðinu og segir að það geti haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar ef farið verður að úthluta kvótum til þeirra sem á þurfa að halda. Þorsteinn Pálsson segir að Ludvigsen sé áhrifamaður í norskum stjómmálum þó hann sé í stjórnarandstöðu. Hann segir að tillaga hans sé áhugaverð og ætti að styrkja málstað íslend- inga þó verið sé að ræða við Norðmenn á öðrum grundvelli, þar sem lögð sé áhersla á réttarstöðu Islendinga, en ekki tímabundna aðstoð vegna bágrar stöðu þorskstofnsins. Því hafi hins vegar verið lýst yfir af hálfu íslenskra samningamanna að Islendingar gætu hugsað sér að tengja varan- lega lausn málsins við stærð þorskstofnsins. Telur Þorsteinn mögulegt að flétta þessar leiðir saman. Viðræður á föstudag Rússar og Norðmenn hafa boðið íslendingum til þríhliða viðræðna á embættismannagrundvelli um Smuguveiðarnar í Moskvu næstkomandi föstudag. Þorsteinn Pálsson segir að Norðmenn og Rússar hafí verið að reyna að samræma af- stöðu sína og muni eiga viðræður fyrir fundinn. Hrefnuveiðimenn Krefjast skaðabóta frá ríkinu RÍKISSTJÓRNIN hefur til skoðunar kröfu frá hrefnuveiði- mönnum um bætur fyrir at- vinnumissi vegna hvalveiði- bannsins á sínum tíma. Félag hrefnuveiðimanna hef- ur gert kröfu um fébætur á hendur ríkissjóði. Konráð Egg- ertsson, einn forsvarsmanna félagsins, segir að krafan bygg- ist á því ákvæði stjómarskrár sem segir að atvinnufrelsi megi ekki skerða nema almannaheill krefjist, og komi þá fullar bæt- ur fyrir. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði að málið hefði verið til skoðunar en væri óafgreitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.