Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 49

Morgunblaðið - 07.03.1995, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1995 49 FRETTIR Sjötugt skátafélag vill byggja SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar hélt upp á sjötugs afmælið sitt 22. febrúar sl. með fjölbreyttum uppá- komum. Þessi dagur er einnig afmælisdag- ur Baden Powell, stofnanda skátahreyf- ingarinnar. Skátarnir söfnuð- ust saman undir stjórn félagsforingja upp við Hraunbyrgi, sem er núverandi skátaheim- ili Hafnfirðinga. Það- an var svo gengið í blysför með fylktu liði undir íslenskum fána og félagsfánum að þeim stað sem næsta Hraunbyrgi á að rísa en það er við Víðistaðatún, rétt hjá Víði- staðakirkju. Pétur Már Sigurðsson, félags- foringi, flutti ávarp ásamt bæjar- stjóra og fleiri gestum en síðan vígði sr. Sigurður Helgi Guð- Pétur M. Sigurðsson, félagsforingi, flutti ávarp í tilefni sjö- tugsafmælisins. mundsson, sóknar- prestur við Víðistaða- kirkju, lóðina þar sem hið nýja skátaheimili á að rísa. Loks tók lít- il skátastúlka fyrstu skóflustunguna og á eftir fylgdu svo allir ylfingar og ljósálfar og tóku hver sína skóflustungu með litl- um barnaskóflum. Skátar höfðu á meðan merkt útlínur svæðis- ins með eldi að fornum sið. Að þessari athöfn lokinni var haldið til kirkju og fór þar fram stutt athöfn. Fór þar m.a. fram vígsla ylf- inga, ljósálfa og skáta. Unnu þeir svo heit sín og klæddust fullum búningi. Að því loknu var kvöld- vaka. Þar voru félaginu fluttar kveðjur og færðar gjafir. Lauk svo hátíðinni með skátakakó og kök- um fyrir alla viðstadda. |lf» Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson ÞAÐ VORU ylfingar og Ijósálfar sem tóku fystu skóflustunguna að nýju skátaheimili. Dagbækur bónda úr Stein- grímsfirði FÉLAGSFUNDUR í Sagnfræðinga- félaginu verður haldinn í Þjóðskjala- safni íslands í kvöid. Dr. Sigurður G. Magnússon sagnfræðingur flytur erindi sem hann nefnir „Listin að lifa á 19. öld“. Sigurður fjallar um dagbækur Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf við Steingrímsfjörð sem hann hélt síðasta aldarfjórðung 19. aldar. Halldór var bóndasonur, varð síðan lausamaður og loks bóndi. í fyrir- lestrinum verður gerð tilraun til að bera saman það sem vitað er af eldri rannsóknum um daglegt líf alþýðu- fólks á 19. öld við þessa persónulegu frásögn eins manns. Sigurður notar niðurstöður doktorsritgerðar sinnar í þessu skyni en hún fjallar um dag- legt líf á Islandi 1850-1940. Nýlega fann Sigurður einnig dagbækur bróður Halldórs og verða þær einn- ig til umræðu. Fundurinn hefst kl. 20.30. Samkirkjuleg bænavika að hefjast NÚ ER að hefjast hin árlega sam- kirkjulega bænavika kristinna manna, og hefst hún með guðsþjón- ustu í Kristskirkju í Landakoti mið- vikudaginn 8. mars kl. 20.30. Ræðu- maður kvöldsins verður sr. Halldór S. Gröndal. Næstu þijú kvöld verða einnig kvöldsamkomur, sem hefjast kl. 20.30. Á fimmtudagskvöld verður samkoma í Herkastalanum og þar verður ræðumaður sr. Sjgurður Sig- urðarson, vígslubiskip. Á föstudags- kvöld verður samkoma í Aðvent- kirkjunni og ræðumaður þar verður Michael Fitzgerald. Á laugardags- kvöid verður samkoma í Fíladelfíu- kirkjunni og ræðumaður þar verður Eric Guðmundsson. Bænavikunni lýkur með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni á sunnudag kl. 11 og þar préd- ikar Hafliði Kristinsson. Það er Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga sem stendur að bænavik- unni, en nefndina skipa eftirtaldir fulltrúar: Daníel Óskarsson yfirfor- ingi Hjálpræðishersins á Islandi, Eric Guðmundsson forstöðumaður Aðventsafnaðarins, Hafliði Kristins- son forstöðumaður Hvítasunnusafn- aðarins, sr. Patrick Breen, sóknar- prestur í Landakoti, dr. theol. Hjalti Hugason dósent við guðfræðideild Háskóla íslands og sr. Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur, sem er formaður nefndarinnar. Greitt hefur verið fyrir þjón- ustu með skóla- gjöldum í ÁLYKTUN félagsfundar nem- endafélags öldungadeildar Mennta- skólans við Hamrahlíð,sem haldinn var 2. mars 1995, er skorað á ríkis- stjórnina að semja strax við kenn-. ara. „Á það skal bent að nemendur hafa borgað fyrir skólavist vorönn 1995 og með því að hefta skóla- starf eru stjómvöld að ganga gegn þeirri þjónustu sem búið er að inn- heimta með skólagjöldum. Þar af leiðandi ítreka fundarmenn kröfu sína um að stjórnvöld taki á málun- um hið fyrsta svo skólastarf í land- inu geti hafist á ný,“ segir í ályktun- inni. S AA heldur fræðslufund fyrir foreldra SÁÁ VERÐUR næstu mánuði með reglulega fræðslufundi fyrir for- eldra um vímuefnaneyslu unglinga. Fyrsti fræðslufundurinn verður haldinn í dag, þriðjudaginn 7. mars, í húsakynnum SÁÁ við Síðumúla 3-5. Tilgangurinn með þessari for- eldrafræðslu er að hjálpa foreldrum til að skilja aðstæður unglinganna og til hvaða ráðstafana hægt er að grípa til að koma í veg fyrir að unglingar hefji neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Ástæða þess að SÁÁ leggur áherslu á foreldrafræðslu er sú að í viðtöium við unglinga, kennara, foreldra, íþróttaþjálfara, áfengis- ráðgjafa, sálfræðinga og fleiri, kom í ljós að flestir töldu að foreldra skorti þekkingu til að taka raun- hæft á vímuefnaneyslu barna sinna. Fræðslufundirnir verða jafnt haldnir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Fundirnir í Reykja- vík verða haldnir á þriðjudagskvöld- um í marsmánuði og hefjst kl. 20. Þeir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Fræðslufundir SÁÁ fyrir foreldra verða haldnir víða um iand á næst- unni. Reykjavík 7., 14. og 28 mars. Egilsstaðir 10. og 11. mars. Nes- kaupstaður 11. og 12. mars. Stykk- ishólmur 15. mars. Vestmannaeyjar 18. mars. ísafjörður 24. og 25. mars. Siglufjörður 31. mars. Akur- eyri 1., 2. og 27. apríl. Hvamms- tangi 6. apríl. Selfoss 10. apríl. Akranes 12. apríl. Fyrirlestur um framleiðsluf eril kísiljárns DR. HELGI ÞÓR Ingason flytur fyrirlestur þriðjudaginn 7. mars kl. 17.15 í stofu 158 í VR II. Fyrirlest- urinn nefnir hann „Hol rafskaut við framleiðslu kísiljárns". Framleiðsluferli kísiljárns er lýst í grundvallaratriðum. Sagt er frá verkefninu „Hol rafskaut" í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga, er byggðist á tilraunum á 36MW framleiðsluofni fyrir kísiljárn (FeSi 75%), ásamt þróun og notkun reiknilíkana. Fjallað verður um helstu þætti verkefnisins sem eru: Framkvæmd tilrauna og gagnasöfn- un, úrvinnsla gagna og helstu niður- stöður mælinga, þróun og notkun sérstakra reiknilíkana fyrir: a) upp- hitun gass og agna sem falla í miðju rafskauts, b) hitabreytingar og hita- spennur í rafskauti. Helgi Þór Ingason lauk prófí í vélaverkfræði frá HHÍ 1989 og var fyrstur til að ljúka M.Sc.-prófi við verkfræðideild HÍ 1991. Hann lauk Dr.ing.-gráðu í verkfræði / Process pietallurgy frá NTH 1994. Allir velkomnir. Þrír aukavinm ingar hjá SVFÍ DREGNIR hafa verið þrír aukavinn- ingar í fyrsta útdrætti happdrættis Slysavarnarfélags íslands. Aðeins var dregið úr seldum miðum og komu vinningar á eftirtalin númer: 1. Ferð fyrir tvo í tvær vikur til Mallorca eða Benidorm, miði nr. 5590. 2. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 50099. 3. Ferð fyrir tvo til Dublin, miði nr. 54142. Rætt um launa- jöfnuð á fundi framsóknarkvenna HINN 8. mars nk., sem er alþjóðleg- ur baráttudagur kvenna, stendur Freyja, félag framsóknarkvenna, fyrir málþingi um launajöfnuð á Digranesvegi 12 í Kópavogi. Velt verður upp spurningum eins og hvers vegna hefur aukin mennt- un kvenna ekki skilað konum hærri launum en nýútkomin skýrsla um laun kynjanna gefur til kynna? Sig- urbjörg Björgvinsdóttir setur mál- þingið kl. 20.30. Frummælendur verða Helga Sig- uijónsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Fundarstjóri er Unnur Stefáns- dóttir. Málþingið er öllum opið. ■ TRÍÓ ÞÓRIS Baldurssonar leikur á Kringlukránni á morgun, miðvikudag 8. mars. Á efnisskránni verða þekkt orgelverk úr smiðju jass- og rokkhöfunda. Með Þóri leika þeir Björn Thoroddsen á gítar og Jóhann Hjörleifsson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangur ókeypis. ■ FRÆÐSL USAMTÖK um kyn- líf og barneignir halda fræðslu- og umræðufund um getnaðarvarnir 9. mars, á Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18, kl. 13-15.30. Fundurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu. Ókeypis aðgangur. 7.3. 1995 Nr 366 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4543 3700 0014 2334 taxt úr umferö og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- tyrir að klótesta taxl og visa á vágest. VISA ISLAND Álfabakka 16 - 109 Reykjavik Sími 91-671700 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 04.03.1995 8^14X20 29 X 30 VINNINGAR 4. 3al5 FJÖLDI VINNINGSHAFA 125 3.977 UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 4.869.523 491.420 6.780 490 Helldarvinningsupphæ&: 8.157.173 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR PORCELANOSA' CERAMICA Flísar fyrir vandláta ALFABORGV KNARRARVOGI 4 • » 686755 Ný sending Litir: svart rúskinn. y brúnt leður, sandieður. 2.990 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 41754. ÍTALSKI BOLTINN 9. leikvika , 5.mars 1995 Nr. Leikur: Röðin: 2. 3. — 5. 6. ~T. 8. 9. 11. 12. 13. Sampdoria - Roma 1 - - Intcr - Juvcntus - X - Lazio - Fiorentina 1 - - Torino - Parma Cagliari - Bari Padova - Napoli - - 2 1 - - I - - Foggia - Crcmonese - - 2 Brescia - Milan - - 2 Fid.Andria - Vicenza - X - Salernitana - Cesena 1 - - Acireale - Ancona - X - Ascoli - Palermo 1 - - Verona - Cosenza - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 16 miHjón krónur 13 réttir: | 1.424.320 | kr. 12réttir: |~ 22.410 I kr. 11 réttir: 1.290 I kr. lOréttir: | J kr. 9. leikvika, 4. mars 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Liverpool - Newcastle 1 - - 2. Notth For. - Tottcnham - X - 3. Aston V. - Blackburn - - 2 4. Leeds - Sheff. Wed - - 2 5. Wimbledon - QPR - - 2 6. Norwich - Manch. City - X - 7. Manch. l)td. - Ipswich 1 - - 8. Leicester - Everton - X - 9. Southampt. - Coventry - X - Reading - Watford Barnslcy - Oldham l.uton - Millwall 1 - - - - 2 - X - 13. Stoke Derby X - Heildarvinningsupphæðin: 117 milljón krónur | 13 réttir: 2.835.380 | kr. 12 réttir: 69.390 | kr. 11 réttir: | 5.360 | kr. 10 réttir: | 1.300 | kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.